Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 33 Ásdls Erlingsdóttir: Barnatími sjónvarpsins Þegar ég frétti að Bryndís Schram ætti að hafa umsjón með barnatíma sjónvarpsins, þá hugs- Dýrasta verkið á 5.miIB.kr. GRAFÍKSÝNING Myndkynningar var opnuð að Kjarvalsstöðum fyrir helgi, en það eru um 70 grafíkverk eftir marga fremstu listamenn nú- timans, eins og Picasso. Chagall, Miró og Dali. Þetta er fjórða alþjóðagrafíksýn- ingin sem Myndkynning setur upp hér á landi á s.l. fjórum árum og eru allar myndirnar til sölu. Dýrasta myndin kostar um 5 milljónir og er eftir Chagall. Sýningin verður opin næstu tvær vikurnar. aði ég með mér að hún hefði haft með að gera aðra tegund spurn- inga- og skemmtiþátta, þ.e.a.s. fyrir fullorðna. En það verð ég að segja að þeir þættir sem ég hefi séð undir hennar umsjón eru bæði fjölbreyttir og skemmtilegir og Bryndís leiftrar af starfsgleði, bæði falleg og frískleg á skermin- um. Aðeins í síðasta þættinum var ég svolítið foj út í Brandarabanka- stjórann, þegar hann lagði Guðs nafn við hégóma. En gat Bryndís gert að því? Nú eru jólin að nálgast og fæðingarhátíð Frelsarans í vænd- um. Ég vona að hátíðardagskráin á jóladag verði sönn hvíldar- og friðarhátíð í tilefni dagsins, en ekki jólasveinahátíð. Jesús Krist- ur var ekki jólasveinn. „Hann var Frelsari mannanna." Hann gekk um manna á meðal með boðskap Guðs í sínu nafni, og bauðst til að fyrirgefa manninum syndirnar og gefa honum nýjan anda og Orð til að lifa eftir. Hann lagði hendur yfir börnin og blessaði þau og sagði: Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðsríki. Og hvaða boðskapur til mannsins er fegurri en kærleikssamfélagið sem Krist- ur boðaði, t.d. að elska náungann eins og sjálfan sig, fyrirgefningin, tala sannleikann, en Ijúga ekki, stela og svíkja og fleira. Ég þekki enga foreldra sem vilja ekki gefa börnum sínum það besta sem til er, þó að í veikleika sé framkvæmt. Það væri ekki úr vegi að þeir sem ráða sjónvarpsefni við hæfi barna litu inn á barnasam- komur t.d. hjá Kirkjunni, KFUM og K, eða Hjálpræðishernum og ræddu síðan við Drottins þjóna sem þessu verki stjórna. Jóla- sveinaprógrammið, skrípla og fl. skemmtiefni við hæfi barna er nóg að byrja með á 2. í jólum. Það er vel hægt að segja við krakkana að í dag, jóladag, sé fæðingarhátíð Frelsarans, en á morgun komi jólasveinarnir af fjöllunum o.s.frv. Þó að hið stundlega og ytra mannsins barna eigi rétt á sér, þá þarf sú mettun í barnauppeldi að bygRjast á samfélagi við andleg verðmæti Fagnaðarerindisins. „Þá fer allt vel.“ Sæðingar á ám að hef jast 20 þúsund ær sæddar að þessu sinni frá þrem sæðingarstöðvum EIN merkasta nýjung í sauð- fjárrækt á seinni árum er það sem sauðfjárræktarmenn kalla „samstillt gangmár. Með ein- földum útbúnaði er hægt að stjórna fengitima ánna og þar með sauðburði. Hormon. sams- konar og notaður er í getnaðar- varnarpilluna er settur í svamp. Honum er komið fyrir i skeið ærinnar og hafður þar í 14 daga, þá er svampurinn tekinn út aftur og ærin beiðir eftir tvo sólar- hringa. Þá er sæðingarmaður eða hrútur kominn á vettvang, ærin ber síðan eftir rúmar 20 vikur ef allt hefur tiltekist eins og til var stofnað. Sæðingar á ám hefjast í þessari viku og reiknað er með að um 20 þúsund ær verði sæddar að þessu sinni, frá þrem sæðingarstöðvum. Svampar eru notaðir í meiri hluta ánna. Þá eru nú í fyrsta sinn gerðar tilraunir með djúpfryst sæði úr hrútum. Frá því að dr. Ólafur Dýrmundsson hóf tilraunir með „samstillt gangmál" á Hvanneyri fyrir 7 árum hefur orðið mjög ör þróun hér á landi undir handleiðslu hans. Fáeinir bændur hafa á undan- förnum árum stjórnað burðartíma allra sinna áa með þessari aðferð. Bændur sem hafa tiltölulega fáar ær kjósa að sauðburður taki ekki yfir langan tíma geta komið því svo fyrir að flestar ærnar beri á 3—4 dögum. Þó geta ær beitt upp, eins og gengur og gerist við eðlilegar aðstæður. Það má segja að opnast hefur möguleiki samhliða þessu, að láta ærnar bera á svo að segja hvaða tíma árs sem er og er það ekki svo lítils virði ef framleiða á páska- lömb fyrir erlenda markaði. Tilraunir hófust fyrir þrem ár- um í nautgriparæktinni með „samstillt gangmál". Árangur þeirra athugana lofar góðu. Þar eru miklir möguleikar að jafna burðartíma kúnna og þá um leið að draga úr þessum miklu árstíðarsveiflum í mjólkurfram- leiðslunni. (Fréttatilkynning) 3RAHAM 3REENE HIE ill MAN KU IOIÍ ðT" m % TH-COUP ofe !.*.»/! m- m c s Kst saiEK w JOHN Opdike ISAAC MSHHV'ISO SINGER IN MY KMHliR’S COUKI’ Nýjar metsölubækur frá Penguin Landsins mesta úrval. Sendum í póstkröfu. BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR Austurstræti 18 Sími 13135 ÚRVAL METSÖLUBÓKA í VASABROTI Sendum í póstkröfu A FonUM Orlt*wl TilKvjDESnæílKK HriliianM'(Hin4!P"iis. Mm'mg' NANC-Y FRIDAY kr. 2500.- JONES kr. 1.980.- kr. 1.800.- COROI YUUiO .liMtiiK'lino Susann kr. 2.085.- kr. 1.980.- kr. 1.800.- mD MXDMm, JOHN yb j. irvihg f. íHeSENSATIONAL — kr. 2.085.- yjOSEPH WWHlAHnn THE BLACK kr. 1.800.- COURT MARTIAL kr. 2.085.- kr. 2.085,- kr. 1.620.- kr. 1.625.- JamesA Michener THE Rl'«*» «TSKl.mt« OV t.K ONV Vm.I.ION HAKIKOV ER f<»pirs SOLO kr. 3.420.- HowardFast BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR Austurstræti 18 Sími 13135

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.