Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 19 Ólafsvík; Blíðviðri og snjó- laust er í byggð ólafsvík. 10. desember. SNJÓLAUST má heita hér í byggð á Snæfellsnesi. Nokkur snjór er á Fróðárheiði og víða er hálka. Sérleyfisferðir Helga Pét- urssonar halda enn uppi sumar- áætlun og er almenn ánægja hér vestra með þá auknu þjónustu, en það eru sjö ferðir í viku í stað þriggja á venjulegri vetraráætl- un. Blíðviðri er hér í dag og engin Þrír hátar enn á síldveiðum ÞRIR bátar eru enn á síldveiðum með hringnót, en tveir þeirra eru langt komnir með að fylla kvóta sinn. Síldin, sem fékkst í síðustu viku, var sæmilegt hráefni, en er þó nokkuð farin að horast. Síldarafl- inn í haust og vetur er nú orðinn um 43 þúsund tonn, 19.200 fengust í reknet, en afli hringnótabáta er rétt innan við 24 þúsund lestir. merki þess að vetur konungur ætli að setja hömlur á samgöngur að sinni. Laugardaginn 1. desember s.l. fóru nemendur og kennar^r tón- listarskólans hér, alls um 60 manns, í heimsókn til félaga sinna í Stykkishólmi, til þess að þeyta með þeim lúðra og spila á önnur hljóðfæri, auk þess að syngja saman og njóta góðs félagsskapar. Ferðin tókst hið bezta og rómaði hópurinn mjög umönnun og gest- risni alla hjá Hólmurum. Heim- sóknin var svo endurgoldin um síðustu helgi er nemendur úr tónlistarskóla Stykkishólms komu hingað. Kvenfélag Ólafsvíkur gekkst fyrir aðventusamkomu í Ólafsvík- urkirkju á sunnudagskvöld. Var margt á dagskrá svo sem kórsöng- ur, einsöngur, upplestur og sam- leikur á orgel og flautu. Einnig flutti sóknarpresturinn séra Árni Bergur Sigurbjörnsson hugvekju og fluttur var helgileikur. Húsfyíl- ir var og sömuleiðis við kaffisölu sem konurnar höfðu í safnaðar- heimilinu er samkomunni lauk. — Helgi. Ný saumastofa að Laugabakka; Mun veita 6—8 konum atvinnu Þeir voru margir sem vildu njóta ges'trisni veitingamanna í Brauðba' á sunnudag og komu þangað 1350 manns. Miklar biðraðir mynduðust og taldist flest vera um 240 manns i henni. I.jósmynd Mhi. H.w Brauðbær 15 ára; 1350 manns komu í mat á 9 klukkutímum VEITINGAHÚSIÐ Brauðbær er 15 ára um þessar mundir. í tilefni afmælisins var öllum gestum hússins boðið að borða rétti fyrir það verð sem prentað var á fyrsta matseðli hússins, t.d. kostaði hamborgari með öllu 90 krónur. Alls komu 1350 manns til að njóta gestrisini hússins að sögn Bjarna Árna- sonar, eins eiganda staðarins, en á venjulegum sunnudegi á þessum tíma koma á bilinu 200 — 300 manns. í kassann komu alls 262.510 krónur, en til samanburðar má geta þess að á Þorláksmessu fyrir 15 árum komu 100.137.60 krónur í kassan og heildarveltan í desember það ár var 567.101.25 krónur. Undir venjulegum kringumstæðum er velta staðar- ins á sunnudegi sem þessum í kringum ein milljón króna. Bjarni sagði að rekstrarlegt tap Brauðbæjar vegna dagsins næmi ríflega 2.1 milljón króna. Hann sagði ennfremur að Brauðbær myndi fara þess á leit við yfirvöld að aðeins yrði greiddur söluskattur af þessu í samræmi við það sem hann var fyrir fimmtán árum. Þá gat Bjarni þess að allir starfsmenn veitingahússins hefðu gefið eftirvinnu sína í tilefni afmælisins og til gamans mætti geta þess að tímakaupið fyrir 15 árum hefði verið 32 krónur. Rafiðnaðarmenn vilja sérsamninga um kaupið „ÉG reikna með að þegar stofan er komin á fulla ferð muni hún veita 6—8 konum atvinnu,“ sagði