Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 „Það var kosið um tilfinningamál“ — segir Sigurjón Pétursson „l'art er greinileg hægri sveifla í þessum kosningum. Ég hef áhyggjur af að hún muni styrkja stöðu Vinnu- veitendasambandsins í kauplækkun- aráformum þess og veikja stöðu verkalýðshreyfingarinnar í komandi stéttaátökum," sagdi Sigurjón Pét- ursson, fráfarandi forseti borgar- stjórnar, er Mbl. hafði tal af honum í gær. Varðandi úrslit í Reykjavík vildi Sigurjón í fyrsta lagi benda á að síðustu kosningar, sumarið 1978, hefðu verið þær hagstæðustu sem Alþýðubandalagið hefði fengið frá upphafi. í annan stað sagði hann engan vafa leika á að tilvist Kvennaframboðsins hefði haft veruleg áhrif á fylgi Alþýðu- ba'ndalagsins til hins verra. „Við Alþýðubandalagsmenn verðum nú að ihuga gaumgæfilega fylgistapið, en við gerum þá kröfu til sjálfra okkar að vera í stöðugri sókn. Við þurfum að taka okkar áróðursmál fyrir, stöðu okkar og starfsháttu. Hins vegar vek ég at- hygli á að árið 1978 fengum við allt lausafylgið. Það fylgi fór nú annað, aðallega til Kvennafram- boðsins sem einnig tók verulegan hluta af okkar fastafylgi." — Hvernig skýrir þú sigur Sjálfstæðisflokksins? „Almenna hægri sveiflu er erf- itt að skýra. Flokkurinn hefur gíf- urlegan áróðursmátt þar sem Morgunblaðið er annars vegar. í Reykjavík var flokkurinn með ákaflega billeg kosningamál. Það var ekki kosið um raunverulegan samanburð á þessari stjórn og stjórn sjálfstæðimanna, heldur tilfinningamál eins og jarðfræði íslands." Sigurjón kvað stöðu ríkisstjórn- arinnar hafa komið berlega fram í fylgistapi Alþýðuflokksins, en varðandi fylgisaukningu Sjálf- stæðisflokksins sagði hann: „Þessi úrslit munu veikja ríkisstjórnina en styrkja Vinnuveitendasam- Sigurjón Pétursson bandið og leiftursóknararm Sjálfstæðisflokksins gegn verka- lýðshreyfingunni og hófsamari öflum í Sjálfstæðisflokknum." — Má vera að kaupmáttur launþega með tilliti til kjörorð- anna „samningana í gildi" hafi haft einhver áhrif á kosningaúr- slit? „Hafi það haft einhver áhrif, þá er það fyrir ósvífinn blekkinga- áróður. Við settum samningana í gildi með fullu samráði við alla aðila. Annað er hrein kosningalygi og billeg tegund af kosninga- áróðri." „Urslit kosninganna endurspegla óánægju með flokkakerfið“ — segir Guðrún Jónsdóttir, fyrsti borgarfulltrúi Kvennaframboðsins „Við erum mjög ánægðar með þessi úrslit, einkum með tilliti til þess að við erum nýkomnar fram á sjónarsviðið," sagði Guðrún Jóns- dóttir, fyrsti borgarfulltrúi Kvenna- framboðsins i viðtali við Mbl í gær. Hún bætti við: „Það vekur athygli að við fengum þriðja mesta fylgi hér í höfuðborginni." — Áttuð þið ekki von á fleiri borgarfulltrúum? „Við höfðum nú ekkert ákveðið fylgi til að miða við og undirstrik- ar það sérstöðu okkar. En það er rétt, við vorum bjartsýnar og ég tel að við megum vel við þessi úr- slit una.“ — Getur verið að fylgi ykkar sé Guðrún Jónsdóttir Hægri bylgja fleytti Sjálf- stædisflokknum til valda — segir Sigurður E. Guðmundsson „Ég tel alveg ótvírætt að kosn- ingaúrslitin hjá Alþýðuflokknum í flest öllum byggðalögum sýni að sú lægð sem flokkurinn komst í eftir kosningarnar 1979 er enn fyrir hendi,“ sagði Sigurður E. Guð- mundsson, efsti maður á lista Al- þýðuflokksins, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. „Kosningaúrslit Sjálfstæðis- flokksins víðast hvar í landinu, þ. á m. í Reykjavík, má rekja til þeirrar hægri bylgju sem komið hefur fram í nágrannalöndum okkar undanfarin ár og skoðana- kannanir hafa sýnt að var líka komin upp hér á landi. Þessi hægri bylgja hefur fleytt meirihluta Sjálfstæðisflokksins aftur til valda í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta gerist þrátt fyrir afstöðu Sjálfstæð- isflokksins og málflutning hans í borgarstjórninni síðan 1978, en ekki vegna hans.