Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Sjálfstæðisflokkurinn vann ekki alþingiskosningarnar 2. og 3. desember sl. þótt hann tapaði þeim ekki heldur. Hann fékk 35,4% atkvæða, en hafði fengið 32,7% í alþingiskosningunum 25. júní 1978. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins hefur aldrei verið minna en í þessum tvennum kosningum. Þingmönnum hans fækkaði úr 25 í 20 1978, en fjölgaði einungis í 21 1979. Tveir frambærilegustu þingmenn hans, Ragnhildur Helgadóttir og Ellert B. Schram, voru ekki kosnir. Flokkurinn vann ekki kosningarnar þrátt fyrir „vinstri" stjórn sundrungar og svikinna loforða Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Framsókn- arflokkurinn vann kosningarn- ar. Hann fékk 24,9% atkvæða, en hafði fengið 16,9% 1978, og þingmönnum þess fjölgaði úr 12 í 17. Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið misstu fyigi. Al- þýðuflokkurinn fékk 17,4% at- kvæða, og þingmönnum hans fækkaði úr 14 í 10. Alþýðubanda- lagið fékk 19,7% atkvæða, og þingmönnum hans fækkaði úr 14 í 11. Það kom engum á óvart, því að sigur þessara flokka í kosn- ingunum 1978 var óraunhæfur. En hvers vegna vann Framsókn- arflokkurinn kosningarnar? Hvers vegna vann Sjálfstæðis- flokkurinn þær ekki? Og hvað tekur við í íslenzkum stjórnmál- um? Ég ætla að reyna að svara þessum spurningum í þessari grein. Hvers vegna vann Framsóknarflokkurinn ? Ólafur Jóhannesson er sigur- vegari þessara kosninga, eins og Vilmundur Gylfason var sigur- vegari kosninganna 1978 og Hannibal Valdimarsson 1971. Hann naut þess, að á hann var ráðizt ómaklega sem dómsmála- ráðherra, hálf þjóðin varð sefa- sjúk, margir trúðu ótrúlegum ásökunum á hann, en skömmuð- ust sín að lokum fyrir það og kusu hann eða flokk hans. Verið getur, að Ólafur verði næsti forseti íslands, ef dr. Kristján Eldjárn býður sig ekki fram á sumri komanda, og Steingrímur Hermannsson næsti forsætis- ráðherra „vinstri“ stjórnar. Framsóknarmenn hljóta að una vel dómi kjósenda um „fram- sóknaráratuginn" þótt dómur sögunnar verði án vafa annar. Sigur Framsóknarflokksins er þó alls ekki Ólafi einum að þakka. Svo virðist sem flokkur- inn hafi fengið það, sem til var af fylgi Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna, eftir að Alþýðu- flokkurinn hafði fengið sitt 1978. Flokknum tókst að leika hlut- verk sáttasemjarans í „vinstri" stjórninni og sannfæra marga um það í kosningabaráttunni, að kosið væri um „frumskóga"- frjálshyggju sjálfstæðismanna og „félagshyggju" framsóknar- manna, um „brezka" leið og „norska" út úr ógöngunum (sem þjóðin er í þrátt fyrir framsókn- aráratuginn — eða vegna hans). Og margir mundu það, að sam- stjórn hans og Sjálfstæðis- flokksins hafði verið felld 1978 með herópinu: „Samningana í gildi!" sem reyndist marklaust. Sigur Framsóknarflokksins er varla mikill, þegar hann er skoðaður í sögulegu ljósi. Hann hefur stundum fengið hærra atkvæðahlutfall og fleiri þing- menn. Hann hefur ekki breytzt með þjóðlífinu, er enn bænda- flokkur, þótt bændum fækki. Hann verður að auka fylgi sitt í þéttbýli, ef hann á að komast hjá þvi að breytast í fámennan og áhrifalítinn bændaflokk. Hann jók að vísu fylgi sitt bæði í Reykjavík og á Reykjanesi í þessum kosningum. En það fylgi er ekki varanlegt, það er vegna lýðhylli Ólafs Jóhannessonar í Reykjavík