Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 Minning: Auróra Halldórs dóttir leikkona Með þeseum fátæklegu orðum langar mig til að þakka Róru móð- ursystur minni fyrir allt sem hún hefur verið mér og mínum. Fyrstu ár ævi minnar var hún mér hin besta systir þar sem ég fæddist og ólst upp á heimili foreldra hennar og móður minnar í Sólgðtu 5, ísa- firði. Þar var stór, glaðvær og fé- lagslynd fjölskylda. Um það leyti sem Róra var að undirbúa brottför sína að heiman, hvatti hún mig til að sinna skátastarfinu vel, því hún var þar brautryðjandi ásamt fleir- um og fyrsti kvenskátaforinginn á ísafirði. Síðan fór hún til Reykjavíkur, settist þar að og sinnti sinum áhugamálum, sem var leiklistin, og giftist þar eftirlifandi manni sinum Indriða B. Halldórssyni. Svo þegar ég kom til Reykjavíkur að hennar undirlagi, tóku þau hjónin mér opnum örmum. Og þegar ég hófst handa við mín hugðarefni, hvatti hún mig ávallt sem móðir mín væri, enda voru þær um margt líkar, báðar fengið í vöggugjöf einstakt skap og létt- leika. Síðan liðu nokkur ár og allt- af var sama góða sambandið á milli okkar, enda átti ég ætíð hjá henni athvarf, þar til ég gifti mig og við Halldór stofnuðum heimili. Þegar börnin okkar fæddust, veit ég varla hver fagnaði meira, þau eða við, enda fór þeim ömmu- og afahlutverkið mjög vel. Svo þegar okkar börn stækkuðu, var svo heppilegt að góðvinir þeirra hjóna, leikararnir Inga Þórðar- dóttir og Alfreð Andrésson, áttu dótturina Lailu, sem var þá að eignast sín börn og Róra og Indi gátu breitt vængi sína yfir litlu drengina þeirra. Um það leyti fór að bera á lasleika hjá Róru minni, en ekki lét hún á því bera. Á hverjum degi fór hún í leikhúsið að sinna því starfi sem henni var kært og mjög umhugað, en það var búningageymsla Leikfélags Reykjavíkur. Þar mátti aldrei neitt fara úrskeiðis. Nú þegar þessari erfiðu sjúkra- húslegu Róru er lokið bið ég henni allrar blessunar og góðrar heim- komu. Börnin okkar, Dóra, Pétur og Ágústa, og barnabörnin óska henni góðs gengis á nýja sviðinu. Guð blessi hana og styrki. Fjóla Sigmundsdóttir Eru Auróra og Brynjólfur í þessu leikriti? var spurning sem við Leikfélagsfólk fengum oft að heyra á leikferðum okkar um landið. Og ef við vorum svo heppin að geta svarað því að annað hvort þeirra væri með þá var mannskap- urinn vís með að segja horfandi á okkur hin, bráðduglega leikara: Nú, það er fínt, þá ætla ég að koma í kvöld, annars hefði ég ekki nennt, það er alltaf eitthvað skemmtilegt þegar þau eru með. Þetta vissum við öll og tókum því léttilega að nafn eins og Aur- óra Halldórsdóttir gat eitt og sér gefíð okkur fyrirheit um góða að- sókn og eins og allir gamanleikar- ar vissi hún Róra líka hvað það var sem dró fólkið til okkar. Hún var með í ráðum þegar velja skyldi leikrit sem voru örugg um aðsókn og skyldu bjarga Leikfélaginu úr skuldafeni eða gefa nýjan lífgjafa í okkar stóra en vonandi ekki ei- lífa takmark sem er nýtt Borgar- leikhús. Hún kom eitt haust, ég held það hafi verið árið 1967, með handrita- bunka undir hendinni og sagði þá- verandi stjórn Leikfélagsins að nú fyndist sér vera komin alltof mikil deyfð og vonleysi hjá félagsmönn- um í sambandi við nýja leikhúsið og hér væri hún með samantekt af gömlum revíuþáttum og öðru efni sem hún hefði safnað saman og nú vildi hún stofna nefnd til að hrinda af stað Húsbyggingar- sjóðsskemmtun. Og auðvitað var stofnuð nefnd. Af einhverri tilvilj- un lenti undirrituð í þessari um- töluðu nefnd og var það byrjunin að margra ára samstarfi okkar Róru í skemmtilegu basli við að koma upp skemmtunum inn í Austurbæjarbíói til að minna Reykvíkinga á langþráð Borgar- leikhús. Starfið byrjaði hálf brösulega í nefndinni því við Róra vorum svo ráðríkar að þrír af fimm nefndarmönnum hættu eftir tvo fundi — „Þetta er svo ágætt, svona ættu allar nefndir að vera, Þqu hafa dKrtftoust! Skipin og bátamir frá honum Guðmundi hafa alltaf verið talin traust, enda