Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990 Höfiið-, háls-, herða- og mjó- baksverkir - hvað er til ráða? eftirGunnar Arnarson í könnun sem Vinnueftirlit ríkis- ins stóð fyrir árið 1986 kom í ljós að verkir í stoðkerfi eru mjög al- gengir meðal íslendinga Slíkir verkir geta valdið miklu andlegu, líkamlegu og fjárhagslegu álagi og er þá ótalið framleiðslutap fyrir- tækja og útgjöld hins opinbera vegna sjúkrakostnaðar. Með gildistöku nýrrar reglugerð- ar um menntun, réttindi og skyldur kírópraktora, hnykkja2, býðst nýr valkostur í meðhöndlun þessara verkja og leið til mikils sparnaðar í heilbrigðiskerfinu3. Samkvæmt könnun Vinnueftir- litsins voru verkimir algengastir í mjóbaki, hálsi, herðum og höfði. I ljós kom að 17,7% kvenna og 12,6% karia töldu óþægindi frá neðri hluta baks hafa komið í veg fyrir að þau gætu stundað daglega vjnnu ein- hvern tíma á 12 mánaða tímabili áður en spurt var. Meira en 40% kvennanna töldu sig hafa haft óþægindi frá hálsi, herðum eða öxlum á síðustu 7 sólarhringum og -úmlega 20% karlanna' Erlendar kannanir hafa sýnt að 80% þeirra sem leita aðstoðar kíróp- raktora hafa undan samskonar verkjum að kvarta'. Einnig hefur verið staðfest að milli 80 og 90% þeirra sem teknir eru til meðhöndl- unar af kírópraktorum hljóta varan- lega bót meina sinna 5 6 7. Hvað er kírópraktík? Kírópraktík er grein innan heil- brigðisþjónustunnar sem fæst við greiningu og meðhöndlun kvilla í stoðkerfi líkamans. Þegar komið er til kírópraktors byrjar hann jafnan á að fá upplýs- ingar um sögu vandans sem leitað er lausnar á en skoðar svo líkams- starfsemi viðkomandi svo sem við á. Góð þekking á byggingu og starfsemi hryggjarins er undirstaða nákvæmrar stoðkerfisskoðunar kírópraktora. Þess háttar skoðun veitir oftast mun meiri upplýsingar en kostnaðarsamar rannsóknir enda ástæður algengustu verkja í stoð- kerfi hreyfi- eða lífeðlisfræðilegar (bfomechanical) en ekki byggingar- fræðilegar (structural). Astæður verkjanna sjást því oft ekki á rönt- genmyndum sem teknar eru í þeirri von. Tauga- og vöðvarit eru dæmi um aðrar rannsóknir sem oft eru framkvæmdar og hugsanlega mætti spara með því að leita álits kírópraktors. Hálsáverkar Undanfarið hafa Umferðarráð og bifreiðatryggingafélögin rekið mik- inn áróður gegn aftanákeyrslum. Hálsáverkar eru algengustu meiðsl- in í þessum árekstrum. Þeir sem hljóta slíka áverka kvarta gjarnan undan stífleika og verkjum í hálsi og höfði, svima, ógleði o.fl. Algengt er að við þessu séu gefín vöðvaslakandi og verkja- stillandi lyf, svamp- eða plastkragi til að stuðnings ásamt ráðlegging- um um hvíld. Með tímanum dvína verkirnir, sviminn og ógleðin hverfur og stífnin minnkar en fáir verða samir og áður. Margir leita því hjálpar kírópraktora, jafnvel mörgum árum seinna og hafa þá gjarnan verið slæmir allt frá því þeir lentu í slys- inu. Þá er ekki óalgengt að við ofan- greind einkenni hafi bæst verkir í bijósthrygg, dofi og máttleysi í handleggjum. Langflestum geta kírópraktorar hjálpað en bestur árangur næst þó yfirleitt ef komið er sem fyrst eftir slysið til með- höndlunar. Meðhöndlunin Meðhöndlunin felst aðallega í liðkun á hryggnum (hnykkingum). Það er mjög örugg, nákvæm og markviss meðferð á óeðlilega stífum liðum. Meðhöndlunarkostnaður hjá kírópraktorum er jafn lítill og raun ber vitni vegna þess að engin lyf eða skurðaðgerðir eru notaðar né heldur þarf fólk að leggjast inn á sjúkrahús á meðan á meðhöndlun- inni stendur. Vinnutap er einnig hverfandi þar sem oftast er hægt að bætá líðan folks það fljótt að ekki er þörf á fríi frá vinnu auk þess sem hver meðhöndlun tekur aðeins um 10 til 15 mínútur. Víða í Bandaríkjunum hafa kírópraktorar verið