og framboðs Suður- nesjamanna á Reykjanesi. Flokkurinn hefur aldrei verið vinsamlegur íbúum Suðvestur- lands. Steingrímur Her- mannsson sagði eftir kosn- ingarnar, að hann væri ekki á ins aðhyllast stjórnlyndisstefnu í framkvæmd. Frjálshyggjuyfir- lýsingu þarf að fylgja eftir með kjöri frjálshyggjumanna inn á Alþingi." Sjálfstæðismenn mega þó alls ekki mikla þetta allt fyrir sér. Flokkurinn hefur áður orðið fyrir áföllum. Hann tapaði í hverjum kosningunum af öðrum frá 1934 til 1942 — á fyrstu formannsárum Ólafs Thors. Sér- framboð Árna Jónssonar frá Múla í Reykjavík spillti mjög Að loknum kosningum móti breytingu kjördæmaskip- unarinnar, en sú breyting gæti þó ekki orðið samkvæmt „höfða- tölureglunni". Hvað merkja þessi véfréttarorð? Þau merkja það, að Steingrímur telur at- kvæði Reykvíkings og Reyknes- ings ekki eiga að vega jafnt og atkvæði Vestfirðings. Hvað segja Reykvíkingar og Reyknes- ingar um það? Vænlegt er það að minnsta kosti ekki til fylgis- aukningar í þéttbýli. Enn er það, að hann notaði blekkingar í kosningabaráttunni, lofaði sárs- aukalausri hjöðnun verðbólg- unnar, sem er óhugsandi, og blekkingar breytast í skuldir, sem falla í gjalddaga í næstu kosningum. Hvers vegna vann Sjálfstæðis- flokkurinn ekki? Allir stjórnmálaflokkarnir hafa eitthvert fastafylgi, sem ræðst af sögu flokks og gerð. En hvað ræður fylgisbreytingu í kosningum? Vígstaða flokks vegna stjórnmálaviðhorfsins, kosningastefnuskrá og kosn- ingabarátta og foringjar flokks og frambjóðendur. Vígstaða Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnmálaviðhorfsins var jafn- góð í þessum kosningum og hún var vond í kosningunum 1978. En hvað er að segja um kosn- ingastefnuskrána og kosninga- baráttuna? Ég átti ekki hlut að samningu stefnuskrár 'Sjálf- stæðisflokksins eða skipulagn- ingu baráttu hans, svo að ég get vonandi horft á þetta úr nokk- urri fjarlægð. Og hvort tveggja var að mínum dómi miklu betra en í kosningunum 1978. Stefnan var djarfleg og þó raunhæf, og baráttan var háð af þrótti og hugkvæmni. En Sjálfstæðis- flokknum tókst þrátt fyrir það ekki að sannfæra nægilega marga um það í kosningabarátt- unni, að þessi stefna væri raun- hæfasta lausn verðbólguvand- ans, og sennilega var vígorðið: „Leiftursókn gegn verðbólgu!" — illa valið. Þjóðinni brá, þegar hún las stefnuskrána (eða um hana), og margt var ekki skýrt fyrir henni. Sumir frambjóðend- ur flokksins lögðu ekki nægilega áherzlu á það, að með 35 millj- arða lækkun ríkisútgjalda væri verið að hætta við fyrirhugaða hækkun þeirra og skila fyrir- tækjunum og fólkinu aftur fénu, enda gæti það ávaxtað það betur en stjórnmálamennirnir og emb- ættismennirnir. Þeir bentu ekki nægilega á það, að verðbólgan er minnst í löndum, þar sem verð- lagning er frjálslegust, svo sem í Þýzkalandi og Sviss. Þeir komu ekki nægilega upp um það, hvaða blekking lækkun vöruverðs með niðurgreiðslrm er, þegar skatta- hækkun er notuð til verðlækkun- ar, tekið úr einum vasa og fært í annan með ærnum tilkostnaði. Þeir vöruðu ekki nægilega við því atvinnuleysi, sem blasir við, ef ríkisafskipti „vinstri“ flokk- anna er áfram fylgt. Eða hvar á að skapa þúsundir nýrra at- vinnutækifæra fyrir unga fólk- ið? Það, sem nefnt hefur verið, skiptir þó ekki eins miklu máli og hitt, að margir treystu ekki Sjálfstæðisflokknum. Of