Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.02.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984 9 ]£Ds3eGsö máÐ Umsjónarmaður Gísli Jónsson Hvað merkir mannsnafnið Óskar, og hver er uppruni þess? Þessa hef ég verið spurð- ur oftar en einu sinni, og mér hefur vafist tunga um tönn. Ekki vantar þó, að fræðimenn hafi um þetta fjallað, en hvað er sannleikur? sagði Pílatus. Er þá fyrst til að taka í bók Hermanns Pálssonar um ís- lensk mannanöfn (útg. 1960). Þar stendur: „Upphaflega írskt nafn, Oscar, óvinur, fjandmaður. Nafn þetta kemur fyrir í forn- írskum sögum. Á 18. öld orti skozkur maður, MacPherson, söguljóð um slíkar sögur og kvað þau vera forn. Margir létu glepjast af fölsunum hans, og kvæðin urðu mjög vinsæl og höfðu mikil áhrif á rómantísk skáld. Kvæði þessi eru venju- lega kennd við Ossían. Frá falskvæðum MacPhersons breiddist Óskars-nafnið víðs vegar, og meðal annars tók sænska konungsfjölskyldan það upp. Þá var ekki að sökum að spyrja um útbreiðslu nafns- ins. Nafnið var ekki til hér- lendis árið 1855, en 1870 var farið að nota það, og árið 1910 hétu 317 íslendingar Óskar. En nafnið er smekklegt og fer vel í íslenzkri tungu." Svo mörg voru þau orð Her- manns Pálssonar og um fá önnur nöfn svo mörg í bók hans. Um uppruna nafnsins er ágreiningur, og skal þá næst borið niður í The Oxford Dict- ionary of English Christian Names eftir E.G. Withycombe. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Oscar, karlmannsnafn, fornenska Osgar, samsett af os- guð og gar- spjót. Bæði þetta nafn og norræna sam- svörunin Ásgeirr voru notuð á Englandi fyrir innrás og sigur Normanna, en virðast ekki hafa lengi lifað eftir þá stórviðburði. MacPherson gaf í Ossíanskvæðum sínum syni Ossíans nafnið Oscar. Nafnið kemur einnig fyrir í sumum gömlum írskum kvæðum í gerðinni Osgar, og hefur vafa- laust borist til írlands með Dön- um (leturbr. umsjónarmanns). Aðdáun Napóleons á Ossíans- kvæðum fékk hann til þess að nefna þessu nafni guðson sinn, son Bernadottes, sem síðar tók við af föður sínum sem Oscar I, konungur Svíþjóðar. Hin mikla Ossíanbylgia á megin- landinu gerði Oskarsnafnið vinsælt þar. Charlotte Marie Yonge (Saga mannanafna, 2. bindi 1863) bætir því við, er hún nefnir þetta, að það hafi eigi að síður verið niðurlægt í hundsnafn. En allt um það hefur það, síðan hún var uppi, verið notað talsvert á Eng- landi og á írlandi." Hér er okkur sem sagt kennt að írska nafnið Oscar sé komið úr norrænu og sé raunar hið sama og Ásgeir, geir helgaður goðum, eða eitthvað í þá átt- ina. Enn má svo geta þess að í hinni stórgóðu Lademanns al- fræðibók er Ansgar, en svo hét svokallaður postuli Norður- landa, talin frankverska myndin af Ásgeir og þýtt þar spjót guðs. Trúi nú hver því sem hann vill trúa um uppruna Óskars- nafns, og er þá ekki öðru við þetta að bæta i bili en því, að á tímabilinu 1921—1950 hlutu þetta nafn 477 íslenskir svein- ar, þar af einnefni 143. Þá er það mannsnafnið Ágúst. Verða því gerð ofurlítil skil hér í tilefni af bréfi Ágústs Karlssonar í Vest- mannaeyjum. Hann skrifar mér, hress og greinargóður sem jafnan fyrr. Ég geymi í bili önnur atriði bréfs hans, úr því að talið hafði hvort eð er borist að mannanöfnum. En Ágúst segir m.a.: „Svo var það önnur kona, sem segir mér að hún „fari til Ágústar", þegar hún heimsækir mig. Því kann ég afar illa og bað hana hér eftir að „koma til Ágústs". Hún taldi sig hins vegar mæla rétt. Ég skrifa börn mín Ágústs-börn og orðabækur bæði Menningarsjóðs og Sig- fúss (Sigfúsar) Blöndals gefa upp eignarfallið Ágústs. Og ef mig misminnir ekki, þá gafst þú upp -s eignarfallsmyndina af Ágústi, þegar þú varst með hinar stórskemmtilegu nafna- skýringar í MA í „gamla daga.