Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1982 Hvað seííja þau um úrslit kosninyanna Njarðvík: JMtogniiMjifrift Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjori hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakið. Glæsilegur árangur Allt frá því vorið 1978, þegar sjálfstæðismenn misstu meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur flokk- ur þeirra orðið að þola þung áföll. Vegið hefur verið að honum með margvíslegum hætti og ekki síst formanni hans, Geir Hallgrímssyni. Er óhætt að segja, að um tíma töldu andstæð- ingar flokksins sig hafa í fullu tré við hann og spöruðu þeir ekki stóru orðin í því sambandi. Hinn glæsilegi árangur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum á laugardaginn sýnir, að flokkurinn er öflugasta þjóðarhreyfing í landinu. Stefna hans höfðar til manna jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem um landið allt. í kosningabaráttunni tókst sjálfstæðismönnum að yfir- vinna innri áföll og gengu fram til sigurs í kosningunum með fjöldann að baki sér. Það er í hróplegri andstöðu við hið breiða fylgi sjálfstæðismanna, þegar andstæðingar flokks þeirra kenna hann við einræði og flokksræði, þvert á móti nýtur Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings vegna frjálshuga stefnu, sem sækir kraft sinn í menningarlegar forsendur lýðræðisskipulagsins. Sigur sjálfstæðismanna í Reykjavík dregur að sjálfsögðu að sér mesta athygli, en í raun er ósanngjarnt að gera upp á milli staða, þegar fjallað er um glæsilegan árangur flokksins, því að hann sótti alls staðar fram. Þó var mest í húfi í Reykjavík, þar settu sjálfstæðismenn sér það mark að endur- heimta meirihlutann úr höndum vinstri manna — og það tókst með þeim hætti, að 12 sjálfstæðismenn náðu kjöri, en 11 dugðu til að fella vinstri stjórnina. Davíð Oddsson verður næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Þótt hann hafi látið orð falla um það, þegar úrslit lágu fyrir, að sigurinn í Reykjavík væri ekki eins manns verk, má þó benda á því til mótvægis, að hefðu sjálfstæðismenn ekki sigrað, hefði skuldinni að veru- legu leyti verið skellt á einn mann. Með eftirminnilegum hætti náði Davíð Oddsson til kjósenda ekki síst með fram- göngu sinni í útvarpi og sjónvarpi. Er ekki að efa, að sá baráttuandi, sem skapaðist meðal frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hefur smitað frá sér til annarra byggð- arlaga. Þeir, sem sögðust vera eina mótvægið gegn Sjálfstæðis- flokknum, alþýðubandalagsmenn, töpuðu verulegu fylgi í kosningunum. Talsmenn Alþýðubandalagsins lögðu mikið ndir í kosningabaráttunni, þeir vildu láta hana snúast l n störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hljóta því að taka afleiðingum eigin gerða í því efni ef þeir vilja vera sjálfum sér samkvæmir. En þegar til þesj er litið, að lítið samræmi er milli orða og athafna flokksbroddanna í Alþýðubandalaginu, er þess tæplega að vænta, að Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og Ragn- ar Arnalds taki mark á úrslitum kosninganna. Síst af öllu dettur þeim í hug að hverfa úr ráðherrastólunum, öðru og öðrum verður fyrr fórnað. Alþýðuflokkurinn nýtur lítils trausts meðal Reykvíkinga og sömu sögu er að segja um flest önnur byggðarlög. Sigurður E. Guðmundsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, lagði sig fram um það að hallmæla Sjálfstæðis- flokknum í kosningabaráttunni. Fyrir bragðið hrundi af hon- um fylgið. Árásir alþýðuflokksmanna á Sjálfstæðisflokkinn voru með þeim hætti, að segja má, að þeir hafi fengið makleg málagjöld. Er sjaldgæft að sjá stjórnmálamönnum fipast rneð jafn afdrifaríkum hætti og nú gerðist hjá Alþýðuflokkn- um. Framsóknarflokkurinn stóð í stað miðað við hið litla fylgi, sem hann fékk í kosningunum 1978. Þótt framsóknarmenn sitji í ríkisstjórn, reyndu þeir að gera sem minnst úr stjórn- arsetu sinni í kosningabaráttunni . Þeir gripu á hinn bóginn til yfirboða og slagorða. Framsóknarflokkurinn hefur bundið trúss sitt við tapflokkinn í kosningunum, Alþýðubandalagið. Vill hann una því hlutskipti áfram? Er ekki orðið tímabært fyrir framsóknarmenn að starfa eftir annarri dagskipan en þeirri, að „allt sé betra en íhaldið“? Frambjóðendur á kvennalistum bregaðst ekki verri við, en þegar leitt er að því getum, hvaðan fylgi þeirra hafi komið. Oþarfi er að ergja þær með því hér og nú, enda gefst færi á að meta frambjóðendurna af verkum þeirra í Reykjavík og á Akureyri. Er ólíklegt, að oftar verði boðið fram á þessum forsendum, þótt sæmilega hafi til tekist að þessu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari þessara kosninga fleiri en einum skilningi. Fyrir framtíðarþróun stjórnmála á Islandi