Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 23 Framseljanlegur aflakvóti smábáta: segir Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra „VIÐ höfum verið að glíma við það vandamál að fiskiskipaflotinn er alltof stór. Smábátaflotinn hefiir stækkað mikið og nú hefur ver- ið samþykkt að setja aflakvóta á smábáta með tilteknum hætti,“ sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra þegar hann var spurður álits á verðhækkun á smábátum eftir að þeir fengu aflak- vóta. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að nú fást 6-7 milljónir króna fyrir smábát með 50 tonna kvóta en slíkur bátur var nýlega seldur fyrir 700 þúsund krónur. Morgunblaðið ræddi einnig við Matthías Bjarnason alþingismann og Kristján Ragnarsson formann LIÚ. Fram kom hjá Matthíasi að eignin væri ekki lögð til grundvallar heldur hvað fengist að fiska og það sagðist hann telja afar óheilbrigt. Kristján sagði að helsti ljóðurinn á kvótakerfinu hefði verið mikil fjölg- un smábáta og þeim yrði að fækka. Sjávarútvegsráðherra sagðist hvetja menn til að selja ekki frá sér lífsbjörgina, í þeirri trú að þeir myndu fá úthlutað nýjum veiði- heimildum. „Það er með þetta eins og annað, það er umdeilanlegt hvað er eðlilegt," sagði Halldór. „Ef smábátunum fækkar þá gerist ekki neitt hjá þeim sem stunda þessar veiðar í dag. Það er tiltekin löggjöf sem tryggir starfsréttindi í þessari atvinnugrein. Vilji menn ekki stunda hana getá þeir losað sig við bátana og það er ljóst að verðið sem þeir fá er nokkuð hátt. En við það að selja bátana taka menn áhættu og missa ákveðið öryggi.“ Fráleitt að bátar hækki mikið við lagabreytingu „Eg tel það fráleitt að bátar hækki mikið í verði við lagabreyt- ingu en legg hins vegar ekki dóm á hvort verðið hækkar svona mik- ið,“ sagði Matthías Bjarnason, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið aðspurður um hvort eðlilegt sé að verð á smá- bátum allt að tífaldist vegna þess að aflakvóti þeirra verður framselj- anlegur, eins og samþykkt var á Alþingi í vor. Saga Kópavogs í þremur bindum Út er komið á vegum Lions- klúbbs Kópavogs ritsafnið Saga Kópavogs „safn til sögu byggðar- lagsins" í þremur bindum. Fyrsta bindi ber undirtitilinn „saga lands og lýðs á liðnum öldum“ og nær allt fram til ársins 1936 að byggð fer að myndaSt á hálsunum í kjölfar nýbýlalaganna svonefndu. Ritstjóri er Árni Waage, sem jafn- framt skrifar um fugla- og dýralíf. Aðrir höfundar eru Magnús Þor- kelsson er ritar um söguna, Árni Hjartarson um jarðfræði, Erlingur Hauksson um fjörulíf og Hörður Kristinsson um gróður. Einnig er í ritinu örnefnaskrá sem unnin er af Gyðlaugi R. Guðmundssyni og Jean Pierre Biard kortagerðarmanni. Annað bindi ber undirtitilinn „frumbyggð og hreppsár" og spannar tímabilið frá 1936—1955, að Kópavogur fær kaupstaðarrétt- indi. Ritstjóri er Adolf J. Petersen sem jafnframt ritar þátt um fyrstu vega- gerð og upphaf byggðar. Lýður Björnsson skrifar meginmál þessa bindis um stjórnsýslu og sögu hreppsins, en Ándrés Kristjánsson ritar um atvinnu og þjónustu og Björn Þorsteinsson um upphaf skólahalds. Þá eru í þessu bindi viðtöl við frumbyggja sem Valgeir Sigurðs- son hefur tekið. Þriðja bindið ber undirtitiiinn „kaupstaðarsagan“ og nær frá ár- inu 1955 þegar Kópavogur fær kaupstaðarréttindi og fram á okkar daga. Ritstjóri þessa bindis er Andrés Kristjánsson, en Björn Þorsteinsson hefur verið honum til aðstoðar og fulltingis. Þeir eru jafnframt aðal- höfundar, en auk þeirra ritar Þórð- ur Jóhann Magnússon um sjúkra- samlag og heilbrigðismál. í fréttatilkynningu um útgáfuna segir m.a.: „Með útgáfu þessa verks hefur verið leitast við að safna á einn stað sögu þessa svæðis og þess samfélags sem hér hefur mót- ast á rúmri hálfri öld, frá óbyggðu landi til fjölmennasta kaupstaðar landsins. Auðvitað verður sagan aldrei öll sögð, en miklu skiptir að það sem skráð er gefi heildstæða og sanna mynd. Það hefur verið metnaðarmál Lionsklúbbs Kópavogs, að sem best yrði til þessa verks vandað, svo að sagnfræðilegt gildi þessi yrði óum- deilt.