Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 27 Styrktarfélag aldraðra á Suðumesjum: Opið hús í tilefni tíu ára afmælis STYRKTARFÉLAG aldraðra á Suðurnesjum er tíu ára um þess- ar mundir, en það var stofnað 3. Kökubasar NEMENDUR í Hótel- og veit- ingaskóla íslands standa á morg- un, sunnudag, fyrir kökubasar og kaffihlaðborði í húsnæði skólans á Hótel Esju, annarri hæð. Þjónar ganga um beina og matreiðslu- meistarar veita upplýsingar um ýmislegt varðandi matargerð. Kvikmyndasýning verður haldin fyrir þá yngri. Króumtilkynning. febrúar 1974. í tilefni afmælis- ins hefur félagið opið hús í Stapa á morgun, sunnudag. Þangað eru allir velunnarar félagsins velkomir og verður boðið upp á kaffi, kökur og skemmtiatriði. Á starfstíma sínum hefur styrktarfélagið m.a. staðið að utanferðum aldraðra, viku- ferðum innanlands, leikhús- ferðum og fleiru. Þá er föndur og spil tvisvar í viku í Suður- götu 12—14 í Keflavík, en þar hefur félagið aðsetur, í sama húsnæði og íbúðir aldraðra. Einnig eru sérdeildir í föndri og spilum í Grindavík, Ytri- Njarðvík og í Sandgerði. Á dagskrá félagsins hefur síðan verið bætt leirvinnu, smíða- vinnu, sundi og leikfimi. Þorrablót félagsins verður síðan haldið þann 19. febrúar kl. 12.00. (ílr frétutilkynningu) Akranes: Tónleikar í fjölbrauta- skólanum ANNA Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Akraness á morgun, sunnudag. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Loeillet, Léfevre, Poulenc, Weber og Gershwin. Stiklað verður á stóru í sögu klarinettunnar og m.a. leikin verk frá barokk- og klassíska tímabil- inu á gömul hljóðfæri. Auk þess leikur Anna Guðný jazzprelúdíur Gershwins. Tónleikarnir verða haldnir í Fjölbrautaskóla Akraness og hefj- ast kl. 16. (FrétUtilkynning) Myndgæðin skipta höfuðmáli, en bíddu við — hvað með tóngæðin? Kynnum í dag nýju gerðina af VIDEO tækjum frá SHARP, /aftTauch [XI| dolby system | MTouamKHti Luxor „Satillite“ sjónvörp, HI-FI sjónvörp og PIOIMEER HLJOMBÆR opið frá HLJOM-HEIMILIS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 kl. 10 16 í dc&g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.