Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 12 Vatnaskógur, sumarbúöir í 60 ár — saga starfsins í máli og myndum Vatnaskógur, sumarbúðir í 60 ár, heitir bók sem Skóg- armenn KFUM hafa gefið út í samvinnu við bókaútgáf- una Salt hf. 1 bókinni er saga sumarbúðanna rakin frá því að fyrsti flokkurinn fór fótgangandi frá Reykjavík í Vatnaskóg og dvaldist þar í tjöldum. Þróun starfsins er fylgt í máli og myndum til dagsins í dag. 90—100 drengir dvelja í Vatnaskógi á sumri hverju og búa þar við hina bestu aðstöðu úti sem inni. Sigurður Pálsson var fenginn til að rita bókina og naut hann aðstoðar fjölmargra er starfað hafa í Vatnaskógi og annarra velunnara starfsins þar. Árni Sigurjónsson, er lengi var formaður Skógarmanna, ritar sérstakan þátt og einnig sr. Kristján Búason dósent, en hann hefur um mörg sumur starfað þar sem forstöðumaður. Þá eru viðtöl við Kristínu Guð- mundsdóttur, sem hefur verið matráðskona sumar- búðanna í 40 ár, og við Friðbjörn Agnarsson formann Skógarmanna, frá 1972. Bókin er 160 síður og eru þar af 50 síður með ljós- myndum sem vandlega hefur verið haldið saman frá upphafi og segja sína sögu. Einnig er þar að finna myndskreytingar eftir Búa Kristjánsson. Bókin var í upphafi aðailega seld áskrifendum og er henni um þessar mundir dreift tii þeirra. Einnig er hún tii sölu á skrifstofu Skógarmanna KFUM að Amtmannsstíg 2b og hjá bókaútgáfunni Salt hf. að Freyjugötu 27. Kvikmyndahátíð 1984 hefst í dag: Sjö erlendir gest- ir koma á hátíðina — fjórir aðrir hafa afboðað komu sína SJÖ ERLENDIR kvikmyndagerðarmenn og leikstjórar koma hingað til lands til að vera viðstaddir Kvikmyndahátíð Lista- hátíðar 1984 sem hefst í dag. Upphaflega áttu gestirnir að verða ellefu en fjórir þeirra hafa nú afboðað komu sína af ýmsum ástæðum. Gestirnir sem koma eru Yves Boisset frá Frakklandi, leik- stjóri myndarinnar „Áhættu- þóknun", sem sýnd verður á há- tíðinni. Frá Svíþjóð kemur Tony Forsberg, kvikmyndatökumaður við gerð Bergman-myndarinnar „Fanny og Alexander" og „Hrafninn flýgur" eftir Hrafn Gunnlaugsson. Þá kemur Bret- inn Peter Cowie, ritstjóri Int- ernational Film Guide, en hann mun vera sérfræðingur í nor- rænum kvikmyndum. Tveir bandarískir kvikmynda- leikstjórar koma einnig, þeir Jack Hofsiss, leikstjóri „Darrað- ardans" og John Waters. Einnig kemur frá Bandaríkjunum A1 Milgren, prófessor, forstöðu- maður kvikmyndastofnunar Minnesota-fylkis. Hann mun flytja fyrirlestra hér um myndir svokallaðra „óháðra framleið- enda". Frá Hollandi kemur kvik- myndaleikstjórinn Orlow Se- unke, sem gert hefur myndina „Vatnsbragð" er sýnd verður á hátíðinni. Loks kemur hér einn- ig breski blaðamaðurinn og kvikmyndagagnrýnandinn Nick Roddick. Þeir, sem hafa afboðað komu sína á kvikmyndahátíðina, eru José Esteban Alenda frá Spáni (dreifingaraðili), Pascal Bontiz- er frá Frakklandi (einn aðalrit- stjóra kvikmyndatímaritsins Cahiers du Cinéma), Enrique Herreros frá Spáni (einn helsti kvikmyndaframleiðandi þar- lenskur) og danska tónskáldið og kvikmyndagerðarmaðurinn Hans-Erik Phillip, sem m.a. gerði tónlistina við „Hrafninn flýgur“. Matarbóka- klúbbur AB ALMENNA bókafélagið hefur sett á laggirnar nýjan bókaklúbb, Matarbóka- klúbb AB. Undirbúningur að stofnun Matarbókaklúbbsins. MAB, hefur staðið yfir í hartnær tvö ár. Árið 1983 var gerður samningur