Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 17 Ásmundur Stefánsson og Magnús Gunnarsson um ummæli forsætis- og iðnaðarráðherra: Eru að átta sig á að 4% nægja ekki í Morgunblaðinu í fyrradag sagði Sverrir Hermanns- son, iðnaðaráðherra, að honum sé Ijóst að forsendur fjárlaga nægi ekki til þess að ná sáttum á vinnumarkaö- inum og er þessi ummæli voru borin undir Steingrím Hermannsson sagði hann að hann sæi ekki að það koll- varpaði öllu ef launahækkanir yrðu 6% í stað 4%. Morgunblaðið bar þessi um- mæli undir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóra VSÍ, og Ás- mund Stefánsson, forseta ASÍ, og fara svör þeirra hér á eftir. „Þetta sýnir að menn eru að átta sig á því að forsendur fjár- laga eru óraunhæfar ef á að nást samkomulag og í stuttu máli sýnist mér þetta vera spor til réttrar áttar," sagði Ásmundur Stefánsson. „Staðan í samningaviðræðum okkar verður ekki ráðin af yfir- lýsingum ráðherra í blöðum eða öðrum fjölmiðlum. Við munum halda áfram viðræðum við okkar viðsemjendur, en þetta er ótví- rætt spor í rétta átt af hálfu ráðherra," sagði Ásmundur enn- fremur er hann var spurður hvort þetta hefði áhrif á stöðuna i samningamálunum. "É&HELOWÞURFIR EKKIflÐHBFH NEINRR AHYG6JUR RF ÞVI RÐ UMSÓKN ÞiNNI VFRÐlHflFNPG. BIN5 0& ÞÚ VB15T ER RRWBRRR MRRGOFT BÖINN RÐ LÝSR VFIR R9 HENNI VBRÐI HRFNRÐ" Ekkert svigrúm til kauphækkana „EINS og við höfum áður sagt er ekkert svigrúm til kauphækkana í þjóðfélaginu, þótt ríkisstjórnin hafi metið það svo að unnt sé að hækka laun ura 4%. Áfallið í sam- bandi við þorskstofninn og ástand efnahagsmála hafa þessi áhrif,“ sagði IVIagnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, er blm. Mbl. bar undir hann sömu ummæli. „Ég held, að menn verði að gera sér grein fyrir því,“ sagði Magnús, „að háar prósentutölur eru ekki það, sem máli skiptir, heldur eru það verðmætin, sem brenna á okkur. Því er nauðsyn- legt að staldra við. Tveggja pró- senta kauphækkun er meira virði en 10%, ef verðmæti eru á bak við tvö prósentin, en ekkert á bak við þau tíu.“ Egilsstaðir: Mikill áhugi á skíðaíþróttinni HgiLsHtödum, 16. janúar. FULLYRÐA má að almennur áhugi á skíðaiðkunum hvers konar hefur stóraukist hér um slóðir hin síðari ár —■ enda aðstaða öll til þeirra iðkana verið bætt til muna. Fyrir réttura tveimur árum var brekkan vestur af Egilsstaðakirkju lagfærð með tilliti til snjóalaga og komið þar fyrir upp- lýstri togbraut. Hún hefur síðan ver- ið nær gjörnýtt að kalla þegar færi hefur gefið. Það sem af er vetri hefur lítt gefið til skíðaiðkana fyrr en nú á nýbyrjuðu ári — og hefur Kirkju- brekkan svonefnda verið iðandi af ungum áhangendum skíðaíþrótt- arinnar dag frá degi, t.d. var þar líf og fjör í gær þrátt fyrir helj- arkulda og nær 16 stiga frost. Að sögn Hjálmars Jóelssonar, eins skíðaráðsmanns íþróttafé- lagsins Hattar, verður skíðaland Egilsstaðabúa á Fagradal síðan opnað um næstu helgi. Þar verða tvær skíðalyftur í gangi. Sú stærri getur flutt allt að 700 manns á klukkustund og er um 300 m á lengd — en hin minni er einkum ætluð þeim sem vilja fara sér hægar í svigi og bruni. Skíðaráð UIA hefur nú leitað eftir samstarfi við skóla á Austur- landi varðandi skíðakennslu nem- enda — og hefur ungur Norðfirð- ingur, Sveinn Ásgeirsson, verið ráðinn til að sinna þeirri kennslu. — Olafur. Vestmannaeyjar: Myndlistarskól- inn endurvakinn MEÐ ÞAÐ að markmiði að endur- vekja Myndlistarskólann í Vest- mannaeyjum, munu fljótlega hefj- ast kvöldnámskeið í myndlist í Fé- lagsheimili Vestmannaeyjabæjar við Heiðarveg. Jafnframt verður haldið nám- skeið annan hvern laugardag. Starfsemi myndlistarskólans verður byggð upp með sem mestri fjölbreytni, og kennarar við skól- ann verða Björgvin Björgvinsson og Sigurfinnur Sigurfinnsson, seg- ir m.a. í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borist. Askriftarshninn er 83033 85 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.