Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Minning: Þórður Friðbjarnar- son safnvörður krakkarnir, verið úti við í frosti og snjó að leikjum. Ég týndi vettling- unum mínum og hafðist ekki við vegna kuldans. Fór ég þá inn til Sveinu í hlýjuna. Ég man vel að þá tók hún hendur mínar báðar og lagði undir handarvegi sína svo mér hlýnaði sem best. í þeim dúr kann að vera tekið á móti henni nú. Sérhver kuldi, þreyta og gömul vonbrigði strokin burt og fyrir- heitin um laun trúmennskunnar efnd. Þessu hlýt ég að trúa og eins því að blessuð sé minning Svein- bjargar Einarsdóttur. Dóttur, tengdasyni og öðrum aðstandendum hennar færi ég samúðarkveðjur. Helgi Kristjánsson Hún fer að engu óð, er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð. Engan hef ég þekkt sem þessar ljóðlínur Davíðs Stefánssonar eiga betur við en hana Sveinu. Svein- björg Einarsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, fæddist 22. maí 1894 og var því orðin tæplega níu- tíu ára þegar hún lést þann 25. janúar sl. Vinátta okkar Sveinu hófst fyrir næstum fjörutíu árum og aldrei bar á hana skugga. Á erfið- leikatimabili í lífi mínu var Sveina stoð mín og stytta, hjá henni fékk ég alla þá næringu sem ég þurfti, bæði andlega og efnislega. Þannig trúi ég að sambandi hennar við flest fólk hafi verið háttað, aðrir þáðu en hún veitti. Þótt hún byggi aldrei við veraldlegan auð hafði hún alltaf af nógu að taka til að gefa öðrum en vísast að ekki hafi alltaf verið mikið afgangs handa henni sjálfri. En hún fékkst ekki um það, öllu skipti að liðsinna þeim sem þurfti. Æviferil Sveinu ætla ég ekki að tíunda. Hún hlaut engan frama enda var hún alltaf upptekin við að búa í haginn fyrir aðra. Hún gegndi engum opinberum trúnað- arstörfum en hún var trúnaðar- vinur margra. Hún útdeildi ekki kjörum fólksins en hún var alltaf tilbúin að útdeila sínum litlu efn- um og miklu kröftum til þeirra sem á þurftu að halda. Og alltaf voru þeir nógir. Og þótt hún væri smávaxin og veikbyggð hafði hún breitt bak og tók á sig erfiði margra. Sveina var óskólagengin, eins og næstum allar jafnöldrur hennar. En hún var nógu menntuð til að þekkja þarfir samferðamanna sinna á því feröalagi sem við líkj- um lífinu stundum við og á ferð sinni gerði hún allt sem hún gat til að uppfylla þær. Af því leiddi að hún sjálf og hennar þrár féllu í skuggann til að aðrir gætu baðað sig í sólskini, en auðvitað fannst henni það ekki nema sjálfsagt. Ég held að Sveinu hefði fundist óviðeigandi að lesa langa lofgjörð um sjálfa sig því ekkert var henni fjær en að bera góðverk sín á torg, um þau átti engin orð að hafa. Hér hæfa því ekki hástemmd lýsingar- orð, hófstillingin hæfir slíkri heið- urskonu best. Ég sendi aðstandendum Sveinu samúðarkveðjur um leið og ég kveð hana. Fyrir löngu gerði vin- átta hennar mér lífið bærilegt og alltaf síðan hef ég talið mig ríka að eiga vináttu hennar. Nú býr Sveina í haginn fyrir aðra á nýj- um stað og það verður gott að eiga hana að þegar við hittumst aftur. Kagnhildur Jóhannesdóttir Fæddur 15. september 1909 Dáinn 25. janúar 1984 Þórður Friðbjarnarson safn- vörður Minjasafnsins á Akureyri varð bráðkvaddur á heimili sínu 25. janúar. Með honum er genginn trúr og ötull merkisberi íslenskrar menningar og þjóðlegrar arfleifð- ar. Hann hóf hana til vegs og stóð um hana vörð til hinstu stundar. Ekki er ofmælt, að hann hafi dyggilega haldið vöku sinni á þeim verði og í engu bilað eða brugðist, en hnigið að velli að lokum með reisn og fullum heiðri að hætti fornra kappa. Þórður var byggingarmeistari að iðn og smiður í bestu og feg- urstu merkingu þess orðs og reisti m.a. félagsheimili fyrir Eyfirð- inga, vandað að viðum og allri smíð. Hann fór stórum og sterk- legum höndum sínum kraftalega um máttarviði og burðarbita ell- egar mjúklega um smágerðasta skrautflúr, hvort tveggja án fálms eða fums. Allt virtist leika í þess- um beinastóru en nærfærnu smiðshöndum. Það var mikil gæfa Minjasafns- ins á Akureyri að frumherjar þess skyldu