við a/s Hjemmet í Ósló um íslenskan útgáfurétt á matreiðslubókum sem Hjemmet gefur út. Er hér um aö ræða 40 matreiðslubókatitla sem hlotið hafa íslenska samheitið Hjálparkokkur- inn. Ritstjórar islensku útgáfunnar eru þeir Sigurður Sumarliðason og Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistarar á veitingastaðnum Potturinn og pannan. Utan Noregs hafa matreiðslubækur Hjemmet verið þýddar og gefnar út í sjö löndum til þessa. Ráðgert er að fyrstu tvær bæk- urnar í hinum nýja bókaflokki verði sendar klúbbfélögum um miðjan mars. Bækur þessar eru annars veg- ar Fiskur og skelfiskur og hinsvegar Gerbakstur. Bækurnar verða ekki seldar í bókabúðum, en sendar klúbbfélögum með sex vikna milli- bili. Þýðendur bókanna eru þau Sverrir Gauti Diego, Bjarni Arn- grímsson, Sonja Jónsdóttir og Ingi Karl Jóhannesson, sem verður aðal- þýðandi Hjálparkokksins. Matarbókalúbburinn er aðskilinn frá bókaklúbbi AB, sem starfræktur hefur verið í tíu ár. Reglur bóka- klúbbanna tveggja eru samskonar; inngöngugjald, félagsgjald eða ár- gjald er ekkert, en félagar fá senda hverja bók, ásamt gíróseðli. Heimilt er að hafa bækurnar í 14 daga, kynna sér efnið og ákveða hvort bókinni verður haldið eður ei. Má endursenda bókina til MAB á kostn- að klúbbsins svo framarlega sem ekki sjái á henni og um hana sé búið í upprunalegum umbúðum. Islenska útgáfa bókanna er prent- uð og bundin inn í Hollandi af Royal Smeets, en setningu annaðist Prentstofa G. Benediktssonar. Framkvæmdastjóri Almenna bóka- félagsins er Kristján Jóhannsson og framkvæmdastjóri Bókaklúbbs AB er Anton Örn Kærnested. Ritstjórar Hjálparkokksins, 40 matreiðslubóka sem gefnar verða út í MAB, þeir Úlfar Eysteinsson (t.v.) og Sigurður Sumarliðason við hlið hans ásamt lærlingum. Myndin er tekin í veitingastaðnum Potturinn og pannan, þar sem þeir Úlfar og Sigurður eru matreiðslumelstarar, en nýlega var haldin þar kynning á MAB og framreiddur matur samkvæmt uppskriftum úr Hjálparkokksbókum. Ljósm. Mbl./KÖE. ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - ÞARFTU AÐ BÆTA - ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - KREDITKORT (W\ KUBOCARO I’ Hefur þú kynnt þér greiðsluskilmála okkar? Opiö til 7 á föstudögum og til hádegis laugardag. UTAVER AUGLÝSIR NÚ ERUM VIÐ RÚNIR AÐ BREYTA 0G BÆTA NÝJA 0G GLÆSILEGA MÁLNINGARVÖRUDEILD VERIÐ ÁVALLT VELK0MIN Málningartegundir: • Hörpusilki • Pólytex • Kópal • Vítretex • Spred-satín • Nordsjö TJ > J0 c > o 00 —I > m JO —i c > o 00 -< Q Q c_ > < C AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - ÞARFTU AÐ BÆTA - ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - Austur-Barða- strandarsýsla: Síðasta meira- prófsnámskeið- ið eftir gömlu reglunni MiðhÚHum í Austur-BarðaHtrandarsýslu, 1. febrúar 1984. SAMKVÆMT upplýsingum frá Ebeneser Jenssyni er meiraprófs- námskeið nú haldið hér á Reyk- hólum. Þátttakendur eru þrjátiu og einn, þar af níu konur. Kennar- ar eru Kristján Þór Kristjánsson, Reykhólum, Ingibjörg Kristjáns- dóttir, Garpsdal, og Gunnar Jóns- son, Reykjavík. Það, sem athygli vekur, er að flestir þátttakenda eru úr Reykhólasveit og Geiradal og lætur nærri að það sé um tíundi hver íbúi þar á þessu námskeiði. Þetta mun vera síðasta meira- prófsnámskeiðið eftir gömlu reglunni. — Sveinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.