Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 27 Hinn sterki leikmaður HSV Manny Kaltz á nú hvern stórleikinn af öðrum og er einn besti leikmaður liðs síns. Einvigi milli BayemogHSV ÞÝSKA deildarkeppnin er smám saman að breytast í allsherjar einvigi milli meistaranna Ham- burger SV og Bayern Mtinchen, en liðin eru jöfn að stigum eftir leiki helgarinnar og eru þremur stigum á undan þeim liðum sem næst koma. Bæði Bayern og HSV unnu auðvelda stórsigra um helg- ina og virðast tii alls líkleg. HSV iék aðeins á hálfum hraða gegn Leverkusen og skoraði samt þrívegis. Það gerðu Reiman (45), Hrubesch (75) og Memering (82). HSV hefur betri markatölu og skipar því efsta sætið um sinn. Bayern vann enn betri sigur á sterkari mótherja, Stuttgart. Rumenigge skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og þeir Paul Breitner og Dieter Höness skor- uðu sitt glæsimarkið hvor fyrir leikhlé. Þetta var ekki dagur Stuttgart, bæði Hansi Miiller og Bernd Förster skutu í stangir Bayern marksins. en Breitner bætti hins vegar fjórða marki liðsins við. Litum á úrslit leikja um helgina. HSV - B. Leverkusen 3-0 FC Köln - Werder Bremen 4-1 Frankfurt - B. Uerdringen 2-0 Kaisersl. - 1860 Múnchen 3-1 MSV Duisburg - Dortmund 1-0 Hertha Berlín - F. Dusseldorf 3-0 Bayern Munchen - Stuttgart 4-0 B. Mönch.gldb. - Braunsch. 1-1 VFL Bochum - Schalke 04 0-0 Frankfurt telst vera í þriðja sætinu vegna betri markatölu heldur en Köln og Dortmund. Frankfurt vann góðan en ekki mjög sannfærandi sigur gegn Bayer Uerdringen, sem varðist hetjulega lengst af. Borchers skor- aði fyrir Frankfurt á 50. mínútu og varamaðurinn Lotterman inn- • Köln gengur vel þessa dagana og þokast liðið upp töfluna. Hér fagnar markhæsti maður liðsins, Dieter Muller, einu af mörgum mörkum sinum. siglaði sigurinn skömmu fyrir leikslok. Dortmund féll niður í fimmta sætið vð hið óvænta tap gegn unglingaliði Duisburg. Flestir hinna reyndari leikmanna Duis- burg eru á sjúkralista þessa dag- ana og obbinn af leikmönnum liðsins eru táningar sem eru að leika sitt fyrsta keppnistímabil með aðalliðinu. Wolfgang Buttger- eit skoraði eina mark leiksins eftir hnitmiðaða fyrirgjöf landsliðs- kappans Bernd Dietz. Kom markið á 46. mínútu. FC Köln notaði tækifærið og skaust upp fyrir Dortmund, en Köln vann stórsigur gegn Werder Bremen. Tony Wood- cock þótti standa sig með ágætum í leiknum þó ekki tækist honum að skora. Yfirferð hans losaði um aðra leikmenn. Zimmerman, Múll- er og Schuster skoruðu fyrir Köln í fyrri hálfleik og Röber svaraði, en Strack rak endahnútinn á sigurinn með góðu langskoti á 85. mínútu. Leikur Kaiserslautern og 1860 Múnchen var fyrst og fremst leikur varamannanna, en bæði léku liðin án 5 fastamanna. Vara- menn Kaiserslautern reyndust sterkari heldur en varamenn 1860 og liðið halaði því inn tvö stig. Melzer, Pirrung og Benny Wendt skoruðu mörk Kaiserslautern, en Hofdietz skoraði eina mark 1860. Fæstir reiknuðu með því að Hertha myndi gera stóra hluti gegn Dússeldorf, sérstaklega þar sem liðið er nýbúið að selja marksæknasta leikmann sinn, Júrgen Miljewski. í hans stað var keyptur óþekktur kappi að nafni Paul Dorflinger og hann skoraði tvívegis gegn Dusseldorf og lagði grunnin að stórsigri Herthu sem vann sinn fyrsta leik í rúman mánuð. Þriðja markið var sjálfsmark Gerd Zimmerman. Loks er að geta leiks nágranna- liðanna Bochum og Schalke, en 30.000 manns fylltu leikvang Bochum, aðeins til þess að sofna yfir lélegum leik. Flestir vöknuðu þó í síðari hálfleik og þegar leiknum lauk voru flestir fyrir löngu á bak og burt. Staðan er nú þessi: Hamburger SV 16 9 5 2 35-15 23 Bayern Munchen 16 10 3 3 35-16 23 Eintr. Frankf. 16 10 0 6 33-19 20 FCKöln 16 8 4 4 34-25 20 Bor. Dortmund 16 9 2 5 31-24 20 FC Schalke 04 16 6 5 4 23-16 18 B. Mönch.gldb. 16 6 6 4 28-26 18 VFB Stuttgart 16 7 3 6 28-26 17 FC Kaisersl. 