Morgunblaðið - 22.03.1986, Side 51

Morgunblaðið - 22.03.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22- MARZ 1986 51 Hólmfríður í V-Indíum Hróður Hólmfríðar Karlsdóttur flýgur víða. Kristinn Stefánsson, starfsmaður Flugleiða, sem er nýkominn frá eyjunni Grand Cayman i Brezku Vestur Indíum, færði okkur eintak af blaðinu „The Daily Caymanian Compass", en fullyrða má að það b!að hafi ekki fyrr rekið á fjörur okkar Morgun- blaðsmanna. í blaðinu er grein um Hólmfríði í tilefni af því að hinn 26. marz nk. er hún væntanleg þangað í heimsókn ásamt Julie Morley, sem gegnir forystuhlutverki í „Miss World Intemational". Samkvæmt fréttinni munu þær Hólmfríður og Julía koma fram við ýmis tækifæri. Ekki mun væsa um þær á eyjunni því þær eiga að fá flottustu herbergin á Grand Pavilion hótelinu enda hæfir aðeins það bezta fegurstu stúlku heims, eins og segir í greininni. Fréttin um Hólmfriði í „The Daily Caymanian Compass". Viðstaddir skemmtu sér hið bezta Morgunbladið/Skapti Hallgrímsson AKUREYRI Akureyri. D jasstríó Eddie Harris gerði mikla lukku meðal „djassgeggj- ara“ á Akureyri síðastliðið sunnudagskvöld. Harris og fé- lagar hans tveir léku í Svartfugli við góðar undirtektir. Eddie blés í saxafón og lamdi píanóið fimlega auk þess að syngja með annað veifið. Ralph Armstrong plokkaði rafmagnsbassann af snilld og á bak við trommusett sveitarinn- ar leyndist Sherman Ferguson — og hann sá svo sannarlega um að takturinn væri í góðu lagi. Menn áttu ekki í neinum vandræðum með að hreyfa sig í stólunum eftir takt- fallinu! Tónleikamir heppnuðust sem sagt í alla staði mjög vel — þrátt fyrir að saxófónn Harris hefði ekki fundist á flugvellinum á Akureyri, við komuna þangað, fyrr en eftir talsvert mikla leití En allt fór vel að lokum, eins og í ævintýrunum, og enginn fór svikinn heim . . . Segja má að tónlistin hafi blómstrað hér á Akureyri um helg- ina. „Helgin" hófst á fímmtudaginn þegar „meistaramir" Megas og Bubbi tróðu upp í Sjallanum. A fostudagskvöldið voru síðan tón- leikar Stuðmanna í íþróttahöllinni á Listadögum Menntaskólans og þá kom Herbert Guðmundsson einnig í Sjallanum. A föstudags- kvöld vom einnig tónleikar karla- kórsins Geysis — „nýji“ Geysir og „gamli" Geysir sungu. Ámi Ingi- mundarson stjómaði Geysi þama í siðasta skipti én hann hefur stjóm- að kómum í áraraðir. Hér var ein- Eddie Harris blæs i saxófóninn mitt um að ræða minningartónleika um Ingimund Ámason, son Áma. Herbert var aftur á ferðinni í Sjallanum á laugardagskvöldið og þá vom Geysistónleikamir einnig endurteknir. Á sunnudaginn var siðan djassinn á dagskrá sem fyrr segir, Stuðmenn tróðu upp í Sjallan- um um kvöldið og Hamrahlíðarkór- inn söng í Akureyrarkirkju — á vegum Listadaga Menntaskólans. Sem sagt góð helgi fyrir tónlistar- unnendur á Akureyri og nágrenni enda nýttu menn sér möguleikana óspart — og nokkrir bmgðu sér bæjarleið, a.m.k. til að hlusta á djassinn, t.d. frá Húsavík, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. „Djassgeggjarar“ í takt við Eddie Harris og félaga '"C" a'nýiu P'ötunni W°n* ’°r9et °9 3 ___vvrt |4- nfl Tl. Pan-módelin sýna glæsilegan und- irfatnað og alltaf sést meira og meira. í síma 621625 eftir helgi færðu allar, upplýsingar í sambandi við módel- keppnina.þaðverðurnýrbíllí : verðlaun. * « Góóan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.