Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Minning: Kristrún Oskars- dóttir Stykkishólmi Fædd 20. september 1947. Drukknaði með mb. Hafnarey, 31. október 1983. Vindar báru mér fegn þú værir ekki lengur hér. Ég spurði þá hvar þú værir þeir þogðu alveg um það ég spurði stjörnurnar þær undruðust spurði regnið það varð leyndardómsfullt spurði mánann hann brosti. Ég vissi þú kæmir ekki. (Nína Björk Árnadóttir) Það kemur ósjálfrátt í huga minn aftur og aftur, án þess að ég ráði við hugsun mína. Minning um sumarkvöld og sumarnótt á árinu 1982 úti í einni af eyjum Breiða- fjarðar. Við áttum þar náttlausa veröld nokkrar vinstúlkur sem höfum haldið hópinn nú í allmörg ár. Þessi hópur gengur undir nafninu saumaklúbburinn, þó svo að saumalistir séu lítt stundaðar á okkar fundum. Þessa helgi tókum við okkur til og lögðumst út. Áttum okkur sjálfar, lausar við börn og bú. Át- um og drukkum og vorum glaðar. Önnur slík helgi kemur ekki aftur, í hópinn vantar eina. Kristrún vinur okkar hefur horfið á firðin- um okkar fagra, sem á sín andlit mörg. Friðsæld og fegurð sumar- næturinnar og brim og öldur á gráum vetrardegi. — Ég á svo margs að minnast en finnst orðin svo fátækleg. Eftir að foreldrar mínir stóðu yfir brunarústum heimilis okkar er ég var á öðru ári bundust tengsl okkar Kristrúnar á milli. Foreldr- ar mínir fengu aldrei fullþakkað Óskari föður Kristrúnar þá vinnu og alúð sem hann lagði í byggingu íbúðarhússins í Ási, sem byggt var upp á einu sumri. Þaðan í frá kom ég oft í húsið þeirra við Aðalgöt- una og var leidd í sannleika lífsins af lífsreyndri stúlku, árinu eldri en ég, Kristrúnu. Enda var ég heimalningur og ósköp sveitó. Fyrstu skóladagarnir hefðu orðið mér erfiðir, ef hennar hefði ekki notið við. Hún fann fyrir mig sessunaut, og þá um leið þó að við vissum það ekki þá, vinkonu til fjölda ára. En það varð vík á milli vina. Óskar flutti með fjölskylduna til Hveragerðis. Litla kann ég sögu Kristrúnar frá þeim árum, en gamlar stöllur í Hólminum heyrðu á skotspónum sögur um ævintýra- líf hennar þar. Auðvitað kom hún aftur vestur. Tók síðasta árið í skólanum og fór að vera með Eyþóri Ágústssyni. Þetta þótti okkur nú dálitið skrítið að hún skyldi vera svona komin á fast eins og kallað var ekki eldri en þetta. En hún var óvenjulega bráðþroska og þetta samband dugði báðum vel. Eg fór úr Stykkishólmi um stund, en kom svo aftur heim. Með mann og lítinn son. Kristrún og ég áttum syni sama vorið. Þá áttum við enn á ný sameiginleg áhuga- mál. Og svo varð saumaklúbbur- inn okkar til. Ýmsar mannabreyt- ingar urðu, svona fyrstu árin. En brátt varð hópurinn fullkominn að okkar áliti. Átta höfum við komið saman af og til. Hlegið og grátið saman, þráttað og fundið þá sam- kennd sem hvergi verður til nema í félagsskap kvenna. Og tvívegis lögðumst við út, á þann máta sem í upphafi var lýst. Að vera sjálfum sér nógur, en í hópi þar sem er traust og trúnaður. Slíkt verður aldrei metið til fulls, fyrr en mað- ur stendur skyndilega agndofa og veit að þessar stundir koma aldrei aftur. Stuttu áður en ég fór úr Stykk- ishólmi lánaðist mér að hóa sam- an saumaklúbbnum í snarl og kveðjuspjall. Ég veit að Kristrún hafði áætlað að fylgja til grafar gömlum vini suður í Reykjavík. Én hún vildi gjarna hitta okkur líka. Og svo komu Þórsnesingar heim í helgarfrí af síldinni þessa helgi. Svo við fengum að hafa hana um stund — en ekki þó mjög lengi, því að Eyþór var að koma. Eyþór og Kristrún voru ólík en þó svo ótrúlega samrýnd. Þau gerðu alla hluti saman, þegar þau gátu verið saman, sem vissulega var oft gloppótt þar sem Eyþór var alltaf á sjónum. Mér finnst lýsa þeirra sambandi