“ „Eftir að þessi aflakvóti var tek- inn upp er hann kominn inn í verð- lag skipa og brenglar eiginlega allt verðlag," sagði Matthías Bjarnason. „Eignin er ekki lögð til grundvall- ar, heldur hvað fæst að fiska og það álít ég afar óheilbrigt. Þetta frumvarp um stjórn fiskveiða fór í gegnum þingið með einföldum meirihluta. í raun og veru voru flestir stjórnarliðar handjárnaðir og flokkar, sem áður höfðu tekið af- stöðu alveg þveröfugt, söðluðu yfir af því að þeir eru til sölu,“ sagði Matthías Bjarnason. Hafa aukið afla á kostnað annarra „Smábátarnir eru nú loksins komnir undir sambærilegt kerfi og stærri bátar, en helsti ljóðurinn á kvótakerfinu hefur verið mikil fjölg- un á smábátum, sem hefur virkað þannig að þeir hafa stóraukið afla- magn sitt á kostnað annarra skipa,“ sagði Kristján Ragnarsson, formað- ur LIÚ. „Þetta hefur m.a. komið fram í því að afli smábátanna hefur aukist úr 11.300 tonnum frá upp- hafi kvótakerfisins í 45 þúsund tonn. „Nú gefst tækifæri til að snúa þessari þróun við og fækka í smá- bátaflotanum eins og gerst hefur með önnur skip. Mínar óskir eru þær að veruleg fækkun verði á smábátum og þá ekki síst út frá öryggissjónarmiðum, en hvað þau varðar hefur verið- veruleg afturför varðandi smábátana. Þetta kostar hins vegar mikið, menn þurfa að greiða hátt verð, en hvort sem mönnum líkar vel eða illa þá gerast þessir hlutir ekki með öðrum hætti,“ sagði Kristján Ragnarsson. Gary McBretney, sellóleikari, Selma Guðmundsdóttir, píanóleik- ari, Valur Pálsson, kontrabassaleikari, Sarah Buckley, lágfiðlu- leikar og Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari. Þau fara í tónleikaferð um Austfirði í vikulokin. Kammersveit Reykjavíkur: Silungakvintett- inn á Austurlandi Að loknu 16. starfsári sínu í Reykjavík leggur Kammersveit Reykjavíkur land undir fót á vordögum og mun fyrst heim- sækja Austurland. Á efnisskrá í ferðinni verður Píanókvartett eftir W.A. Mozart, Adagio fyrir kontrabassa og píanó eftir D. Sjostakovitsj og að lokum hinn sívinsæli „Silungakvintett“ eftir F. Schubert. Flytjendur á tónleikunum verða Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Sarah Buckley, lágf- iðluleikari, Gary McBretney, sellóleikari og Valur Pálsson, kontrabassaleikari. Tónleikaferðin hefst á Höfn í Hornafirði og verða tónleikamir þar föstudaginn 18. maí kl. 20.30 í Hornafjarðarkirkju. Laugar- daginn 19. maí verða tónleikar í Valhöll, Eskifirði og heijast þeir kl. 17. Síðustu tónleikarnir í ferð- inni verða í Valaskjálf, Egilsstöð- um, sunnudaginn 20. maí kl. 20.30. Kammersveitin hlaut styrk frá Félagi íslenskra tónlistarmanna til fararinnar. (Frcttatilkynning) RENAULT EXPRESS flytur virðisaukann í veltuna! Renault Express er hreinræktaður vinnuhestur og toil- afgreiddur sem slíkur. Því fæst VSK af innkaupsverði og rekstrarkostnaði frádreginn sem innskattur sé bíllinn notaður í virðisaukaskattskyldri starfsemi. Renault Express er atvinnutæki sem skilar arði. Hann er sparneytinn og flytur heil 575 kg í 2,6 rúmmetra flutningsrými. Við ábyrgjumst ryðvörnina í átta ár og bílinn sjálfan í þrjú. Framhjóladrifið. snerpuna og þæg- indin fá allir Renault bílar i vöggugjöf. RENAULT Bílaumboðið hf KRÓKHÁLSl 1, REYKJAVlK, SÍMI 686633 Fer a kostum Hvet menn til að selja ekki frá sér lífsbjörgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.