Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990 Frakkland: Gyðingahatrið samein- ar ólíka ofstækishópa París. Reuter. Þjóðfylking hægriöfgamannsins Jean-Marie le Pens nýtur nú sam- kvæmt skoðanakönnunum fylgis 15% kjósenda í Frakklandi. Ýmsir aðrir og smærri hópar hægriofstækismanna hafa starfað áratugum saman í landinu en þykjast góðir ef þeim tekst að fylla litla krá er þeir boða til funda. Vanhelgun gyðingagrafreita í Frakklandi fyrir skömmu hefúr beint sjónum manna að þessum litlu hópum, ekki síður en flokki Le Pens, og margir telja þá bera ábyrgð á glæpaverkunum. „Þar til ég varð 21 árs trúði ég um ofbeldisaðgerðir. Hreyfingunni því að nasistar hefðu myrt gyðinga í gasklefum. Þá fór ég að kynna mér bækur þar sem staðreyndir málsins voru raktar,“ segir Bertrand Laforestier. Hann er nú 34 ára gam- all menntamaður á ysta hægri væng þar sem skoðanir manna eru með þeím hætti að Þjóðfylkingin bliknar við samanburðinn. Gyðingahatur og andúð á vestrænu lýðræði sameina hópana sem eru fjölmargir og spanna allt frá aðdáendum þýskra nasista til bókstafstrúarmanna úr röðum kaþólikka. Fólk hefur umborið hóp- ana, litið á þá eins og hveija aðra fórn sem yrði að færa málfrelsinu. Nú er farið að hitna undir þeim vegna glæpaverkanna í grafreitunum. „Ég fékk flmm morðhótanir í morgun," sagði Laforestier, sem rek- ur litla bókabúð í nánd við Louvre- listasafnið, í símaviðtali við frétta- mann Reuters síðastliðinn mánudag. Hann selur einkum rit þar sem því er vísað á bug með ýmsum röksemd- um að nasistar hafí myrt sex milljón- ir gyðinga á valdaárum sínum. Sama dag tók Francois Mitterrand Frakk- landsforseti þátt í göngu 100 þúsund manna í París sem mótmæltu kyn- þáttahatri og athæfi óþekktra manna í grafreit gyðinga í bænum Carpentr- as þar sem lík gamals manns hafði verið grafíð upp og svívirt. Pierre-André Taguieff er stjórn- málafræðingur og hefur sérhæft sig í málum ofstækishópanna. Hann seg- ir fylkingu er nefnir sig „Þriðju leið- ina“ hafa mest ítök. „Þeir hafa náð talsverðum árangri í fáeinum háskól- um og geta kallað 800 - 1.000 stuðn- ingsmenn út á göturnar. Þeir segjast vera byltingarhreyfíng og það væri hægt að skilgreina þá sem ný-fas- ista,“ segir Taguieff. Að sögn hans vill Þriðja leiðin að áhrif gyðinga í Frakklandi verði skert með beinum aðgerðum stjórnvalda en leiðtogarnir taka ekki undir kröfur annarra hópa hefur tekist að fá til liðs við sig fjölda svonefndra „skinheads," lítt menntaðra, ofbeldisfullra ungmenna sem nauðraka höfuð sín og eru þekkt fyrirbrigði víða í Evrópu. Deilur milli hópanna snúast venju- lega um afstöðuna til Þjóðfylkingar- innar, sem Þriðja leiðin og fleiri hreyfíngar líta á sem forystuafl. Hægrisinnaðir konungssinnar telja að Le Pen sé of mikill lýðveldissinni, nýfasistar að hann sé of hallur undir kapítalista og franska kirkjunnar menn sem Jóhannes Páll II páfi hef- ur rekið fyrir óhlýðni og kreddu- festu. Taguieff segir ljóst að Le Pen hafí orðið „fokvondur" er hann heyrði um árásirnar á grafír gyð- inga. Skyndilegt brautargengi hans hjá kjósendum geti verið í hættu ef þeir tengi nafn hans um of við of- stækishópana og athafnir þeirra. Reiðin vegna atburðanna í Carpentr- as hefur rifjað upp fyrir fólki að áður hefur verið skýrt frá vanhelgun á gyðingagrafreitum síðustu áratug- ina. „Lögreglan fæst við tugi slíkra mála á hveiju ári. Oft eru glæpa- mennirnir nýnasistar sem fá sekt og skilorðsbundna dóma. Það er hins vegar nýtt að viðbrögð almennings skyldu verða svo sterk við Car- pentras-málinu; andúð á kynþátta- hatri fer vaxandi," segir Taguieff. Reuter Sovésk tíska Sú nýbreytni varð á starfsháttum sovéska sendiráðsins í Lundúnum í gær að þar var í fyrsta skipti haldin tískusýning. Sýnd voru föt frá Leníngrad og að sjálfsögðu voru sýningarstúlkurnar sovéskar. Fundur utanríkisráðherra risaveldanna í Moskvu: Ovíst um árangrir í viðræð- um um fækkun kjarnavopna Moskvu. Reuter. JHL. