Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Sími á afgreiðslu: 83033 2tl*rounblnbit> Áfengi og tóbak hækkar um 13%: Sígarettupakkinn kostar nú 905 kr. Algeng tegund af Viskí kost- ar nú 11100 í stað 9800 króna VERÐ á áfengi og tóbaki hækkaði í gærdag um að jafnaði 13% og voru allar útsölur Áfengis og tóbaks- verzlunar ríkisins lokaðar vegna þess. Síðasta hækk- un var í júní s.l. og hækk- uðu sterk vín þá um 20% Börnin í Melaskóla: Gefa jóla- eplin sín hungruð- umbömum ÞAÐ hefur lengi verið siður að börn í skólum Reykja- víkur fengju epli á jóla- skemmtununum fyrir jólin. En nú hefur Melaskóli óskað eftir því að mega nota upp- hæðina, sem hefði farið til eplakaupanna eða 45 þús- und krónur handa hungruð- um börnum frá Kambódíu Lá bréf um þetta fyrir fræðsluráði i gær frá skóla- stjóranum Inga Kristins- syni, og var beiðnin sam- þykkt, enda hafði verið ákveðið að skólarnir mættu ráðstafa fénu tii eplakaupa eða einhvers annars á „litlu jólunum“. Hyggst Melaskól- inn gefa féð til söfnunar Hjálparstofnunar kirkjunn- ar handa hungruðum heimi. Og er ekki að efa að fyrir eplaupphæðina má fá drjúg- an bita handa svöngum börnum. en létt vín ekki. Tóbak hækkaði í júní um 20% og síðan aftur um 18—20% í nóvember s.l. Við hækkunina nú hækk- ar verð á algengustu teg- undum af sígarettum úr 800 krónum pakkinn í 905 krón- ur pakkinn. Séu dæmin tekin af sterk- um vínum, má nefna að íslenzkt brennivín hækkar úr 7 þúsundum í 8 þúsund. almenn tegund af viskíi hækkar úr 9800 krónum upp í 11100 krónur, genever hækkar úr 10200 krónum í 11500 krónur, gin úr 9700 krónum í 11000 krónur, pólskt vodka úr 9200 krón- um í 10500 krónur og amerískt vodka úr 9700 krónum í 11000 krónur. Vinstri viðræðurnar: Stykkishólmsbúar, eða „Hólmarar“ eins og þeir kalla sig gjarnan sjálfir, leggja mikið upp úr veiðum og vinnslu skelfisks og þessa mynd tók ljósmyndari Mbl., Ragnar Axelsson, við höfnina í Stykkishólmi þegar verið var að landa hörpudiski þar til vinnslu. Frestun ASÍ-ráðstefn uirnar veldur óvissu VIÐRÆÐUR vinstri flokkanna um stjórnarmyndun hófust á laugardag og í gær lögðu fram- sóknarmenn fram tillögur í efna- hagsmálum, sem eru mjög sama efnis og Framsóknarflokkurinn lagði fram í vinstri stjórninni i haust og notaði siðan í kosn- ingabaráttunni. Tillögunum hef- ur þó verið breytt miðað við þróun efnahagsmála og hærra verðbólgustig. Hvorki alþýðu- flokksmenn né alþýðubandal- agsmenn hafa hins vegar lagt fram tillögur og í samtölum við Morgunblaðið í gær lýstu fram- sóknarmenn því, að heldur fynd- ist þeim þessir flokkar hlutlausir Þorlákshöfn: Tvennt fórst — fjög- ur komust lífs af - er bíll fór í höfnina wfWlR.J TVÖ ungmenni frá Þor- lákshöfn fórust er bíll, sem þau voru farþegar í lenti fram af bryggju í Þorlákshöfn um kl. 15 sl. laugardag. Fjórir aðrir voru í bílnum og var þeim hjargað eftir að eitt þeirra, 16 ára stúlka, hafði náð að klifra upp á bryggj- una og sækja hjálp. Þau sem fórust voru Auður Jónsdóttir 17 ára til heimilis að Selvogsbraut 27 Þorlákshöfn og Guðni Gestur Ingimarsson 17 ára til heimilis að Oddabraut 15 Þor- lákshöfn. Mikil hálka var er slysið Auður Jónsdóttir varð og var bílnum ekið fram svonefnda Norðurvararbryggju, sem er L-laga. Tókst ökumanni ekki að ná beygjunni er hann hugðist aka út á bryggjuendann og rann bíllinn útaf og kom niður Guðni Gestur Ingimarsson á hjólunum. Komust ungmennin fjögur fljótlega út úr bílnum og virðist framrúðan hafa farið úr honum og önnur hurðin opnast við fallið. Sjá nánar á bls. 18. í stjórnarmyndunarviðræðunum. Einn fulltrúa Alþýðubandalags- ins hafði einnig svipuð orð um hegðan alþýðuflokksmanna í við- ræðunum, þeir leggðu lítið sem ekkert til málanna. Alþýðuflokks- maður sagði, er þetta var borið undir hann, að viðræðurnar væru á algjöru frumstigi og því eðlilegt, að menn vildu vanda stjórnar- myndunina og fara sér hægt, enda menn nýkomnir úr sams konar stjórnarmynstri, sem mistekizt hefði gjörsamlega. Einn fram- sóknarmanna hafði þau orð um viðræðurnar, að enn væru þær á þukl- og þreifingastigi. Greinilegt var af þeim viðræð- um, sem Morgunblaðið átti við menn í gær, að margar spurningar vakna viðjiá afstöðu Alþýðusam- bands Islands, að fresta kjaramálaráðstefnu sambandsins fram í janúar. Telja sumir, að þessi frestun boði það, að ekki náist samstaða um samflot aðild- arfélaga ASÍ og geti það þýtt það, að vinstri stjórn yrði að beita lagaboði til þess að freista þess að koma í veg fyrir að hækkanir á láglaun gangi upp alla launastiga. Þá bentu þeir og á, að opinberir starfsmenn hefðu þjófstartað í kröfugerð, sem ekki myndi auð- velda lausn efnahagsmálanna. Aðrir bentu á, að með frestuninni hefði verið komið í veg fyrir, að menn lokuðu öllum dyrum og að því leytinu til gæti frestunin reynzt jákvæð fyrir stjórnar- myndunarviðræðurnar. Utseld vinna hækkar um 13,21% VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa samþykkt hækkun á útseldri vinnu iðnaðar- manna og annarra sem nem- ur 13,21%. Jafnframt hefur verið heimilað að hækka taxta rak- arastofa, hárgreiðslustofa, efnalauga og þvottahúsa um 13,21%. Eldur kom upp í Breiðholtsskóla SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík var tilkynnt um eld í Breið- holtsskóla klukkan liðlega hálf tólf í gærmorgun. Þegar slökkvi- liðið kom á staðinn var húsið sem er þriggja hæða fullt af reyk. Við nánari könnun kom í ljós að sýningartjöld í hátíðarsal brunnu, en eldurinn hafði ekki breyðst frekar út. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, en að sögn slökkviliðsmanna eru skemmdir af völdum reyks töluverðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.