vel, dálítið sem hún sagði við mig í eyjaferðinni sem mér hefur orðið svo tíðrætt um. Við höfðum sótt vatn í brunninn, eða hún reyndar. Ég tölti bara með henni. Hana munaði lítið um að bera tvær föt- ur fullar af vatni. Við settumst á hæð fyrir ofan húsið og ræddum vandamái lífsins. Ég sagi eitthvað í þá átt að hún virtist alltaf svo ánægð með lífið, hvort þau Eyþór hefðu engin vandamál. Jú, það hlýtur að vera, svaraði hún mér. En veistu ég man bara ekki eftir neinum, ég gleymi þeim strax. Hún var sjómannskona. Sá um allt á heimilinu. Ó1 upp börnin og gerði við þvottavélina ef á þurfti að halda, og sá um fjármál heimil- isins. En vann oftast utan heimil- is. Bæði í frystihúsunum og í mörg ár við afgreiðslustörf hjá Kf. Stykkishólms. Það er ekkert oflof þó að ég segi að ég þekki ekki marga henni duglegri við vinnu. Og svo fór hún að fara á sjóinn. Þar virtist hún vera mjög ánægð, og ég held að henni hafi líkað sú vinna best af því sem hún hafði fengist við. Kristrún vinur minn sigldi sína síðustu ferð viku áður en ég fór úr Stykkishólmi. Erfiðir voru þeir dagar öllum íbúum Stykkishólms, en ásamt henni fórust tveir ungir menn. Við kynntumst ungar — og aft- ur á ný fullþroska. Vorum dásam- lega ósammála í pólitík, en sam- mála um að heimurinn væri skárri en hann liti út fyrir og mannfólkið dásamlegt. Eyþór og krakkarnir sakna og syrgja. Ekki aðeins hennar heldur líka tengdasonarins hennar unga sem henni fylgdi í hafið. Sorgin er sár, en er ekki einhverstaðar ritað að það sem veldur hryggð okkar sé það sem hafi verið gleði okkar? Við þau langar mig að segja þetta: Veturinn er langur og verð- ur eflaust snjóþungur. En það mun vora á ný. Og sumarfagur Breiðafjörður brosir við okkur. Fórnir hefur hann margar þegið. Dýra fórn tók hann nú í vetur. Náttúran öll, sjórinn og fjöllin blessa minningu Kristrúnar Óskarsdóttur, og vinir hennar munu geyma hana í hjörtum sér. Dagbjört Höskuldsdóttir í dag er minnst Kristrúnar Óskarsdóttur sjómanns, en hún fórst með mb. Haferni við Bjarn- eyjar á Breiðafirði, 31. október sl. Einnig fórust þá Ingólfur Krist- insson frá Jaðri í Saurbæ, tilvon- andi tengdasonur Kristrúnar og Pétur Jack, Stykkishólmi. Kristrún Óskarsdóttir fæddist í Stykkishólmi 20. september 1947, dóttir hjónanna Óskars Ólafsson- ar trésmíðameistara frá Söðuls- holti í Eyjahreppi og Kristínar Þórðardóttur frá Miðhrauni í Miklaholtshreppi. Kristrún ólst upp í Stykkishólmi fram til ársins 1958, en þá flutti fjölskyldan til Hveragerðis. Þó Kristrún væri þá ekki nema 11 ára, þá hafði hún fest rætur í Stykkishólmi og við Breiðafjörð. Hún kom oft til Stykkishólms, ýmist til skemmri dvalar eða til starfa á sumrin. Það átti líka fyrir henni að liggja að setjast þar að til frambúðar. í Stykkishólmi kynntist hún eig- inmanni sínum, Eyþóri Ágústs- syni vélstjóra, en hann er ættaður úr Flatey, sonur hjónanna Ágústs Péturssonar, síðar hafnarvarðar f Stykkishólmi og Ingveldar Stef- ánsdóttur. Þau Eyþór og Kristrún gengu í hjónaband 30. desember 1965 og samheldnari og samrýndari hjón er vart hægt að hugsa sér. Þau áttu bæði sameiginlegan starfs- vettvang og áhugamál og voru hvort öðru svo óendanlega mikið. Missir Eyþórs og söknuður er því mikill þegar eiginkonan, félaginn og góður vinur er svo skyndilega hrifinn á brott. Þau Eyþór og Kristrún bjuggu fyrstu búskaparárin að Silfurgötu 15, í húsi foreldra Eyþórs, en fyrir nokkrum árum byggðu þau eigið hús að Sundabakka 14 og hafa bú- ið þar síðan. Börn þeirra eru tvö, Óskar, sjómaður, fæddur 8. maf 1966 og Ingveldur, nemi, fædd 30. ágúst 1967. Ingveldur var heit- bundin Ingólfi Kristinssyni sjó- manni sem einnig fórst með mb. Haferni