Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Helmut Kohl haföi ekki erindi sem erfíði í ísraelsför eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Að lokinni heimsókn Helmuts Kohl, kanzlara Vestur-Þýzkalands til ísraels, er ekki úr vegi aö velta fyrir sér, hvort sú for er líkleg til að bæta samskipti ríkjanna, en grunnt hefur verið á því að beizkja og ásakanir blossi þar upp, einkum af hálfu ísraela. Fyrir ferðina voru stjórnmála- fréttaritarar á einu máli um, að Kohl myndi þurfa að sýna mikla diplómatíska hsfni. I»ó svo að á yfirborðinu hafi veriö látið eins og um venjulega opinbera heimsókn væri að ræða, eru samskipti þess- ara tveggja rikja óvenjuleg og þau munu verða það um langa hríð. Það verður ekki framhjá því litið að erfitt er að gera skilsmun á milli Þjóðverja nútímans og harm- sögu gyðinga í seinni heimsstyrj- öldinni. Hvorug þjóðin getur gleymt þessu — sektarkenndin hjá Þjóðverjum sem oft og einatt hefur brotizt út í gremju í garð fsraela vegna þess hve mjög er hamrað á fortíðinni; nútíma Þjóðverjar telja fjarri að þeir standi í skuld við gyðinga vegna Ijótra verka sem framin voru þar fyrir fjörutíu árum eða vel það. Gyðingar úr hópi Ashkenazi-gyðinga, einkum þeir sem áttu fólk sitt í Póllandi og Þýzkalandi, gleyma engu og enn eru þeir margir í ísrael sem verða að lifa með reynslu helfararinnar á sjálfum sér. Þetta var í annað skipti sem kanzlari Vestur-Þýzkalands fer í heimsókn til ísraels. Kohl hafði án efa fullan metnað til að þessi vináttuheimsókn lánaðist. Hann vildi sýna ísraelum virðingu sína með því að fara fyrstu utanferð sína þangað, að frátöldum Vest- urlöndum, eftir að hann tók við kanzlaraembættinu. Ferðin var fyrirhuguð á síðastliðnu sumri, en þau áform runnu út í sandinn vegna veikinda Begins, þáver- andi forsætisráðherra. Síðan hefur Kohl farið til Jórdaníu, Egyptalands og Saudi-Arabíu, auk þess að taka sér ferð á hend- ur til Austurlanda fjær. Mikil- vægi Jerúsalemheimsóknarinnar minnkaði þó hvergi í hans aug- um, né heldur hefur hún dregið úr pólitískum ágreiningi. ísrael- ar undu því illa, að Helmut Schmidt skyldi ekki vitja fsraels í kanzlaratíð sinni. Óviðfelldnar yfirlýsingar Begins í garð Schmidts urðu ekki til að bæta úr skák. En svo einkennilega sem það nú kann að hljóma fylkti meirihluti ísraelsks al- mennings sér að baki Begins eft- ir þær yfirlýsingar, þó svo að ýmsir pólitíkusar teldu þær for- sætisráðherranum til mikils álitshnekkis. Það virðist einfald- lega vera svo, að ísraelar líti á það sem sjálfsagöan hlut að Vestur-Þjóðverjar séu tilbúnir að kyngja öllu því sem frá ísrael kemur — í ljósi helfararinnar. Og fyrirhuguð hergagnasala til Saudi-Arabíu varð ekki til að bæta andrúmsloftið. Þjóðverjar hafa reynt að sannfæra ísraela um að þeir vilji halda góðum samskiptum við þau Arabalönd, sem fylgja hófsamri stefnu varð- andi Miðausturlönd. En það mæltist illa fyrir. í ísraelskum blöðum var því slegið upp fyrir heimsóknina, að það eina sem Helmut Kohl gæti nú gert til að sýna ísraelum í verki vináttuhug sinn og þjóðar sinnar væri að hætta við að senda áðurnefnd vopn til Saudi-Arabíu. Það mál var efst á baugi í hugum þeirra, ekki aðeins áróður í blöðum. En svo kom Kohl og kvað upp úr með það að Þjóðverjar myndu halda Saudi-Arabíu-samningn- um til streitu. Þar með var eig- inlega heimsóknin runnin út í sandinn, að mati ísraela. Annað skipti ekki máli, þó að Kohl full- vissaði fsraela um stuðning og vináttu: það var eins og að skvetta vatni á gæs. Kohl setti ekki fram neinar nýstárlegar hugmyndir um frið í þessum heimshluta enda mun það ekki hafa vakað fyrir honum. Vest- ur-þýzka stjórnin hefur marg- sinnis tjáð sig um að Palestínu- menn eigi að hafa sjálfsákvörð- unarrétt í sínum málum og að hver þjóð hljóti að njóta þeirrar grundvallarmannréttinda að búa ingum í Israel. Vestur-Þjóðverj- ar hafa samtals greitt sem svar- ar 17.721 milljón sterlingspunda. Benda má á