Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 3 9 iði minn, í sorginni, en þú veist betur en nokkur annar, að við sem fengum að njóta samvista við hana, geymum minninguna um brosið hennar í hjartanu, heyrum hláturinn hennar enn og erum þakklát. Heiða Kveðja frá Félagi íslenskra leikara Auróra Halldórsdóttir leikkona var einn þeirra leikara sem settu svip á íslenskt leikhús. Hún hefur með starfi sínu sett það mark á leiklistarsöguna sem ekki máist. Þeir sem þá sögu þekkja muna hana sem eina af perlum leikhúss- ins á sviði og utan þess. Hún var af þeirri kynslóð leik- ara sem mest og best hefur unnið leikhúsinu án þess að spyrja um nokkra umbun fyrir sitt framlag. Fátt var henni meira áhugamál en framgangur Leikfélags Reykjavík- ur og velferð þess. Þeir eru ekki margir sem hafa lagt meira af mörkum til byggingar Borgar- leikhússins langþráða, æfinlega reiðubúin að koma upp fjáröflun- arsýningum fyrir húsbyggingar- sjóðinn. Það er öðrum um að kenna en Auróru að hún lifði ekki að sjá það hús rísa. Það var ekki lítið lán fyrir byrj- anda á leiklistarbrautinni að fá tækifæri til að kynnast Auróru og afstöðu hennar til leikhússins síns og leiklistarinnar. Það var lær- dómur sem hverjum ungum leik- ara væri gott veganesti. Hún hik- aði heldur ekki við að segja manni til syndanna ef henni mislíkaði eitthvað, einkum þó ef henni þótti skorta á hollustuna við leikhúsið og leiklistina. Þessum línum er ætlað að votta henni virðingu og þökk Félags ís- lenskra leikara fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Hér skulu og fylgja mínar persónulegu þakk- ir fyrir að hafa átt samleið með henni um skeið. Sigurður Karlsson Eitt listarinnar tryggðatröll er fallið í valinn, einn merkisberi ósérplægni og trúnaðar, einn ótrauður fylgjandi helgrar köllun- ar. Auróra Halldórsdóttir var fædd á ísafirði 24. desember 1908, dóttir hjónanna Ástríðar Ebenezerdótt- ur og Halldórs Ólafssonar múrara og leikara. Hugur hennar hneigð- ist snemma að leiklist og eftir sín fyrstu spor á sviðinu vestra, hleypti hún heimdraganum og hélt til Reykjavíkur. Þar stundaði hún um skeið nám hjá Soffíu Guð- laugsdóttur, en var að öðru leyti sjálflærð, eins og algengt var um hennar kynslóð leikara. Hún lék fyrst með Leikfélagi Reykjavíkur hlutverk frú Smeely og Sherlock Holmes haustið 1939 og vorið eftir í Stundum og stundum ekki, skopleik eftir Arnold og Bach. Skopleikir og revíur áttu síðan um áratugar skeið eftir að verða sérgrein Auróru og í slíkum hlut- verkum varð hún fyrst þekkt og vinsæl. Hún var í þeim leikkjarna, sem Indriði Waage útbjó fyrir Fjalaköttinn á stríðsárunum og árunum eftir: þarna voru Alfreð Andrésson, Haraldur Á. Sigurðs- son, Emilía Jónasdóttir, Jón Aðils, Nína Sveinsdóttir, Lárus Ingólfs- son og margir fleiri og í þessum heldur betur álitlega flokki fyllti Auróra sinn sess með sóma og við vaxandi vinsældir. Þær Auróra, Emilía og Nína urðu í vitund margra eins konar gamankvenna- tríó par excellence — og reyndar ferðuðust þær síðar um allt land með Sigfúsi Halldórssyni tón- skáldi undir heitinu Frúrnar þrjár og Fúsi, og ekki var heldur að spyrja að vinsældunum þá. Eftir að Þjóðleikhúsið kom til og Leikfélagið var endurskipulagt, réðst Auróra þar til starfa á ný og hefur helgað leikhúsinu við Tjörn- ina krafta sína óslitið í nálega þrjátiu ár, eða meðan heilsa leyfði og mátti það nánast kalla til hinstu stundar. Störf hennar fyrir Leikfélagið hafa verið margvísleg. Fyrst og fremst lék hún nú meira en áður, hlutverkin urðu fjöl- breytilegri og nú var slegið á fleiri strengi. Þegar á fyrsta árinu vakti hún athygli fyrir hljóðláta og trú- verðuga túlkun á frú Dixon í Marmara, en á eftir fylgdi Herj- ólfs-Marta í Önnu Pétursdóttur, þar sem Auróra sýndi, að skap- gerðarhlutverk, sem lýstu ofsa og örvæntingu, hafði hún einnig á valdi