Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 39 félk í fréttum Fær Jackson ekki hárið aftur? + Eins og sagt hefur verið frá í fréttum varð söngvarinn Michael Jackson fyrir því óláni að það kviknaði í hár- inu á honum þegar verið var að taka upp auglýsingakvik- mynd fyrir Pepsi Cola. Michael var að sjálfsögðu strax fluttur á sjúkrahús, en nú óttast læknarnir, að hann muni aldrei fá hárið aftur. Jackson brenndist mjög illa, fékk 2. og 3. stigs bruna og segja læknar, að óvíst sé að hann fái hárið aftur og þá í fyrsta lagi eftir marga mán- uði. Jackson ber sig hins veg- ar vel og segist staðráðinn í að taka upp sönginn strax og hann er gróinn sára sinna. T.d. ætlar hann að reyna að fara í heimsreisu með The Jacksons, bræðrum sínum fjórum. Þótt sjónvarpsupptakan með Jackson hafi endað með þessum ósköpum vill hann, að myndin verði sýnd þrátt fyrir allt. Alls konar sögu- sagnir hafa nefnilega komist á kreik um óhappið og þær vill hann fyrir alla muni kveða niður. „Aðdáendur mínir eiga rétt á að vita hvað gerðist," segir Jackson. Michael Jackson hefur selt meira en 14 milljónir eintaka af plötunni „Thriller" og er nú talinn skærasta stjarnan á popphimninum. Burt ætlar að kvænast Sally + Kvikmyndaleikarinn Burt Reynolds ætlar nú að fara að gifta sig og er að hugsa um að segja já við Sally Field, sem hef- ur verið unnusta hans í mörg herrans ár. En ekki þó fyrr en í næsta mánuði, segir hann. Burt og Sally hættu raunar að vera saman í fyrra en tóku þó fljótt saman aftur. Var það vegna þess, að Burt var farinn að gera sér full títt um leikkonuna Loni Anderson og auk þess var Burt orðinn afbrýðisamur út í Sally, sem tók allt í einu upp á því að slá í gegn sem stjarna. Raunar var hún búin að gera það fyrr því að hún fékk Óskarsverð- laun árið 1979 fyrir leik sinn í „Norma Rae“. Burt, sem er 49 ára gamall, var áður kvæntur leikkonunni June Carne. Sally er 37 ára og á tvo drengi, 10 og 12 ára, frá fyrra hjónabandi. Burt Reynolds og Sally Field. Lisbeth Bach — Innrætið en ekki útlitið á að skipta mestu máli. Félagsskapur gegn megrunar- móðursýkinni + „Ég er ekki þessa granna og netta kona en þrátt fyrir það vil ég ekki fara í einhvern megrunarkúr. Ef maðurinn minn sættir sig ekki við, að ég er aðeins of feit, þá verð- ur hann bara að finna sér aðra konu. Og ef ég ætti mann, sem nauðaði í mér að fara í megrun þá myndi ég sparka honum á dyr. Það er innrætið en ekki útlitið, sem á að skipta mestu." Þetta segir Lisbeth Back, dönsk kona, sem ásamt nokkrum öðrum kynsystrum sínum hefur skorið upp herör gegn stöðugri stór- skotahríð blaða og tímarita, sem segja, að konan sé ekki kona nema hún sé eins og tálguð spýta. „Við erum að mótmæla megrunarmóð- ursýkinni í þágu mannanna okkar, svo að þeir geti elskað okkur eins og við erum en ekki eins og ein- hverjir aðrir segja, að við eigum að vera,“ segir Lisbeth. Þær stöllurnar segja, að megr- unaræðið sé eins og hver önnur farsótt, sem þó leggist aðeins á konur, því að það megi þó segja um karlmenninna, að þeir séu miklu sjálfstæðari og detti ekki í hug að eltast við hverja tiskudill- una á fætur annarri á sama hátt og kvenþjóðin. ' ' ' > Sumarbústaður Óskum eftir notuðum eða nýjum sumarbústað, 40—50 fm, eða landi undir sumarbústað í allt að 100 km fjarlægð frá Akranesi. Skriflegar upplýsingar eða tilboð óskast send Trésmiðafélagi Akraness, Kirkjubraut 40, Akra- nesi. Nánari upplýsingar í síma 93-2748 á kvöldin. Úrvals notaðir bflar til sölu Ekinn Verð Tegund Árg. þús. km þús. Isuzu Trooper díesel 1983 21 650 Isuzu Trooper bensín 1982 16 540 Buick Skylark 6 cyl. 1981 19 420 Isuzu Gemini 1981 28 170 Opel Cadett 1600 sjálfsk. 1982 33 310 Scout II 4 cyl. 1980 47 350 Chevrolet Malibu Classic 1981 37 430 Chevrolet Malibu Classic 2ja d. 1979 80 290 Buick Skylark Limited 1980 43 400 Scout Pickup díesel 4X4 1978 55 320 Volvo 245 station 1978 80 250 Mazda 626 1600 1980 34 210 Fíat 127 1982 13 180 Volvo 244 turbo 1982 33 530 Ford Fairmont Decor 1978 74 150 Subaru 4x4 station 1981 50 290 Audi100 LS 1978 90 160 Honda Accord 5 gíra 1980 27 240 Opiö laugardaga 13—17. i Bifreiðadeild Sambandsins, Höfðabakka 9, símar: 39810 og 687300. TAKIÐMEÐ SKYNDIBITA Á GRÍSKAVÍSU Hakkað nauta- og kindakjöt AVnAQ með hrásalati og pítu. VJI V nUO Verð kr. 70.- fHffgtntfrliifetfe G(')dan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.