skammt var frá því, að sam- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var felld, of lítil endurnýjun hafði orðið í liði sjálfstæðismanna, of fáir frambjóðendur flokksins börðust fyrir stefnu hans af sannfæringu og fullum skilningi vandans, og síðast en ekki sízt spilltu sér- framboð Jóns Sólness á Akur- eyri og Eggerts Haukdals í Rangárvallasýslu mjög fyrir honum. Innviðir flokksins voru of veikir, hann var ekki í hugum margra sá styrki, frjálslyndi fjöldaflokkur, sem einum er treystandi, þegar lýðræðisskipu- lagið er í hættu. Flokkurinn verður varla betri í hugum margra en þeir menn, sem berj- ast fyrir hann. Og hvaða sjálf- stæðismenn börðust til sigurs í sjónvarpi og á fjöldafundum við Kjartan Jóhannsson, Jón Bald- vin Hannibalsson, Steingrím Hermannsson, Svavar Gestsson og Ólaf Grímsson, svo að nokkrir snjöllustu áróðursmenn „vinstri" flokkanna séu nefndir? Tregðulögmálið gildir enn í Sjáifstæðisflokknum, margir frambjóðendur hans hafa ekki annað fram að bjóða en þægilegt viðmót, hvorki þekkingu né bar- áttugleði. Sá, sem trúir því ekki sjálfur, sem hann segir, getur varla búizt við, að aðrir trúi því. Ég tek undir það, sem Þorsteinn Pálsson skrifaði á þessu ári í bókina Uppreisn frjálshyggj- unnar: „Við þurfum að vinna til trausts á nýjan leik. Það er ekki nóg að samþykkja almennar frjálshyggjuyfirlýsingar í þessu skyni, meðan þingmenn flokks- fyrir honum 1942, og deilt var svo harðlega innan flokksins um þjóðstjórnina 1939 og nýsköpun- arstjórnina 1944, að jaðraði við klofning. Flokkurinn er þrátt fyrir allt að auka fylgi sitt, og sókn Alþýðubandalagsins í stjórnmálum á íslandi hefur stöðvazt, þótt Þjóðviljinn reyni að dylja það í hávaða um „tap íhaldsins". Á Sjálfstæðisflokkn- um og Alþýðubandalaginu mun- aði 6 þingmönnum að loknum kosningunum 1978, en 10 þing- mönnum að loknum kosningun- um 1979. Hættulegast er að mínum dómi fyrir sjálfstæðis- menn að láta mótherja sína hrekja sig á flótta frá hugsjón sinni, því að þeir geta ekki keppt við þá um „vinstri" stefnu, þeir verða að keppa við þá um frjálshyggju eða „vinstri" stefnu, um sjálfstæðisstefnu eða sósíalisma. Örrustur tapast, en baráttunni lýkur ekki með ósigri, fyrr en sjálfstæðismenn trúa því, sem mótherjar þeirra segja um foringja þeirra og stefnu. Menn á valdi verð- bólgublekkingarinnar Margar þversagnir eru í stjórnmálum. Ein er sú, að sumir treystu ekki Sjálfstæðis- flokknum til þess að leysa verð- bólguvandann og kusu hann því ekki, en aðrir treystu honum til þess og kusu hann því ekki heldur. Margir íslendingar skilja ekki, hver meinsemd verð- bólgan er, eru á valdi verðbólgu- blekkingarinnar. Þeir eru því fegnir að fá fleiri peninga fyrir sama verkið en fyrr, þótt þeir komist síðar að því, að þeir geta keypt minna fyrir peningana en fyrr, því að peningarnr falla í sífellu í verði. Þeir, sem taka lán, halda, að þeir hagnist á þessu verðfalli peninga, en gæta ekki að því, að bæði hækkar það í verði, sem kaupa á fyrir lánin, og vandasamara verður að útvega lánin. Eða hvaðan á að afla fjár til þeirra? Verðbólgan er meinsemd, vegna þess að hún knýr menn til skyndifjárfestinga, sem eru óhagkvæmar, bitnar einkum á sparifjáreigendum og þeim, sem hafa fastar peningatekjur, og veldur óánægju og óvissu. (Er krafan um „sterka menn“ ekki til marks