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Moskvu þar sem hann mun næstu þrjá daga eiga viðræður við hinn sovéska starfsbróður sinn, Edúard Shevardnadze. Afvopnunarmál verða efst á baugi og sögðu bandarískir embættismenn í fylgd með Baker að óvíst væri hvort ráðherrunum tækist að finna lausn á hin- um flóknu ágreiningsefnum sem enn blasa við í START-viðræðunum um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. Leiðtogar risaveldanna, þeir Ge- orge Bush og Míkhaíl S. Gorbatsj- ov, samþykktu á Möltu-fundinum í desember að stefna bæri að því að drög að START-sáttmála væru til- búin til undirritunar er þeir kæmu næst saman til fundar. Gorbatsjov heldur vestur til Bandaríkjanna um næstu mánaðamót en mikil óvissa hefur verið ríkjandi í START-við- ræðunum á undanfömum vikum. Fundur utanríkisráðherranna er síðasta tækifærið sem gefst til að miðla málum fyrir viðræður leiðtog- anna í Washington og er því talinn sérlega mikilvægur. Ónefndur bandarískur embættis- maður í fylgdarliði- Bakers sagði að enn bæri meira á milli í START- deilunni en fyrir tveimur mánuðum er þær fréttir bárust að þáttaskil hefðu orðið í viðræðunum og sam- komulag Iægi fyrir um hvernig taka bæri á stýriflaugum um borð í flug- vélum, skipum og kafbátum. Á fundi utanríkisráðherranna, sem fram fór mánuði síðar í Washing- ton, drógu Sovétmenn til baka hluta þeirra tilslakana sem þeir höfðu fallist á og tóku að krefjast þess á ný að ákvarðaður yrði leyfilegur hámarksfjöldi stýriflauga í skipum og kafbátum. Bandaríkjamenn telja á hinn bóginn að ógerlegt sé að halda uppi fullnægjandi eftirliti með því að sáttmáli í þá veru sé í heiðri hafður og hafa lagt til að risaveldin birti yfírlýsingu um þann fjölda stý- riflauga sem komið verði fyrir um borð í herskipum og kafbátum. Sögðu bandarískir embættismenn í gær að frekari tilslakanir af þeirra hálfu kæmu ekki til greina. Að auki mun enn ekki liggja fyrir full- nægjandi skilgreiningar á drægni þeirra eldflauga sem falla eiga und- ir START-sáttmálann. Sergei Akhromejev, helsti her- málaráðgjafi Gorbatsjovs, staðfesti í gær að enn væri deilt um grund- vallaratriði í START-viðræðunum. Hann kvaðst á hinn bóginn telja allgóðar líkur á því að unnt yrði að komast að samkomulagi fyrir fund þeirra Bush og Gorbatsjovs um næstu mánaðmót. Sendiherra ísraels og ræðismaður íslands í Tel Aviv: Kannast ekki við opinbera mynt sem sýni Stór-ísrael SteingTÍmur Hermannsson segist hafa séð peninginn með eigin augum SENDIHERRA ísraels á íslandi með aðsetur í Ósló og ræðismaður íslands í ísrael telja báðir Qarstæðu að yfirvöld í Israel hafi nokk- urn tíma gefið út mynt sem sýni kort af Stór-ísrael sem nái yfir hluta af nágrannaríkjunum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær sýndi Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra mynt sem sá fyrmefndi sagði að gefin hefði verið út nýlega í Israel og væri á peningnum kort af Stór-ísrael. Fer hér á eftir hluti af viðtali Morgunblaðsins við Steingrím sem tekið var á mánudag og viðbrögð sendiherra ísraels á Islandi, ræðismanns íslands í ísrael og Abu Sharifs, eins nánasta ráðgjafa Arafats. „Já. Þetta var koparpeningur. Hann gaf mér mynd af honum með kortinu." — Þannig að þú hefur séð pen- inginn? „Já. Ég sá hann.“ — Þetta er gefið út af stjóm- völdum í ísrael? „Já.“ — Það er ekki bara einhver lítilí öfgahópur sem þama hefur verið að verki? „Nei, nei, þetta er gjaldgengur peningur og með sjö arma kerta- stjakanum." Abu Sharíf, náinn aðstoðarmað- ur Arafats, var í gær spurður hvaða mynt Arafat hefði sýnt Steingrími Hermannssyni. „Þetta er opinber Steingrímur var spurður hvort Arafat hefði lagt áherslu á hætt- una sem stafaði af hugmyndum um Stór-ísrael. „Hann sýndi mér pening sem ísraelar hefðu nýlega gefíð út með korti á af Stór-ísrael sem nær yfír meginhlu- tann af Jórdaníu, írak og Palestínu náttúrulega. Hann sagði að það hefði vakið mikla tortryggni í arabaheiminum að slíkt skyldi vera gefíð út núna.