“ Víst eru mannanafnafræði skemmtileg. Ég minnist þess að hafa í eitt skipti verið beð- inn þess að hætta ekki að kenna, þegar hringt var út. Þá var verið að skýra uppruna og merkingu nafna þeirra sem fyrir komu í bekksögninni. Við íslendingar verðum að vita hvað nöfnin okkar merkja og skírum ógjarna ónefnum. Lát- um vera, þótt Sjálandsbiskup 229. þáttur heiti Fuglasöngur (Fuglsang), en við gætum aldrei skírt Svínshaus (Finnlandsforseti hét einu sinni Svinhuvud) eða Manndjöful (hershöfðingi í Þýskalandi hét Mannteufel). Nú, nú. Ágúst er komið úr latínu augustus = hinn virðu- legi, enda varð þetta keisara- heiti. Ágúst verður seint mannsnafn á íslandi, líklega nálægt 1800, enginn heitir svo í fyrsta manntalinu 1703. Árið 1910 eru þeir orðnir 442 og breytingar síðan munu ekki vera miklar. En hvað þá um beyginguna? Mér finnst eðli- legast að taka þetta nafn inn í algengasta beygingaflokkinn, beygja það eins og orðið hestur t.d., og yrði þá eignarfallið að sjálfsögðu Ágústs. Þetta er þó engan veginn sjálfsagt, og ekki hægt að segja að í sjálfu sér sé rangt að hafa eignarfallið Ágústar, en rök og málvenja tel ég að mæli með hinni myndinni, Ágústs. Eg geymi til næsta þáttar sitthvað athyglisvert í bréfi Ágústs, en birti hér meginefni úr bréfi nafna míns Krist- jánssonar í Mosfellssveit. Honum þóknast ekki að hafa u-endingu í þolfalli og þágu- falli orðsins Danmörk. Hann var langdvölum í Danmörk og þannig talar hann og skrifar. Hann vitnar máli sínu til stuðnings í beygingu orða eins og Þórsmörk og Heiðmörk. Ég felli mig vel við þetta hjá nafna mínum. Orðið mörk var endingarlaust í þolfalli og þágufalli í fornu máli (sjá mál- fræði Halldórs Halldórssonar) og í aragrúa dæma úr fornum textum eru þau miklu fleiri, þar sem sagt er t.d. í Danmörk fremur en í Danmörku. Slík dæmi forn eru þó einnig til og nú virðast fleiri vilja hafa þann háttinn á. Úrskurð get ég að vísu ekki fellt, en vísa til smekks míns og fornrar mál- venju og tel Gísla B. Krist- jánsson alls ekki á villigötum, kominn heim frá Danmörk. Magnús Ásgeirsson yrkir (þýðing á ljóði eftir Hjalmar Gullberg): Þinn föður huggar erfiöl, og aðra muntu ei hryggja. Þú ekkert þarft um ævidvöl af ætt né ríki að þiggja. Sof, prins, í lausn frá kæti og kvöl, í Danmörk. The Cockpit Inn er til sölu 85988 85009 Símatími 1—3 2ja herb. Orrahólar Nýleg 2ja herb. fullbúin íbúð í lyftuhúsi. Allt frágengið. Verö 1350 þús. Hraunbær 2ja herb. ibúö í sérstaklega góðu ástandi. Suöursvalir. Verð 1300 þús. 3ja herb. Dvergabakki Rúmgóö íbúö í góöu ástandi á 3. hæö. Vestursvalir. Góö staö- setning. Hafnarfjöröur Efri hæö ca. 80 fm meö eldri innréttingum. Verö 1350 þús. Breiðvangur Mjög rúmgóö íbúö á 1. hæö. Þvottahús innaf eldhúsi. Suöur- svalir. Verö 1650 þús. Lækjargata Hf. Mikið endurnýjuö risíbúö í tví- býlishúsi. Verö 1150 þús. 4ra herb. Engjasel 4ra—5 herb. vönduö íbúö á 1. hæö. Bilskýli. Verö 1960 þús. Austurberg m. bílskúr 4ra herb. rúmgóö og vel með farin íbúð á efstu hæð. Stórar suöursvalir. Verö 1,8 millj. Espigerði íbúö í góöu ástandi á 1. hæö í enda. Gott útsýni. Verö 2,4 miilj. Skaftahlíð ibúö í góöu ástandi á 2. hæö ca. 115 fm (Sigvalda- blokkin). Tvennar svalir. Gluggi á baði. Aðeins 1 íbúö á hverri hæð. 3 íbúöir í stigahúsinu. Ekkert áhvíl- Laus strax. Verö 2,2 Holtsgata Mikiö endurnýjuö íbúö á 3. hæö. Ný eldhúsinnrétting, nýtt gler. Sameiginlegt þvottahús á 4. hæð. Verö 1750 þús. Sérhæðir Hlíðahverfi 4ra—5 herb. sérhæð (kjallari). Stærð ca. 125 fm. Sérinngang- ur, sérhiti, þvottahús og geymsia innaf eldhúsi. 