Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Jakahlaup við launastíflu Afyrstu mánuðum ársins 1977 náði ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar veru- legum árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Þá þrengd- ist hagur launþega og verka- lýðshreyfingin blés til aðgerða. Viðræður fóru fram milli aðila vinnumarkaðarins og ríkis- stjórnin raðaði saman efni í „félagsmálapakka". Ein helsta krafa launþega var að mánað- arlaun yrðu ekki lægri en en 100 þúsund gamlar krónur eða 1000 nýkrónur. Stóð í stappi um þetta og segja má að fyrir- staðan hafi brostið þegar Olaf- ur Jóhannesson, þáverandi formaður Framsóknarflokks- ins og viðskiptaráðherra, lýsti því yfir að krafan um 100 þús- undin væri þess eðlis að ekki væri unnt að standa gegn henni. Síðan voru „sólstöðu- samningarnir" gerðir, ein- hverjir mestu verðbólgu-kjara- samningar í sögunni. í árs- byrjun 1978 voru tilraunir rík- isstjórnarinnar til að reisa nýj- ar skorður gegn verðbólguöld- unni brotnar á bak aftur og í kosningunum í júní sama ár hlutu stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur, slæma útreið. Eftir kosningarnar sneri Framsókn við blaðinu, lét af einbeittri baráttu gegn verð- bólgu með þeim alkunnu afleið- ingum að hraði hennar var komin þó nokkuð yfir 100 um þetta leyti fyrir ári. Astæða er til að rifja þessar staðreyndir upp hér og nú vegna þeirra umræðna sem fara fram milli ráðherra í blöð- um og ríkisfjölmiðlum um það að launaramminn í fjárlögun- um sé þess eðlis að ekki náist samkomulag í kjaramálum í samræmi við hann. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð- herra, reið á vaðið með yfirlýs- ingum um þetta hér í Morgun- blaðinu á fimmtudag, Stein- grímur Hermannsson, forsætisráðherra, fylgdi á eftir og bætti um betur og Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, segir að með því að hverfa frá markaðri stefnu fjárlaga séu ráðherrarnir tveir í raun að fæla sig úr ríkis- stjórninni. Reynslan frá 1977 ætti að kenna stjórnmálamönnum og ekki síst þeim sem í ríkisstjórn sitja að það stuðlar síður en svo að skynsamlegri niðurstöðu í kjarasamningum að ráðherr- ar taki sig til hver í sínu lagi og byrji að mæla fyrir um stefnu sem ekki er fullt samkomulag um meðal stjórnarflokkanna. Hvað eftir annað hefur því ver- ið lýst yfir af Steingrími Her- mannssyni, forsætisráðherra, að ríkisstjórnin ætli ekki að hafa nein afskipti af kjaramál- um nema að því er varðar lög- bundna samningsskyldu henn- ar við opinbera starfsmenn. Orð iðnaðarráðherra og for- sætisráðherra um að launa- ramminn sem mótaður var með fjárlögum sé of þröngur gætu gert fjármálaráðherra ókleift að standa af festu við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnar- innar. Vilja þeir Sverrir og Steingrímur að samið sé við opinbera starfsmenn þvert ofan í vilja fjármálaráðherra? Heldur forsætisráðherra að yf- irlýsingar eins og sú sem hann gaf, að betra sé að miða við 6% launaramma en 4% eins og gert er í fjárlögunum hafi eng- in áhrif á almennu kjarasamn- ingana? Einörð afstaða Sverris Hermannssonar í kjaradeil- unni í Straumsvík ber því órækt vitni að hann hafi síst allra áhuga á því að þeim mikla árangri