um lausungina? Eru sigrar lýðskrumaranna ekki til marks um hana?) Allir tapa á verðbólgu nema örfáir aðstöðu- braskarar. íslenzkur hagfræð- ingur hefur áætlað, að lífskjör þjóðarinnar væru fjórðungi betri en þau eru, ef verðbólgan væri ekki. Verðbólgan verður til, vegna þess að stjórnmálamenn dæla peningum í óhófi út í atvinnulífið, og hún verður ekki læknuð nema með aðhaldi í peningamálum og ríkisfjármál- um. Og menn auka hana með óhóflegum kröfum um peninga, vegna þess að þeir búast við aukinni verðbólgu og loka þann- ig vítahringnum. Þennan víta- hring verðbólguviðbúnaðar verð- ur að rjúfa. Sannleikurinn er sá, að vöxtur þjóðarframleiðslunnar er að stöðvast verðbólgunnar vegna, íslendingar eru að drag- ast aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum. Getur verið, að ellefu alda tilraunin mistakist? Getur verið, að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar ljúki með ósigri? Þessi mál verður að taka alvarlega. En einn mesti vandi stjórnmála á íslandi er sá, að allt of fáir taka þau álvarlega. Stjórnmálamenn eru taldir trúð- ar, og stjórnmálabaráttan er talin marklaus skemmtun. Stjórnmálamennirnir eiga sumir nokkra sök, því að þeir „skjalla skrílsins vammir", eins og Hannes Hafstein komst að orði. En fjölmiðlungarnir eiga ekki síður sök, því að þeir velja úr til birtingar eða sýningar það, sem lágkúrulegast er í stjórnmála- baráttunni, svo sem ræðuna dæmalausu, sem Steingrímur Hermannsson hélt á framboðs- fundi á Þingeyri og sýnd var talninganóttina í sjónvarpinu. Og fjölmiðlungarnir leyfa vegna vanþekkingar sinnar stjórn- málamönnum ótrúlegar blekk- ingar. Sjálfstæðismenn hafa einnig orðið að sætta sig við það, að ríkisfjölmiðlungarnir væru þeim fjandsamlegir og misnot- uðu aðstöðu sína, svo sem Ög- mundur Jónasson sjónvarps- fréttamaður í frásögn frá stjórn- málum í ísrael skömmu fyrir kosningarnar. Hvað tekur við? Sumir segja, að kjósendur krefjist nýrrar „vinstri" stjórn- ar? Hverjir eru þessir kjósend- ur? Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið, sem lýstu því yfir fyrir kosningar, að þeir kysu „vinstri" stjórn, fengu saman 44,6% atkvæða. Áð þessari kröfu hníga vafasöm rök. Annað mál er það, að eðlilegast er að loknum kosningum af formanni Framsóknarflokksins að reyna að koma saman „vinstri" stjórn, hvort sem það tekst eða ekki. Ég spái því ef honum tekst það, að sú stjórn verði ekki langlíf. Hún hrekst frá vegna verðbólgunnar, því að hún getur eðli málsins samkvæmt ekki glímt við hana til sigurs nema grípa til þeirra ráða, sem Sjálfstæðisflokkurinn benti á í kosningabaráttunni: aðhalds í peningamálum og ríkisfjármálum. Og það blasir einnig við að loknum kosningum, að breyta verður kjördæmaskip- uninni. Misréttið er orðið of mikið til þess, að íbúar Suðvest- urlands þoli það lengur. Kosningadagar - koma eftir þessa kosningadaga, því að enn búa íslendingar í lýðræðisríki. Sjálfstæðisflokkurinn er lang- stærsti stjórnmálaflokkurinn, hann hefur forystu í hinni ævar- andi sjálfstæðisbaráttu, hann ber mikla ábyrgð. Hann vann ekki þessar kosningar, en hann vinnur hinar næstu, ef hann styrkir innviði sína, lætur mót- herjana ekki hrekja sig til und- anhalds og efnir ekki til óvinafagnaðar. Hann hefur engu að tapa, en allt að vinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.