Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ1982 3 Birgir ísl. Gunnarsson um úrslit kosninganna: Höfum nú uppskorið árangur verka okkar „í FYRSTA tölublaði Morgunblaðsins sem út kom eftir að úrslit borgar- stjórnarkosninganna 1978 lágu fyrir, sagði ég í viðtali við blaðið að við sjálfstæðismenn stefndum að þvi að ná meirihluta aftur í borgarstjórn Kcykjavíkur og að ég teldi fullkominn möguleika á því,“ sagði Birgir ísl. Gunnarsson, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, í samtali við Morgunblað, en hann var spurður álits á úrslitum kosninganna. „Allt þetta kjörtímabil hefur sýnt fulla einbeitni en jafnframt starf okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn miðað að því að fá meirihluta að nýju. Við höfum sanngirni i stjórnarandstöðunm. Við höfum nú uppskorið árangur verka okkar og ég fagna því mjög að Reykvíkingar hafa að nýju sýnt Sjálfstæðisflokknum það traust, að fela honum stjórn borgarmála. Vinstri flokkarnir í borgarstjórn hafa oft verið ótrú- lega glámskyggnir í ákvörðunum sinum og nægir þar að benda á ákvarðanir i skipulagsmálum og skattamálum. Það hafa þvi ávallt verið glögg skil á milli stefnu Birgir ísl. Gunnarsson okkar og vinstri flokkanna og borgarbúar því átt auðveldara með að gera upp hug sinn. Kosn- ingabaráttan hér í Reykjavík var háð af skynsemi; frambjóðendur flokksins bæði í aðal- og vara- sætum unnu frábært starf undir forystu Davíðs Oddssonar, sem stóð sig mjög vel í þessari kosn- ingabaráttu," sagði Birgir. „Við sjálfstæðismenn hljótum einnig að fagna þvi að sveiflan er með okkur úti um allt land og víða bætir flokkurinn við sig miklu fylgi. Straumurinn liggur því ótvírætt til Sjálfstæðis- flokksins og ég er ekki í neinum vafa um það að svo mun áfram halda, meðan það stjórnarfar ríkir í landinu sem við nú búum við,“ sagði Birgir að lokum. Katrín Fjeldsted: „Skýlaus yfirlýs- ing Reykvíkinga' „ÞESSI kosningaúrslit eru skýlaus yfirlýsing um það hvaða stjórn Reyk- víkingar vilja hafa á sínum málum,“ sagði Katrín Fjeldsted, 11. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, þegar kosningaúrslit lágu fyrir. „Ég hafði vonast eftir þessum úrslit- um, en nú hefur fólkið veitt okkur markvissan stuðning og sýnt hvað það vill. Valdið er fólksins." — Hvað vilt þú segja um kosn- ingabaráttuna? „Hún var að mestu leyti mál- efnaleg og ég vil nota tækifærið hér til að þakka andstæðingunum fyrir drengilega kosningabar- áttu.“ „Nú þarf að takast á við verk- efnin og hefjast handa um að endurskoða ýmislegt það sem við sjálfstæðismenn höfum verið að gagnrýna í borgarstjórn. Ég Laun forsætis- ráðherra hækka um 3.877 krón- ur 1. júní LAUN forsætisráðherra munu hækka úr 37.534 krónum á mánuði í 41.411 krónur, eða um 3.877 krónur um næstu mánaðamót, þegar verð- bótavísitala hækkar um 10,33%. Laun almennra ráðherra hækka hins vegar um 3.673 krónur, eða úr 35.556 krónum í 39.229 krónur og loks má geta þess, að þingfarar- kaup hækkar um 2.007 krónu, eða úr 19.422 krónum í 21.429 krónur. Laun samkvæmt 1. launaflokki BSRB hækka úr 5.473 krónum í 6.038 krónu, eða um 565 krónur. Laun samkvæmt 10. launaflokki BSRB hækka hins vegar úr 6.982 krónum í 7.703 krónur, eða um 721 krónu. Hæstiréttur kvaddur til á kjördag HÆfíTIRÉTTUR var kvaddur til á kjördag vegna tveggja vafaat- kvæða. Atkvæði hjóna, sem búsett eru erlendis, voru dæmd ógild i Bæjarþingi og var úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar, sem úr- skurðaði atkvæðin gild. Þetta mun í fyrsta sinn að Hæstiréttur hefur verið kallaður til á kjördag til þess að úrskurða ip. gildi atkvæða. hlakka mikið til og vonast til þess að náið samstarf megi takast með okkur og borgarbúum. Það sem á undan er gengið er bara forleikur- inn, nú hefst sjálft starfið. Það eru margar nýjar hugmyndir sem við sjálfstæðismenn höfum og viljum hrinda í framkvæmd." Verðbætur nema 10,33% 1. júní VERÐBÓTAHÆKKIJN launa 1. júni nk. er 10,33% samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar og hækka þvi laun almennt um þá hundraðstölu frá hyrjun næsta greiðslutímabils. Katrín Fjeldsted Þá hefur kauplagsnefnd reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í byrjun maí 1982 og reyndist hún vera 160 stig, nánar tiltekið 159,94 stig, miðað við grunntöluna 100 í janúarbyrjun 1981. Hækkun vísitölunnar frá febrúarbyrjun til maíbyrjunar 1982 er nánar tiltekið 10,87%. Fram- færsluvísitala hefur því hækkað um 45,45% á einu ári, en í byrjun maí á síðasta ári var hún 110 stig. Á einu ári, tímabilið maí 1981 til maí 1982, hefur lánskjaravísitala hækkað um 44,35%, en hún var í maí 1981 239 stig, en í maí í ár var hún 345 stig. Byggingarvísitala hefur hins vegar hækkað nokkuð meira á einu ári, tímabilið apríl 1981 til april 1982, eða um liðlega 48,8%, var 682 stig í apríl 1981, en í apríl sl. 1.015. Daihatsu Taft 4X4 kominn til landsins Alvörujeppi á ótrúlegu verði kr. 155.650 Þá er fyrsta sendingin af Daihatsu Taft komin til landsins og öll upp- seld, en nú er tækifæriö fyrir þá sem beðið hafa eftir að sjá hann með eigin augum, að koma á staöinn. Fyrsta send- ingin fer öll til RARIK, sem þarf á sterkum, traustum og hagnýtum bílum aö halda til hinna margvíslegustu þarfa. Næsta sending kemur innan skamms og þar eigum viö örfáa bíla, sem ekki hefur veriö ráðstafaö. Sjón er sögu rfkari Daihatsu-umboðið, Ármúal 23,85870-39179

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.