Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 11 með húð og hári. Straumur tískunnar er þungur og því oft erfitt að standast hann. Auglýsingar og tíska hafa áhrif á börn og fullorðna. Foreldrar eiga oft erfitt með að standast þrýsting barna hvert á annað. Sumir foreldrar láta því undan og kaupa skíðabúning fyrir 100 þús- und krónur, þó að þeir ættu fremur fjárhagsins vegna að kaupa ágætan búning á 50 þúsund — og án þess kannski að velta fyrir sér, hvaða uppeldisleg áhrif það getur haft á börnin, ef þeir láta sífellt undan þrýstingi þeirra. Aðrir freistast ef til vill til að kaupa stóran Strump, sem fyllir hálft herbergi barnsins, þó að barnið þyrfti miklu fremur á krossgátu og leikjabók að halda eða orðabók sem gæti aukið orða- forða þess og eflt hugtakaskilning þess. Möguleikarnir eru miklir á okk- ar tímum. Það er vandi að velja. Við megum ekki gefast upp og fórna höndum. Gott leikfang á réttum tíma í réttu samhengi getur haft sömu þýðingu fyrir andlegan þroska og vellíðan barnsins og rétt viðurværi fyrir líkamlegt heilbrigði þess. Alúð og umhyggja foreldranna, viðhorf þeirra og andrúmsloftið á heimil- inu er mikilvægur þáttur í þroska barnsins og umhverfið þarf að vera sköpunarþrá barnsins hvetj- andi afl. Áður fyrr fengu börn miklu fyrr að taka þátt i lifi og starfi fullorðinna, m.a. með þvi að heimsækja for- eldra á vinnustað, fá útskýringar á til- gangi og markmiði vinnunnar, i hverju hún væri fyrst og fremst fólgin o.s.frv. Umhverfi barna bæoi a neimuum og l nágrenninu er áhrifarikur þáttur í lifi þeirra. Það þarf að hafa hvetjandi áhrif til lcikja, sköpunar og rannsóknar. Timarnir breytast. Áður reyrðu menn leggi undir skóna sína í stað stálskauta á okkar dögum. Frá Hlíðarhúsum til Bjarma- lands er stórskemmtileg minn- ingabók, létt og leikandi frá- sögn, m.a. af nágrönnunum á Vesturgötunni og lífinu í Reykja- vík í upphafi aldarinnar, félög- unum og brekum þeirra og bernskuleikjum, námsárunum í Menntaskólanum og kennara- liði skólans, stjórnmálaafskipt- um og stofnun Alþýðusam- bands íslands á heimili foreldr- anna, aðdraganda að lausn sambandsmálsins við Dani, stofnun Jafnaðarmannafélags- ins og átökum í Alþýðuflokkn- um, sögulegri för höfundarins og Brynjólfs Bjarnasonar á 2. þing Alþjóðasambands Komm- únista i Leningrad 1920 o.fl. Auk þess að vera bráðskemmti- leg, hefur þessi bók mikið menningarsögulegt gildi. Hér er skráð mikil saga löngu liðinna tíma, — saga, sem nær óslitið yfir tvær aldir og spann- ar ágrip af sögu sex kynslóða. í samanþjöppuðu formi er hér sögð saga Eggerts Ólafssonar í Hergilsey og barna hans, rakin fjölmörg drög að ættum þeim, er að honum stóðu, og eins að konum hans. Og hér er að finna staðalýsingar, sem gera sögusviðið og lífsbaráttu fólksins Ijóslifandi. Þá mun engum gleymast örlög systr- anna Guðrúnar elstu og Stein- unnar, en þær eru ættmæður fjölmennra kynkvísla, svo margir geta hér fræðst um upp- runa sinn í sögu þeirra. Sú þjóðlífsmynd, sem hér er brugðið upp, má aldrei mást út né falla í gleymsku. ÁGRIP ÆTTARSAGNA HERGILSEYINGA » SKUGGSJA Þessi bók fjallar um efni, sem lítt hefur verið aðgengilegt ís- lenzkum lesendum til þessa. Sagt er frá lífi og störfum heims- kunnra vísindamanna, sem með vísindaafrekum sínum ruddu brautina og bægðu hungri, sjúkdómum og fátækt frá dyrum fjöldans. Þeir fórn- uðu lífi sínu og starfskröftum i þágu heildarinnar, sköpuðu nýja möguleika, sem þeir, er á eftir komu, gátu byggt á og aukið við. Ævikjör þessara frumherja vísindanna og hinar stórstígu framfarir í lyfja- og læknisfræði varðar okkur öll. í bókinni eru 20 teikningar af þessum kunnu vísindamönn- um gerðar af Eiríki Smith, list- málara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.