Morgunblaðið - 22.03.1986, Side 53

Morgunblaðið - 22.03.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 5a Hér sjást þessi undragóðu sæti. Gott pláss er fyrir fætur en full lágt til loftsins. Farangursgeymslan er stækkanleg með þvf að leggja niður sætin og fæst þá mjög gott piáss og auðvelt er að koma farangrinum fyrir. Pírrandi hávaði Fátt er svo fullkomið að ekki finnist á því einhver veikleiki. Þannig er einnig með Corolluna, hennar veikasta hlið er hljóðein- angrunin. Eins og flestum minni bílum er farið er hún hávær og kemur hávaðinn frá drifi og hjólum. Það virðist ætla að ganga illa hjá bílaframleiðendum að komast fyrir þennan leiða kvilla sem fylgir litlum bílum eins og skuggi. Niðurstöður Þegar vegnir eru saman kostir Corollunnar gallar og verð fer varla hjá því að gallamir verða heldur léttvægir. Hún á auðvelt með að vinna mann á sitt band, er hreinlega aðlaðandi bíll sem vinnur á við frekari kynni. Fjölbreytni í útfærslu vagna og véla gefa kost á mjög miklu úrvali sem hæfír flestum þörfum þeirra sem velja Htinn bíl fremur en stóran, eða sagt öðruvísi: ódýran bíl fremur en dýran. Þá er hér spameytinn bíll á ferð, í reynsluakstrinum eyddi hann að- eins u.þ.b. 7,5 1/100 km sem verður að teljast mjög gott, því ekki var um neinn sparakstur að ræða. Helstu galiar Hvinur frá vegi og drifi em helstu ókostir Corollunnar. Skálabremsur að aftan og fullhöst fjöðmn í róleg- um akstri, vélarafl er í minnsta lagi á lágsnúningi. Helstu kostir Verðið, lipurð í akstri, rými og sæti em aðalkostimir. Einnig má nefna snerpu þegar vélin snýst yfir 3500 snún., spameytni, góðan frá- gang hvar sem á er litið og svo er hún bara einfaldlega falleg. Lítill og ljúfur sprettfiskur. Feti framar á Ford? Næstum því! Hann varð i þriðja sæti í fyrstu keppninni sinni um heimsmeistaratitilinn, Alþjóðlega sænska rallinu, sem haldið var um miðjan febrúar. Ökumenn voru þeir sænsku Kalle Grundel og Benny Melander. í fyrsta sæti varð Juha Kankkunen á Peugeot 205 T 16 og Markku Alen varð annar á Lancia Delta S4. Ekki svo slæm byrjun hjá þessum arftaka ganda Escortsins. Ford RS 200 heitir hann og hefur vélina miðskips, hún er 1,8 Itr. með afgasþjöppu (turbo) og drifur öll fjögur hjólin eins og vel sést á myndinni. Aðstandendur Ford binda miklar vonir við þennan bíl og gera hann út tíl höfuðs Peugeot 205 og Audi Quattro og ætla sér ekkert minna en að hremma heimsmeistara- titil framleiðenda i ár. Húsvíkingar og sjónvarpið: Fréttin um Kolbeins- ey vakti undrun fólks Húsavik. FRÉTT sjónvarpsins á miðviku- dagskvöld um fisksölu Kolbeins- eyjar í Þýskalandi vakti almenna undrun manna hér á Húsavik. Fannst mönnum hún birt án þess að málin væru könnuð. Þegar Húsavíkingar gerðu tilboð í Kolbeinsey á sínum tíma höfðu verið samdar rekstraráætlanir fyrir skipið miðað við 20 milljónum króna lægra kaupverð en endanlegt um- samið verð var. Samkvæmt þeirri áætlun vonuðust menn til að hægt væri að. ná endunum saman, eins og kallað er. En þegar samið var um 20 milljón króna hærra verð voru gerðar nýjar áætlanir, þar sem gert var ráð fyrir nokkrum sölum erlendis í von um hagstæðara verð en heimamarkaðurinn gefur og þá sérstaklega á grálúðu og karfa. Afli héimabáta hefur verið með hagstæðara móti í marsmánuði og útlit var fyrir að stærri bátamir færu ekki að heiman til veiða frá öðrum verstöðvum. Því var ákveðið að láta Kolbeinsey fara umrædda söluferð til Þýskalands. Að vísu freistuðu síðari aflafréttir frá Breiðafirði stærstu bátanna svo þeir fóru þangað og varð því svolítil vöntun á fiski til vinnslu hjá Fisk- iðjusamlaginu en þó féll ekki niður vinna nema í nokkra daga. Þetta má teljast undarleg um- flöllun hjá sjónvarpinu þegar reynt er að ná rekstrargrundvelli fýrir útgerðina og þess var ekki einu sinni getið, að Kolbeinsey gerði þama góða sölu og fékk fyrir farm- inn , sem var að mestu karfí og grálúða, 7,3 milljónir króna en hefði fengið á heimamarkaði tæpar 2 milljónir. - Fréttaritari Siglufjörður; Kristján Möller efst- ur á A-lista Siglufirði. KRISTJÁN L. Möller varð efstur í prófkjöri Alþýðuflokksins hér fyrir bæjarstjómarkosningamar í vor. Prófkjörið fór fram um síðustu helgi. í öðru sæti varð Regína Guð- laugsdóttir, þriðja varð Olöf Krist- jánsdóttir, og flórði Jón Dýifyörð bæjarfulltrúi, sem aðeins gaf kost á sér í 3.-4. sæti. 206 manns greiddu atkvæði. Ölafsfjörður - leiðrétting ÞAU mistök urðu vegna mis- skilnings blaðamanns að nafn báts sem verið er að kaupa til Ólafsfjarðar var rangt i frétt i þriðjudagsblaðinu. Hraðfrysti- hús Magnúsar Gamalíelssonar hf. kaupir bátinn og mun hann heita Snæbjörg ÓF 4. Ekki Magnús Gamalíelsson eins og sagt var. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. T-KORT # © iðnaðarbankinn -ni)tíma ktnfá KALT B0RÐ ALLS K0NAR P0TTRÉTTIR SMURT BRAUÐ BRAUÐTERTUR 0G ALLAN ANNAN VEISLUMAT Þið pantið matinn. Meðan fermingin fer fram erum við önnum kafnir við að útbúa veisluna og höfum allt til reiðu þegar fjölskyldan kemur úr kirkjunni. LÁTIÐ OKKUR UM MATSELDINA. Upplýsingar og pantanir í síma 666910

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.