“ — Sagt er að ásakanir þínar í garð sjálfstæðismanna um nasisma og fasisma hafi haft áhrif á þessi kosningaúrslit. „Hér er um helber ósannindi að ræða sem ég mótmæli harðlega. Engin slík ummæli hef ég nokkru sinni viðhaft eða mun nokkurn tíma viðhafa um sjálfstæðisfólk. Ég hef ekki heyrt neinn tala í þessum dúr nema Davíð Oddsson í sjónvarps- þættinum sl. föstudagskvöld þegar hann réðst á mig að mér fjarstödd- um og án þess að ég gæti borið hönd fyrir höfuð mér. Ég þekki marga sjálfstæðismenn sem ég virði og met mikils og myndi aldrei láta mér koma í hug að tala svona um þá eins og mér er borið á brýn.“ — Hvaða lærdóm draga alþýðu- flokksmenn af þessum úrslitum? „Við alþýðuflokksmenn verðum að athuga okkar gang í rólegheitum og fara gaumgæfilega ofan í saum- ana á því sem gerst hefur. Auðvitað höfum við gert ýmisleg mistök og auðvitað hefur ýmislegt verið ógert sem hefði betur verið gert. Við munum leitast við að draga okkar lærdóm af þessum úrslitum og halda síðan baráttunni áfram af fullum krafti. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ — Nú talaðir þú mjög til vinstri í kosningabaráttunni. Hvað vilt þú segja um þessa kosningabaráttu? „Þessi kosningabarátta hefur verið óheiðarleg gagnvart mér af hálfu talsmanna Sjálfstæðisflokks- ins, en að öðru leyti finnst mér hún hafa verið málefnaleg og drengileg. Alþýðuflokkurinn var í vinstra samstarfi sem hann var ánægður með og að sjálfsögðu vörðum við Sigurður E. Guðmundsson gerðir meirihlutans. Við héldum að sjálfsögðu fram vinstri stefnu, enda er Alþýðuflokkurinn vinstri flokk- ur. Hvort þetta hefur eitthvað fælt frá okkur fylgi, um það skal ég ekki segja, en ég lýsti því yfir opinber- lega í upphafi að flokkurinn gengi til kosninga með frjálsar hendur." öðru fremur óánægjufylgi fólks sem vill refsa hinum flokkunum? „Já, fylgi okkar hlýtur að endur- spegla óánægju með flokkakerfið, en fyrst og fremst er það okkar stefna sem fær hljómgrunn í þess- um kosningum." — Hvaðan kom fylgið? „Okkur finnst af viðtölum við fólk að við höfum fengið stuðning þvert á pólitísku flokkana, ekki frá einum flokki öðrum fremur. Auk þess vil ég vekja athygli á að í þessum kosningum bættust 3.700 nýir kjósendur við kjörskrá, sem ekki er ólíklegt að við höfum sótt fylgi til.“ — Sigurjón Pétursson rekur ósigur Alþýðubandalagsins til Kvennaframboðsins. „Ef hann er svona sannfærður, þá ættu þeir í Alþýðubandalaginu að setjast niður og íhuga sína jafnréttisbaráttu. Flokkarnir virðast hafa lagt allt kapp á að gera okkur tortryggilegar, hefur Þjóðviljinn t.d. brigslað okkur um skort á vinstrisinnuðum rétttrún- aði.“ CÖÐ CRCWSLUKJÖR BARM- OC FJÖlSKyiDtMfSLÁTTUR BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓIN þriggja yikna afislöppun AÐALSTRÆTI9 E Ul ii MID6TÖDIIV s 28,33 ViAar Þorbjörnaaon, Sigbjörn Gunnaraaon, Sporthúsiö hf., Akureyri — sími 24350. Noröurbraut 12, Höfn Hornafiröi UMBOÐSMENN: KSSSSr, Asvegi 2, Dalvík — sími 61162. Faröamiöatöö Auaturlanda Anton Antonsson, Selás 5, Egilsstööum Bogi Hallgrímsaon, — sími 1499 og 1510. Mánageröi 7, Grindavík — simi 8119. Bjarni Valtýsson, Ólafur Guöbrandaaon, Aöalstööinni Keflavík, Keflavík Merkurteig 1, Akranesi — sími 1431 — sími 8367. — sími 1516 og 1286. Björg Guðmundsdóttir, Friöfinnur Finnbogason, Gissur V. Kriatjánsaon, Hjallastræti 24, Bolungarvik c/o Eyjabúö, Vestmannaeyjum, — sími 1450. Breiövangi 23, Hafnarfiröi — sími 7460. — sími 52963.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.