Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVN BLAÐIÐ Föstudagur 12. október 1962 ' Dúður af milljónum ROLLS-ROYCE, Kádiljákur, Thunderbird og Chrysler aka frá hvítu og fallegu húsinu sem leigt er fyrir 1000 dali á mánuði og var um skeið bú- staður keisarans í Persíu. Bíla- lestin þýtur gegnum raðir af æpandi táningum og upp að hliðinu á kvikmyndaverinu. Elvis Presley er kominn á vinnustað. Hann er bæði reglu maður 4 tóbak og áfengi og er stundum nefndur „frílausi“- milljónamæringurinn. Stúlkur, stúlkur, stúlkur Allir fjórir bílarnir tilheyra Presley. Þeir eru fullsetnir af vinum hans, fjölskyldu og einkastarfsfólki. Enginn kem- ur auga á Presley sjálfan, en það stafar af því að hann ligg ur á gólfinu í Kádiljáknum með nefið ofan í hvíta skinn- ábreiðu, ti! þess að aðdáendur hans komi ekki auga á hann. — Það er alls ekki vegna þess að Elvis vilji ekki láta aðdáendur sína sjá sig, segir varðmaðurinn við hliðið, — en ef þeir fá auga á hann er alveg fullvíst að þeir kasti sér á götuna fyrir.framan bifreið- ina til þess að fá hana til þess að nema staðar, — það kemur oft fyrir. Og þegar Elvis er loks kom- inn heilu og höldnu bak við hlið kvikmyndaversins getur hann byrjað að vinna við átt- undu kvikmyndina síðan hann losnaði úr hernum, fyrir tveim árum. Kvikmyndin heitir „Stúlkur, stúlkur stúlkur — ekki afleit.ur titill það. Síminn upptekinn Ekki iíður langur tími þar til skiptiborðið er allt upp- tekið. Stúlkur á aldrinum 16—20 ára hringja í von um að fá að heyra í Elvis sjálfum. Sumar segjast heita Brigitte Bardot — aðrar Elizabeth Taylor en ekkert dugar. Elvis fer aldrei sjálfur í símann. Joe Esposito vinur hans úr hernum hefur þann starfa að losa Elvis við þannig lagað. Hinir vinirnir og frændurnir hafa einhver önnur störf, ann- ast innkaup, elda matinn o.þ.u.l. Tom Parker ofursti hef ur auga með fjármálunum. Við leggjum 2 millj. dala i bankann á næstu 5 árum, seg- ir hann stoltur. 6% tii Elvis Elvis sér sjálfur ekki mikið af þeim peningum sem hann vinnur fyrir. Helmingur tekn- anna fer í skatta, stór hluti af því sem eftir er, fer í launa greiðslur, ýmiss konar þókn- anir og tii Parkers ofursta. Og það sem verður eftir handa Elvis sjáifum, er ekki nema 6%. Samt sem áður hefur hann ráð á því að hafa einskonar hirð. Hvar sem hann fer fylgja vinir hans með honum, t. d. til Hawaii er „Blue Hawaii“ var tekin, eða til Miami. Elvis finnst hann ekki vera heima hjá sér nema hann hafi allan hópinn í kringum sig. Aftur á móti eru vinkonur hans ekki eins hrifnar af hirðinni. Ein af þeim, Tennesee-stúlkan Anita Wood, sem þekkt hefur Presley síðan hann var vöru- bílstjóri, fylgdist eitt sinn með honum til Hollywood. Hún sagði: Elvis er ekki sá sami. Hann er alltaf umkringdur af þessum strákum. Hver vill Elvis Presley hundeltur giftast manni sem er alltaf með heilan flokk af ungum mönnum í kringum sig . . . Sjónvarp í bifreiðinni Elvis Presley ' er 27 ára gamall. Það kemur einstöku sinnum fyrir að hann fari út með stúlku án þess að hafa vini sína með. En þá fer hann ekki á veitingastaði, aðeins í ökuferð í Kádiljáknum. Öðru vísi getur það ekki verið því Presley getur ekki sýnt sig á opinberum stöðum. Aðeins tveir veitingastaðir geta stært sig af því að fá ein- stöku sinnum heimsókn af Presley. Annar er aðeins fyrir sviðsstarfsmenn, en hinn lítill, ítalskur veitingastaður. Eig- endur beggja staðanna hafa svarið þess dýran eið að láta aldrei uppskátt um hvenær Presley er í heimsókn. Ef þeir þeir gerðu það hefðu þeir báð- ir séð hann í síðasta sinn. En ekki einu sinni á þessa staði getur Presley tekið stúlku með sér, og þess vegna er Kádiljákurinn ramminn um einkalíf hans. En það er enginn venjulegur Kádiljákur, Hann keypti band. Þar að auki hefi ég ekki ennþá hitt neina stúlku sem mér hefur þótt nægilega vænt um. Ég kvænist ugglaust ein- hvern daginn — á hinu rétta augnabhki