Morgunblaðið - 22.03.1986, Side 7

Morgunblaðið - 22.03.1986, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 7 Fyrsta ráðstefnan í hinni nýju álmu Hótel Sögu, ráðstefna WHO. Nýir ráðstefnusalir í notkun hjá Hótel Sögu HLUTI nýrrar álmu Hótel Sögu var tekinn í noktun hinn 19. mars, þegar fundur WHO, Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar, hófst í raðstefnusölum álmunn- ar. Nýju ráðstefnusalimir marka tímamót hjá Hótel Sögu og auka tii muna möguleika Islendinga á að bjóða afstöðu til funda- og ráð- stefnuhalds eins og hún gerist best erlendis. Ráðstefnusalir hótelsins eru af mismunandi stærð og því auðvelt að verða við margvíslegum óskum viðskiptamanna. Þar eru möguleik- ar til mismunandi uppstillinga, eftir þörfum hvetju sinni. Salimir em með nýtísku búnaði til ráðstefnuhalds og í tengslum við þá eru sérstök tækniherbergi. Þar eru kvikmyndasýningavélar, mynd- bandstæki, skuggamyndavélar, skyggnuvélar, sýningartjöld og flettitöflur. Einnig er séð um að útvega önnur tæki, svo sem túlkun- arkerfi og hvers konar ráðstefnu- þjónustu, sem óskað er eftir. Sér- stök skrifstofa er til afnota fyrir þá sem halda ráðstefnur á hótelinu. Með því að nýta einnig þá afstöðu sem fyrir hendi er í eldri álmu hót- elsins, getur Hótel Saga nú hýst mun ijölmennari ráðstefnur en hægt hefur verið á hóteli hér á landi hingað til. (Fréttatilkynning) Þvottaefnið lækk- ar hjá Frig'g’ en hækkar hjá Sjöfn FRIGG í Garðabæ hefur lækkað verð á þvottaefni, um 10-15% eftir pakkningum og gerðum. Jón Þorsteinn Gunnarsson mark- aðsstjóri hjá Frigg sagði að fyrir- tækið væri ákveðið i að hækka ekki vörurnar og lækka þær ef gengið héldist stöðugt. Hann sagði að ástæðan fyrir lækkun þvottaefnisins nú væri meiri hagkvæmni í innkaupum og aukinn stöðugleiki í verðlagsmál- um hér innanlands. Heildsöluverð á Iva þvottaefni frá Frigg í V2 kílós pakkningum lækkaði úr 45 krónum í 38, eða um rúm 15%. íva í 2,3 kg. pakkningum lækkaði úr 156 kr. í 139, eða um tæp 11%. Sparr í 3 kílóa pakkning- um lækkaði úr 172 kr. í 151, eða um 12% rúm. Algengasta smásölu- álagning er 20-30% og síðan bætist 25% söluskattur ofan á allt saman. Jón Þorsteinn sagði að engar verð- hækkanir hefðu verið hjá Frigg frá því um áramót. Sjöfn á Akureyri hefur aftur á móti hækkað verð á hluta af hrein- lætisvörum sínum. Sem dæmi má nefna að heildsöluverðið á 700 gramma pakkningu af Vex þvotta- efni hækkaði úr 42 krónum í 45, eða um 7% og 3 kílóa pakkning af sama þvottaefni hækkaði úr 164 kr. í 182, það er um 11%. Hækkanir urðu á fleiri hreinlætisvörum en ekki öllum. Handsápa og hárþvotta- krem hækkaði til dæmis ekkert. Þá er verðið á málningu frá Sjöfn óbreytt. Verðbreytingin hjá Sjöfn tók gildi á mánudag. Aðalsteinn Jónsson verksmiðjustjóri sagði að þessar verðbreytingar væru samkvæmt tölvuútskrift um nauðsynlegt verð fyrir þessar vörur. Verðbreytingar væru gerðar á tveggja mánaða fresti og kæmu þá inn breytingar á framleiðslukostnaði. Núna hefðu komið inn breytingar á hráefnis- verði vegna hækkunar þýska marksins auk þess sem hækkun plastumbúða frá því í nóvember væri nú að koma inn í verðið. Hann sagði að síðasta verðhækkun hjá Sjöfn hefði verið í janúarmánuði en aðrir framleiðendur hefðu verið búnir að hækka verðið hjá sér fyrir kjarasamningana. Bessastaðahreppur: Listi sjálf- stæðismanna ákveðinn FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- félags Bessastaðahrepps til sveit- arstjórnar var ákveðinn á fundi félagsins 19. mars síðastliðinn og er þetta í fyrsta skipti sem það býður fram lista. Listinn er þannig skipaður: 1. Sigurður G. Thoroddssen, lögfræð- ingur, 2. Erla Sigurjónsdóttir, odd- viti, 3. Guðrún G. Bergmann, hús- móðir, 4. Birgir Thomsen, rafeinda- virki, 5. Guðmundur G. Gunnars- son, verktaki, 6. Birgir Guðmunds- son, tæknifræðingur, 7. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, 8. Sigurður E. Sigurjónsson, bygg- ingarmeistari, 9. Jóhann Jóhanns- son, bókari og 10. Sigurður Valur Ásbjamarson sveitarstjóri. Þá var einnig samþykkt framboð til sýslunefndar. Áðalmaður er Anna Snæbjömsdóttir og til vara Dóron Elíassen. Flestar verslanir í Gamla miðbænum verða opnar á laugardögum f rá kl. 10—14e.h.fram til 1. júní. Síí 3AMLIMIÐBÆRINN I ^-AUGAVEGI37 (UPP)), SÍMI 1t|777 ,_

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.