16 6 3 7 27-22 15 B. Uerdingen 16 6 3 7 20-26 15 B. Leverkusen 16 5 5 6 21-30 15 VFL Bochum 16 5 4 7 17-19 14 MSV Duisburg 16 5 3 8 19-30 13 Werder Bremen 16 5 3 8 21-35 13 F. Diisseld. 16 4 4 8 29-37 12 1860 Munchen 16 3 5 8 15-26 11 Hertha Berlin 16 3 5 8 16-28 11 Eintr. Braunsch. 16 3 4 9 16-28 10 Kempes valinn i spænska landsliðið? Mario Kempes, argentínska knattspyrnuhetjan, hefur nú fundið út, að hann á afa eða langafa sem er spænskur. Kem- pes hefur nú verið útilokaður frá argentínska landsliðinu vegna þess að hann leikur í Evrópu, nánar tiltekið með Valencia á Spáni. Það af leiðandi hefur hann skyndilega mikinn áhuga á þvi að breytast í Spánverja. Og víst er að alþýða manna á Spáni hefur ekki síður áhuga á því. Mál þetta er nú verið að kanna. Til eru fordæmi. Bæði Ruberi Cano og Francisko Martinez hafa komið til Spánar frá Argentínu og leikið með spænskum liðum við góðan orðstír. Þá hafa menn grafið það upp að þeir eiga spænska forfeður og báðir léku eftir það landsleiki fyrir Spán þó þeir væru fæddir og uppaldir í Argentínu. Stóri munurinn er hins vegar sá, að hvorki Cano eða Martinez höfðu leikið landsleiki fyrir Argentínu. Það hefur Kem- pes hins vegar gert, heldur betur, en sem kunnugt er var það Kempes sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn með tveim- ur mörkum í úrslitaleiknum gegn Hollandi. Rétt á meðan eru knattspyrnu- forráðamenn andvígir ráðabrugg- inu. En almenningur er hrifinn af hugmyndinni og almenningsálitið getur komið ótrúlegustu hlutum til leiðar. Hver veit því nema að Mario Kempes eigi eftir að leika á HM 1982 .... fyrir Spán! Fréttir úr ýmsum áttum í SÍÐUSTU viku kynntum við frú Yvonne McQueen fyrir lesendum blaðsins. Karlinn hennar er þó frægari þó að hann sé minna augnayndi en hann er miðvörður skoska landsliðsins í knattspyrnu. Þegar Austurríki og Skotland átt- ust við í landsleik á Hampden Park í Glasgow eigi alls fyrir löngu kom til kasta McQueen þegar skapóður og kófdrukkinn áhorfandi ákvað að stöðva leikinn, en það blés ekki byrlega fyrir Skotum þegar atvikið átti sér stað. Sá drukkni smaug fram hjá vörð- um laganna og hóf að brokka um völlinn. Honum urðu hins vegar á þau mistök að hlaupa fram hjá McQueen, sem að brá skjótt við og „rennitæklaði" kappann. Settist síðan ofan á hann þar til að löggan kom móð og másandi og járnaði kauða. McQueen fékk ekki gult spjald að þessu sinni, en fékk þó spjald síðar í leiknum fyrir mun vægari meðhöndlun á austur- rískum leikmanni! O O O O O Mark Dennis, 19 ára gamall bakvörður hjá Birmingham City, hlaut eldskírnina í knattspyrnu með aðalliðinu á merkilegan hátt þegar hann var aðeins 18 ára. Tíu mínútum áður en leikur átti að hefjast og leikmenn voru að brölta um í búningsklefanum, gerðist það að Jim Calderwood steig á sápu- stykki, féll á gólfið með tilþrifum og rotaðist. Þótti ófært að láta kappann leika að svo komnu máli og var Dennis dreginn í óðagoti í klefann og færður úr spjörunum. Stóð hann sig efitr atvikum vel, en var rekinn af leikvelli í næsta leik. Þetta minnir á að menn geta orðið fyrir meiðslum á hinn ótrú- legasta hátt. David Hayes, fyrir- liði Morton í Skotlandi, var t.d. að koma á æfingu eigi alls fyrir löngu, en er hann steig út úr bifreiðinni fyrir utan húsakynni Mortons, rak hann tána í eitthvað hart, féll við og út úr bifreiðinni með þeim afleiðingum að sauma varð mörg spor í handlegginn. Missti hann nokkra leiki fyrir vikið. Og frægt varð þegar Jean Trap- eniers, markvörður Antwerp í Belgíu, hoppaði í kæti sinni þegar lið hans skoraði. Hann lenti síðan illa og sneri sig um öklann og varð að yfirgefa leikvanginn. Var hann frá í margar vikur og komst síðan ekki í lið, þar sem varamarkvörð- urinn