Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 111. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vinstri stjórnin í Reykjavík fallin: Meirihluti Sjálfetæðis- manna tekur við á ný Sjálfstæðisflokkur í sókn um iand allt - Vann meirihluta í Vestmannaeyjum og Njarðvíkum - Stærsti flokkur í flestum kaupstöðum landsins - Afhroð Alþýðubandalags og Alþýðuflokks Mynd þessa tók Ólafur K. Magnússon Ijósmyndari Mbl. af hinum nýja borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í gær. Á myndina vantar Albert Guðmundsson, en hann fór utan sl. sunnudagsmorgun. Á myndinni eru í aftari röð, talið frá vinstri: Ragnar Júlíusson, Einar Hákonarson, Anna K. Jónsdóttir, Kolbeinn Pálsson, Erna Ragnarsdóttir, Vilhjálmur G. Vilhjálmsson, Júlíus Hafstein, Gunnar S. Björnsson, Málhildur Angantýsdóttir, Sveinn Björnsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Hilmar Guðiaugsson, Margrét Einarsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sigurjón Fjeldsted og Guðmundur Hallvarðsson. í fremri röð eru, talið frá vinstri: Hulda Valtýsdóttir, Markús Örn Antonsson, Katrín Fjeldsted, Davíð Oddsson, Ingibjörg Rafnar, Magnús L. Sveinsson og Páll Gíslason. VINSTRI stjórnin í Reykjavík er fallin. Meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins tekur við stjórn Reykjavík- urborgar á ný á sérstökum borgar- stjórnarfundi, sem haldinn verður á fimmtudag. Það er Ijóst af úrslitum bæjar- og sveitarstjórnakosninganna á laugardag að Sjálfstæðisflokkur- inn er í mikilli sókn um allt land. Flokkurinn vann meirihluta með miklum atkvæðamun í tveimur kaupstöðum, þ.e. I Vestmannaeyjum og í Njarðvíkum. Auk þess fékk hann umtalsverða fylgisaukningu f flestum öðrum kaupstöðum lands- ins. Þá vannst meirihluti í þremur kauptúnahreppum, Hveragerði, Flat- eyri og Garði. Jafnframt bættu sjálfstæðismenn við fylgi sitt í vel- flestum öðrum kauptúnum. Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur biðu mikið afhroð í kosn- ingunum og töpuðu fjölmörgum fulltrúum um land allt. Fram- sóknarflokkurinn stóð að mestu leyti í stað frá í kosningunum 1978, en þá varð hann fyrir miklu fylgistapi. Kvennaframboð á Ak- ureyri og í Reykjavík fengu tvo menn kjörna af hvorum lista. Samtals neyttu 112.706 manns atkvæðisréttar síns í kosningun- um um allt land. Kosið var í 22 kaupstöðum og 37 kauptúnahrepp- um. Auðir og ógildir seðlar voru 2.643 en af 110.155 atkvæðum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 49.781 atkvæði eða 45,2%, sem er 5,5% fylgisaukning frá síðustu kosning- um. Alþýðuflokkur fékk 13.034 at- kvæði eða 11,8%, sem er 4,9% tap. Framsóknarflokkur hlaut 17.836 atkvæði eða 16,2% atkvæða, sem er 0,3% aukning. Alþýðubandalag hlaut 19.231 atkvæði, 17,5%, sem er 6,8% fylgistap. Kvennalistarnir sem bjóða fram í fyrsta sinn hlutu 6.523 atkvæði eða 5,9%. Aðrir list- ar 3.750 atkvæði, eða 3,4%. í kosningunum voru kjörnir 425 sveitarstjórnamenn, af þeim eru 202 í kaupstöðum, en í kauptúna- hreppum 223. Fjöldi kvenna í bæj- ar- og sveitarstjórnum tvöfaldast liðlega eftir þessar kosningar. Þær eru nú 72 af heildarfjölda sveitar- stjórnamanna, hefur fjölgað úr 8,5% í 16,9%. Sjá kosning»urslit á bls. 14, 15, 16 og 17. Davíð Oddsson um kosningaúrslitin: Dómur borgarbúa yfír vinstri stjórn ótvíræður Valdaskipti í borgarstjórn næstkomandi fimmtudag „Þessi sigur markar tímamót í sögu Reykjavíkur og sögu Sjálfstæðisflokksins, þetta var í fyrsta skipti sem borgarbúar fengu tækifæri til þess aö bera saman i raun stjórn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík annarsvegar og vinstri flokkanna hinsvegar, og dómur þeirra var ótviræður," sagði Davið Oddsson, verðandi borgarstjóri í Reykjavík í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar blaðið leitaði álits hans á úrslitum borgarstjórnarkosn- inganna. „Ég sagði tveimur dögum fyrir kosningar að ef sjálfstæðismenn sæktu fram í kosningunum sem órofa fylking, þá myndu engir andstæðingar standast þessari fylkingu snúning og sú varð raunin á. Málefnastaða Sjálf- stæðisflokksins var sterk, við lýstum markmiðum okkar á skýran og ótvíræðan hátt, og við áttum samleið með borgarbúum. Ég er sannfærður um að þessi sigur eflir sjálfstraust með sjálfstæðismönnum og kvað upp úr með það að tilraunir andstæð- inga okkar til þess að reka fleyg í okkar raðir hafa endanlega mistekist. Þessi sigur er upphaf- ið að endi deilna innan Sjálf- stæðisflokksins," sagði Davíð. „Á fimmtudaginn kemur verð- ur aukafundur í borgarstjórn og þá fara fram valdaskipti í Reykjavík. Þá verður kosinn borgarstjóri Reykjavíkur, forseti borgarstjórnar og tveir vara- forsetar, borgarráðsmenn og skrifarar borgarstjórnar. Síðan gerum við ráð fyrir því að á fyrsta reglulega fundi borgar- stjórnar, þann 3. júní næstkom- andi, verði teknar frekari ákvarðanir, sem leiða beinlínis af sigri okkar sjálfstæðismanna. Stærsta málið í þeim efnum verður kúvending í skipulags- málum borgarinnar. Horfið verður frá heiðastefnunni,“ sagði Davíð. „Ég tel að borgarstjórnar- flokkur sjálfstæðismanna, sem nú hefur verið kosinn, sé að ýmsu leyti vel samsettur. Þar er dugmikið og þróttmikið fólk úr öllum stéttum sem vann mjög gott starf í kosningabaráttunni, skýrði stefnu og markmið flokksins og varði hana af ein- urð. Þetta verður öllu þessu fólki gott veganesti í þeim störfum áem framundan eru. Ég er sam- mála gamla manninum sem stöðvaði mig á götu í morgun, og sagði, að einhverra hluta vegna væri nú bjartara yfir Reykjavík. Ég held að hann hafi ekki bara átt við veðrið," sagði Davíð Oddsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.