hinni réttu stúlku! Ef Presley er spurður hve lengi hann ætli að halda áfram að lifa þessu gullna lífi sínu svarar hann: Það er aðeins einn sem veit það og Hann er ekki hægt að tala við per- sónulega. Sannleikurinn er sá að Presley gæti hætt að vinna í dag og lifað um aldur og ævi af peningum þeim sem hann nú þegar á í banka. Þessu marki hefur verið ná á sl. 2 árum. Hann var ekki milljónamæringur þegar hann gekk í hennn, þótt hann hefði þá sungið inn á 10 plötur, sem hver um sig hefur verið seld í milljónaupplagi og verið með í fjórum kvikmyndum. En nú á hann, fyrir utan upplagi. Og kvikmyndir hans virðast einnig hitta í mark . . . Góð verzlun Hús það í Mem>-’ ■ gem Elvis Presley á, er a u-.Jlu- lega afskekktum stað og þang- að lá áður mjög ógreiðfær vegur, en hann varð að gera við hann því umferð varð mikil af fólki, sem kom til þess að sjá húsið hans. Og þegar vegurinn hafði verið lagfærður jólcst umferðin að miklum mun. Rétt á móti húsi Presleys er einhver náungi að byggja lítil hús með görðum í kring og selur þau fyrir 7 þús. dali hvert. Dag nokkurn sá Prest- ley mann vera eitthvað að snuðra í garðinum, og tína lauf af trjánum. Sendi hann Tom ofursta út til þess að kanna málið. Og er Tom spurði manninn hvað hann væri að gera, svaraði maður- inn: Ég nef mjög góða verzl- un í New York, þar sem ég sel blöð af trjánum úr garði Elvis Presleys fyrir 10 dali stykkið. Og þar sem ofurstinn hefur sjálfur gott auga fyrir slíku lét hann manninn óáreittan við lauftínsluna. Ef Presley segir eitt orð kvenfólk hann á sl. ári fyrir 12 þús. dali og þegar hann ætlaði að selja hann aftur í ár voru honum boðnir 4.500 dalir í hann. En hann kvaðst ekki vilja tapa svo miklu á sölunni og lét þess vegna breyta hon- um. í stað baksætisins var mjúkum sófa komið fyrir í hálfhring. Þá lét hann smíða bar með súkkulaði og svala- drykkjum en engu áfengi. Prestley drekkur ekki. Bíll- inn er klæddur með gullvefn- aði að innan. Það er sjónvarp og stereofónískur plötuspilari með hi-fi hljómi. — Síðasta stúlkan sem fór í ökuferð í bílnum var tilvonandi kvik- myndastjarna, Stella Stevens. Hún fékk hamborgara og mjólkurhnsting, hlustaði á plötur og horfði á sjónvarp á meðan þau óku klukkustund- um saman um Hollywood. er piparsveinn Bíllinn kom aldrei í nám- unda við heimili Presleys. Hann segir sjálfur. Ég er pipar sveinn og hef hugsað mér að halda áfram að vera það enn um sinn. Ég hefi ekki tíma til þess að hugsa um hjóna- íbúðina í Hollywood, búgarð sem kostaði 40 þús. dali, nokkra Kádiljáka er hafa kost að hann 3—-4 þús. dali stykkið og hann notar 4 þús. dali ár- lega í fatnað. í tvö ár hefur Elvis Prestley haft svo mikið að gera að það hefði gert út af við flesta. Hann hefur sung- ið, dansað og verið gamanleik ari í fjölda kvikmynda, G. I. Blues, Piaming Star, Wild in the country o. s. frv. Ástæðan fyrir því að hann hefur lagt svo mikið á sig er e. t. v. sú að plötufyrirtæki hans var áhyggjufullt út af að vera hans í hernum kynni að valda þverrandi vinsæld- um hans, hann hefði e. t. v. misst takið á táningunum. En þegar hann kom heim úr hern um gekk hann inn í plötufyrir- tækið í Memphis, Tennesee eins og hann hefði aldrei farið neitt. Rödd hans var orðin þroskaðri, náði yfir stærra tón svið og var öruggari. Og fyrsta platan „Are you lonesome to night“ fór um landið eins og eldur í sinu. Fyrsta milljónin seldist á einum degi. Allar þær plötur sem hann hefur sungið inn á hafa einn selzt í milljóna við eínhverja stúlku í verzlun eða lyftu gera þær allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að ná tali af honum aftur. Lyftustúlka frá Holly- wood flaug til Miami til að reyna að hitta hann, önnur frá Chicago og ein frá New York. Einkaritari Prestleys, Tom DisKin segir: Þegar þær koma svona langt að er ómögu legt að íleygja þeim út. Elvis talar við þær allar í 10 mínút ur og hringir síðan á