eins og áður segir, efn- ismanni og góðum dreng. Missir hennar og sorg er því margföld er hún í einu vetfangi sér eftir bæði móður sinni og unnusta. Þau Ing- veldur og Ingólfur höfðu nýverið fest kaup á húsi í Stykkishólmi þar sem þau hugðust reisa fram- tíðarheimili sitt. Það er sárt að sjá alia þá drauma og allar þær vonir sem þarna voru bundnar skyndi- lega verða að engu og tilheyra minningunni. Styrkur Ingveldar og festa er ótrúleg og aðdáunar- verð og reyndar þeirra óskars beggja ‘og það er sómi að því að eiga slíkt efnisfólk að ættingjum og vinum. í Stykkishólmi vann Kristrún ýmis störf utan heimilis sem flest tengdust sjónum eins og eðlilegt er í sjávarplássi. Þegar heimilis- aðstæður leyfðu steig hún skref sem fæstar konur stíga. Hún réð- ist til sjós og starfaði sem mat- sveinn og háseti um árabil. Kristrún var félagshyggjumað- ur og brauðstritið kom ekki í veg fyrir að hún léti til sín taka á þeim vettvangi. Meðal annars sat hún í stjórn verkalýðsfélagsins í Stykk- ishólmi og tók virkan þátt í félags- lífi staðarins. Einnig tók hún virk- an þátt í stjórnmálabaráttunni og við síðustu Alþingiskosningar var hún í 5. sæti á lista Alþýðubanda- lagsins í Vesturlandskjördæmi. Eins og áður segir lágu rætur Kristrúnar í Stykkishólmi og við Breiðafjörð. I Breiðafjörð sóttu þau Eyþór bæði lífsafkomu sína og þar fundu þau þá lífsfyllingu og á lífsnautn sem flestir leita eftir. Bjarneyjum og þó fremur í Flat- ey nutu þau lífsins. Þar höfðu þau m.a. nýverið fest kaup á litlu húsi og ætlunin var að eyða þar þeim tíma sem aflögu var frá skyldu- störfum, eins og þau reyndar höfðu gert í mörg ár. Það er því kaldhæðni örlaganna að einmitt þessi sami fjörður og Kristrún unni svo mjög, skyldi grípa inn í líf hennar með þeim hætti sem orðinn er. En eigi má sköpum renna. Kynni okkar Kristrúnar hafa í sjálfu sér ekki verið svo löng en þau hafa verið þeim mun ánægju- legri. Mest bar okkar fundum saman í Stykkishólmi og Breiða- fjarðareyjum, en einnig hér í Reykjavík og einungis eigum við fjölskylda mín ánægjulegar minn- ingar frá samverunni með Krist- rúnu og Eyþóri. Kristrún var glaðlynd og upp- lífgandi, hvers manns hugljúfi, föst fyrir, trygglynd og því traust- ur félagi. Bros hennar og hlýtt viðmót stendur mér ljóst fyrir hugskotssjónum. Samskipti hennar við vini og vandamenn bera persónuleika hennar og lífsferli betur vitni en mörg orð. Náið samband hennar við tengdamóður sina, ættingja og vini eru þar næg dæmi. En nú er komið að vegamótum og Kristrún Óskarsdóttir á ekki lengur samleið með okkur hinum. Það er ætíð sárt að sjá á eftir þeim sem manni eru kærir og svo er vissulega hér. En minningin um Kristrúnu lifir og þegar litið er upp á himin minninganna, þá skín stjarna hennar meðal hinna skær- ustu. Ég votta Eyþóri, börnunum, for- eldrum, tengdamóður, systkinum og öðrum ættingjum mína innileg- ustu samúð í þeirra miklu sorg. Megi minningin styrkja þau öll. Blessuð sé minning Kristrúnar Óskarsdóttur og hafi hún þökk fyrir samfylgdina. Guðm. Stefánsson Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin i sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. t Móöir okkar og tengdamóöir, JÓFRÍÐUR KRISTÍN ÞÓROARDÓTTIR, Njélagötu 76. veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Edda Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Bjarni Sigurösson. t Móöir okkar, amma, dóttir og systir, GUDMUNDA QlSLADÓTTIR, Öldugötu 48, Hafnarfirói, lést 31. janúar. Börn, barnabarn, foreldrar og systkini. t Faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR ÞORSTEINSSON, fyrrverandi vélstjóri, andaöist 2. febrúar á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Börn