Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 21 Ósanníndi Ragn- heiðar Davíðsdóttur eftirHarald Blöndal Fimmtudaginn 10, maí birtist grein í Morgunblaðinu eftir frú Ragnheiði Davíðsdóttur formann Nýs vettvangs, og er greinin svo full af mistúlkunum, ósannindum og dellu að óhjákvffimilegt er að leiðrétta hana, F'rú Ragnheiður byijar grein sína á því að blanda saman um- ferðaröryggisinálum og dagvistar- málum, Þetta er í fyrsta sinn, sem ég heyri það sem sérstaka röksemd fyrir dagvistun barna, að dagvist- arheimili dragi úr umferðarslysum. Enginn sórfræðingur í umferðar- málum hefur komið fram með þessa lausn fyrr, Engin tillaga hefur borist umferðarnefnd Reykjavíkur um byggingu dagvist- arheimila til þess að draga úr slys- um. Jafnvel frú Ragnheiður hefur ekki fyrr komið fram með svona tillögu. Frú Ragnheiður bendir á að minni umferðarhraði dragi úr slys- um. Um þetta eru allir sammála. Það eru hins vegar ósannindi hjá frú Ragnheiði að meirihluti í um- ferðarnefnd Reykjavíkur hafi ekki séð ástæðu til þess að leggja áherslu á hraðahindrandi aðgerðir í íbúðarhverfum borgarinnar. Ef frú Ragnheiður hefur lesið fundar- gerðir umferðarnefndar og kynnt sér framkvæmdir í umferðarmál- um síðastliðið kjörtímabil, hefði hún ekki haldið þessari firru fram. Staðreyndin er sú að það er sam- staða í umferðarnefnd um nær flest öll mál. Það er höfð mikil og náin samvinna við íbúa í einstökum hverfum borgarinnar og reynt að fara að óskum þeirra um aðgerðir í umferðarmálum. Þessar aðgerðir hafa leitt til þess að slysum á böm- um í Reykjavík hefur fækkað á þessu kjörtímabili. Frú Ragnheiður gefur allt annað í skyn. Haraldur Blöndal „Það er höfð mikil og náin samvinna við íbúa í einstökum hverfúm borgarinnar og reynt að fara að óskum þeirra um aðgerðir í umferð- armálum. Þessar að- gerðir hafa leitt til þess að slysum á börnum í Reykjavík hefúr fækk- að á þessu kjörtíma- bili.“ Það er tómt bull, að hraðahindr- anir (öldur) séu nú lægri en áður tíðkaðist. Mér er gjörsamlega hul- ið, hvaðan frú Ragnheiður hefur fengið þessa vitleysu í kollinn sinn. Það eru líka ósannindi hjá henni, að ekki sé varið nema 4-5 milljón- um króna til þess að útrýma svo- nefndum svartblettum í umferð- inni. Á fjárhagsáætlun þessa árs er aetlað á um eftirfarandi aðgerð- ir til að auka umferðaröryggi, og er þá nýbygging þjóðvega í þétt- býli ekki með: Liður Áœtl. kostn. m.kr. Umferðarljós 20,0 Gangbr.ljós 2,0 Svartbletti 0,0 Hraðabindranir 0,5 SVR-útskot 1,9 Ýmis smáverk, hlutur samþ. umferðarnefndar ca. 10,0 Vegvísunarskilti og skiltabrýr 19,5 Umferðarskilti 6,2 Umferðargrindur 1,5 Samtals 78,6 m.kr. Ríkissjóður á að standa straum af kostnaði þjóðvega í þéttbýli. Ríkissjóður skuldar Reykjavíkur- borg nær milljarði króna vegna þessa kostnaðar og hefur ekki ver- ið tilbúinn til þess að leggja fram sinn hlut, svo að ráðast megi í nauðsynlegar framkvæmdir eins og að færa Suðurlandsveg þannig að hann komi niður hjá Laxalóni. Þetta er ein nauðsynlegasta að- gerðin í umferðarmálum í Reykjavík. Þá er einnig rétt að nefna lagningu Breiðholtsbrautar yfir að Rauðavatni. Ég geri ekki kröfu til þess að frú Ragnheiður Davíðsdóttir sé alltaf sammála mér um umferðar- mál. Það segir sig hins vegar sjálft, að það er ekki hægt að halda uppi rökræðum við þann, sem byggir gagnrýni sína annaðhvort á ósann- indum eða fáfræði. Höfundur er 16. maður á lista SjállsUeðisflokksins ogformaður umferðarncfndar Reykjavíkur. kná' TILVALINN FYRIR SUMARBUSTADI FYRIRTÆKI SMÆRRIHEIMILI g PHIUPS Wliirlpool KÆLISKAP Hann er 140 lítra, meö klakakubbafrysti og hálfsjálfvirkum afþýðingarbúnaði. Hann er með mjög öfluga en hljóðláta^ kælipressu og segullokun hurð. Ofan á honum er síð- an vinnuborð með sérstak- lega hertu efni. Stærð: h- AC; K h- RH H- Rn rm Dum í bitaformi en traustur sem fyrr MUNDU EFTIR OSTINUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.