Morgunblaðið - 22.03.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 22.03.1986, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 i ... ........................—----- 63 Dyrasti breski knattspyrnumaðurinn: Mark Hughes til Barcelona fyrir 2 milljónir punda Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaösins f Englandi. MARK Hughes var í gœr seldur I tvœr milljónir punda. Þaft er til spánska liðsins Barcelona fyrir I hœsta upphæð sem nokkru sinni Knattspyma: Tékkar koma ílok maí NÚ MÁ heita öruggt að þriðja leikdögum og öðrum smáatrið- liðið í þriggja landa keppninni í um um helgina, en í gær voru knattspyrnu sem fram fer á að sögn Páls Júlíussonar hjá Laugardalsvellinum f lok maí KSI yfirgnæfandi lýkur á því að verður Tékkóslóvakía. liðin þrjú í mótinu yrðu lið íslands, Endanlega verður gengið frá írlandsogTékkóslóvakíu. hefur verið greidd fyrír breskan knattspyrnumann. Nú um nokkurt skeið hefur verið búist við yfirlýsingu frá Manchest- er United um málið, enda hefur verið orðrómur um að Hughes væri á leið til Barcelona í nokkrar vikur. Sá orðrómur fékk byr undir báða vængi þegar liðið keypti tvo framlínumenn.-Davenport og Gib- son, fyrir skömmu. Og á sama tímabili hefur Hughes verið hálf miður sín í leikjum liðsins, og skorað lítið sem ekkert. En nú er allt frágengið og Hug- hes, sem er aðeins 22 ára, sagðist í gær vera feginn að þetta væri loks komið á hreint. „Ég get von- andi snúið mér aö því að leika knattspyrnu á fullu aftur,“ sagði hann. Hughes mun leika með Manchester United til enda þessa keppnistímabils. • Mark Hughes leikur með Barcelona á Spáni næsta keppn- istfmabil. Anderlecht í úrslit? BARCELONA og Anderlecht, sem Arnór Guðjohnsen leikur með, tvö sigurstranglegustu liðin í Evrópukeppni meistaraliða, voru heppin þegar dregið var f undan- úrslitum Evrópumótanna í knatt- spyrnu í gær. Barcelona mætir Gautaborg og Anderlecht mætir Steaua Búkarest. í Evrópukeppni bikarhafa mæta Lárus Guðmundsson og Atli Eð- valdsson og félagar þeirra í Bayer Uerdingen liði Atletico Madrid frá Spáni og í einum leiknum mætast Dynamo Kiev og Dukla Prag. Og í UEFA-bikarnum mætast Inter Milan og Waregem annarsvegar og Köln og Real Madrid hinsvegar. Fyrri leikirnir í undanúrslitunum verða leiknir 2. apríl og þeir síðari tveimurvikum síðar, eða 16. apríl. íþróttir helgarinnar íslandsmeistaramótið f fim- leikum fer fram f Laugardalshöll um helgina. Mótið hefst í dag, laugardag kl. 15.00. Keppni verð- ur sfðan framhaldið á sama stað á sunnudag kl. 14.30. Margtfleira verður um að vera á íþróttasvið- inu um þessa helgi og fer það helsta hér á eftir. Karate (slandsmeistaramótið í karate verður í Laugardalshöll kl. 19.00 á sunnudagskvöld. Þar leiða saman hesta sína bestu karatemenn landsins. Tennis- mót hjá ÍK TENNISDEILD ÍK f Kópavogi held- ur tvö tennismót í tvfliðaleik um páskana, annars vegar opið tvf- liðaleiksmót og hins vegar fyrir- tækjakeppni. Mót þessi fara fram í íþróttahús- inu, Digranesi, dagana 27., 29. og 31. mars. Þátttöku í bæði mótin skal tilkynna fyrir kl. 20.00 þriðju- daginn 25. mars í eftirtalinn síma- númer: 45991 (Guðný), 41019 (Einar) eða 42542 (Arnar). Nánari upplýsingar um mótin fást einnig i þessum símum. Fróttatilkynning frá |K. Skíði Hermannsmótið .í alpagreinum karla og kvenna verður í Hlíðarfjalli við Akureyri í dag og á morgun. Svigmót Fram í unglingaflokkum verður í Bláfjöllum um helgina. Knattspyrna Stúlkur úr Menntaskólanum í Kópavogi ætla að reyna að setja heimsmet í maraþonfótbolta inn- anhúss á laugardaginn. Þær hefja leikinn í íþróttahúsi Kársnesskóla í dag, laugardag kl. 18.00. Höttur á Egilsstöðum ætlar einnig að freista þess að setja heimsmet í maraþonknattspyrnu innanhúss. Höttur sendir í fyrsta skipti lið í 2. flokki karla í íslands- mótið í knattspyrnu í sumar og er þetta gert til að afla peninga vegna ferðakostnaðar liðsins. Þeir