Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 HCEA/vnn „ þoí ekkí sjVaí stei ksarpónnuna! * Ast er ... ... að kunna að herða upp huga hans. TM Reg U.S. Pal. OW.-aH righls resarved | c1984 Los Angeles Tanes Syndicale Með morgunkaffinu Svakalega fyndið. En hann verð- urðu að brjóta niður og það á stundinni, kall minn! HÖGNI HREKKVlSI Hversu margar skreiðartöflur þurfa íslenskir fátæklingar? Skrifað í tilefni af viðtali við Rósu Ámundadóttur ekkju ÓJ. skrifar: „Ógrátandi les maður vart við- talið við ekkjuna Rósu Ámunda- dóttur sem birtist hér i blaðinu þriðjudaginn 17. janúar. Svo kröpp eru kjör þessarar konu að það er nánast einsog að fletta aft- ur i aldir að lesa um örlög hennar og hinna föðurlausu barna. Já, það er sannarlega að finna fátæklinga á voru góða landi, þrátt fyrir að skrifstofur verka- lýðshreyfingarinnar séu stútfullar af sprenglærðum hagfræðingum, sem maður hélt að hefðu meira vit á hvernig „... bæta skuli hag hinna lægstlaunuðu til frambúð- ar“, en brautryðjendurnir sem köstuðu sér beint úr saltfiskinum í baráttuna fyrir bættum kjörum. En það er víst svo með byltinguna að hún étur börnin sín. Og það er ekki vafamál að visitölukerfið hef- ir étið verkalýðsforustuna næstum með húð og hári. Annars erum við öll samsek fyrir hvernig komið er, þvf ekki man ég eftir einni hjáróma rödd f hinum mikla þjóðfélagskór sem afneitaði visitölubótum í þeim til- gangi að vernda hina verst settu fyrir verðbólguholskeflunni. Þar söng hver með sínu nefi. Svo þegar neyðin bankar á dyr fátækl- inganna, sem ekki þola þau glfmu- , tök sem nú eru tekin við, verð- bólgudrauginn, setjast vfsitölu- bættir hagfræðingarnir í rauðu og bláu stólana og reikna f ákafa hversu stóra fúlgu þarf að inna af hendi til að bjarga hinum fátæku frá hungri að viðbættum athuga- semdum um hversu mikil útgjöld „... hagkerfið þolir á þessu stigi.“ Málið krefst sum sé nánari athug- unar og á meðan stefnir í greiðslu- þrot hinna fátækari. Þessi hugsunarháttur hagfræð- inganna hefir nánast lamað þjóð- líf vort. Endalausir útreikningar og spekúlasjónir um bættan hag fátæklinganna í óræðri framtfð- inni bitna harðast á þeim sem þurfa beinharða peninga nú eða aldrei. Þessari vinnuaðferð má lfkja við það er maður rekst niður á bryggju og sér þar drukknandi mann svamla f ísköldum sjónum. I stað þess að kasta til hans nálæg- um bjarghring, tekur komumaður að vega og meta burðarþol björg- unart??kisins. Loks þegar björgun- armaðurinn mannar sig ti! að kasta hringnum útí, er manntetrið komið á bólakaf. Hvers vegna geta íslensk stjórn- völd ekki komið sér saman um þá hjálp, sem veita þarf einstakling- um á borð við ekkjuna Rósu Ámundadóttur á Grundarfirði? Við erum duglegri að meta neyð hinna þeldökku meðbræðra sem búa í álfunni Afríku eða er Hjálp- arstofnun kirkjunnar ekki búin að ákveða að lifsbjörg sveltandi Afr- íkana markist af tveimur skreið- artöflum á sólarhring? Hversu margar skreiðartöflur þarf þá ís- lenskur fátæklingur? Ætli þurfi ekki að kveða til veðurfræðinga og aðra slíka fræðinga til að meta þörfina hér. Það má vera að menn greini fækkun þorskanna i sjónum fram af Arnarnestánni, en vart sjá þeir þaðan hertar sultarólarnar. Min skoðun er sú að helst verði menn að finna herping þeirrar ólar til að skilja hvað er að gerast hjá þeim sem búa við lfk kjör og ekkjan Rósa Ámundadóttir. Ég held að skipti sáralitlu máli hvort menn nærast á rauðum eða bláum hag- fræðikenningum, hver hugsar um sig og enginn um þann fátæka nema máski Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir. Auðvitað er sárt að skoða neyð fólks á borð við Rósu Ámundadóttur, hvort sem hún er útlistuð f dagblöðum eða f hag- fræðiskýrslum, en slfkar lýsingar Rósa Ámundadóttir, ekkjan sem vitnaö er til í greininni. eru svo undrafljótar að missa tök á samvisku okkar og renna