koma auga á Þórð, þegar þeir svipuðust um eftir manni til að gegna starfi safnvarðar, en einnig hitt, að Þórður skyldi vilja gerast starfsmaður safnsins þegar í upphafi. Áður en það var form- lega stofnað fór hann kynnisferð á vegum þess til Norðurlanda og dvaldist þá lengst í Lillehammer í Noregi hjá Fartein Valen- Sendstad, forstöðumanni hins mikla byggðasafns þar, De sand- vigske samlinger. Þar lærði Þórð- ur margt gagnlegt og fékk ýmsar hugmyndir, sem komu honum að góðum notum í því starfi, sem hann var þá að takast á hendur. Þegar Minjasafnið var sett á stofn sumarið 1962 og því fengið húsnæði í Kirkjuhvoli, Áðalstræti 58, var það hlutverk Þórðar að skipuleggja það. Þá þegar var til allgóður stofn muna, sem geymdir voru í miklum þrengslum hér og þar, og nú þurfti Þórður að velja þá, sem hafðir skyldu til sýnis, og koma þeim fyrir skipulega og smekklega. Þar reyndi strax á yf- irsýn hans, hugkvæmni, greind og smekkvísi og ekkert af þessu brást. Vitanlega tók Þórður feginsam- lega og með þakklæti við þeim munum, sem vinir safnsins, sem voru og eru margir, færðu því að gjöf. En hann lét ekki þar við sitja. Hann fór margar ferðir um bæ og hérað til að leita og afla ýmislegra hluta, sem honum þótti vanta í safnið. Það voru, eins og gefur að skilja, einkum gamlir munir, sem voru að hverfa eða voru horfnir úr notkun, en höfðu fyrrum verið hluti af daglegu lífi fólks. Þannig tókst að bjarga miklu frá glötun. En Þórður var jafnframt óvenjulega skyggn á að halda ýmsu til haga, sem nær okkur er í tímanum, var jafnvel enn til á öðru hverju heimili allt fram á eða fram undir þennan dag, en hverfur síðan úr tísku einn góðan veðurdag eða þokar fyrir nýrri tækni, sópast þá í glatkist- una og verður ekki lengur tiltækt. Þó að húsnæði safnsins væri á engan hátt sniðið fyrir þarfir þess, tókst honum að koma hlutum þannig fyrir, að þeir nytu sín vel. Einnig tókst Þórði að veita safn- gestum merkilega góða heildarsýn yfir vinnubrögð og verktækni hér- aðsbúa fyrr á tímum, menningu þeirra, húsakynni og daglegt líf. Sjálfur var hann þó aldrei ánægð- ur, breytti, skipti um hlut og færði til, þannig að safnið varð í hönd- um hans lifandi menningarstofn- un, en ekki rykfallin geymsla dauðra hluta. Hér hjálpaði eðlisgróin snyrti- mennska Þórðar enn til, svo að hvergi sást fis eða kusk, þótt vinna stæði sem hæst við lagfær- ingu eða nývirki. Smiðsaugað sagði honum líka hvernig allt færi best á vegg eða í hirslu, hvað best ætti saman og hvar því skyldi val- inn staður. Ótaldir voru þeir gest- ir safnsins, innlendir og erlendir, sem gátu ekki orða bundist um það, hve Minjasafnið væri smekk- legt, snyrtilegt og fróðlegt heim að sækja. Þórður var ekki aðeins safnv- örður, heldur jafnframt fram- kvæmdastjóri, enda lengst af eini fastráðni starfsmaðurinn. f hans verkahring voru því að kalla öll viðvik, stór og smá, skráning, röð- un, merkingar og viðgerðir muna, móttaka gesta, útvegun aðfanga af öllu tagi og verkstjórn, þegar ein- hver meiri háttar viðfangsefni voru á döfinni. Hann taldi heldur ekki eftir sér sporin eða handar- vikin og var ekki alltaf að líta á klukkuna, þegar hann var við verk. Aldrei tók hann sér sumarfrí eins og annað fólk, svo að mér sé kunnugt, gaf sér ekki tíma til þess. Safninu kom oft í góðar þarfir reynsla Þórðar og verkþekking sem byggingameistara. Hann myndaði sér og setti fram ákveðn- ar skoðanir um framtíðarupp- byggingu safnsins. Hluti þeirra hugmynda komst í framkvæmd, þegar stór og vönduð nýbygging var reist áföst við Kirkjuhvol, og þar var hann eftirlitsmaður og til- sjónarmaður af safnsins hálfu. En ef til vill naut Þórður sín best þeg- ar yfir stóð flutningur gömlu kirkjunnar frá Svalbarði á grunn hinnar upphaflegu Akureyrar- kirkju, undirbúningur þess verks og framkvæmd og síðan nauðsyn- leg viðgerð kirkjunnar í samráði við þjóðminjavörð. öllu þessu vandasama verki stjórnaði Þórður og vann mikið við það sjálfur, enda lofar árangurinn meistar- ann. Ég veit, að þessi litla kirkja