og tengdabörn. Á horfna tímans horfi ég endurskin ég heyri ennþá glaða, þýða róminn frá hreinni sál með hárra vona ris. (St.St.) Örlög ráða högum manna og nú hafa þau kallað til fundar við sig mína kærustu vinkonu. Fyrir rúmum sautján árum kynntist ég Kristrúnu fyrst. Það var í sauma- klúbb sem við nokkrar ungar kon- ur stofnuðum. Það var upphaf vin- áttu sem óx og dafnaði með hverju ári sem liðið hefur síðan, þannig að undanfarin ár hafa verið sam- eiginleg á svo margan hátt. Þegar ég lít til baka verður mér hugsað til allra þeirra ánægjustunda sem við hjónin og reyndar fjölskyldan öll hefur átt með Kristrúnu, manni hennar og börnum. Varla hefur sú vika liðið að við hittumst ekki á öðru hvoru heimilinu og ræddum saman um allt sem okkur lá á hjarta. Og allar þær unaðs- stundir sem við höfum átt saman í sumarbústað þeirra hjóna í Flat- ey% Eg minnist daganna sem liðu alltof fljótt og ýmissa lítilla at- vika sem eru þó svo stór í minn- ingunni. Það var setið við glugg- ann og horft á smáfuglana í móan- um byggja sér bú, stundum farið og athugað hvað liði í litlu hreiðr- unum. Um bónda einn las ég, sem jörðin elskaði svo mikið að þegar hann gekk um túnið sitt, þá lögð- ust stráin að iljum hans og sóleyj- arnar kepptust við að halla sér upp að leggjum hans. Eins var með Kristrúnu, hún unni náttúr- unni í allri sinni dýrð. Hún var léttstíg á grasinu og hendur henn- ar voru alltaf mildar, hvort sem hún sinnti litlu barni, yljaði hend- ur ellinnar eða hlúði að hreiðri mófuglsins. Vinátta og ástúð er það sem gef- ur lífinu gildi og þessa kosti átti Kristrún í ríkum mæli ásamt bjartsýni og óbugandi kjarki. Ég get aldrei þakkað það nóg- samlega að fá að kynnast Krist- rúnu og eiga hana að vini. Ég þakka Guði fyrir að hafa skapað hana og foreldrum hennar fyrir að hafa eignast hana. Hvers vegna grípa örlögin í taumana og stöðva þetta fagra líf? Við getum spurt en fáum ekki svar. Hvers vegna fékk hún ekki að lifa lengur? Hún sem var alltaf svo full af lífsgleði og starfsorku, alltaf svo glöð og innileg. Það er undarlegt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá eldhúsdyrnar opnast og heyra glöðu röddina hennar og sjá brosið sem yljaði um hjartað. Að eiga ekki eftir að ganga með henni um nótt og gleðjast yfir miðnætursól- inni. Hún sem alltaf hafði svo mikið að starfa, en átti þó alltaf nægan tíma til að gefa vinum sín- um, sem eru svo margir og á öllum aldri. í sumar ætla ég að ganga um fjöruna og hlusta á nið hafsins. Ég ætla að hlusta á öldurnar sem svæfðu Kristrúnu þeim svefni sem allir eiga eftir að sofna. Hún hvílir nú í faðmi eyjanna sem hún elsk- aði í hinni helgu gröf hafsins. Við þökkum henni allt sem við höfum átt saman og ég og fjölskylda mín kveðjum hana um sinn. Sú stund kemur að við vinir Kristrúnar leggjum á það djúp sem hún hefur nú kannað og náð landi. Á þeirri strönd munum við öll sameinast að nýju. Elsku Eyþór, Oskar og Inga mín, þú sem missir á einu auga- bragði móður þína og einnig unn- usta þinn. Guð styrki ykkur í þeirri miklu sorg sem á ykkur er lögð. Engin gröf er eins helg og hafið, engin sorg svo mikil að haf- ið rúmi ekki tár þín. Þar geymast þau og perlur minninganna þróast í sálu þinni, auka skilning þinn og gefa þér mildan frið sorgarinnar. Þú finnur minningarnar streyma um sál þína. Þar áttu nokkuð sem enginn tekur frá þér, sjóð sem þú getur leitað til á erfiðum stundum. Ykkur, fjölskyldum ykkar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa sorglega at- burðar sendum við einlægar sam- úðarkveðjur. Drottinn blessi minningu hinna látnu. Guðrún og Baldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.