mig, til þess að ég geti komið þeim út. Og nvað skyldi Presley sjálfum fmnast um þessi und- arlegu stúlkubörn? Hann svar ar einfaldlega þessu: Ef það væri ekki fyrir þessi tauga- veikluðu stúlkubörn væri ég ekki sú stjarna, sem ég er í dag! Lögreglan hefur stöðugan vörð í krmgum húsið hans. Það er aidrei að vita hvað getur gerzt.. Ferðafólk er allt- af að aka framhjá í von um að fá að sjá hetjuna. Og á hverjum morgni ekur bíla- lestin út um rafmagnshliðin. En Elvis sézt aldrei. Hann liggur allt.af á gólfinu í Kódi- ljúknum 4 hvíta skinnteppinu. . Leifur Sveinsson: Svar tíl Þjóðviljans í ÞJÓÐVILJANUM 6. okt. er en fyrir plötur frá Vestur- Evrópu. vikið lítilega að grein, er ég reit í Mbl. 5 okt. og nefndi „Þil- plötuhneykslið". Hjá hinum nafnlausa greinarhöfundi Þjóð- viljans, sem að sjálfsögðu kenn- ir sig við austrið, gætir mikils misskilninigs. Sennilegt er að skuggi smán- armúrsins í Berlín falli svo þungt á Þjóðviljamenn þessa dagana að rökrétt hugsun reyn- ist 'þeim u-m megn. F.r þeim því nokkur vorkunn. Engu að síður skal hér bætt úr misskilningi þessum og rifjað ur upp gangur þilplötumálsins frá byrjun íslendingar flytja inn þilplötur frá Austur Evrópu og greiða fyrir þær 30—40% hærra verð Síðan lýsir Ægir Ólafsson, for- stjóri fyrir Mars Trading Co. því yfir í Þjóðviljanum, að engu sé um að kenna nema slóða- skap umboðsmanna Austur- Evrópufyrirtækja, ef þeir gætu eigi þ..’kKt verði Austan-vara niður í heimsmarkaðsverð. Bjuggust nú allir við verð- lækkun á þilplötum austan- manna, en allt er óbreytt enn þá, nema hvað slóðanafnið er á góðri leið með að festast við umboðsmennina austrænu, m a. Ægi Ólafsson. Nú velta menn þvi fyrir sér, hvað geti fengið nenn eins og Ægi til að liggja unö-" slóða- nefnin0u lengi. Ýmsar skýringar hafa verið gefnar á þessu, og er ein þeirra líklegust: „Þegar Alþjóðasamband Komm unista -vað að reisa höfuð- stöðvar sínar á íslandi að Lauga- veg 18 í Reykjavík var bygg- ingakostnaður hússins áætlaður 6 millj. — Við endanlegt upp- gjör reyndist hann vera 13 milljónir. Neitaði nú Alþjóðasambandið •að greiða hina 7 mdlljóna kr. viðbót, nema unnt væri að hækka verð á einihverri vöru austrænni sem þeir flyttu til íslands, og ná þannig inn við- bótarupphæðinni. Urðu þilplötur fyrir valinu og verð þeirra látið standa 30—40% hærra en heimsmarkaðsverð. Greiða húsbyggjendur því 25—30 krónur af hverri þilplötu til „Rúblunnar' að Laugaveg 18. Ef þessi skýring reynist rc'.t, er hart til þess að vita, að lýð- ræðisstjórn sú, sem nú fer rmð völd í landinu skyldi menn þannig til að standa í tveim hús byggingum, er ætlun þeirra var að ráðast aðeins í eina. Því er það vissulega rétt, sem Þjóðviilj'inn bendir á, — „Að 'hús viðreisnarinnar fær eigi staðizt með slíkum SMÁNAR- ÞILJUM". Kaupmannahöfn 8. október 1962 Leifur Sveinsson • FJÆR VENUSI Washington 10. okt. (NTB) Bandaríska geimrannsóknastofn- unin tiikynnti i dag, að geim- farið Mariner II. sem nú er á leið til Venusar myndi fara fram hjá plánetunni í um 33,600 km fjar- lægð i stað 14,400 km fjarlægðar eins og ráðgert hafðl verið. Talið er þó að þetta muni ekki draga úr mikilvægi þeirra visindalegu rannsókna, sem geimfarinu er setl- að að framkvæma. Sendiráð Sovétríkj anna í Shan^ka^* lokað. Peking 10. okt. (NTB). SENDIRÁÐSSKRIFSTOFUM Sovétríkjanna í Shanghai var lok aff 28. september sl. og starfs- fólk þess er nú aff búa sig til heimferffar. Verzlunar- og sigl- ingarmálafulltrúar Sovétríkjanraa starfa enn í borginni. Það var sendiráðsstarfsmaður, sem kom til Peking frá Shang- hai, sem skýrði frá þessu í dag, Sagði hann að blöðin í Shanghai hefðu sagt frá því í tveimur lín- um, að Sovétrikin hefðu ákveðið að loka sendiráði sínu í borg- inni. Útlendingar í Peking geta eikki verið áskrifendur að blöð- um, sem gefin eru út annars- staðar í landinu. ___

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.