Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1982 Bjóst ekki við að Sjálfstæðis- flokkurinn næði meirihluta — segir Egill Skúli Ingibergsson fráfarandi borgarstjóri „ÉG HAFÐI ekki ímyndað mér að Sjálfstæöisflokkurinn ynni svona mikið á, ég var búinn að spá því að hann fengi um 10 borgarfulltrúa, þaö var mín hugmynd,“ sagði Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri í Reykjavík í samtali við Morgun- blaðið, en hann mun láta af því starfi sínu á aukafundi borgarstjórnar næstkomandi fimmtudag. „Það umhverfi sem ég get byggt mínar skoðanir á er tiltölulega þröngt, en þessi skoðun mín var byggð á því sem eg sá í mínu nán- asta umverfi. Persónulega taldi ég ekki að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná meirihluta, en mér fannst líklegt að hann myndi stjórna borginni í samstarfi við aðra eftir kosningarnar. Úrslitin komu mér því á óvart," sagði Egill Skúli. Spurningu um hvað tæki við hjá honum nú, svaraði Egill þannig, að hann myndi líta í kringum sig og átta sig á þeirri breytingu sem á hefði orðið. „Fyrsta hugmyndin er náttúrulega sú að skoða vinnu- markaðinn. Þar er margt að ger- ast í þeim málum sem ég hef mest unnið við, sem eru virkjanamál. Þessi ár hafa liðið mjög hratt að mér finnst, þetta hefur verið ákaf- lega áhugavert tímabil. Ég sé ekki eftir neinu augnabliki af þessum tíma, þetta hefur verið mér mjög lærdómsríkt um margt. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa feng- ið að njóta þessarar reynslu," Egill Skúli Ingibergsson sagði Egill Skúll Ingibergsson að lokum. 9af 15 NÚ í fyrsta sinn var kjörinn 21 borgarfulltrúi í Reykjavík, en fram til þessa hafa þeir verið 15. Sem kunnugt er fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 12 menn kjörna, Alþýðubandalagið 4, Framsóknarflokkurinn 2, Kvennaframboðið 2 og Alþýðu- flokkurinn 1. Hefði fulltrúatala verið óbreytt frá því sem áður var, þ.e. 15, hefði skiptingin orðið þessi: Sjálfstæðisflokkur 9, Al- þýðubandalag 3, Framsóknar- flokkur 1, Kvennaframboð 1 og Alþýðuflokkur 1. Konum í sveitarstjórn- um fjöigaði um helming: Eru 72 af 425 sveitar- stjórna- mönnum KONUM í stjórnum kaupstaða og kauptúna fjölgaði eftir kosningarnar á laugardaginn um liðlega helming hlutfallslega. Þær eru nú 16,9% kjör- inna fulltrúa, eða 72 af 425 sveitar- stjórnarmönnum, en eftir kosningarn- ar 1978 nam fjöldi þeirra 8,5%. Aðeins í þremur kaupstöðum af 22 er nú eng- in kona í bæjarstjórn, en I 12 kaup- túnahreppum af 37 ráða karlmenn eingöngu ríkjum. Af 202 kjörnum bæjar- og borg- arfulltrúum á landinu eru nú 39 konur, eða 19,3%, en eftir kosn- ingarnar 1978 voru þær 17 af 177, eða 8,8%. Þeir þrír kaupstaðir þar sem karlmenn eru einráðir eru Keflavík, Njarðvík og Siglufjörður. Kjörnir fulltrúar í kauptúnahrepp- um eru 223 og af þeim eru 33 konur eða 14,8%. Samtals voru kjörnir á laugar- daginn 425 sveitarstjórnamenn á landinu öllu. Af þeim eru 72 konur, eða 16,9%. Til samanburðar má geta þess að í kosningunum 1978 var kjörinn 351 sveitarstjórna- maður, af þeim fjölda voru aðeins 33 konur, eða 8,5%. Fjölgunin nem- ur því liðlega helmingi. Ingi R. Helgason: Auðvitað harmi sleginn — en ánægður að geta tilkynnt rétt úrslit „ÉG VAR auðvitað harmi sleginn hvað varðar niðurstöðurnar, en ánægður sem formaður yfirkjör- stjórnar að standa þarna og tilkynna um rétt úrslit,“ sagði Ingi R. Helga- son formaður yfirkjörstjórnar í Rcykjavík í viðtali við Mbl. í gær. Ingi tilkynnti á kosninganótt sem formaður yfirkjörstjórnar niðurstöður talningar í Reykjavík, en hann er alþýðubandalagsmaður eins og kunnugt er, og hefur starf- að mikið innan Alþýðubandalags- ins. Ofangreind ummæli hans eru svar við spurningu um hvernig honum hafi liðið að tilkynna al- þjóð úrslitin í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.