Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 48
ffgtniÞlftfrtfei HUEKKUR í HEUWSKEÐJU LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Hugmyndir forsætisráðuneytisins um úrbætur fyrir lágtekjufólk: Ríkissjóður tryggi til- tekin lágmarkslaun Forsætisráðuneytið hefur vegna kjarasamninganna lagt fram hug- myndir, sem til greina geti komið við að bæta hag lágtekjufólks. Er þar m.a. rætt um að koma á fót sérstakri tekjutryggingu byggðri á skattfram- tölum eða umsóknum viðkomandi, en hún verði tengd vinnuframlagi. Jafnframt er lögð fram hugmynd um að vinnuveitendur greiði tiltekin lág- markslaun, en eigi síðan endurkröfu á ríkisvaldið, ef þau eru hærri en umsamin laun. Stjórnarráðið 80 ára: Viðbyggingu við Arnar- hvol hraðað í TILEFNI af 80 ára afmæli Stjórnar- ráðs íslands, sem var I. febrúar sl., verður að sögn Alberts (iuðmundsson- ar fjármálaráðhcrra tilkynnt að ríkis- stjórnin hafi í hyggju að flýta eins og peningar leyfa viðbyggingu við Arn- arhvál í þeim tilgangi að sem flest ráðuneyti geti verið staðsett þar. Albert sagði, að viðbyggingin gæti komið hinum megin við hús Hæsta- réttar, hús Jóns Þorsteinssonar væri eign ríkisins og byggja mætti alveg niður á Sölvhólsgötu í áttina að Sambandshúsinu. Varðandi fjár- mögnun sagði Albert að ekki yrðu tekin lán á árinu né gengið í ríkis- sjóð. Aftur á móti væru uppi hug- myndir um að nota til þessa þá pen- inga sem kæmu inn fyrir sölu ríkis- eigna. Skákmót Búnaðarbankans: Helgi tók forystuna HELGI Ólafsson hefur tekið for- ystu á Búnaðarbankaskákmótinu eftir sex umferðir. Hann vann Jón Kristinsson í gærkvöld. Þrjár aðrar skákir fóru í bið í sjöttu umferð og tveimur lyktaði með jafntefli. Pia Cramling missti af öruggri vinningsleið gegn deFermian frá Bandaríkjunum og fór skák þeirra í bið og þykir jafnteflisleg. Skák Margeirs Péturssonar og Bandaríkjamannsins Alburts fór í bið, svo og skák Jóhanns Hjart- arsonar og bandaríska skák- mannsins Shamkovich. Shamko- vich hefur betri stöðu gegn Jó- hanni, en skák Margeirs og Al- burts er jafnteflisleg. Sævar Bjarnason og Knezevic frá Júgóslavíu gerðu jafntefli og eins þeir Jón L. Árnason og Guð- mundur Sigurjónsson. Staða efstu manna er nú þessi: 1. Helgi Ólafsson, 4 vinninga; 2. Pia Cramling, 3‘á og biðskák; 3. Knezevic, 3‘/i; 4.-6. Margeir Pét- ursson, Jóhann Hjartarson og deFermian með 3Vi vinninga hver og biðskák. Allar biðskákirnar verða tefld- ar í dag. Hugmyndir þessar hafa verið lagðar fram sem trúnaðarmál, en mun hafa verið dreift allvíða með- al forystumanna innan ASf og VSÍ. Þar er einnig að finna hug- mynd um að ríkissjóður greiði fólki út ónýttan persónuafslátt, þ.e.a.s. komið verði á neikvæðum skatti. Ennfremur er þar minnst á ýmsar tilslakanir á skattkerfi. Nefndur er hækkaður persónu- afsláttur, hækkun skattvísitölu og lenging skattþrepa. Talað er um Niðurstöðurnar munu sýna að það er fremur framfærslubyrðin en launin sem veldur erfiðleikum og því hafa verið talsverðar umræður manna á meðal á hvern hátt sé unnt að koma þessu fólki til aðstoð- ar. Heimildamenn Morgunblaðsins segja, að einkum hafi verið rætt um úrbætur í skattamálum og þá m.a. hækkun barnabóta. Verulegur hluti hækkun á lágmarksfrádrætti, sem nú er 10% af vergum tekjum, hækkun á persónuafslætti til út- svars og lækkun útsvarsprósentu. Þá er í hugmyndunum vikið að breytingu á bótum almannatrygg- inga, er varða elli- og örorkulíf- eyri, tekjutryggingu, vasapeninga, heimilisuppbótar, barnalífeyris, mæðra- og feðralaun, hækkun barnabóta, og hugsanlega tekju- tryggingu þeirra. Þá er og rætt um aðgerðir vegna húsnæðismála einstæðra foreldra mun hafa tekjur sem eru undir 250 þúsund krónum á ári, sem er jafngildi tæplega 21.000 króna á mánuði. