Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Gígjan hefur lít- ið fundið af loðnu GÍGJA RE 340 hélt úr hófn í Reykjavík á föstudaginn og var ferðinni heitið norður fyrir land til tilraunaveiða á loðnu. Eyjólf- ur Friðgerisson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun er um borð í Gígju og verður leiðang- ursstjóri, en Gígja verður vænt- anlega við loðnuveiðar og kann- anir fram að jólum. Á sunnudagskvöld var Gígja um 120 mílur norðaustur af Siglufirði Bill Holm á Kjarvalsstöðum BILL Holm verður á Kjarvals- stöðum i kvöld og mun fremja þar ljóðalestur ásamt tilheyrandi píanóleik og öðru þvi er hann kann að finna upp á. Samkoman hefst klukkan 20.30 og er öllum þeim er hafa áhuga á ljóðalestri hæfilega blönduðum gamni bent á að þetta er síðasta tækifærið til að hlýða á Bill hérlendis, en hann er á förum. Bill hefur verið prófessor í ensku við Háskóla íslands undanfarin miss- eri. og hafði þá lítið fundizt af loðnu og ekkert verið reynt að veiða. Eitt af markmiðunum með þessari ferð Gígjunnar er að finna hve langt austur loðnugöngurnar eru komnar. Sjómenn hafa mikinn áhuga á að fá að byrja loðnuveiðar strax eftir áramót og fá þá að veiða það magn, sem leyft verður að veiða utan hrognatímans, með- an loðnan er enn sæmilega feit. í þessum leiðangri Gígju verður kannað hvernig göngurnar haga sér á leiðinni austur, en undanfar- in ár hefur það verið mjög breyti- legt frá ári til árs hve langt austur og jafnvel suður loðnan hefur verið komin í janúarbyrjun. I haust voru gerðar verulegar breytingar á Gígjunni í Dan- mörku, m.a. sett ný aðalvél í skipið og nýjar ljósavélar, allt spilkerfi skipsins var endurnýjað o.fl. Eftir breytingarnar er reikn- að með að Gígjan beri tæp 800 tonn. Breytingunum í haust átti að ljúka mun fyrr en varð og kom skipið ekki til landsins fyrr en daginn áður en vertíðinni lauk 10. nóvember. Breytingarnar kostuðu um 500 milljónir króna. Knut Frydenlund: Viðræður við Islend- inga á næsta leiti KNUT Frydenlund, utanríkisráð- herra Noregs, sagði nýlega á fiskiþingi i Álasundi, að ríkis- stjórnin vonaðist til að ná sam- komulagi við íslendinga i Jan Mayen-málinu sem fyrst og að viðræður við íslendinga gætu hafist fljótlega eftir Alþingis- kosningarnar á fslandi 2. og 3. desember. Hveragerði: Bókamarkaður opnar í Eden Hveragerði, 10. desember. ÞORSTEINN Matthíasson rit- höfundur og fyrrverandi skólastjóri hefur opnað bóka- markað i Eden í Hveragerði og verður hann opinn daglega til jóla. Þar verða á boðstólum bæði nýútkomnar bækur og eldri bókmenntir. Þorsteinn hefur síðast liðið ár rekið bóka- og ritfangaverzlun í Hveragerði sem er til húsa á Bóli. Kaupfélag Árnesinga hefur undanfarin ár selt bækur síðustu dagana fyrir jól en hefur nú lagt niður þá þjón- ustu. Bókamarkaður Þorsteins kemur því í góðar þarfir. —Sigrún — Við munum stefna að því að fá íslendinga til að samþykkja norskt svæði við Jan Mayen, sagði Frydenlund. — Á móti erum við tilbúnir að gefa íslendingum veru- lega hlutdeild í fiskveiðum á Jan Mayen-svæðinu, sagði ráðherrann. Hann bætti því við, að samningar yrðu erfiðir og það hefði gert málin flóknari er Danir gerðu kröfu vegna hagsmuna Grænlands á þessu svæði. Á þessu fiskiþingi, sem haldið var í Sunmöre-fiskelag, var mikið rætt um íslenzka loðnustofninn og norsk-íslenzku síldina. Norskir fiskifræðingar voru gagnrýndir fyrir að viðurkenna að loðnan á Island — Jan Mayen-svæðinu væri af íslenzkum stofni án þess að hafa rannsakað það að nokkru marki sjálfir. Því var haldið fram á fundinum að þessi loðna gæti alveg eins verið komin frá Bjarn- areyju, Svalbarði eða úr Barents- hafi. Þá var friðun síldar vð Noreg gagnrýnd, fundarmenn sögðu að meiri síld væri í sjónum en fiskifræðingar héldu fram og með- an Norðmenn héldu að sér hönd- um veiddu aðrar þjóðir, þ.