Svanhvít Sigurðardóttir, sem veita mun forstöðu nýrri sauma- stofu að Laugabakka í Miðfirði, i samtali við Mbl. i gær. „Við munum eingöngu sauma flíkur úr ullarvoð, eins og peysur og þess háttar til útflutnings. Við höfum gert samning við Pólar- prjón á Blönduósi um að kaupa af þeim ullarvoð sem við síðan saum- um úr. Þeir kaupa síðan af okkur Árangurslaus leit að sjómanninum í Hull EKKERT hefur spurzt til Frið- riks Ásmundssonar stýrimanns á Sigurbergi GK, en hann hvarf í Hull í Englandi miðvikudags- kvöldið fyrir tæpum hálfum mán- uði. Brezk lögregluyfirvöld hafa skipulagt víðtæka leit að Friðriki, en hún hefur enn ekki borið árangur. vörurnar og selja áfram til Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga og Álafoss, sem flytja hana út,“ sagði Svanhvít ennfremur. Hún sagði aðspurð að stefnt væri að því að saumastofan tæki til starfa þegar upp úr áramótun- um og yrði til húsa í leiguhúsnæði að Laugabakka eins og áður sagði. Vélarnar sem keyptar eru frá Pfaff í Reykjavík kosta milli 4—5 milljónir króna. „ALGJÖR samstaða er innan Rafiðnaðarsambands tslands um það, að nauðsynlegt sé, að sam- bandið semji sérstaklega við við- semjendur sina um breytingar á grunnkaupi og um ýmis launa- hlutföll,“ sagði Magnús Geirsson. formaður Rafiðnaðarsambands- ins í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum einnig sammála um það. að samflot eigi að eiga sér stað innan ASÍ um verðtrygg- ingu og eins um hugsanlegar breytingar á skattalöggjöf, sem snúa að ríkisvaldi." Magnús Geirsson kvað Rafiðn- aðarsambandið hafa látið fara fram kjarakönnun meðal félags- manna sinna með því, að gögn voru send hverjum félagsmanni. Magnús kvað alla sammála um, að samflot undanfarinna ára hafi verið gallað og með því hafi ekki fengizt nauðsynlegar lagfæringar kjaramálanna. Morgunblaðið spurði Magnús, hvort þessi af- staða rafiðnaðarmanna kynni að hafa áhrif á önnur sambönd og félög innan ASÍ. Magnús kvað þann frest, sem gefinn hefði verið á kjaramálaráðstefnu ASÍ nú um helgina, geta haft það í för með sér, að einstök sambönd fari að móta frekari kröfur og kvað hann niðurstöðuna geta orðið þá, að þegar 11. janúar rynni upp, yrði erfiðara en áður að ná samstöðu um samflot. INNLENT Kennarar gefa „stílapeninga64 ALMENN söfnun stendur nú yfir anum í Breiðholti í tengslum bágstöddum í Kambódíu. Að sögn Guðmundar Sveins- sonar skólameistara hafa þegar safnast nokkrar fjárhæðir og allmargir kennarar ákveðið að gefa svokallaða „stílapeninga" til söfnunarinnar. Stílapeningar eru peningar sem kennarar fá greidda í desember í beinu sam- bandi við hversu marga nemend- meðal kennara í Fjölbrautaskól- við landssöfnunina til hjálpar ur þeir hafa í hverjum bekk, svo og fyrir þá vinnu sem þeir hafa lagt fram í sambandi við yfirferð á stílum og heimaverkefnum nemenda. Guðmundur sagði það hafa komið til tals að stíla- peningar allra kennara gengju beint til söfnunarinnar, en ekki náðst um það samstaða. Falið vald eftir Jóhannes Björn Höfundurinn er ungur íslendingur sem leggur stund á félagsfræöi viö erlenda háskóla. Hann segir frá því hverjir hafi völdin á bak viö tjöldin og án efa munu upplýsingar hans vekja ugg og reiöi og gífurlegt umtal. Hór er nýju Ijósi varpað á margt sem mönnum var hulið ORN &ORIYCUR VESTURCÖTU 42, SÍMI25722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.