Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 31 Rannsóknir Hjartaverndar Hóprannsókn f hóprannsókn Hjartaverndar er nú í skoðun hópur fólks, konur og karlar, sem fætt er á árunum 1940, 1944, 1945, 1949, 1950 og 1954. Þessir sex árgangar eru á aldrinum 30—44 ára. Þetta er í annað sinn sem þessi hópur er boðaður til rannsóknar. Hann var kvaddur til skoðunar samkvæmt úrtaki úr þjóðskrá, eins og venja er í hóprannsókninni, á árunum 1973 og 1974. Þá var úrtakið 2.781 manns. Tilgangurinn með endur- skoðun þessa fólks nú er að fá samanburð á heilsufari þess og breytingum á ýmsum þáttum á þessum 10 árum. Elstu árgangarn- ir eru nú komnir á þann aldur sem kallaður hefur verið „hættulegi aldurinn" með tilliti til kransæða- sjúkdóms. Hafa þegar komið fram ákveðin einkenni hjá sumum þátttakenda svo ástæða þótti til að senda þá til læknismeðferðar. Hóprannsókn á vegum Hjarta- verndar stendur nú yfir í ólafsvík og er hún langt komin. Á undan- förnum hálfum öðrum áratug hafa slíkar rannsóknir verið fram- kvæmdar á 10 stöðum úti á lands- byggðinni. Útlit er fyrir að Hjartavernd hafi ekki lengur bolmagn til slíkra rannsókna utan höfuðborgarsvæðisins vegna fjár- hagsörðugleika Rannsókn á áhættuþáttum kransæðasjúkdóms Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og íslensk heilbrigðisyfirvöld fólu Hjartavernd á síðasta ári að Neytendafélag Reykjavíkur: Hagur neytenda verði tryggdur Á FUNDI stjórnar Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis þann 24. janúar 1984, var samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Á undanförnum mánuðum hafa viðskipti með greiðslukortum auk- ist verulega hér á landi. Þótt stjórn Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis fagni því hagræði, sem getur verið fólgið í því fyrir neyt- endur að nota slík greiðslukort, virðist réttur neytenda ekki nægi- lega tryggður í ýmsum atriðum. Hér má nefna að kostnaður við þjónustuna er greiddur í formi þjónustugjalds verslunar til greiðslukortafyrirtækis, þannig að þeir viðskiptavinir, sem ekki not- færa sér þennan greiðsluhátt eru í raun látnir greiða hann að jöfnu við aðra. Aukinn kostnaður verslunar þýðir í raun hærra vöruverð. Skil- málar, sem neytendur ganga að með samningi við greiðslukortafyr- irtækin, eru settir af fyrirtækjun- um og þá gjarnan fyrst og fremst með hagsmuni þeirra sjálfra að leiðarljósi. Stjórn Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem hún leggur áherslu á að lög séu nú þegar sett um greiðslukort, þannig að réttur neytenda verði tryggður, bæði þeirra sem nota slík kort og eins hinna sem ekki notfæra sér þessa þjónustu." framkvæma rannsókn á áhættu- þáttum kransæðastíflu og skrá ný tilfelli kransæðastíflu. Þetta er fjölþjóðarannsókn og verður hún gerð í um 30 löndum og mun standa næstu 10 árin. Verður fylgst með breytingum á heistu áhættuþáttum sjúkdómsins. Fyrsta áfanga í könnun áhættu- þátta er nú lokið. Sent var bréf til 3000 manns, 1500 í Reykjavík og 1500 í Árnessýslu. Skoðun þátt- takenda úr Reykjavík fór fram í Rannsóknastöðinni í Lágmúla 9 en þátttakendur úr Árnessýslu komu í heilsugæslustöðvar á Selfossi, í Hveragerði og Þorlákshöfn. Nokkrir þeirra komu til Reykja- víkur. Atriði rannsóknar voru: kannaðar reykingavenjur, mæld hæð og þyngd, mældur blóðþrýst- ingur, mæld blóðfita. Einnig voru tekin blóðsýni fyrir sérfræðinga á Landspítala. Rannsóknastöðin vinnur úr gögnunum en þátttak- endur fengu að vita um niðurstöð- ur ef ástæða þótti til. Þátttaka var góð, um 70%. Samskonar hópur verður boðaður til rannsóknar eft- ir 5 ár. Skráning krans- æðastíflu Inga I. Guðmundsdóttir, B.Sc., vinnur að skráningu á kransæða- stíflu á öllu landinu. Skráning hófst með árinu 1981 og gert er ráð fyrir að skrá öll tilfelli krans- æðastíflu meðal fólks á aldrinum 25—74 ára næstu 10 ár. Þessi skráning er unnin í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og tengist framangreindri rann- sókn á áhættuþáttum. Rannsókn á dánarorsökum Dr. Guðmundur Þorgeirsson, læknir, og fleiri vinna nú að rann- sókn á dánarorsökum þeirra 3000 manna sem látist hafa af 30.000 þátttakendum í hóprannsókn Hjartaverndar síðan árið 1967. Unnið er að nákvæmri skráningu dánarorsaka samkvæmt dánar- vottorðum og niðurstöðum krufn- inga. Niðurstöður þessara skrán- inga verða síðan unnar í tölvu. Verða fyrst og fremst kannaðar hugsanlegar orsakir kransæða- sjúkdóma með samanburði á niðurstöðum í rannsóknagögnum Hjartaverndar varðandi hina látnu þátttakendur og dánarorsök þeirra. Útgáfa Á þeim 16 árum sem Rann- sóknastöð Hjartaverndar hefur starfað hafa verið gefin út 20 ít- arleg vísindarit um niðurstöður rannsókna og mörg rit eru núna í vinnslu. Þeim er dreift til lækna, læknabókasafna og stofnana. Þótt þessar bækur séu einkum og aðal- lega ætlaðar læknum, sérfræðing- um og heilbrigðisyfirvöldum, geta allir áhugamenn um heilbrigðis- mál notið þeirra. Þær eru ýmist á ensku eða íslensku. Um 80 vísinda- legar greinar um einstaka þætti úr gögnum Rannsóknastöðvar Hjartaverndar hafa birst í lækna- ritum og erindi hafa verið flutt um úrvinnsluþætti og niðurstöður rannsókna bæði hérlendis og er- lendis. Auk þess hefur birst fjöldi fræðslugreina fyrir almenning í blöðum og tímaritum. Samtökin gefa út tímaritið Hjartavernd tvisvar á ári. Rannsókna- og leitarstöð Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Rannsóknastöð Hjarta- verndar er ekki lækningastöð, heldur leitar- og rannsóknastöö. Finnist sjúkdómseinkenni hjá þátttakanda er honum tafarlaust vísað til frekari rannsóknar hjá sérfræðingi og læknismeðferðar. Heimilislæknir fær alltaf niður- stöður rannsóknar hvers einstakl- ings. Hjartavernd 20 ára Hjartavernd er 20 ára á þessu ári, stofnuð 25. október 1964. Framkvæmdastjórn hefur ákveðið að minnast afmælisins með auk- inni fræðslustarfsemi um hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrsta sporið í þá átt verður fræðslufundur fyrir almenning um kransæðasjúkdóma í Domus Medica laugardaginn 10. mars næstkomandi. Þar verða flutt mörg stutt erindi um þessi efni. Hringborðsumræður verða á eftir. (Frá Hjartavernd.) ______ /ltcö\u í B\ómava\\. Blómapottar' *e' ^0.^965^.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.