Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 MORöJh/ rafr/N(j % Maðurinn minn virðist hafa fengið iaunahækkun. Ég vissi alitaf að hugmyndin um garð á þakinu væri hreint fáránleg. Leiðiniegt til þess að vita, að maður skuli ekki hafa efni á þvi að bjóða konunni sinni í svona morgunverð. Jólin eru fyrir alla BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Talning slaga og lita og athug- un litalengda er snar þáttur spilsins og er ekki síður mikil- vægur í vörn en sókn. Áður en lengra er haldið ættu lesendur að byrgja spil suðurs og vesturs i spilinu að neðan. Gjafari suður, allir á hættu. Norður S. DG4 H. 743 T. Á92 L. D742 Vestur Austur S. K863 S. 102 H. K1082 H. G95 T. G654 T. K10873 L. 3 L. Á86 Suður S. Á975 H. ÁD6 T. D L. KG1095 Vestur spilar út hjartatvist gegn þrem gröndum eftir þessar sagnir: Suður 1 lauf, norður 2 lauf, suður 2 grönd og norður 3 grönd. Þú situr í austur, lætur gosann á útspilið og suður tekur slaginn með drottningu. Hann spilar laufkóng, sem þú gefur en í laufgosann lætur vestur spaðaáttu og þú tekur slaginn. En hvað svo? Margir munu eflaust spila hjartaníunni í von um, að vestur, sem greinilega spilaði út frá fjórlit, geti tekið þrjá slagi á hjartað og að fimmti slagur varn- arinnar fáist síðan á spaða en þar kallaði vestur jú með áttunni. Auðvitað getur vel verið, að gott sé að spila hjartanu en best er að athuga spilíð vel fyrst. Með fimm spil í spaðanum hefði vestur örugglega spilað þar út. Það og sagnirnar þýða, að bæði hann og sagnhafi eiga fjóra. Með útspilinu sagðist hann eiga fjögur hjörtu, fylgdi lit einu sinni í laufinu og spilin fjögur, sem eftir eru á hendi hans eru því tíglar. Af þessu leiðir, að suður á aðeins einn tígul þó ótrúlegt sé eftir grand- sögn hans. Auðvitað skiptir þú því í tígul. En bíddu við. Einspilið getur verið drottningin. Og til að vera alveg öruggur spilar þú kóngnum. Nú lítum við á spil suðurs og vesturs og sjáum, að spila verður kóngnum til að snúa vörn í sókn og koma í veg fyrir, að suður vinni sannkallað glannagame. COSPER )PIB CO.F h.l'l" 8159 COSPER Það er ótækt hve ferðir lestarinnar eru strjálar! Kæri Velvakandi! Nú eru kosningar afstaðnar og jólaamstrið hefur tekið við. Börn- in bíða með óþreyju eftir jólafríi skólanna og húsmæðurnar eftir að klukkan slái 6 á aðfangadag, þá verður allt stússið að vera búið. I barnatíma sjónvarpsins s.l. sunnudag var m.a. sungið um jólin. Þar var drepið á það að jólin væru á réttum tíma, bæru með sér ljós og yl. En þó áttu þau ekki að vera fyrir alla, ekki fyrr en frelsið ríkti um allan heim. Áf hverju var ekki rifjað upp hvers vegna við höldum jól? Hvers vegna var ekki sagt frá því að jólin eru ekki ljósin og ylurinn, þau eru ekki gjafirnar og umhverfið. Jólin eru fæð- L Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna kristjónsdóttir sneri á íslenzku 136 sperra upp augun í hryllingi þegar hún sá útganginn á honum. — Það hefur orðið slys, sagði Peters. — Það er kona hérna fyrir utan í bláum bii. Hún heitir frú Eileen Field. Náið í einhvern í hvelli. Nei... ekki ég.. þetta er blóð úr henni. í ringuireiðinni meðan tveir menn komu með börur og hóp- ur umkringdi þau var Eileen lyft upp og borin i flýti inn. Stúlkan hélt hún væri dáin og sneri sér við til þess að leita að manninum, sem hafði komið með hana. En hann var allur á bak og burt. Þeir höfðu breitt lak yfir Hkið. Lögreglumaðurinn lyfti því gætilega af og veik til hliðar fyrir Logan. Logan ieit niður á dáið andlit Madeleine Labouch- ere. Hann sneri sér 8ð yfir- manni lögregiunnar sem stóð álútur við hlið honum. — Þetta er ekki eiginkona min, sagði hann. Hann gekk fáeinr skref frá, i áttina til James Kelly og Janet sem biðu skammt frá. — Það er ekki Eileen, sagði Logan. Hann strauk sér yfir ennið. James sá að hönd hans skalf. — Það er önnur kona, hún hefur verið skotin í mag- ann. Lögregl u maðu ri n n hafði slegizt í hóp þeirra. — M. Field, sagði hann — við erum sannfærðir um að eiginkonu yðar var haldið hér fanginni. Það er dauður AI- sirmaður inni í húsinu og mjög fullkomið senditæki. Það er augljóst að handsprcngju hefur verið kastað í bílskúrnum og þar eru líkamsleifar. Ég held að bezt sé að þér farið með vinum yðar og bíðið i aðalstöðvunum. Hann hikaði. Það hafði kom- ið óþægilega fyrir hvernig Log- an hafði Htið á Hk stúlkunnar. Það hafði ekki hvarflað að Logan né heldur yfirmanninum að Hkamsleifar þær sem var að finna i bilskúrnum væru af Eileen. Janet hafði ekki dirfzt að koma nærri. Hún stóð álengdar, svo föl yfirlitum að Logan heyrði James spyrja hana hvort henni væri að verða illt. Hann skeytti sjálfur ekki að gá að hver væri hennar liðan. Ilún hefði ekki átt að koma með i þessa ferð og alls ekki til hússins. Ef hún reyndi að vekja athygli á sjálfri sér með því að líða í ómegin, þá var það hennar mál. Hann struns- aði frá þeim í áttina að bíinum og lét James um að lciða hana á eftir. Þau óku í fullkominni þögn niður á aðalstöðina. Þeim var vísað inn í skrifstofu lög- reglustjórans og þéim var borið kaffi og koníak. Janet hellti í glösin. Hún rétti citt að Logan. — Ég held hún sé á lífi, sagði hún hljóðlega. Logan leit á hana blóðrjóður af bræði. — Þetta er einhver asna- legasti og ónærgætnasta fuli- yrðing... - M. Field! Hann sneri sér að lögreglu- manninum sem birtist i dyrun- um. Hann hrópaði yfir sig í hugaræsing. - M. Field. The Pasteru Hospital var að hringja inn skýrslu um konu með þessu nafni sem var færð á sjúkrahús- ið fyrir um það bil tuttugu mtnútum. Við förum samstund- is til sjúkrahússins! Logan þeyttist að dyrunum og James kom á eftir. Janet hreyfði sig ekki. James sneri sér við og kallaði til hennar. — Komdu með. Viltu ekki koma? Hún hristi höfuðið. — Nei. Nú er honum borgið. Ég fer heim til Englands. Ef Logan kærir sig um veit hann hvar mig er að finna. Hún yppti öxlum og reyndi að kreista fram bros. — Farðu með honum, James. Og ég óska alls góðs. Láttu Logan ekki ýta þér til hliðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.