sínu. Síðan rak hvert hlut- verkið annað: þau voru ekki öll til- takanlega stór, en margvísleg og oft minnisstæð. Frá fyrri árum má nefna frú Tsjæ í Pí-pa-kí, Edie Hornett í Tengdamömmuleikjun- um, en frá seinni árum frú 111 í Sú gamla kemur í heimsókn, frú Tép- an í Skemmtiferð á vígvöllinn, Bertu í Heddu Gabler, Guðríði Símonardóttur í Leynimel 13 (sem hún hafði reyndar leikið með Fjalakettinum áður), ömmu Lest- er í Tobacco Road og mörg fleiri. Þannig spönnuðu verkefni hennar vítt svið, hún lék í íslenskum verk- um, erlendum sígildum verkum og framúrstefnuverkum. Ógleymd er Auróra sem móðir organistans í Atómstöðinni, og mörgum stendur hún í fersku minni í kvikmyndun- um Lilju og Paradísarheimt, sem voru með síðustu hlutverkum hennar. En kannski tek ég þó eitt hlutverk fram yfir öll hin: Evg- eniu Tangó, erfitt hlutverk og margslungið, þar sem flestir bestu kostir Auróru sem listakonu fengu að njóta sín. Kannski er ég nú ekki alveg hlutlaus í þessu mati mínu, þar sem ég hafði þá ánægju að leikstýra henni í þessu leikriti, og minnist þeirrar samvinnu með gleði. Þá tók Auróra mikinn þátt í skemmtunum, sem efnt var til fyrir húsbyggingarsjóð, oft með gömlu revíuefni, og þeim málstað að Leikfélagið fengi sómasamlegt þak yfir höfuðið, lagði hún lið af lífi og sál. Auróra var um margt merkileg kona. Hún hafði grúsk- ara náttúru, að ekki sé sagt fræði- manns, og þegar setja átti saman þessar skemmtanir, eða aðrir fóru að gefa gaum að þeim þætti menn- ingarsögu okkar, sem lesa má úr revíum og þess kyns skemmtan — þá var ekki í traustara hús að venda en til Auróru, þar var öllu af vandvirkni til haga haldið. Og reyndar fleira, sem að okkar leik- listarsögu lýtur, og hefur undirrit- aður oftar en einu sinni notið góðs af því. Sama vandvirknin var og á ferðinni, þegar Auróra tók að sér búningageymslur leikfélagsins og í félagi við Nínu Sveinsdóttur, meðan Nína lifði; skrásettu þær stöllur þar hverja flík af stakri nákvæmni og með snyrtilegum umbúnaði. Tryggðatröll, sagði ég í upphafi. Tröll að vexi var hún Auróra ekki, og kannski ekki tröllvaxin heldur í list sinni. Hún var í rauninni mjög lágvaxin og fínleg, greind kona og einstaklega hlý, hláturinn sér- kennilegur, stundum eins og fliss- andi og kom upp um ríka skop- gáfu; stundum gat Auróra verið svo yndislega utan við sig (hvernig sem það kom nú heim og saman við þá vísindalegu nákvæmni, sem hún líka átti svo ríka til). Hún var satt að segja mjög sérstæður per- sónuleiki, leikkona, sem áhorfend- um þótti vænt um og manneskja, sem samstarfsfólki þótti vænt um. Blessuð sé minning hennar. Sveinn Einarsson Auróra Halldórsdóttir leikkona lést í Reykjavík 12. maí 1982 eftir alllanga legu. Auróra var fædd á ísafirði hinn 24. desember 1907, yngst af 7 börnum. Foreldrar hennar voru hjónin Ástríður Ebenesardóttir og Halldór Ólafsson múrari, sem einnig var vel þekktur leikari á ísafirði. Árið 1941 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Indriða B. Hall- dórssyni. Auróra hóf snemma leikferil sinn, fyrst sem unglingur á ísa- firði, og síðar í Reykjavík eftir að hún fluttist suður, þar sem hún aflaði sér m.a. menntunar í leik- list hjá Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu. Hjá Leikfélagi Reykja- víkur lék hún fyrst árið 1937, en á 5. áratugnum helgaði hún sig að mestu revíuleik, aðallega á vegum Fjalakattarins. Síðar lék hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur samfleytt frá 1950 til 1977. Ásamt Guðrúnu Ásmundsdótt- ur leikkonu annaðist hún verk- efnaval og undirbúning margra leiksýninga, sem sérstaklega var efnt til í Austurbæjarbíói á vegum Húsbyggingarsjóðs félagsins til fjáröflunar fyrir Borgarleikhús í Reykjavík. Um langt árabil hafði hún svo með höndum búningavörslu Leik- félagsins, framan af í samvinnu við Nínu Sveinsdóttur