reyndist vera undrabarn! O O O Ö O Hugo Gatti, fyrrum landsliðs- markvörður Argentínu og rómaðu sérvitringur, komst í fréttirn r einu sinni sem oftar er lið hans, Boca Jouniors, tapaði úrslitaleik um Suður-Ameríku- titilinn fyrir Ólympíu frá Parag- uay. Staðan var þegar orðin eitt núll fyrir Ólympíu, þegar knöttur- inn barst skyndilega fyrir markið hjá Boca. Gatti kom þá æðandi út úr markinu og hugðist skalla knöttinn(!) frá. Það tókst ekki betur en svo, að Gatti skallaði knöttinn rakleiðis í eigið net við mikinn fögnuð Paraguay-manna, en lítinn fögnuð sinna manna, sem aldrei á ævi sinni höfðu séð aðrar eins aðfarir. O O O O O Ekki er öll vitleysan eins, það er víst öruggt. Furðulegt atvik átti sér stað í Júgóslavíu og hófst gamanið þegar leikmaður áhuga- mannaliðs nokkurs kvartaði yfir því við þorpsblaðið, að ekki hefði verið rétt frá sagt í umsögn þess um síðasta leikinn. Tvö efstu lið áhugamannadeildar höfðu þá leik- ið síðustu leiki sína og það lið sem stærstan vann sigurinn hlaut að verða efst þar sem stigatalan var jöfn. Annað liðið vann sinn leik 88—0, en liðið sem leikmaðurinn umræddi lék með vann hins vegar leik sinn 134—1! Það sem leikmanninum sárnaði var að blaðið hafði sagt hann hafa skorað aðeins 40 mörk í leiknum, en hann hélt því hins vegar fram að hann hefði skorað 59 mörk. Þessar umræður urðu til þess að farið var að rannsaka málið. Kom þá í ljós að dómari leiksins hafði gleymt hvað tímanaum leið og hafði leikurinn staðið yfir í 120 mínútur áður en dómarinn rank- aði við sér og sleit leiknum! O O O O O Max nokkur Merkel, kunnur knattspyrnuþjálfari, kann á hlut- ina. Fyrrum forseti Bayern Múnchen, Herr Neudecker, bauð Merkel starf framkvæmdastjóra Bayern, sem Merkel þáði með þökkum. Fékk hann fyrir sem svaraði 25.000 sterlingspund. Þeg- ar á hólminn var komið, voru hins vegar leikmenn Bayern mótfallnir Merkel og var því samningnum slitið en Merkel hélt eftir pening- unum í skaðabætur. Nokkrum dögum síðar gerðu forráðamenn Núrnberg hosur sínar grænar fyrir Merkel, sem sló til og skrifaði undir samning. En er til kom, reyndist einnig vera andstaða við Merkel hjá Núrnberg og enn urðu samningsslit. Þarna fékk Merkel um 85.000 sterlings- pund í skaðabætur. Svona er líka hægt að lifa lífinu greinilega. O O O O O Garrincha, einn fremsti knattspyrnumaður veraldar hér áður fyrr, var nýlega fluttur á sjúkrahús í heimalandi sínu, Brasilíu, Garrincha var fallinn í dásvefn og um var kennt óhóflegri áfengisneyslu. Fræ^ðina bar afar skjótt að garði hjá Garrincha og á árunum 1957—63 var hann talinn í flokki bestu framherja veraldar. Hann var fastamaður í landsliði Brasilíu, en hann réð ekkert við frægðina, hann kunni ekkert með hana að fara og í dag er hann í svefndái, allslaus. O O O O O Þegar síðasta keppnistímabil knattspyrnumanna hófst í Arg- entínu var að venju margt sem fyrir augu bar. T.d. varð að fresta einum leik í 25 mínútur þegar í ljós kom, að heimaliðið hafði gleymt að kríta völlinn. Þá gerðist það í öðrum leik, að gestaliðið ákvað í hálfleik að skipta um búninga, þar sem mikil drulla var á vellinum og aðalbúningarnir orðnir æði forugir. Þeir voru ekkert að taka með í reikninginn, að heimaliðið lék í hvítum peysum alveg eins og þeir klæddust sjálfir í hálfleik. Dómarinn var ekkert hrifinn af þessu, ekki síst þar sem númerin á hreinu peysunum voru hvít eins og liturinn á peysunum, þannig að ekkert sást! Voru kapp- arnir reknir þegar í stað inn aftur og í forugu peysurnar. O O O O O Diego Maradona er sannarlega vinsæll í heimalandi sínu. Eitt sinri er hann var rekinn af leik- velli, reif hann af sér skyrtuna og fleygði henni til nokkurra ungra drengja í stúkunni. í áflogunum um gripinn stórslösuðust tveir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.