skiptir ef til vill mestu, að sjálfstæðismenn hafa staðið af sér mjög alvarlega aðför og munu nú sækja fram af meiri krafti en áður, reynslunni ríkari. Þegar úrslitín voru kunn í Vestmannaeyjum varð að sjálfsögðu mikill fognuður meðal sjálfstæðismanna og var gengið snarlega aö Sigga Vídó og hann tolleraður með það sama. Ljósm. Mbl. Sijfurgeir Jónsson * „A samstöðu, baráttu, drengskap og vilja fólks til breytinga unnust kosningarnar“ „Framundan er að standa við það sem við höfum lofað og það ætlum við að gera,“ sagði Sigurgeir Ólafs- son, efsti maður á lista Sjálfstaeðis- flokksins í Vestmannaeyjum, i sam- tali við Mbl. í gærkvöldi, en sjálf- stæöismenn unnu glæsilegan kosn- ingasigur og meirihluta í Vest- mannaeyjum, 6 bæjarfulltrúa af 9 og litlu munaði að 7. maður Sjálfstæðis- flokksins næði kjöri, þ.e. ef Fram- sóknarflokkurinn hefði fengið 40 at- kvæðum færra, en Sjálfstæðisflokk- urinn þeim mun meira. í 16 ár hafa vinstri flokkarnir haft samstarf um meirihluta- stjórnun bæjarins, en áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn haft meiri- hluta um langt árabil. Fylgisaukn- ing Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum nú var liðlega 20%, en hann hefur nú nær 60% kjör- fylgis. „Við stefnum að því að fyrsti bæjarstjórnarfundur undir okkar stjórn verði haldinn seinnipartinn í næstu viku og þar munum við taka fast og skipulega á málum og ákveða röð þeirra," sagði Siggi Vídó eins og hann er kallaður í daglegu tali í Eyjum, „kosninga- baráttan hófst með glæsilegu prófkjöri sem 1650 manns tóku þátt í, þar á meðal fólk undir kosningaaldri, og niðurstaða prófkjörsins var látin gilda óbreytt áfram á lista Sjálf- stæðisflokksins til bæjarstjórnar- kosninganna. Það var talið í próf- kjörinu 22. febrúar og listinn sam- þykktur 3 dögum seinna einróma af fulltrúaráði flokksins og þar með var fyrsta stig kosningabar- áttunnar hafið. Mikill fjöldi fólks tók á ýmsan hátt þátt í undirbún- ingi kosninganna síðasta mánuð- inn fyrir kosningar og kosninga- baráttan var mjög lífleg og skemmtileg. Frambjóðendur flokksins sem valdir voru í próf- kjörinu settu fram sínar skoðanir í Fylki, blaði sjálfstæðismanna, og allir frambjóðendur unnu að þeirri stefnuskrá sem sett var fram og alla kosningabaráttuna var mikil samstaða hjá öllum flokksmönnum um að kosninga- baráttan yrði málefnaleg og heið- arleg. Á þessari samstöðu unnust kosningarnar, með mikilli vinnu og baráttu, drengskap og vilja fólks til þess að breyta um við stjórnun bæjarins, enda tel ég að það geti varla komið skýrar fram en þessi mikla fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins sýnir." Fálkinn aftur á framfarabraut“ „Okkur er efst í huga þakklæti til allra sem unnu að hinum glæsi- lega sigri sjálfstæðismanna," sagði Áki Griinz efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík, en þar vann flokkurinn meirihluta á ný, 4 menn af sjö og níu atkvæði af fylgi Alþýðuflokksins yfir til Sjálfstæðisfiokks hefðu þýtt 5. mann sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn. „Sjálfstæðismenn hafa unnið mest í því að móta þetta byggð- ariag, sem mjög ^ott fólk byggir, en við vorum í minnihluta síð- asta kjörtímabil," sagði Áki. „Það sem liggur fyrir nú er að gera úttekt á viðskilnaði vinstri meirihlutans, en í júlí fáum við tækifæri til að endurskoða fram- kvæmdaáætlun. Við munum þá leggja áherzlu á umhverfismál við opinberar byggingar, gatna- gerð og málefni aldraðra og við munum síðan leggja kapp á að móta framtíðarstefnu. Fyrsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn 1. júní nk. Varðandi kosninguna hér má segja að það hafi komið okkur á óvart að Alþýðuflokkurinn fékk meira fylgi en við bjuggumst við. Hér var fimm flokka framboð og H-listinn, sem varð til eftir leið- indi innan Alþýðuflokksins, tók meira frá okkur en öðrum flokk- um, því Alþýðuflokksmenn skil- uðu sér betur en menn reiknuðu með. Það sem fyrst og fremst einkenndi þó kosninguna hér var hinn geysilegi áhugi bæjarbúa fyrir því að veita sjálfstæðis- mönnum umboð til þess að stjórna bæjarmálum og sérstak- lega var unga fólkið ákveðið í þeim efnum.“ Sjálfstæðismenn í Njarðvík héldu mikla kosningahátíð þegar úrslit lágu fyrir og þar lauk Aki Gránz ávarpi sínu á þá leið að leyst hefði úr læðingi kraftur, er fylgi flokkurinn hlaut og nú flygi fálkinn aftur á framfarabraut. Fimm efstu menn .Sjálfstæðisflokksins í Njarðvíkum, en flokkurinn vann fjögurra manna meirihluta af sjö bæjarfulltrúum og litlu munaði að sjálf- stæðismenn kæmu fimm mönnum að. Hér eru frá vinstri: Halldór, Ingólfur, Áki, Júlíus og Sveinn. Ljósm. Mbl. Árni Johnson Vestmannaeyjar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.