eru þau byggð af reyndum mönnum. Mönnum sem, þekkja óblíða og síbreytilega veðráttu á sjó. Þeir hjá Guðmundi vita líka að fátt er eins mikilvaegt fyrir þá, sem stunda sjómennsku á litlum bátum, að geta reitt sig á trausta og Upra báta byggða af kunnáttumönnum. Bátamir eru framleiddir í eftirtöldum staerðum: 14, 20, 24 og 37 fet. Hrlngdu atnui Mndu okkur línu og fáðu nánarl upplýalngar. Vlð svörum þér um hal. Skagaströnd, Símar: 95-4775 og 4699 nú getum við haldið fundi I síma,“ sagði Róra skellihlæjandi sem ég stóð hálf sneypt eftir að rúmlega helmingur nefndar hafði yfirgefið fundarsalinn. Og síminn glóði milli okkar Róru þessi ár, fyrsta skemmtunin var erfiðust. „Hver eins og vilji koma og horfa á þetta gamla revíurusl?” vorum við spurðar að, þar sem leikararnir stóðu sam- viskusamir og fullir áhuga að leggja sig fram til eflingar nýju leikhúsi. En gerir maður það með því að segja 30 ára gamla brand- ara og ærslast í alvöruleysi um sviðið? „Já, er þetta hægt, Róra?“ spurði ég og sneri mér að litlu jarphærðu konunni sem ætlaði sér að byggja leikhús. „Vertu alveg róleg, Gunna mín, bíddu þangað til áhorfendur koma, þeir kunna svo sannarlega ennþá að ærslast með okkur, ég veit hvað þeim kem- ur,“ sagði mín kona og setti upp svipinn sem enginn vogaði sér að andmæla — og hún Róra mín hafði rétt fyrir sér, hún þekkti áhorfendur líklega betur en við öll. Og þau voru mörg húsin sem við troðfylltum með þessum skemmtunum og alltaf var leitað í smiðju til Róru ef ætlunin var að koma áhorfendum til að hlæja. Öll samvinna við Róru í leikhús- inu einkenndist af skemmtilegum uppátækjum og fjöri saman með djúpri alvöru og sterkri tilfinn- ingu fyrir aga. Þær eru margar minningarnar sem við eigum, af óendanlegum hláturköstum sem við fengum á sviðinu yfir uppá- tækjunum í minni konu, en mætt- um þá alltaf ströngu augnaráði frá henni sem gerði okkur auðvit- að enn hlátursjúkari og baksviðs tók hún okkur svo í gegn eins og óþekka krakka. „En Róra, þú varst svo fyndin," stundum við upp okkur til málsbóta. „Það getur vel verið,“ sagði Róra þá hvöss, en það er engin afsökun, fólkið í salnum hefur ekki keypt sér aðgöngumiða til að horfa á fullorðið fólk í hlát- urdellu uppi á sviði, það er komið til að horfa á leiklist." En það var sama hvort Róra skammaði okkur eða hældi því hún var óspör á að segja okkur hvað henni þætti vel gert. Alltaf var jafn gott að finna umhyggju hennar fyrir því að vel væri unnið að þeim sýningum sem hún tók þátt í. Hún var fædd á ísafirði árið 1907, dóttir Halldórs ólafssonar múrara og Ástríðar Ebenesardótt- ur. Halldór faðir hennar lék mikið hjá Leikfélagi ísafjarðar og sjálf var Auróra aðeins fjögurra ára þegar hún byrjaði að leika, hún var yngst af 7 systkinum, og sagði Róra mér margar sögur af glað- værð og skenímtilegheitum á æskuheimili sínu. „Hann pabbi,“ sagði Róra, „hann var svo mikill sprelligosi alla tíð að hann gat aldrei einu sinni stillt sig um að taka dansspor á gangstéttum þeg- ar hann gekk út með barnabörnin sín í kerru eða vagni.“ „Svo hefur þú farið suður til að verða leik- kona hjá Reykvíkingum," sagði ég við Róru. „Nei, nei, elskan mín,“ sagði mín og skellihló, „ég ætlaði til Hollywood, Reykjavík var bara áfangi, ég var búin að ákveða að taka mér leikkonunafnið Doris Hall þegar ég kæmi vestur." En sem betur fór hitti hún Róra mín hann Indriða Halldórsson árið 1941 og einbeitingin fór ekki í að sigra fjarlægar álfur heldur í að eignast og hlúa að einhverju því indælasta heimili sem ég hef kom- ið á. Ég veit ekki hvað það var sem gerði að það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til Indriða og Róru. Snyrtimennskan sem þetta heimili hafði alltaf yfir sér, gaf manni eins og svolitla kyrrð í sál- ina. Bókaherbergið var svo hlýlegt og um leið spennandi að manni fannst freistandi að setjast þar að og grúska til eilífðar. Svo var nú aðalatriðið að finna þessa kyrr- látu hamingju fullorðinna hjóna sem báru virðingu hvort fyrir öðru og höfðu lært að lifa saman. Auróra var fyrsti skátaforing- inn á ísafirði, því komst ég að á fallegu sumarkvöldi þar sem ég sat og skoðaði gamlar myndir heima hjá henni. Skátaforinginn á myndinni sem ég skoðaði var svo falleg og hlæjandi með litlu blómarósirnar í kringum sig að mér fannst hún miklu líklegri til að spretta útúr myndinni og fara að dansa Charlestone en að fara að kenna hinum ungu skátum að hnýta hnúta. „Varstu góður for- ingi Róra?