á m. íslendingar, þessa síld. Þá var bent á að tiltölulega lítið hefði verið veitt af síld við Noreg síðustu ár, en stofninn hefði lítið stækkað að mati fiskifræðinga, ,en selir og hvalategundir hins vegar lifað góðu lífi á síldinni, eins og segir í norska blaðinu Fiskaren. Jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar farin af stað HIN ÁRLEGA jólasöfnun Mæðra- styrksnefndarinnar í Reykjavík er nú hafin og hafa söfnunarlistar verið sendir í fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í borginni segir í frétt frá nefndinni. Þar segir ennfremur að það sé eindregin von nefndarinnar, að Reykvíkingar bregðist enn einu sinni vel við og láti nokkuð af hendi rakna til þess að nefndin geti létt hag og stutt við bakið á fjölmörgum efnalit- um heimilum hér í borg, sem eiga við margs konar erfiðleika að etja. Munu bæði einstæðar konur og efnalítil heimili njóta þeirrar aðstoðar, sem veitt verður á komandi jólum af fé því, sem vonast er til að safnist í desember. Ennfremur segir að mikla og brýna nauðsyn beri til, að nefndinni berist söfnunarféð sem fyrst svo að tryggt sé að það komi að notum nú fyrir jólin. Til að auðvelda einstakl- ingum og fyrirtækjum að koma fénu áleiðis hefur nefndin komið sér upp póstgírónúmeri sem er 36600-5. Á síðastaári tókst Mæðrastyrks- nefndinni að styðja við bakið á 265 efnalitlum aðilum í Reykjavík með fjárstyrkjum. Nefndin mun nú sem fyrr úthluta öllum góðum og hrein- um fatnaði til þeirra, sem á þurfa að halda. í því skyni veitir hún slíkum fatnaði móttöku, einkanlega er barnafatnaður vel þeginn. Skrifstofa nefndarinnar er að Njálsgötu 3 í Reykjavík og er síma- númer þar 14349. Skrifstofan verður opin fram til jóla virka daga milli 13-18. Þar sem bíllinn fór út af er kanturinn um 20 cm hár. h)08"1 K** Komst af eigin ramm- leik upp á bryggjuna Norðurvararbryggja er í miðri höfninni og fór billinn út af þar sem merkt er með hring og er dýpi þar 7,5 m. Sótti hjálp með- an hin héngu á bryggjunni TVÖ ungmenni frá Þorlákshöfn fórust si. laugardag er bíll, sem þau voru farþegar í fór fram af svonefndri Norðurvarar- bryggju í Þorlákshöfn um kl. 15 á laugardag. Fjórir aðrir voru i bílnum, ökumaðurinn 17 ára piltur og þrjár stúlkur 15—16 ára. Tókst einni þeirra að komast af eigin rammleik upp á bryggjuna, eftir dekkjum sem hanga á henni, til að sækja hjálp og var hinum þremur bjargað upp skömmu siðar. Þau sem fórust voru: Auður Jónsdóttur, 15 ára, Selvogsbraut 27, Þorlákshöfn og Guðni Gestur Ingimarsson, 17 ára, Oddabraut 15, Þorlákshöfn. Þau er komust út úr bílnum gátu haldið sér uppi er þau náðu taki á dekkjum á bryggjunni og hafði þá ökumaður bílsins dregið eina stúlkuna þangað eftir að henni hafði þá skotið upp skammt þar frá. Utgerðarmaður er var við vinnu í bát sínum við bryggjuna kom fyrstur á staðinn, sótti hjálp og kallaði út björgun- arsveit auk þess sem hringt var til lögreglunnar. Komu menn á vettvang eftir fáar mínútur og tókst að bjarga þeim þremur upp og koma þeim í hús og undir