“ — Var þetta peningur sem var sleginn í Israel? ísraelsk mynt, 10 agora, sem gefín var út árið 1989 og sýnir kort af Stór-ísracl. Þetta sýnir að ísraelar hafa í huga að hefja landvinninga. Á kortinu nær Israel yfir hluta af Líbanon, Austur-Jórdaníu, hluta af Sýrlandi, hluta af Saudi-Arabíu og hluta af írak.“ Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær kannaðist fréttastjóri ísraelska blaðsins Jerusalem Post ekki við tilveru slíkrar myntar. Yehiel Yativ, sendiherra ísraels á íslandi með búsetu í Ósló, hafði þetta um málið að segja þegar leit- að var til hans í gær: „Með því að sýna forsætisráð- herra íslands þessa mynt og segja hana lýsa stórveldisdraumum ísra- els sýnir Arafat enn einu sinni til hve fáránlegra vinnubragða hann getur gripið. Einu sinni hélt hann því fram að á veggnum í þingsal Israela héngi kort sem sýndi hið sama. Þá hafði hann rangt fyrir sér og einnig núna. Á umræddri mynt er birt brot af fomminjum og sýnir sláttan þær en ekki ann- að. Síðan reynir Arafat að nota blekkingarfullt ímyndunarafl sitt til að draga af þessu pólitískar ályktanir. Þetta er aðeins ómerki- leg tilraun hans til að rugla viðmæ- lendur sína í ríminu. Hitt er ekki blekking að í skjaldarmerki allra deilda PLO er að fínna kort af Palestínuríki, þar sem ísrael hefur verið þurrkað út af yfirborði jarð- ar. Þetta geta allir séð með eigin augum, þetta er óhrekjanleg stað- reynd.“ Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Peter G. Naschitz, ræðis- mann Islands í Tel Aviv. Hann sagðist hafa skoðað allar þær myntir sem nú væru í opinberri notkun í Israel og á engri þeirra væri kort af því tagi sem getið er að ofan. „Á 10 agora peningnum er tölustafurinn tíu á annarri hlið- inni en sjö arma kertastjaki á hinni, sem er tákn ísraels. I bakgrunni er eitthvað sem líkist fomri leirker- asmíð. En þar er alls ekki um kort af Stór-ísrael að ræða eða nokkuð slíkt. Hér hlýtur annaðhvort að vera um misskilning að ræða eða þá að Arafat hefur verið að leiða forsætisráðherrann á villigötur." Noregnr: Sífellt fleiri styðja NATO STUÐNINGUR við aðild Noregs að Atlantsliafsbandalaginu (NATO) hefúr aukist um tvö pró- sentustig siðan í október á síðasta ári, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun stofnunarinnar Norges Markedsdata. Að sögn dagblaðsins Aftenposten telja 70% aðspurðra að NATO-aðildin treysti öryggi landsins og 81% álíta nauðsynlegt að halda uppi hervörnum. Athygli vekur að nær helmingur kjósenda Só- síalíska vinstriflokksins (SV) styður nú aðildina að NATO. Stuðningurinn við aðildina að bandalaginu hefur ekki mælst hærri frá 1966. Aðeins þrír af hundraði telja að aðildin auki hættuna á árás og er það lægra hlutfall en áður hefur þekkst í samsvarandi skoð- anakönnunum. Athyglisverð þróun hefur orðið síðustu árin hjá kjósendum SV, systurflokki Alþýðubandalagsins á íslandi. 49% þeirra styðja nú aðild- ina, þijú prósent fleiri en í október. Aðeins tíu af hundraði kjósenda SV telja nú að NATO-aðildin auki árás- arhættuna, voru 16% í október. Lyfta verður manni að bana Durban, Suður-Afríku. Reuter. MAÐUR lét lífið í gær er lyfta lokaðist á hann. Maðurinn var að reyna að halda lyftudyrunum opnum fyrir komumann en auð- sýnileg bilun varð til þess að dyrnar lokuðust. Vitni sögðu að fætur mannsins hefðu lokast úti og Iyftan lagt af stað. Ein kona var í lyftunni með mánninum og að sögn lögreglunnar varð hún fyrir verulegu áfalli. Maðurinn lést samstundis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.