í þessu sambandi að Austur-Þjóðverjar hafi aldrei verið fáanlegir til að inna neitt af hendi, utan nokkurra ein- staklingsbóta til bandaríska gyðinga. Austur-þýzka stjórnin hefur ekki fallist á að hún sé á neinn hátt arftaki stjórnenda Þriðja ríkisins og því beri hún hvorki siðferðilegar né fjárhags- legar skuldbindingar á fólsku- verkurn nazista. En ekki hefur aðeins verið hugað að peningamálum. Vest- ur-Þjóðverjar og fsraelar hafa reynt að efla samskipti sín á sviði menningarmála og efla samskipti almennt. Sex þúsund ungmenni fara ár hvert sem skiptinemar milli landanna. Að Fyrír utan Yad Washem-safnið í Jerúsalem stóð þessi hópur klæddur í einkennisbúning útrýmingarbúðanna og lék i hljóðfæri þegar Kohl kom þangað. Eins og alkunna er söfnuðu nazistar oft og einatt saman hópi músíkmanna í búðunum á sínum tíma og neyddu þá til að leika meðan aðrir voru leiddir til aftöku, ellegar þegar gestir komu til búðanna og átti þar með að gefa til kynna, hversu vel væri með fangana farið, meðal annars að „gefa þeim leyfi“ til að sinna tónlistariðkunum. innan öruggra landamæra. Þessi skoðun Kohls var vissulega þekkt í ísrael, og hún var auðvit- að rifjuð upp fyrir heimsóknina og það var lögð þung áherzla á, að margt benti til hlutdrægni Kohls, jiegar hinir arabísku fjendur Israels væru annars veg- ar. En auðvitað er málið ekki svo einfalt. Og Þjóðverjar vilja fyrir allan mun forðast að eiga nokk- urt diplómatískt eða hernaðar- legt frumkvæði í málefnum Mið- austurlanda — meðal annars með tilliti til viðkvæmni fsraela og vegna þess að þeim er ljóst, að báðir deiluaðilar myndu tor- tryKKja þá. En vestur-þýzka stjórnin hefur eigi að síður reynt eftir föngum að vinna að bætt- um samskiptum við fsraela, síð- an stjórnmálasambandi var komið á fyrir átján árum. Blaða- maður Times orðar það svo að „Bonn-stjórnin hafi haft það að markmiði að vinna að því á hljóðlátan og skynsamlegan hátt að draga úr hatri fortíðarinnar, sýna í verki að hún vildi „endur- greiða" hina mórölsku skuld og yfirleitt vinna að því að fjar- lægja sektarþáttinn, sem var lengi ráðandi í stjórnarstefn- unni, þegar ísrael átti í hlut“. Löngu áður en stjórnmála- sambandi var komið á féllust V-Þjóðverjar á að greiða skaða- bætur vegna þess sem gyðingar höfðu orðið að þola í stríðinu. Fyrstu árin voru þessar greiðsl- ur til ísraelsku ríkisstjórnarinn- ar, en hefur einnig verið greitt til gyðinga annars staðar í heim- inum. Þó að formlegar og opin- berar greiðslur séu ekki inntar af hendi lengur, mun þó yfirleitt verða reitt fram fé, eftir ein- staklingskröfum, einkum af gyð- Helmut Kohl og Yitzak Shamir. vísu er meirihluti þeirra Þjóð- verjar sem fara til ísraels, því að gyðingar hafa ekki sýnt teljandi áhuga á dvöl í Þýzkaiandi. Og ör helfararinnar eru samt enn fyrir hendi og and-semitismi er mjög viðkvæmt mál í Þýzka- landi. Könnun, sem var gerð ný- lega á vegum Kölnarháskóla, leiddi í ljós, að fordómar í garð gyðinga eru fráleitt horfnir og ekki þarf mikið til að þeir skjóti sér upp á yfirborðið. Haft er eft- ir dr. Herbert Sallen, einum þeirra sem stóð að könnuninni, að það sé í sjálfu sér kaldhæðn- islegt að þessir fordómar blundi enn, því að nú búi fáir gyðingar í Þýzkalandi, eða aðeins 28 þús- und, en þeir voru um 600 þúsund fyrir heimsstyrjöldina. Til sam- anburðar má geta þess að 70 þúsund Bandaríkjamenn hafa fasta búsetu í Þýzkalandi. Um það bil helmingur gyðinganna býr í Vestur-Berlín. „Þetta þýðir beinlínis að fjöldi manns sem býr utan stórborganna hefur aldrei hitt gyðinga hvað þá held- ur kynnzt þeim,“ segir dr. Sallen. Hann sagði einnig að svo virtist sem mjög lítið þyrfti til að æsa fólk upp gegn gyðingum, en sagðist ekki vilja tjá sig um, hvort ástæðunnar kynni meðal annars að mega leita í þvi að unga kynslóðin í Vestur-Þýzka- landi lítur nazistatímabilið fjarri sömu augum og sú eldri — og sektarkenndin er ekki áber- andi meðal unga fólksins. Það er