sem náðst hefður í efnahagsmálum verði stefnt í voða með launasprengingu. Besta tromp þessarar ríkis- stjórnar í baráttunni við verð- bólguna hingað til hefur verið að almenningur hefur haft trú á því að stjórnin og stuðn- ingsmenn hennar ætluðu ekki að hvika frá settum markmið- um fyrr en í fulla hnefana. í stjórnmálum skipta tímasetn- ingar yfirlýsinga og ákvarðana oft meira máli en efni. Forsætisráðherra er raunar svo öruggur með að hann hafi náð stjórn á verðbólgunni að hann telur sig geta mælt áhrif eigin yfirlýsinga í framtíðar- verðbólgustigum en hann sagði í Morgunblaðinu í gær: „Ég er ekki tilbúinn að segja á þessari stundu að það verði eitthvert meiriháttar áfall þó verðbólg- an verði 11% í lok ársins í stað- inn fyrir 10% eins óg við stefn- um að.“ Við núverandi aðstæð- ur eru yfirlýsingar af þessu tagi jafn ótímabærar og kapphlaup milli ráðherra um það hver þeirra vill gefa mest eftir í kjaramálum. Augljóst er að ráðherrar þurfa að ræða betur saman áð- ur en þeir ræða við fjölmiðla svo að stjórnarsamstarfið leys- ist ekki upp á síðum dagblaða en það hafa oftast orðið örlög ábyrgðarlausra vinstri stjórna. Svo íhugulir menn sem ráð- herrarnir þrír eru hljóta að geta markað stefnu í sínum hóp og forðast uppgjör í fjöl- miðlum. Á sama hátt og Morg- unblaðið tók undir tímabær ummæli iðnaðarráðherra um kjaradeiluna í Straumsvík í forystugrein í gær, og þá ekki síst um hækkun raforkuverðs í þágu láglaunafólks, vill blaðið nú vara við stefnubreytingu sem kæmi aðeins hinum betur settu til góða. Stjórn félags fasteignasala á fundinum í gær. Frá vinstri: Atli Vagnsson, lögfræðingur, Þórólfur Halldórsson, lögfræðingur, Magnús Axelsson, formaður, löggiltur fasteignasali, Dan. V.S. Wiium, lögfræðingur, og Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur. Félag fasteignasala um ný viðhorf í fasteignaviðskiptum: Hægt að lækka útborgun í 60% — og lána eftirstöðvar í allt að 10 ár FÉLAGSMENN í nýlega stofnuðu Fé- lagi fasteignasala í Reykjavík telja að forsendur hafi skapast til að útborgun- arhlutfall í fasteignaviðskiptum lækki úr 75% í t.d. 60% á fyrsta ári og að lánstími eftirstöðva lengist úr fjórum árum í t.d. 10 ár. Svo unnt sé að lengja lánstímann svo mikið þarf að tryggja raungildi eftirstöðvanna, segja stjórn- armenn í félaginu. Á blaðamannafundi í gær kom m.a. fram, að með skyndilegri hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta hefur orðið „merkjanleg breyting á viðhorfi fólks til greiðslukjara í fasteignaviðskiptum, sem undan- farið hafa m.a. einkennst af hröðum útborgunum og háu útborgunar- hlutfalli. f ljósi þessara staðreynda hafa fasteignasalar reynt að meta hvernig samningskjör í fasteigna- viðskiptum geti aðlagast þessum nýju forsendum," eins og sagði í yf- irlýsingu, sem lögð var fram á fund- inum. f Félagi fasteignasala, sem stofn- að var 5. júlí á síðasta ári, eru 17 félagar, allir í Reykjavík. Þeir hafa allir löggilt réttindi til fasteigna- sölu, eru ýmist löggildir fasteigna- salar, viðskipta- eða lögfræðingar, enda er það gert að skilyrði fyrir aðild að félaginu. Félagið hefur m.a. í hyggju að „auka öryggi í fast- eignaviðskiptum með samræmingu á starfsháttum og