stóð nærri hjarta varðar síns og verndara. Hún var í senn safn- gripur og vígt guðshús, og það gladdi þetta sama heita hjarta, að æ fleira fólki varð hugsað til hennar við hátíðleg tilefni og kirkjulegum athöfnum fór þar mjög fjölgandi á seinni árum. í dag verður hann sjálfur sunginn þar úr garði. Unun var að sjá Þórð ganga að vinnu, stóran mann og sterkan, röskan og ákveðinn. Kappið og áhuginn geislaði úr augum hans, gustaði af hverri hreyfingu hans og hraut af hverju orði hans. Ekk- ert handtak fór til ónýtis og engin mínúta í skraf eða slór. Þó átti verklag hans aldrei skylt við þjösnaskap, heldur lipurð og lag- virkni. Hleðslugrjótið í grunnin- um, timbrið í grind, þiljum og þekju, glerið í gluggunum, allt laut þetta vilja hans fúslega, rað- aði sér greiðlega og sat nákvæm- lega eins og hann vildi, að því er virtist átaka- og áreynslulaust. Þórður hafði aflað sér mikils fróðleiks um menn og málefni Eyjafjarðarhéraðs, og sú þekking kom honum að góðu haldi í starfi. Hann hafði líka mikla gleði af að miðla öðrum af fróðleik sínum, þegar hann skýrði fyrir þeim sögu og menningarlegt hlutverk safn- gripanna, sem hann umgekkst og handlék af strangasta heiðarleik og trúmennsku við þá sjálfa og það fólk, lífs og liðið, sem þeir tengdust. Hann unni líka Minja- safninu, sem hann hafði fóstrað og alið við brjóst sér frá upphafi, — já, hafði meira að segja gefið líf, skapnað og svipmót að sinni vild og varið til ævistundum sínum í hartnær aldarfjórðung. Þórður Friðbjarnarson fæddist á Keldum í Sléttuhlíð 15. septem- ber 1909. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Halldórsdóttir og Friðbjörn Jónasson, og hjá þeim ólst hann upp þar í sveitinni ásamt systrum sínum tveimur, Jórunni Ólöfu, sem andaðist að- eins 16 ára gömul, og Jónu, sem nú á heima á Akureyri. 35 Þórður fór í Héraðsskólann á Laugum í Reykjadal og lauk þar námi í yngri og eldri deild, en fór svo í smíðadeildina og lauk henni líka. Hann gekk að eiga Önnur Sigur- geirsdóttur frá Helluvaði í Mý- vatnssveit árið 1936, en hún er dóttir Sólveigar Sigurðardóttur og Sigurgeirs Jónssonar skálds Hin- rikssonar. Þau fluttust til Akur- eyrar árið 1942 og hafa átt heima í sama húsinu alla tíð síðan. Þau eignuðust tvö börn, Sigurgeir Bernharð, sem er aðalbókari Ak- ureyrarbæjar, og Sigríði Jórunni,- sem gift er Hjálmari Freysteins- syni lækni, og eiga þau þrjú börn. Auk þess ólu þau Anna og Þórður að öllu leyti upp sonardóttur sína, Önnu Guðnýju Sigurgeirsdóttur, sem nú stundar nám í Kanada. Þórður og Anna bjuggu í gömlu og sögufrægu húsi, Áðalstræti 50, þar sem séra Matthías bjó fyrstu ár sín á Akureyri og orti mörg sinna bestu kvæða. Húsið stendur í nágrenni Minjasafnsins í því hverfi, sem heitir Fjaran og á sér engan líka á fslandi sakir lát- lausrar fegurðar og óraskaðs yfir- bragðs fyrri aldar. Húsin þar eru í senn safngripir og umgerð fagurs mannlífs, sem hraði og æsing nú- tíðar hefir ekki náð að spilla. Þarna ræktuðu þau kartöflur og aðrar matjurtir í brekkunni vest- an við húsið, og þarna var maríu- erlunni gefin jólakökumylsna utan við eldhúsgluggann á sumrin, en snjótittlingunum grjón á vetr- um, þegar fönnin huldi jörðina. Þessir fleygu vinir skemmtu svo heimilisfólkinu með fjörugum leik og fögrum söng, og þótti þá hús- ráðendum fulllaunaðar góðgerð- irnar. Tilfinningar Þórðar voru heitar og lundin viðkvæm, handtakið þétt og fast, vináttan einlæg og falslaus, ef hann batt vináttu við menn á annað borð. Slíka vináttu þakka ég Þórði nú, þegar leiðir skilur um sinn, vináttu, sem ég hefi notið í röska tvo áratugi, frá því að við kynntumst og fórum að vinna saman að málefnum þeirrar stofnunar, sem okkur þótti báðum vænt um. Fari Þórður vinur svo heill og sæll til nýrra heima, með sinn hreina skjöld á baki og virðingu, þökk og blessun okkar allra í nesti. Sverrir Pálsson Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Opiöídagkl.9-16 TJ APIT ATTD Skeifunni 15 nilVJiiAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.