læknishendur, en ekki var talin ástæða til að flytja þau á sjúkra- hús þar sem meiðsli þeirra voru ekki teljandi. Guðni Sturlaugs- son, sá er kom fyrstur á staðinn, sagði að fjara hefði verið á er slysið varð og ljóst er að stúlkan sem komst upp á bryggjuna af eigin rammleik hefur sýnt mikið þrek þar sem hátt var upp. Sagði Guðni að fljótt hefði drifið að menn og því gengið fljótt og vel að bjarga fólkinu upp á bryggju og hlú að þeim. Kafari var og fenginn strax og fann hann bílinn þar sem hann var á botni hafnar- innar og lík þeirra er fórust. Norðurvararbryggja er L-laga og var mikil hálka er slysið varð. Bílnum var ekið fram bryggjuna og tókst ökumanni ekki að ná beygjunni er hann hugðist aka fram á bryggjuendann og skipti engum togum að bíllinn rann útaf. Aðeins eru um 6 vikur liðnar síðan piltur og stúlka frá Þor- lákshöfn létust er bíll þeirra fór fram af Suðurvararbryggju í Þor- lákshöfn. Sagði Ragnheiður Ól- afsdóttir fréttaritari Mbl. þar að allir íbúar Þorlákshafnar væru í sárum, það væri jafnan svo að þegar einn væri særður að þá væru allir íbúar í sárum, enda væri missir þessa unga fólks mikið áfall fyrir alla. Viðvörunar- og bannskilti verða sett upp í vikunni — til að sporna við umferð um hafnarsvæðið HAFN ARSTJÓRNIN í Þorláks- höfn kom saman til auka fundar i gær þar sem rætt var almennt um hvað skyldi gera í framhaldi af þeim slysum er orðið hafa í höfninni nú i haust. Benedikt Thorarensen formaður hafnar- stjórnarinnar sagði í samtali við Mbl. að eftir fyrra slysið hefði verið ákveðið að setja upp skilti við bryggurnar er bannaði alla óþarfa umferð við höfnina. Skiltin hafa verið í pöntun og geri ég ráð fyrir að þau verði tilbúin í vikunni og þá sett strax upp og er það í samvinnu við lögregluna, sem þessar aðgerðir voru ákveðnar, sagði Benedikt. Gestur Ámundason hafnarstjóri sagði að kanturinn á flestum bryggjunum í höfninni væri 20 cm hár og væri það í samræmi við aðrar hafnir og svo sem reglan mælti fyrir um. Bryggjuendar Gestur Ámundason hafnar- stjóri með kort af höfninni. væru þó gjarnan hærri eða 45 cm en þar legðust bátar ekki upp að. Væru kantar hærri en 20 cm yllu þeir vandræðum við uppskipun o.fl. og kváðu þeir Benedikt og Gestur því vart unnt að hækka þá. — Það sem við getum gert, sagði Benedikt, er að reka áróður fyrir því að menn séu ekki á ferli um bryggjurnar að óþörfu og við getum bannað óviðkomandi um- ferð eins og þegar hefur verið ákveðið að gera. Hefur mér einnig skilist í ráðuneytinu að slíkt sé fyrirhugað að gera út um allt land. Það er mjög erfitt í framkvæmd að loka eða útiloka algjörlega umferð frá bryggjum, því að bátar eru að koma og fara á öllum tímum og því teljum við að helst sé til ráða að fá almenningsálitið þannig með okkur að ekki skuli aðrir aka eða fara út á bryggjur en þeir sem þangað eiga erindi. Meðal íbúa í Þorlákshöfn er talað um að efla þurfi löggæslu í bænum og við höfnina og jafnvel banna þar alla umferð og sagði Stefán Gárðarsson skrifstofu- stjóri á skrifstofu Ölfushrepps að þessari kröfu ykist stöðugt fylgi og væri það mál hafnarstjórnar- innar að taka ákvörðun um hvort svo yrði gert. Ljóst væri þó að efla þyrfti löggæslu við höfnina á einhvern hátt og gat hann þess að lögreglan hefði ekki aðsetur í Þorlákshöfn, en komi frá Selfossi þegar hún væri kvödd til. Tæki þá 20—30 mínútur að fá hana á staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.