Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú er koniið að því að áætlanir þínar gangi upp. Þth'gétur samt orðið fyrir einhveijum vonbrigð- um. Þú baðar þig í vinsældum í kvöld og skemmtir þér konung- lega. Naut (20. apríl - 20. maí) Það skiptir miklu hvernig maður orðar hugsanir sínar. Verkefni sein þú hefur haft með höndum fyrir fjarlægan aðila er nú lokið. Kunningjatengsl reynast þér M hjálpieg. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Stundum gerir þú þér erfiðara fyrir en þörf er á. Varastu til- hneigingu til sjálfsréttlætingar. Peningar sem þú átt von á skila sér núna, en haltu samt fast um budduna. Krabbi (21. júní - 22. julí) H§8 Þó að dagurinn geti að ýmsu leyti orðið rómantískur ættirðu ekki að fara í samkvæmi í kvöld. Þú verður að fara mjög varlega ef þú ætlar að blanda saman leik og starfi. > Ljón (23. júlí - 22. ágúst) « Annaðhvort lýkur þú við eitthvert verkefni núna eða þú færð nýtt atvinnutilboð. í kvöld hefur þú tilefni til að fagna einhverju með fjölskyldunni. Tilfinningasam- band þitt við nákominn aðila dýpkar. Meyja (23. ágúst - 22. september) <$* Þú tekur ákvörðun sem varðar barnið þitt. Sumir fá góðar frétt- ir. Þú verður að leggja þig sér- staklega vel fram í starfinu ef þú ætlar að ná þeim árangri sem þú settir þér. Vog (23. sept. - 22. október) Þú færð lán sem þú hefur beðið eftir. Lausn finnst á langæju vandamáli. Kvöldið verður róm- antískt. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Samningar takast í dag. Láttu ekki smávægilega hluti sem fara úrskeiðis heima fyrir fara í taug- arnar á þér. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvenær tímabært er að teysta þeim sem maður á viðskipti við. Bogmaður (22. nóv. -21. desember) S^3 Þetta verður góður dagur hjá þér fjárhagslega og það verður starfsreynslu þinni mest að þakka. Taktu samt ekki of mikla áhættu í fjármálum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Ástarsamband þitt verður traust- ara með hveijum deginum. Gættu að dómgreind þinni í fjármálum. í kvöld skaltu vera með fjölskyld- unni eða bjóða til þín gestum. Vatnsberi .> (20. janúar - 18. febiúaij ðh Þú kemur einhveiju mikilvægu í verk heima fyrir núna, en ættir jafnframt að hyggja ýandlega að stöðu þinni á vinnustað. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ákveður að ganga í einhvern félagsskap. Láttu kunningjana ekki misnota hjálpsemi þína. Hafðu peningamálin fyrir þig persónulega. Það gengur aldrei að treysta öllum. AFMÆLISBARNIÐ er gagnrýn- ið á þjóðfélagið og gildi þess. Það ætti að temja sér að vera opnara við sína nánustu. Þó að það sé öðrum þræði félagsiynt, er oft skammt í einfarann í skapgerð þess. Það getur náð árangri í list- um, en einnig á fjármálasviðinu og í atvinnulífinu. Vinir þess styðja við bakið á því, þó að það sé seintekið. Stjörnuspána á aö lesa sem dœgradvol. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni r:snulalegra staóreynda. DÝRAGLENS 'ÉS PORfTI 'A þesso AB> TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK Hvílíkur eymdardagur ... átta * D-mínusar og meira í vændum. Mig langar til að fá leyfi til að fara til blýants-yddarans, drykkjar- brunnsins og tunglsins. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Fyrir síðustu umferð íslands- mótsins í tvímenningi var ljóst að baráttan um fyrsta sætið stæði fyrst og fremst milli tveggja para: Vals Sigurðssonar og Sigurðar Vilhjálmssonar ann- ars vegar og Hrólfs Hjaltasonar og Ásgeirs Ásbjörnssonar hins vegar. Síðasta setan var mjög góð hjá báðum pörum, en þar eð þau sátu í andstæðar áttir var útilokað að gera sér grein fyrir útkomunni fyrirfram. Enda sagði Kristján Hauksson reikni- meistari að hann hefði ekki með nokkru móti getað giskað á út- komuna eftir að hafa blaðað í gegnum skormiðana. „Ég vissi aðeins að það yrði mjótt á mun- unum,“ sagði Kristján. Sem reyndist laukrétt, munurinn var aðeins tvö stig Vali og Sigurði í hag. Þriðja síðasta spilið leit þannig út: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁG42 ¥86 ♦ D42 ♦ 10965 Vestur Austur ♦ 108 ♦ K5 ¥ ÁG1052 ¥ KD7 ♦ ÁK10 ♦ G976 ♦ ÁG8 ♦ K732 Suður ♦ D9763 ¥943 ♦ 853 ♦ D4 Valur og Sigurður sátu í NS í vörn gegn fjórum hjörtum vest- urs. Þeir tóku sína tvo slagi á spaðaás og tíguldrottningu. Ás- geir var sagnhafi í sama samn- ingi og fékk draumaútspilið, lítinn tígul. Þar með voru tólf slagir í húsi. En betur má ef duga skal. Ásgeir spilaði snemma spaða á kóng og henti síðan spaða niður í frítígul. Þrettán slagir. Guðmundur Her- mannsson og Björn Eysteinsson, sem urðu í þriðja sæti, fengu líka 13 slagi í hjartageiminu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson I síðustu umferð v-þýsku deildakeppninnar í vetur var þessi stutta skák tefld á milli ítalska stórmeistarans Garcia Palermo (2.460), Koblenz, og tékkneska stórmeistarans Smejkal (2.530) Múnchen 1836, enski leikurinn, 1. c4 - e5, 2. Rc3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Dxd4 — Rf6, 5. Rf3 — Rc6, 6. Dd2 - Be6, 7.-Rd5 - Re5, 8. b3 - Re4, 9. De3 - Rc5, 10. Bb2 - c6, 11. Rf4? - Rg4, 12. Dcl? - Re4, 13. Rd3 13. Rgxl2!, 14. Rxd2 - Da5+, 15. Bc3 - Rxc3, 16. Dd2 - d5, 17. Rdl - Bb4, 18. a3 - Rxdl og hvítur ákvað að gefast upp, því hann verður tveimur peðum undir í endatafli fftir t.d. 19. Dxb4 — Dxb4+, 20. axb4 — Re3, 21. Kf2 - Rxfl, 22. cxd5 - Bxd5, 23. Hhxfl - Bxb3. Þetta afbrigði enska leiksins er einkar viðsjáiveit fyrir hvít. Þar sem hann fer svo snemma út með drottninguna má ekkert út af bregða. Þessi skák minnir t.d. mikið á fræga skák Húbners og Kasparovs 1985, sem tefldist þannig: 5. g3 — Rc6, 6. Dd2 — Be6, 7. Rd5 - Re5, 8. b3 - Re4, 9. De3 - Rc5, 10. Bb2 - c6, 11. Rf4? - Rg4, 12. Dd4?! - Re4!! og hvítur kemst ekki hjá liðstapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.