3 ibúðir í húsinu. Verö 2,2 millj. Efstihjalli Lúxusíbúö í þriggja hæöa húsi. ibúöin er á efri hæö, ca. 120 fm, meö sérinn- gangi. i kjallara fylgir fönd- urherb., geymsla og þvotta- hús. Verð 2,5 millj. Borgarholtsbraut 4ra herb. jaröhæö ca. 100 fm í þríbýlishúsi. Sérinngangur og -hiti. Góöar innréttingar, geymsla og búr innaf eldhúsi. Verð 1750 þús. KjöreignVf Ármúla 21. andi. /niHi. V. Dan V.S. Wiium lögfr. Ólafur Guömundsson sölumaður. 29555 2ja herb. Laugarnesvegur, 60 fm íbúð á jaröhæö í tvíbýli. Snyrti- leg íbúð. Stór lóð. Verð 1100 þús. Lokastígur, mikiö endurnýj- uö 60 fm íbúö á 2. hæö i stein- húsi. Góð íbúö á góðum stað. Verð 1230 þús. Lindargata, 50 fm íbúö á jarðhæð í góðu húsi. Verö 850 þús. 3ja herb. Skipasund, 80 fm íbúö á 1. hæö í fjórbýli. Góður gaöur. Verö 1350 þús. Hagar, tæplega 100 fm íbúö á 3. hæð í blokk, aukerherb. í risi. 25 fm bílskúr. Skipti möguleg á sérhæð í vesturbæ. Barmahlíð, 105 fm íbúö í kjallara í góðu húsi. Verölauna- garöur. Vesturberg, 90 fm íbúö á jaröhæö. Mjög góö íbúö. Verö 1450 þús. 4 herb. og stærri Þinghólsbraut, 145 fm sérhæö í þribýli. Verð 2,2 millj. Njarðargata, stórgiæsiieg 135 fm íbúö á 2 hæöum. Öll nýstandsett. Verð 2.250 þús. Seljabraut, 115 fm íbúö á 3. hæð. Mjög vönduð íbúö. Bíl- skýli. Verö 1.900 þús. Kvisthagi, 125 fm neöri sérhæö. Nýr stór bílskúr. Skipti möguleg á minni íbúð. Espigeröi, 110 fm ibúö á 1. hæö. Suöursvalir. Glæsileg íbúö. Verö 2,4 millj. Skipholt, 130 fm sérhæö á 1. hæð. Bílskúrsréttur. Verö 2,4 millj. Háaleitisbraut, mjög falleg 140 fm íbúö á 4. hæö. Skipti möguleg á 3ja herb. ibúö. Verö 2,3—2,4 millj. Einbýlishús Arnartangi Mosf., mjög gott 100 fm raðhús. 3 svefn- herb., gufubaö. Verö 1700— 1800 þús. FljÓtasel, glæsilegt 250 fm raöhús. Fullbúiö hús. 35 fm bílskúr. Arkarholt Mosf., 145 fm einbýlishús á einni hæö. Verö 2.600 þús. Esjugrund Kjalarn., mjög glæsilegt 150 fm einbýlishús á einni hæö. 45 fm bílskúr. Verö 2,5 millj. Krókamýri Garðabæ, 300 fm einbýlishús, afhendist fok- helt nú þegar. Kambasel, glæsilegt enda- raöhús, 170 fm. Mjög vandaðar innréttingar frá JP. Verö 4 millj. Lækjarás, 400 fm einbýlis- hús á 2 hæöum. Lindargata, 115 fm timbur- hús, kjallari hæö og ris. Verö 1800 þús. EIGNANAUST*^ SkipftoHi S - 1« Neyktavik - Sima. m»S mM Okkur hefur veriö faliö aö selja þennan þekkta veit- ingastaö í Lúxemborg. Staöurinn er í fullum rekstri og er nánast fullbókaöur á hverju kvöldi — Hann tekur um 300 manns í sæti. Nánari uppl. veittar á skrifstofunni. ÞINGIIOLT Fntmngaula — Bankntrnti Sími 29455 — 4 línur Jarðeigendur Hef kaupendur að góðum bújörðum. Hef kaupanda að jörð með aðstöðu til fiskiræktar. Hef kaupanda að litlu lögbýli eða eyðibýli til skógræktar. Hef kaupendur að eyðibýlum. usava^ ..... Helgi Ólafsson, FLÓKAGÖTU 1 löggiltur fasteignasali, SÍMI 24647 kvöldsími: 21155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.