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hefur Verkamannafélag- ið Dagsbrún ekki léð máls á þeim hugmyndum sem uppi hafa verið um úrbætur á þessum sviðum. Heimildamenn blaðsins segja að og rætt um að greiða niður dag- vistunargjöld. Rætt er um það, hvernig fjár- magna megi útgjöld, sem af þessu kynnu að leiða og tilfærslu ríkis- fjármála. Þar er nefnt að lækka megi niðurgreiðsiur og nota „hlut af því svigrúmi", sem þannig geti myndast til launahækkunar. Einnig er nefnd hugmynd að sér- stökum skatti, en tekjum af hon- um skal ráðstafað til lágtekju- fólks. Þá er einnig rætt um fjölskyldutekj utryggingu. hluti þeirrar skýringar sé, að félag- ar í Dagsbrún séu að mjög litlu leyti framfærendur barna undir 15 ára aldri og þar af leiðandi komi ráðstafanir í barnabótum og öðru slíku þeim lítt til góða. Greiddar barnabætur nú eru um 700 milljónir króna á ári. Talið er að í landinu séu um það bil 90 þús- und börn, þar af að börn einstæðra foreldra séu á bilinu 6 til 7 þúsund. í könnun kjararannsóknanefndar voru spurningar sendar út til 1.300 manna úrtaks. Svarprósentan er um 60%. Loðnuskipin voru í fyrradag rétt austan við Hrollaugseyjar og þessa mynd tók Tómas Helgason af Höfrungi AK 91. r Agæt loönu- veiði í Mýrabug — en spáð vondu veðri FIMM loðnubátar höfðu tilkynnt um veiði þegar síðast fréttist um kl. 23 í gærkvöldi. Það voru Jón Finnsson GK með 550 tonn, Hilmir II SU með 450 tonn, Heimaey VE með 350 tonn og Sæbjörgin VE með 160 tonn. Þá tilkynnti Hrafn GK um fullfermi, 600 tonn. Á fimmtudag tilkynntu um veiði auk þeirra, sem getið var í blaðinu í gær: Víkingur AK 1.300 tonn, Höfrungur AK 840 tonn, Hilmir SU 800 tonn, Fíf- ill GK 550 tonn, Erling KE 250 tonn og Helga II RE 400 tonn. Aflann hafa bátarnir fengið í Mýrabug, milli Tvískerja og lands. Þar var blíða í gær- kvöldi en spáð vondu veðri. Upplýsingar um fituinnihald og þurrefni í loðnunni liggja ekki fyrir en hrognamagn var talið um 10%. Gat bent á ræningjann í myndasafninu „ÞETTA gerðist ákaflega snöggt. Maðurinn kom inn í búðina og otaði hnífi að mér. Mér varð mjög um og rak hendina í hnífinn og skarst á hendi. Ég lét hann hafa peninga og hann hvarf á brott,“ sagði 19 ára gömul afgreiðslustúlka í íbúðinni ís- borg að Suðurlandsbraut 12 í sam- tali við Mbl., en á tíunda tímanum í fyrrakvöld réðst vopnaður maður inn í ísbúðina. Ræninginn hafði vafið trefil um andlit sér og hafði á brott með sér um fimm þúsund krónur. Stúlkan gat bent á manninn í myndasafni Rannsóknarlögreglu ríkisins og var hann handtekinn i veitinga- húsinu Klúbbnum í fyrrinótt. Fjallað um skipu- lagshugmyndir Hagsmunaaðilar í miðborg Reykjavíkur undirbúa nú fundi til að fjalla um nýjar hugmyndir að skipulagi Kvosarinnar, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Stefáni Hilmarssyni, bankastjóra Búnaðarbankans í gær. í Morgunblaðinu í dag, er gerð grein fyrir þeim hugmyndum sem eru nú til umfjöllunar í borgar- kerfinu og hefur enn ekki verið tekin afstaða til þeirra, sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Sjá nánar á miðopnu. „Fæ mig leystan undan þinghelgi, sé þess óskað“ ALBERT Guðmundsson fjármála- ráðherra segir í lögregluskýrslu, sem tekin var af honum í gær- morgun að hann muni fá sig leyst- an undan þinghelgi sé þess óskað. Lögreglan afhenti honum þá afrit af kæru vegna meints hundahalds. Albert viðurkenndi að hafa haldið hund í Reykjavík í 13 ár og sagðist ekki hafa í hyggju að láta hundinn frá sér. „Mál þetta fær sömu með- ferð og önnur hundamál,“ sagði fulltrúi lögreglustjóra í viðtali við Mbl. í gær. Hann sagði einnig, að málinu yrði vísað til ríkissaksókn- ara eftir helgi. Samkvæmt stjórn- arskránni má ekki höfða opinbert mál gegn þingmanni á meðan þing situr. Kæmi til kasta efri deildar Alþingis, þar sem Albert á sæti, að úrskurða um málið, ef Albert fer fram á að fá sig leystan undan þinghelgi. Eins og sjá má fór vel á með Albert og Lucy á heimili þeirra síðdegis í gær, þegar Albert kom heim meö kæruna. Sjá bls. 5: „Fær sömu meðferð og önnur hundamál." Ljósm. Mbl. RAX Könnun kjararannsóknanefndar á kjörum lágtekjufólks: Einstæð foreldri búa við kröppust kjörin KÖNNUN sú, sem kjararannsóknanefnd hefur verið að gera á kjörum láglauna- fólks, er nú langt komin og er gert ráð fyrir að hún verði kunngerð opinberlega næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins nær könnunin til tekna láglaunafólks miðað við hjúskaparstétt og barnafjölda. Niðurstöðurnar munu sýna, að þar sem fólk hefur kröppust kjör, er um að ræða einstætt foreldri með tvö eða fleiri börn á framfæri sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.