Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 ,,$er&u ftverniq f>eir lála~, e-f þeír en\ ekk.i fundnir ^ekjV? " Heima er best! Með morgunkaffinu / <*> Það er ósanngjarnt að gefa ekki flugunni tækifæri? HÖGNI HREKKVlSI 1-9 1980 MeNaught Synd.. Ine. r>T\ SK’V'L DU ^EiR TAkA 'a. V£KJARA LÍkA? •• Frá Vestmannaeyjum. Jarðvarmaveitan í Eyjum: Einstök framkvæmd í öllum heiminum Marinó L. Stefánsson skrifar. „Eitt dýrasta efni, sem við þurfum að flytja inn í landið, er olía og bensín. Gott væri að geta losnað sem mest við þau inn- kaup. Ekki er þó sjáanlegt, að fiskveiðar verði stundaðar í nán- ustu framtíð án olíu. En á landi gegnir öðru máli. Þar leysir rafmagn og jarðhiti olíuna af hólmi í æ ríkara mæli hjá okkur og ætti að lokum að útrýma henni að langmestu leyti. Senni- lega munu rafmagnsbílar ryðja sér til rúms með tímanum, hvort sem þeir verða nú ódýrari eða dýrari í rekstri en bensínbílarn- ir. Þegar samtengingu rafmagns- veitna um landið er lokið, getur upphitun húsa víðast annaðhvort orðið með fremur ódýru raf- magni ellegar jarðhitaveitum, sem nú fjölgar stöðugt, enda er jarðhiti ónotaður á mörgum stöðum og bíður framtíðarinnar. Af öllum jarðvarmaveitum er þó hraunhitaveita Vestmanna- eyja merkilegust og á engan sinn líka. Þegar ég var á ferð í Eyjum hérna á dögunum, fékk ég að skoða þetta mannvirki. Ég get ekki stillt mig um að segja nokk- ur orð um það, og ef til vill eru einhverjir enn lítið fróðir um þetta, þótt blöð hafi sagt frá því á sínum tíma. Innan skamms eru 10 ár liðin frá gosinu mikla í Vestmanna- eyjum, og enn rýkur hvarvetna upp úr hrauninu, svo að ætla mætti, að miklu skemmra væri síðan gaus. Fólkið fluttist aftur til Eyja eftir gos, hreinsaði til, byggði upp og bætti við fjölda húsa. Fimm þúsund manna bær var aftur risinn. Húsin sín hitaði fólkið með olíu. Allir sáu, að í hrauninu leyndist óskaplegur hiti. Munur ef hægt væri að leiða hitann úr hrauninu heim í húsin. Skyldi vera hægt að nýta hann? Þá var það að einum hugvits- manni í Reykjavík, Sveinbirni Jónssyni í Ofnasmiðjunni, datt í hug, að hægt mundi vera að hemja hitann, sem áður hafði eytt byggðinni, og láta hann þjóna íbúunum með því að hita upp húsin þeirra og greiða þann- ig að nokkru þann ógnarskaða, sem gosið hafði valdið. Menn tóku strax vel undir þessa djörfu uppástungu og bundust samtök- um. Raunvísindastofnun hóf rannsóknir og gerðar voru til- raunir með hitaveitu. Sú tilraun gafst svo vel, að árið 1980 var verkið að mestu fullunnið, hita- veita fyrir allan bæinn. Margir áhugamenn unnu kappsamlega að málinu. Már Karlsson tækni- fræðingur stjórnaði fram- kvæmdinni. Dælustöð var byggð og vélar settar þar niður. Pípu- kerfi var lagt þaðan upp í hraun- ið og til baka aftur, síðan lagt inn í hvert hús og tengt olíu- kyndinarkerfi þeirra. Kalda vatninu frá vatnsveitu bæjarins er dælt með 20 mw orku upp í leiðslurnar, sem kvíslast um hraunið á ákveðnu svæði. Ég skoðaði þennan stað með leiðsögn Högna Sigurðssonar verkstjóra. Þar eru margir „brunnar" grafnir 6 m niður og er samband milli þeirra. Heit gufa leikur um kaldavatnspíp- urnar þar niðri og hitar vatnið í þeim yfir 80 stig. Þannig rennur vatnið niður í bæinn. Þó er lítið eitt dregið úr hitanum áður en það kemur í ofna húsanna. Hit- ann telur fólk þó nægan. Verkinu var að fullu lokið, og hitaveitan formlega vígð seint í mars sl. Kostnaður varð víst rúmlega 90 milljónir kr. Auðvit- að þurfti að taka stór lán. Mér var tjáð að u.