Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 13 25 íslenzkir lista- menn sýna á Ítalíu ÞANN tíunda desember næst- komandi verður opnuð sýning 25 íslenskra myndlistarmanna á Ítalíu. Sýningin ber heitið „ísland" og skipulögð af Gallerí Suðurgötu 7 og Zona Alternative Art Space í Flórens. Markmiðið með þessu framtaki er að gefa hugmynd um það sem er að gerast í íslenskri nýlist. í tilefni af þessum atburði hefur Gallerí Suðurgata 7 gefið út vandaða sýningaskrá. Aðalsteinn Ing- ólfsson ritar inngang og rekur þar þróun nýlistar síðastliðinna tveggja áratuga hérlendis. Auk myndefnis með formála eru verk eftir þá 25 listamenn sem taka þátt í sýningunni í Flórens. Þeir eru: Árni Páll Jóhannsson, Ásta Ólafsdóttir, Bjarni H. Þórarins- son, Daði Guðbjörnsson, Eggert Einarsson, Eggert Pétursson, Elín Magnúsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Grétar Reynisson, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lár- usson, Ingólfur Örn Arnarsson, Jón Karl Helgason, Kristinn Harðarson, Magnús Guðlaugs- son, Magnús Pálsson, Margrét Jónsdóttir, Niels Hafstein, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí, Sigríður Guðjónsdóttir, Sólveig Aðal- steinsdóttir, Steingrímur Ey- fjörð Kristmundsson, Steinunn Þórarinsdóttir og Sveinn Þor- geirsson. Sýningarskráin er 70 síður og þar sem hún er ekki síst ætluð fyrir erlendan markað er hún á ensku. Skráin er til sölu í bókaverslunum og í Gallerí Suð- urgötu 7 á meðan á sýningum stendur. Veittur var lítilsháttar styrkur til sýningarinnar frá mennta- mála- og utanríkisráðuneytinu. Einnig veittu Flugleiðir fyrir- greiðslu varðandi ferða og flutn- ingskostnað. WANG Wang tölvur eru ekki einungis hentugar viö kosningaspár, heldur einnig í fyrirtækjum og stofnunum stórum og smáum. Helstu kostir eru hraövirk vinnsla og einföld stjórnun taekjanna, sem gerir sérstaka tölvustjórnendur ónauösynlega. Notendur setja af staö þá vinnslu sem óskaö er eftir, meö því að svara á lykilboröi er líkist ritvél, einföldum spurningum sem birtast á skerminum. Eigum fyrirliggjandi ýmsar gerðir forrita t.d. fyrir: Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, birgðabókhald, launabókhald, verkfræöistofur, sveitarfélög. Hringiö og viö veitum allar upplýsingar um Wang rafreikna eöa komiö í heimsókn í tölvudeild okkar og sjáiö Wang aö störfum. heimilistæki hf Tölvudeild — Sætúni 8 — 24000 Qartsýni léttir þér liFí d eftir Norman Vincent Peaie í þýöingu Baldvins Þ. Kristjánssonar Þetta er bók um bjartsýni, nýjan lífsstíl sem veitir þér styrk til þess aö bjóöa öllu andstreymi byrginn og gefur þér nýjar vonir. Viljir þú lifa í þessum heimi og mæta hverjum degi meö ósvikinni trú og bjartsýni, þá er þessi bók ætluö þér. ÖRN&ÖRLYGUR VESTURGÖTU 42, SÍMI 25722 áfákifráum bók um fjörhesta- og menn eftir Sigurgeir Magnússon Sigurgeir segir frá fjölmörgum hestum og hestamönnum frá fyrri og seinni tíö. Hann hefur áöur ritaö mikið um hesta í blöö og tímarit og er þekktur hestamaöur og hefur margan galdinn folann gert aö gersemi. Bókin er skemmtileg aflestrar og á köflum skörp ádeila. ÖRN&ÖRDÆÍUR VESTURGÖTU 42, SÍMI25722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.