yfirleitt þeirrar skoðunar, að ekki sé hægt að draga fólk til ábyrgðar sem sé fætt eftir að stríðinu lauk. Og auk þess laumi unga fólkið út úr sér, sé farið að ræða þessi mál, að það sé þá væntanlega eitthvað gyðingum sjálfum að kenna, hvernig fór. Það mál er heldur ekki svo ein- falt, vegna þess að í Vestur- Þýzkalandi hefur síðustu árin einnig gætt fordóma í garð ým- issa útlendinga, einkum og sér i lagi Tyrkja, og kom til mikilla óeirða nú í haust vegna þessa eins og sagt var frá í fréttum þá. „Vestur-Þjóðverjar eru for- dómafullir að eðlisfari og líta stórt á sig. Þeir telja sig að mörgu leyti af æðri kynstofni — þetta er inngróið í þjóðarsál- inni,“ sagði annar a forystu- mönnum tvínefndrar könnunar. I afstöðu Þjóðverja gætir svo vissulega nokkurs klofnings. Margir forsvarsmenn ungu kyn- slóðarinnar í landinu nú, leggja á það áherzlu, að gæta þurfi að því að ekki gjósi upp gyðingaof- sóknir á nýjan leik og fara raun- ar hörðum orðum um almenna afstöðu Þjóðverja til annarra kynþátta. Það er unga kynslóðin sem hefur krafizt þess að nauð- ungar- og útrýmingarbúðir naz- ista séu varðveittar í fornri mynd og kynntar ungu fólki sem víti til varnaðar. En það hrekkur ekki nema skammt. Meðal eldri kynslóðarinnar er sá klofningur ríkjandi, að ýmsir eru svo þjak- aðar af sektarkennd og viðbjóði á atburðum fyrri tíðar, að þeir geta beinlínis ekki afborið að stöðugt sé verið að rifja þá upp. Heinz Galinski, leiðtogi gyð- ingasamfélagsins í Berlín nú, hefur sagt frá því að eftir að hann slapp lífs úr Auschwitz, hafi hann gert átak til að gyð- ingar gætu búið í Þýzkalandi og setið við sama borð og aðrir þegnar. Hann hefur margend- urtekið að þýzkir gyðingar í heimsstyrjöldinni síðari hafi aldrei litið á sig sem útlendinga, mikill meirihluti þeirra hafi tal- ið sig góða og gjaldgenga þegna Þýzkalands í margar kynslóðir og því sé fráleitt að Þjóðverjar geti ekki sætt sig við návist þeirra. En gyðingar í Þýzkalandi eða hvar sem þeir hafa búið, hafa svo að miklum meirihluta aldrei runnið saman við þá þjóð sem þeir hafa verið í sambýli með. Þeir hafa haldið trú sinni og siðum og tungumálinu, jidd- isku, og þeir hafi talið það sjálf- sagt og eðlilegt að þetta væri virt. Afstaða fólks í Þýzkalandi nú hefur auðvitað mótast af tilveru fsraelsríkis, og hún ruglar ýmsa í ríminu. Þjóðverjar eiga sjálf- sagt flestum öðrum þjóðum erf- iðara með að gera mun á and- semitisma og and-sionisma. Þó að málstaður Palestínumanna hafi fengið aukinn stuðning, einkum frá vinstri mönnum síð- ari ár, og innrásin í Líbanon árið 1982 hafi skaðað mjög orðstír ísraels, hafa forystumenn V-Þýzkalands verið sérdeilis gætnir og forðast í lengstu lög að birta nokkuð það sem túlka mætti sem afdráttarlausa gagn- rýni á ísrael. Helmut Kohl hafði áreiðan- lega ekki erindi sem erfiði í för sinni til ísraels. Hann var að vísu heppinn að Begin skyldi vera farinn frá völdum, þar sem Yitzak Shamir, forsætisráð- herra, er kurteis maður í hví- vetna og orðvar maður, þrátt fyrir eindregna afstöðu og ein- strengingslega. En þær kulda- legu móttökur sem kanzlarinn fékk hjá almenningi í ísrael og þær víðtæku mótmælaaðgerðir, sem var efnt til, einkum eftir að hann hafði kveðið upp úr með Saudi-Arabíu-vopnamálið, leiddu til þess að sá ágæti ásetn- ingur sem án efa hefur verið með heimsókninni, fór fyrir lítið. fsraelar geta ekki sætt sig við afstöðu hans, þeir eru ekki held- ur reiðubúnir að reyna að skilja hana. Og þeir hafa ekki legið á þeim skoðunum sínum um að heimsókn Kohls hafi orðið til þess eins að yfirlýsingar V-Þjóð- verja um vinsemd og stuðning fsraels til handa sé þá eftir allt saman innantómt orðagjálfur, þar sem þeir vilji í engu sveigja. Hversu mikil sanngi§ni er svo í þessum ásökunum er svo annað mál. (Ileimildjr: Thc Times, Jerusalem l»ost, Observer o.fl.). Jóhanna Kristjónsdóttir er blaða- maóur á Morgunhiadinu. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.