viðskiptavenjum félagsmanna," eins og segir í lögum þess. Stjórnarmennirnir sögðu að í borginni, þar sem eru um 50 fast- eignasölur, væru starfandi fyrir- tæki á því sviði, sem ekki ynnu skv. gildandi lögum, þ.e. án þess að ábyrgðarmenn væru starfandi í sama húsnæði og gætu því ekki fylgst með daglegum rekstri og C* spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI Hér birtast spurningar lesenda um skattamál og svör ríkisskattstjóra, Sigur- bjarnar Þorbjörnssonar. Þeir lesendur, sem hafa spurningar fram að færa, geta hringt í síma 10100 milli klukkan 2 og 3 alla virka daga. Neikvæður skattstofn Jón Hassing, Hraunbæ 198, Reykjavík, spyr: Hvernig ber að færa neikvæðan skattstofn hjá námsmanni? Svar: Framteljandi skal ganga frá útfyllingu tekna- og frádrátt- arliða á framtali sínu án tillits til þess þótt skattstofn verði neikvæður. Ef heildarfrádrátt- ur er hærri hjá öðru hjóna en tekjur þess og tekjuskattsstofn því neikvæður, er frádráttur, sem umfram er tekjur, dreginn frá tekjum hins makans við ál- agningu. Fjárhæðir tekna og frádráttarliða verða óbreyttar á sjálfu framtalinu. Fjárhagsaðstoð til námsmanna Garðar Garðarsson, Jöfrabakka 32, Reykjavík, spyr: Er fjárhagsaðstoð sem foreldrar veita börnum sínum, sem stunda nám erlendis, frádráttarbær frá skatti? Reiknast fjárhagsaðstoð af þessu tagi námsfólkinu til tekna? Svar: Foreldrar, sem veita börnum sínum 16 ára og eldri, fjár- hagsaðstoð vegna náms þeirra geta sótt um lækkun á tekjusk- attsstofni (ívilun) til skatt- stjóra. Sérstakt eyðublað er fyrir slíka umsókn „Umsókn B skv. 4. tl. 66. gr. R3.06“. í umsókninni þarf að gera grein fyrir ráðstöfunarfé nem- andans, þ.e. tekjum hans, lánt- ökum á árinu, svo og styrkjum, þ.m.t. í hverju styrkur foreldra er fólginn, en tekið er tillit til ofangreindra atriða við ákvör- ðun á ívilun. Fjárhagsaðstoð foreldra reikn- ast nemanda ekki til skattsk- yldra tekna. Frádráttarbærir vextir Halldór Halldórsson, Sléttahrauni 21, Hafnarfirði, spyr: 1. Teljast gjaldfallnar verðbætur samkvæmt verk- eða kaup- samningum til frádráttarbærra vaxta? 2. Teljast vextir af víxlum, sem samþykktir hafa verið, fyrir upphæðum í verk- og kaup- samningum, til frádráttar? 3. Skiptir máli hvort verktaki, eða seljandi fasteignar, verðtryggi útborgun með skuldabréfi eða kaup- eða verksamningi varð- andi vaxtafrádrátt? 4. Eru kaup- og verksamningar viðurkennt lánsform gagnvart frádráttarbærum vaxtagjöld- um? 5. Skiptir máli varðandi vaxtafrá- drátt hvort verktakar eða selj- endur, lána kaupendum stóran hluta kaupverðs verðtryggt til skamms tíma, eða hvort kaup- endur nýta lánamöguleika ann- ars staðar til jafnlangs tíma á sömu kjörum? 6. Hvar er að finna skýr ákvæði í skattalögum um verðbætur til frádráttar og skilgreiningu á viðurkenndum lánsformum í því sambandi? Svar: Vísitöluálag í kaupsamningi eða verksamningi (þ.e. verð- tryggt samningsverð) telst ekki vera vextir af skuld og því ekki frádráttarbært heldur skal telja vísitöluálagið vera hækkun á kaupverði. Samkvæmt ákvæðum skattal- aga (þ.e. 1. tl. 1. mgr., sbr. og 2. mgr. 51. gr.) Teljast til gjalda vextir af skuldum, föstum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.