leikkonu, en þegar hennar naut ekki lengur við, annaðist hún vörsluna ein, lengst af við hinar erfiðustu aðstæður. í dag minnast félagar Leikfé- lags Reykjavíkur alls þessa þakk- látum huga. I vitund leikhúsgesta er minn- ing Auróru án efa fyrst og fremst bundin miklu og farsælu starfi á sviði revíu- og gamanleiks. Sú kynslóð, sem á annað borð man blómaskeið íslenskrar reviu á stríðsárunum, minnist hennar m.a. í spaugilegum samleik þeirra Jóns Aðils í Allt í lagi, lagsi og ógleymanlegum dansi úr Halló Ameríka, þar sem Brynjólfur Jó- hannesson sveiflaði henni um sviðið, svo að dæmi séu nefnd. Auróra klæddist ekki nýju fötum keisarans í leiklistinni, hún kappkostaði að vera raunsönn og eðlileg í öllum leik, hvort sem reyndi á grín eða alvöru. Atvikin höguðu því þannig, að á leikferli sínum lék hún fleiri hlutverk í gamanleikjum en í þeim verkum sem alvarleg geta talist. En upp- runaleg skopgáfa hennar bauð henni engu að síður að byggja gamanhlutverk sín á alvarlegum grunni, og hláturinn í salnum varð henni aldrei neitt takmark í sjálfu sér. Á vegum Leikfélags Reykjavík- ur lék hún á löngum ferli fjölmörg hlutverk af léttara taginu, sem enn eru í fersku minni þeirra sem sáu, eða hver man ekki túlkun hennar á Edie Hornett í tengda- mömmuleikjunum vinsælu, Edith í Ærsladraugnum, eða hinni þjóð- legu frú Kamillu á peysufötunum í Kjarnorku og kvenhylli, sem hún lék reyndar í tveimur sviðsetning- um með jafnmikilli reisn. Af öðr- um toga var kankvís amma í Tangó á mörkum skops og fárán- leika, — og svona mætti lengi telja. Áf alvarlegum hlutverkum, sem hún tókst á við, er mér kunnugt um að hún tók sérstöku ástfóstri við lítið hlutverk i Pétri Gaut, sem hún lék 1944, en síðar hafa bæst við önnur og stærri viðfangsefni: Berta vinnukona í Heddu Gabler varð í hennar höndum raunsæ mannlýsing, sem bar með sér ósvikið andrúmsloft frá síðustu aldamótum, amma Lester í Tob- acco Road var kannski ein sér- stæðasta mannlýsing hennar, í senn átakanleg og ógnvekjandi, eða móðir organistans í Atómstöð- inni, sem bar fram ostskorpu og teskeið á rósóttum kökudiski og sagði aumingja blessuð manneskj- an við gesti. Allt eru þetta litlar perlur leiklistar eins og þær ger- ast bestar. Og fyrir rúmu ári sáum við henni bregða fyrir á sjón- varpsskermi í hlutverki einnar konu Þjóðreks biskups í Paradís- arheimt. Auróra Halldórsdóttir helgaði Leikfélagi Reykjavíkur starfs- krafta sína. Hún lét sér annt um viðgang félagsins, störf þess og listræna stefnu. Almennt flíkaði hún ekki skoðunum sínum á leik- list, en aðspurð hafði hún jafnan á reiðum höndum svör, sem vitnuðu um mótaðan smekk. öll einangr- unarstefna í leiklist var henni á móti skapi. Hún var örlát á hrós, ef því var að skipta, og órökstudd- ar athugasemdir bar hún aldrei fram. Auróra Halldórsdóttir var heið- ursfélagi Leikfélags Reykjavíkur. Guð blessi minningu hennar. Þorsteinn Gunnarsson Togari bjarg- ar brúðhjónum Moskvu, 22. mmí. AP. SOVÉSKUR verksmidjutogari á túnfískveiðum við Equador bjargaði fyrir skömmu frönskum hjónum, sem voru á sigl- ingu á skútu yfír Atlantshafíð á leið sinni frá Frakklandi til Brasilíu í brúðkaupsferð sinni. Lentu brúðhjónin í miklum veðrum og hrakningum og var skúta þeirra vélarvana er sjó- menn á sovéska skipinu komu auga á neyðarblys þeirra við sjóndeildarhringinn. Var eitt hjálparskipa togar- ans sett niður og sent til móts við hjónin. Voru þau flutt um borð í togarann svo og skúta þeirra. Fengu þau góða að- hlynningu á meðan gert var við skútuna. Að viðgerð lokinni héldu brúðhjónin fyrirhugaðri för til Brasilíu áfram. I hvcrita lengd semer „Standard” lengdir eða sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans. Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu- bönd og rennur. w BYGGINGAVORUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.