saman við hversdagslegar lýsingar á neyð sveltandi fólks í útlöndum. Fyrr en varir er Rósa Ámundadóttir ekkja gleymd og grafin öllum fjöldanum. Og þó við fréttum af því að hún hafi þurft að leysa upp heimili sitt og jafnvel tvístra bðrnunum, verður sú frétt hvers- dagslegri eftir því sem neyðin eykst. Og þó við fréttum af því að Rósa, sem segist vera við rúmið af áhyggjum, hafi ekki komist f spít- ala sökum fátæktar, þá tökum við vart eftir því, við erum orðin svo vön óréttlátri gjaldheimtu ríkis- ins. Hefur ekki verið sagt að manneskjan sé æðsta skepna jarð- arinnar vegna aðlögunarhæfninn- ar? Annars held ég að hinir fátæku þurfi engu að kvíða í framtíðinni, er ekki spáð að senn verðum við öll kóngar f ríki tölvustýrðra vél- menna? Ætli eitt slfkt vélmenni hafi ekki lagt viðbótarskattinn á ekkjurnar í Grundarfirði fyrir að háfa gleymt að telja fram „fá- tækrastyrkinn“? VaiaiáuSt hefur ekkjunum ekki verið reiknað til tekna að hafa greitt skilvfslega söluskattinn í sölubúðum Grund- arfjarðarkauptúns. Ég er ekki með þessu að deila beint á skatt- stjórann sem sendi ekkjunum „glaðninginn", hann starfar vafa- laust samkvæmt forriti sem ritað er af sérfræðingum suður í Reykjavik. Ég veit ekki hvort það þýðir nokkuð fyrir ekkjurnar á Grundarfirði að fara í málarekst- ur við slíkt forrit. Og ég er sömu- leiðis viss um að þessi aukaálagn- ing var réttlát samkvæmt ein- hverju reiknilíkani sem á að jafna niður sköttum á landsmenn. Og vafalaust er hægt að færa gild rök að því — með tilvísun til reiknilík- ansins — að yfirsjón ekknanna sé refsiverð. Enda ræður orðið gæfu og gengi manna hvort þeir lenda innan eða utan rafheilans mikla. Kannski að menn þurfi að fara f heimsreisur til að forðast þetta al- sjáandi auga. Kannski vakir það helst yfir þeim sem ekki mega sig hræra úr stað sökum peningaleys- is. Máski erum við að hverfa aftur til lénsveldisins þegar lénsherr- ann vakti yfir velferð hinna átt- hagabundnu leiguliða. Ég held að menn ættu að skoða virkið sem nú rfs við Skúlagötu til að átta sig á hvað er að gerast á landi voru. Ég er hins vegar ekki eins viss um að við íslendingar sættum okkur við að lénsherrar í seðla- bankahöllum vaki yfir velferð okkar í krafti forrita sem hæglega geta stýrt embættismannakerfinu og fjármagninu. Það má vafalaust finna stað fyrir vora minnstu bræður í slíku forriti einsog dæm- ið um viðbótarskatt þeirra Grund- arfjarðarekkna sannar. En ég held að flestir íslendingar kjósi frekar að hér ríki áfram sá andi sam- hjálpar sem hefir svo lengi ein- kennt vort smáa samfélag. Að miðstýring Reykjavíkurtölvunnar verði afnumin, því slíkt vald kem- ur seint og síðar meir til móts við hina mörgu smáu. Nær væri að tiltæku fjármagni væri dreift til sóknarprestanna. Þeir gætu hæg- lega hjálpað til þar sem neyðin er mest og jafnframt styrkt menn í andanum, svona í leiðinni. „Ég á ekki fyrir mat,“ segir Rósa Ámundadóttir. Ég veit ekki hversu langan tíma tekur að „keyra" slfkt ákall í Skýrsluvélum rfkisins. Vonandi bregðast þjónar guos íyrr vio ákaiii þessa um- komulausa bróður. Verður annars verðbólgudraugurinn lagður að velli nema með hjálp kristilegs kærleiksanda? Er ékkí hSSÍÍS á sð hann rfsi annars upp margefldur og blóðrauður? Þessir hringdu .. . AIl star í íþróttaþáttinn Strákur úr Keflavík hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar til að biðja Bjarna Felixson að sýna All star-körufboltaleikinn í íþróttaþætti núna fljótlega. Þetta er leikur á milli bestu körfu- knattleiksmanna á Vesturströnd Bandaríkjanna og Austurströnd- inni. Það eru örugglega margir sem vilja sá þennan leik, en hann fór fram um síðustu helgi. Moses Malone og Kareem Abdul- Jabbar eru meðal leikmanna sem tóku þátt í All star-körfuboltamótinu sem fór fram í Bandarfkjunum um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.