hefja maraþonið kl. 14.00 í dag, laugar- dal í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Badminton Ljóma-mótið í badminton fer fram á Akranesi í dag og á morgun. Þetta er síðasta badmintonmótið fyrir (slandsmeistaramótiö og gef- ur stig til landsliðs. Glíma Landsflokkaglíma Islands 1986 fer fram í íþróttahúsi Kennarahá- skóla í dag, laugardag og hefst kl. 14.00. Landsflokkaglíman er meistaramót og sigurvegari í hverjum flokki telst íslandsmeist- ari. 40 keppendur eru skráðir til leiks. Bandarísk stúlka kemur á óvart — Katarina Witt í fjórða sæti fyrir síðustu grein mótsins • Hinni fögru Katarinu Witt frá Austur-Þýskalandi hefur ekki gengið allt of vel á heimsmeist- aramótinu sem fram fer í Genf í Sviss. DEBI THOMAS frá Bandaríkjun- um, sem er aðeins 18 ára gömul, getur unnift heimsmeistaratitilinn í listhlaupi á skautum í kvenna- flokki ef hún nær fyrsta eða öðru sætinu f sfðustu grein keppninnar f Genf f Sviss í dag. Heimsmeist- arínn Katarina Witt frá Austur- Þýskalandi er f fjórða sæti fyrír síðustu grein, hún féll illa f keppn- inni á miftvikudaginn og það getur reynst henni dýrkeypt. Debi Thomas hefur svo sannar- lega vakið athygli í Sviss, fáir höfðu búist viö henni svona framarlega. Hún hefur forystu í keppninni þegar ein grein er eftir af þremur. Ef henni tekst að sigra er hún fyrsti blökkumaöurinn til að vinna heimsmeistaratitil í listhlaupi á skautum. Fyrir síðustu grein er Thomas eins og áður segir í efsta sæti, Kira Ivanova frá Sovétríkjunum er önnur. Tiffany Chin frá Bandaríkj- unum er þriðja og Katarina Witt frá Austur-Þýskalandi, sem flestir spáðu sigri, er í fjórða sæti. Ef Thomas vinnur keppnina er hún fyrst bandarískra kvenna til að vinna heimsmeistaratitilinn síð- an Rosalyn Sumners sigraði 1983. Þýskt úrvalslið til ÚRVALSLIÐ frá Niedersachen f Vestur-Þýskalandi kemur hingað til lands eftir helgina og mun liðið keppa við jafnaldra sfna hér á landi í handknattleik. Það eru landslið íslands í stúlkna- og piltaflokki sem keppa en krakkarnir eru fædd 1967 og 1968. Fyrsti leikurinn verður á miðvikudaginn, og svo verður leik- Blak: Þróttur sigraði í sjötta sinn ÞRÓTTUR varð f gærkvöldi ís- iandsmeistarí f meistaraflokki karla f blaki. Þeir unnu ÍS f hörku- spennandi úrslitaleik með þrem- ur hrínum gegn tveimur. Leikur- inn stóð f 112 mfnútur. Þetta er f sjötta sinn f röð sem Þróttarar verða íslandsmeistarar í blaki. Þeir urðu einnig bikarmeistarar fyrír nokkrum dögum og geta þvf vel við unað. Stúdentar byrjuðu betur og unnu tvær fyrstu hrinurnar, 15:5 og 15:9. Þá sneru Þróttarar dæminu við og unnu næstu þrjár, 15:13,15:8 og 15:10. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann. Þriðja hrinan var sérlega spennandi og var jafnt á flestum tölum upp í 13:13 en þá náðu Þróttarar aö skora næstu tvö stig og vinna sigur. Þarna voru Stúdentar aöeins tveimur stigum frá því aö sigra í þessum leik. Fyrri leik þessara liða í úrslita- keppninni lauk með sigri Þróttar, sem sigruðu þá í þremur hrinum gegn einni. Þróttur er því óumdeil- anlega besta blaklið íslands. íslands ið á fimmtudag og á laugardaginn verður hraðmót, en heimsókninni lýkur á annan í páskum. Þýska úrvalsdeildarliðið er valið úr mörgum félögum á ákveðnu svæði í Þýskalandi og ætti það að geta verið mjög sterkt ef marka má þýskan handknattleik. Þjálfara- námskeið FRÆÐSLUNEFND Frjálsfþrótta- sambands íslands gengst fyrir námskeiði fyrir þjálfara og íþróttamenn f byrjun aprfl. Kenn- arar á námskeiðinu verða snjallir þjálfarar frá Bretlandi, Carfton Johnson og Ron Holman. Johnson mun leiðbeina í sam- bandi við kastgreinar en Holman leiðbeinir hlaupurunum í milli- og langhlaupum. Námskeið þetta stendur frá 3. til 13. apríl og verður kennt seinni hluta dags þannig að þeir sem eru í vinnu ættu að geta komist á námskeiðið sem er öllum opið og ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.