Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 45 Útilokið skellinöðrurnar eða færið göngustígana K J. skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég bý í blokk við Vesturberg í Breiðholti. Bæði fyrir framan og aftan húsið eru göngugötur, þar sem bannað er að aka um á vélknúnum farartækjum, t.d. skellinöðrum. Engu að síður má sjá þar drengi brunandi á skellinöðrum á öllum tímum dagsins, og það sem verra er: öll kvöld og langt fram á næt- ur. Þetta er orðið vandamál þegar vinnandi fólk fær ekki svefnfrið vegna þessara vél- hjólaæfinga næturhrafnanna fáeina metra frá svefnher- bergisgluggum íbúðarhúsanna, og þetta vandamál verður að leysa. Ég hef margoft hringt í lögregluna af þessum sökum. Hún gerir ævinlega það sem í hennar valdi standur, þ.e. kemur og talar við drengina, en eftir skamma stund drynur í skellinöðrunum á ný og þær þjóta eftir stígnum. Nú bið ég borgaryfirvöld að snúa sér að því í alvöru að leysa þetta vandamál okkar hér við Vesturbergið, þ.e. að útiloka skellinöðrur frá göngu- stígunum með einhverjum hætti — eða flytja stígana lengra frá íbúðarhúsunum." Þessir hringdu . . . Þriðja hjólinu hans stolið Birna Björnsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — A þriðjudagskvöldið í síðustu viku var stolið hjóli frá syni mínum, þar sem það stóð hér fyrir utan gluggana á Fjólugötu 11A. Það hafði aðeins staðið þarna í nokkra klukkutíma, en drengnum hefur sennilega láðst að læsa því. Þetta er tíu gira silfurgrátt DBS-hjól, með svörtum hnakk og verk- smiðjunúmerið er 7132066. Eig- andinn er alveg eyðilagður, því að það hafði tekið hann langan tíma að safna sér fyrir hjólinu. Ekki bætir það heldur um, að þetta er þriðja hjólið sem stolið er frá hon- um. Ég leyfi mér að brýna fyrir foreldrum að halda vöku sinni og gá að sér ef börn þeirra koma heim með hjól sem aðrir eiga. Það eru nefnilega alltaf einhverjir sem líða fyrir missinn og sitja eftir með sárt ennið. Fyrirspurn til Strætisvagna Reykjavíkur Sigurlín Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er svo lánsöm að geta kom- ist ferða minna gangandi þrátt fyrir háan aldur og dálitla fötlun. En ég get hins vegar ekki notfært mér ferðir strætisvagnanna vegna þessarar fötlunar, af því að stigið upp í þá er mér ofviða. Ég á heima við Austurberg í Breiðholti og verð ævinlega að taka leigubíl Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesend- ur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstu- daga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kem- ur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimil- isföng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höf- undar þess óski nafnleyndar. þegar ég fer til læknis, og það er oft. Þetta er auðvitað dýrt fyrir ellilífeyrisþega. Nú langar mig til að biðja forstjóra SVR að láta álit sitt í ljós á því, hvort hægt sé að gera einhverjar ráðstafanir við biðstöðvar strætisvagnanna, elleg- ar í vögnunum sjálfum, sem auð- veldað geti fötluðu fólki að komast inn. Sjálfsagt er það fjöldi manns sem ekki getur nýtt sér þessa þörfu almenningsþjónustu af sömu eða svipuðum ástæðum. Bjartari sól yfir borginni minni Sigurður Pétursson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þegar ég var að ganga í vinn- una í morgundýrðinni, í einstakri veðurblíðu og glöðu sinni eftir skemmtilega kosningahelgi, varð þessi staka til í huga mínum: Fjöturinn rauði er fallinn að sinni, og frelsið mun leysa vandann. Það er bjartari sól yfir borginni minni og betra að draga andann. Ekkert okkar kaus kratana Hanna hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég vinn á fjöl- mennum vinnustað og við komum okkur saman um það, starfsfólkið, af því að vinnutíminn er oft lang- ur hjá okkur, að kanna það hjá framboðslistunum, hver væri af- staða þeirra til opnunartíma verslana. Best líkaði okkur svar kvennalistans og undirtektir við fyrirspurn okkar. Hjá krötunum svaraði kona nokkur og kvað hún verslunarfólk verða að fá frí á við aðrar stéttir, en sjálf sagðist hún vinna í verslun. Ég held að fólk sé almennt orðið afar þreytt á því að komast ekki í verslanir utan síns vinnutíma, t.d. á laugardögum, eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar, þrátt fyrir þá staðreynd að vinnutími er hér lengri en nokkurs staðar þekkist. Ég held að enginn á mínum vinnustað hafi kosið kratana. Þá má í leiðinni nefna annað dæmi um það þegar þrýsti- hópar vilja ráða þeirri þjónustu sem veitt er hér í borginni, en það er lokun dagvistarheimila hér í borginni vegna sumarfría, í heilar 6 vikur, þrátt fyrir að nóg framboð sé af vinnuafli skólafólks á sama tíma og jafnvel atvinnuleysi í röð- um þess. Skrýtin tilviljun SJ. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Þjóðviljinn segir frá því á laugardaginn, að 15 af aðalaðstandendum kvennafram- boðsins hafi hringt í blaðið og sagt upp áskrift vegna krossaprófs sem verið hafi í blaðinu þann dag. Skrýtin tilviljun að svo margir af forsvarsmönnum listans skuli hafa verið áskrifendur að Þjóðvilj- anum. ■ SMi GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar ásaka hverjir aðra um óheilindi. Rétt væri: Stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar saka hvorir aðra um óheilindi. (Ath.: Þarna er aðeins um tvenna að ræða.) Bólstrarar — Húsgagnaverslanir Leðurlíki í miklu úrvali nýkomið, heildsölubirgðir. Davíð S. Jónsson og Co hf., Sími 24333. Lokar! Lokar! Einstefnulokar lóö- og lóróttir Vi“—2“ Rennilokar V« “—3“ Keílulokar 2“ Síur %“ Vatnshæðalokar & öryggislokar —y«“ Kúlulokar 2“ Útvegum allar geröir og stærðir loka. LEITID SÉRTILBOÐA G.J. Fossberg Vélaverzlun. Skúlagötu 63. Sími 18560. Sænsk gæðavara KORK-gólfflísar með vinyl- plastáferð. Kork*o*Plast í 10 gerðum Veggkork í 8 gerðum Ávallt ^ tilá lager Aörar korkvörutegundir 6 lager: Undirlagskork í þremur þykktum. Korkvélapakkningar í tveimur þykktum Gufubaðstofukork. Veggtöflu-korkplötur í þremur þykktum Kork-parket venjulegt í tveimur þykktum Einksumboð A (slandi fyrir WICANDERS KORKFABRIKER bb Þ. ÞORGRÍMSSON & GO VV Ármúla 16 — Sími 38640 — Pósthólf 242

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.