þ.b. helmingi ódýr- ara væri að hita húsin með hraunhitaveitunni en með olíu. En svo er það stóra spurning- in: Hve lengi endist hitinn í hrauninu? Slíkt getur ekki nokk- ur maður né tölva reiknað. Sumir geta upp á 10 árum hér frá, aðrir segja 15—20 ár. Reynsla annars staðar frá er ekki fáanleg, því að talið er að hvergi í heiminum sé slíka framkvæmd að finna. Ef til vill er þetta upphaf að frekari orkunýtingu eldfjallanna okkar. Kannski á Hekla gamla eftir að verða einn heljarmikill orku- og hitagjafi fyrir Suður- land?“ Mikið vandamál hjá okkur krökkunum „llngling8stúlkurnar“ skrifa: „Kæri Velvakandi. Við viljum byrja á því að þakka sömuleiðis 76 ára gömlu konunni er skrifaði greinina „Einmitt I Kurteisi og lipurðl 18VK-bílstjóranna I ■■ Ruth Sigurbjörnsdóttir hringdi og I jl hafð‘ eftirfarandi aó segja: — Ég I f» óúið hér í Kópavoffi í u.þ.b. 26 I ár og mikið þurft að notfæra mér I ■ bjónustu strætisvagnanna. Hjá I m fyrirtæki eins og SVK veltur auð- I ■ v‘tað allt á því að starfsfólkið I ■ skilji hlutverk sitt, ekki síst bíl- I ■ stjórarnir. Og þetta hefur ekki I ■ brugðist. Kurteisi og lipurð er það ■ ■ æm fyrst og síðast hefur einkennt I m framkomu þeirra, þann tíma sem ■ ■ ég þekki til. Það atvik sem unffl- ■ ■ ingsstúlkurnar sögðu frá í bréfi I I a‘t>u um daginn, hlýtur að vera I ■ undantekningartilfelli, siys. Ég ■ ■ þakka bílstjórunum og SVK fyrir K ■ langa og farsæla þjónustu. W I Svo var það annað, Velvakandi I, I Kóður, sem mig langaði að færa í ■ I oró við þig, já, og benda þeim á H I sem ráða dagskrá hjá sjónvarpinu: I Það er atriði sem ekki er víst að H ai f.— r „pra spr vandi gamla fólksins" í dálka þína. í þættinum í dag, 11. maí, var greint frá ummælum Ruthar Sig- urbjörnsdóttur, þar sem hún tal- aði um kurteisi og lipurð SVK-bíl- stjóra. Ekki getum við nú alveg tekið undir þess orð. T.d. eiga krakkar yngri en 12 ára að borga kr. 1,50 í vagnana. Þar sem við erum í 6. bekk eigum við að borga það gjald. En oft hefur verið kippt í öxlina á manni og sagt að maður eigi að borga fullorðinsgjald. Svo þegar maður segir til um fæðingardag og ár er manni ekki trúað. Einu sinni kom það fyrir að okkur var skipað að fara út, þegar við vorum búnar að láta 3 kr. sam- tals í peningakassann og neituðum að borga meira. Sá bílstjóri var hreint og beint ókurteis. Við erum ekki að segja að þetta eigi við um alla SVK-bílstjóra. En það er mikið vandamál hjá okkur krökkunum að við skulum vera rengd um aldur í vögnunum. Okkur er sem börnum kennt að vera kurteis. Er þá ekki í lagi að fullorðnir sýni okkur kurteisi á móti?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.