“ spurði ég. „Já, já, ég var ágæt, ég var bara svolítið áttavillt. Einu sinni fór ég með flokkinn í gönguferð, við ætluðum til Súgandafjarðar, svo skall á þoka og þegar við komum þjakað- ar niður hlíðina hinumegin við gulan vinalegan skátaskála, hróp- aði ein af stelpunum: „Nei, þeir hafa byggt alveg eins skátaskála og við skátarnir á Súgandafirði." En auðvitað var þetta skálinn okkar. Ég hafði bara leitt liðið í heilan hring í þokunni," sagði Róra og dillaði í henni hláturinn. Þannig tókst henni alltaf að koma okkur til að hlæja með litl- um skrítnum sögum sem gerðu hana sjálfa aidrei að neinni hetju. Hún hafði líka efni á því, þessi litla kona, sem samt var svo stór í sniðum, því allt umhverfi hennar bar virðingu fyrir henni og þótti vænt um hana. Og við Iðnó-leikar- ar höfum misst vin og félaga sem gerði tilveruna litríkari fyrir okkur. En sárast tekur mig að hún Róra okkar skyldi ekki fá að lifa það að sjá Borgarleikhúsið rísa af grunni. Einhvern veginn fannst manni að hún hefði átt það svo skilið. Ég mun minnast minnar kæru vinkonu með söknuði. Ekki bara fyrir það að hún gat sveiflast i bomsadaysy af slíkri lífsgleði að maður sá hana ekki snerta gólfið, heldur líka fyrir sína hlýju og góð- vild sem alltaf mætti okkur, sam- starfsmönnum hennar. Guðrún Ásmundsdóttir Það er furðulegt, en þegar ég lít yfír farinn veg, þá finnst mér eins og hún Róra mín hafi alltaf verið einhvers staðar nálæg. Fjögurra ára gömul sá ég þær Auróru Hall- dórsdóttur og Emilíu Jónasdóttur leika systurnar í gamanleiknum „Tannhvöss tengdamamma“, og þær kunnu þann galdur sem fékk mig, barmið, til þess að hlæja og gráta í senn. Og það gerðu allir leikhúsgestir með mér, grétu af hlátri. Þarna skutu töfrar leik- hússins rótum í vitund minni, og ég dáðist takmarkalaust að þess- um stórleikkonum. En ég komst brátt að raun um, að Auróra gat fleira en komið fólki til að hlæja. Það var í „Sex persónur leita höfundar". Hún leiddi mig þar við hönd sér fyrstu sporin mín á leiksviðinu í gömlu Iðnó. Ög höndin hennar Róru var bæði sterk og hlý. Hún átti alltaf hvatningarorð og uppörvandi bros, sem virkuðu eins og töfra- sproti þegar þreytan var að læsa klónum í sjö ára gamlan byrjand- ann. Þarna skildist mér, að Róra var full af ást og lotningu fyrir leik- húsinu og hafði til að bera þá ein- lægni og hjartahlýju sem prýða góðan listamann. Og þannig var hún líka utan leikhússins. Alltaf gaf hún sér tíma til þess að spyrja hvernig gengi, hvað við værum að fást við og sýna því áhuga. Og svona var hún við alla. Þau eru ekki svo fá, börnin, sem fengu brjóstsykur hjá Róru, að ég tali nú ekki um þegar maður fékk að fara í heimsókn til hennar og Indriða. Dásamlegar rjómatertur, súkkulaði, hlátur og ástúð. En bestar af öllu voru jóla- skreytingarnar á fallega heimilinu þeirra. Þá var himnaríki svo sann- arlega á jörðu. Mörgum árum seinna, þegar ég þóttist orðin fullorðin kona, komin heim frá námi, var Róra farin að sjá um búningasafn Leikfélags Reykjavíkur ásamt Nínu Sveins- dóttur. Ég fór þangað til að heilsa upp á þær og Róra klappaði mér á kinnina, brosti, spurði hvernig mér liði og bauð mér svo röndótt- an brjóstsykur. Þá var ég komin heim. Ég sagði áðan, að Róra hefði alltaf verið einhvers staðar nálæg, og ég er þess fullviss, að þótt hún sé nú horfin af leiksviði þessa heims, þá verður hún aldrei fjarri. Ég bið Guð að styrkja þig, Indr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.