ráðnir til starfa á bæklunardeildum sjúkrahúsa. í kjölfar þess hefur kostnaður vegna Gunnar Arnarson rannsókna, meðhöndlunar f sjúkrkahúsvistar sumra sjúklinga með kvilla í stoðkerfi stórlækkað3. Ekki er ástæða til að ætla annað en sami sparnaður geti náðst hér á landL Á íslandi er gerð krafa um bestu fáanlega heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þetta hefur leitt til síaukins kostnaðar í heilbrigðiskerfinu sem nú er meiri en 8% af vergri þjóðar- framleiðslu. Með góðri nýtingu kírópraktíkur má lækka , kostnað vegna kvilla í stoðkerfi og full- nægja kröfum um gæði heilbrigðis- þjónustunnar. Tilvitnanir: 1. Ólöf A. Steingrímsdóttir, Vilhjálmur Rafns- son, Þórunn Sveinsdóttir, Magnús H. Ólafsson, (1988). Einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi. Hóprann- sókn á úrtaki íslendinga I. Læknablaðið, 74: 223-32. 2. Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur hnykkja (kírópraktora). Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, 23-01-1990. 3. Cost Effectiveness of Chiropractic - the evid- ence. The Chiropractic Report, (Jan. 1988) Vol.2. No.2. 4. Breen, A. (1977). Chiropractors and the Treat- ment of Back Pain. J. Rheumatology and Rehabilit- ation. 16: 46-53. 5. Kirkaldi-Willis, W.H. (1987). An Orthopaedic Surgeon Assesses Chiropractic. The Chiropractic Report (Sept. 1987). 6. Potter, J. (1977). A Study of 744 Cases of Neck and Back Pain Treated with Spinai Manipul- ation. J.Can. Chiro. Assoc. 21 (4): 154-156. 7. Rasmussen, G.G. (1979) Manipulation in Tre- atment of Low Back Pain. Manuelle Medizine, 17 (1): 8-10. _ Höfundur starfar á kírópraktorstofú Tryggva Jónassonar. Vímueftiavamir kalla á betra uppeldi æskunnar eftirÁslaugu Brynjólfsdóttur Foreldrasamtökin Vímulaus æska héldu opinn fund um fíkni- efnamál í Gerðubergi 10. apríl sl. Fundurinn var fjölmennur og gefur til kynna, að áhugi fólks sé mikill á þessu alvarlega vandamáli. Frummælendur gáfu góða yfir- sýn um stöðu þessara mála og margt umhugsunarvert kom þar fram. Ánægjulegt var að hlusta á fulltrúa úr nemendaráðum Selja- og Fellaskóla sem voru þama með sköruleg ávörp. Bent var á að fræðsla um fíkniefni væri ekki nægileg í skólum og m.a. kom fram í máli formanns nemendaráðs Setja- skóla, að hann hefði aðeins fengið 'A tíma fyrirlestur um fíkniefni á sinni skólagöngu. Ég stóð upp og sagði nokkur orð um stöðu grunnskólans í þessu sam- bandi. Benti ég á að stöðugt er sagt í orði að skólinn eigi að sinna öllum mögulegum verkefnum, án þess að nokkuð sé gert á borði, svo að hann sé fær um að taka þetta aukna hlutverk að sér. Uppeldið hefur færst æ meir inn í skólann, er sagt, og nálega 80% mæðra eru úti á vinnumarkaðnum. Á sama tíma er skólinn tvísetinn og skóla- dagur yngri barna örstuttur. Þetta er fyrirkomulag sem hvergi þekkist í öðrum menningarlöndum. Er sagt var frá þessum fundi í Morgunblaðinu 12. apríl sl. fannst mér það sem eftir mér var haft ekki meginmál orða minna. Því vil ég hér stikla á örfáum atriðum úr máli mínu, þar sem ég tel að það eigi erindi til almennings Varðandi það, að skólamir væru ekki taldir veita næga fræðslu um fíkniefni taldi ég ekki ástæðu til að rengja orð þessa ágæta fulltrúa nemenda úr Seljaskóla. Hinsvegar sagðist ég vonast til að í sumum öðmm skólum væri eitthvað meiri fræðsla um þessi mál. Fíknivarnir — uppeldi Ég benti hinsvegar á, að í aðal- námskrá fyrir grunnskóla, sem kom út á sl. vori, væri gert ráð fyrir fíkni- vömum í skólastarfi, en það væri í raun aðeins einn liður í heilbrigðis- uppeldi, sem grunnskólanum væri ætlað að sinna. Fíknivarnir þyrftu að skoðast í samhengi við margþætt uppeldis- starf í skólum og fræðsla um slíkt gæti verið innbyggt í flestar grein- ar. Ekki væri ætlaður sérstakur tími á viðmiðunarstundaskrá til fíkni- efnafræðslu og því væri það aðallega undir skólastjórum og kennurum komið hversu mikil áhersla væri lögð á beina fræðslu um fíkniefni, sem slík. Á unglingastigi væri raunin oftast sú, að kennarar væru hver með sína námsgrein og nemendur þyrftu á 40 mínútna fresti að hendast milli kennara, sem hver og einn væri í kappi við tímann að kenna sitt fag. Taldi ég að á unglingastigi þyrfti að efla raunverulegt starf umsjóna- kennara þannig, að hann fylgdist með og hefði umsjón með heildarvel- ferð hvers nemanda. Þegar kennari kennir eina eða kannski tvær grein- ar hefur hann svo lítil raunveruleg afskipti af hveijum og einum, sem er annað eji bekkjarkennarinn hefur á barnastiginu. Grunnnám þarf að efla Þá gat ég þess, að þegar á ungl- ingastigið væri komið höfðaði námið oft á tíðum alls ekki til allnokkurs hóps unglinga. Hinn stutti skóladag- ur yngri nemenda væri ekki í takt við tímann, þegar mæðumar væru ekki lengur jafn mikið til aðstoðar heima við námið og áður fyrr. Því vantar nemendur oft þann grunn sem til þarf til þess að byggja frek- ara nám á. Þannig eru sum börn ekki almennilega læs 11 og 12 ára og eiga svo þegar á unglingastigið kemur, að vera fær um að takast á við tvö erlend tungumál og geta skilið og leyst all flóknar stæðr- fræði- og eðlisfræðilausnir. Þegar skólinn höfðar ekki til nem- enda fyllast þeir skólaleiða 0g skól- inn verður oft á tíðum hreint kval- ræði. Þegar á ungingastigið er kom- Áslaug Brynjólfsdóttir „Ég tel að nauðsynlegt væri að koma á almennari fræðslu fyrir foreldra skólabarna. Það er margt sem fólk hefði gott af að fræðast um, hvað viðkem- ur samskiptum ungmenna og hinna fullorðnu.“ ið kemur sérstaklega í Ijós skortur á námstilboðum við hæfi. Nemendur flosna fá námi og það er einmitt þessum unglingum sem hættast er við að ánetjast vímuefnum. Þessir unglingar eru fullir vanmáttar- kenndar, m.a. vegna stöðugra mis- taka í skóla, tilfinningalegt jafnvægi er úr skorðum og öryggisleysi leiðir til þess að þeir eru ekki færir um að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Námstilboð við hæfi Skólaúrræði þarf að stórbæta og námstilboð að vera fjölbreyttari og mæta betur þörfum nemenda. Börn- in þarfnast umönnunar og hlýju á notalegum vinnustað, skólanum, í stað spennu og þeytings til og frá með þau í gæslu hér og þar, ef þau eru þá ekki ein heima í öryggis- leysi. Skólinn hefur ekki haft þann forgang, sem hann ætti að hafa hjá stjórnvöldum, hvorki ríki né sveitar- félögum. Við virðumst þó hafa ráð á svo mörgum öðrum hlutum. Skólatími barna er nú styttri en hann var fyrir 30 árum og ekki fá nemendur heldur hádegismat í skól- unum eins og þeir fullorðnu fá á sínum vinnustað. Að síðustu benti ég á, að eitt af okkar alvarlegustu vandamálum væri þó það, að fjöldi barna væri farin að neyta áfengis 13-14 ára gömul. Þó væri ennþá alvarlegra að foreldrar virtust horfa upp á þetta án þess að láta í sér heyra og ekki væri að sjá að samfélagið tæki á þessu máli af neinu marki. Að lokum vil ég þakka foreldra- samtökunum Vímulaus æska fyrir þeirra ötula starf og framlag til þess- ara mála. Að þessu þarf að vinna í samstarfi við ýmsa aðila, fyrst og fremst foreldra og skóla. Við höf- um hérna fyrirmyndarfræðslu fyrir foreldra um meðferð ungbarna. Ég tel að nauðsynlegt væri að koma á almennari fræðslu fyrir foreldra skólabama. Það er margt sem fólk hefði gott af að fræðast um, hvað viðkemur samskiptum ungmenna og hinna fullorðnu. Þarna gætu fjöl- miðlar, svo sem sjónvarp, lagt sinn skerf af mörkum. Uöfundur er fræóslustjóri í ReyUjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.