Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 6
6 M OKG1J Nfíl/AÐIÐ Fostudagur 12. obtóber 1962 Stjórnarírumvarp um jónandi geisa, iögreglumenn o. fl. lítgjaldaaukning af hverju manns1 barni í landinu um tuttugu pús. kr Þeir kunna ekki * „ÞJÓÐVILJINN“ skýrði Ifrá því í gær, í fjögurra dálka frétt á forsíðu, að nú sé svo komið með hinu nýja frumvarpi til fjár- laga, að útgjaldaaukningin frá síðasta ári nemi 20.000 — tuttugu þúsund — krón um á hvert mannsbarn. Oft hefur málgagn kommúnista gengið fetinu framar í hinum barnalega áróðri sínum en venjuleg- ir menn fá skilið, en að þessari síðustu frétt þeirra hlær sennilega hvert ein- asta skólabarn á öllu land- inu. A. m. k. er víst, að enginn fengi fullnaðar- próf úr barnaskóla með þeirri stærðfræðiþekkingu, sem „hagfræðingar“ „Þjóð- viljans“ hafa til að bera — kunna ekki einu sinni venjulega deilingu. íslendingar munu vera um 170.000 talsins og nið- urstöðutölur fjárlaga nú — að meðtalinni aukning- unni frá í fyrra — eru 2.126.175.000 kr. Deili nú hver, sem vill. Útkoman er kr. 12.506.— Hækkunin frá í fyrra á fjárlögum er hins vegar 347.5 millj. kr. — og sé deslt í þá upphæð með 170.000, þá er útkom- an 2044 kr. Það er aukn- ingin á mannsbarn, svo not deilingu i að sé orðalag „Þjóðvilj- j ans“. Hins vegar ber auð- ■, vitað að taka tillit til þess, ,1 að fyrirtæki og stofnanir hera meginhluta skatta þeirra, sem taldir eru með í fjárlögum, svo hæpið er í að tala um „meðalta! á mannsbarn“. Er ekki tími til kominn ' fyrir Þjóðviljamenn að fá 1 sér reiknivél — eða bara leita þá aðstoðar næsta skólabarns, sem þeir rek- | ast á, á götunni. Það getur vafalaust leyst vandann, næst þegar þarf að slá upp „hagfræðilegum upp- ; lýsingum“ á forsíðu. f GÆH voru lögtS fram á Alþingi frumvörp ríkisstjórnarinnar um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geislavirkum efnum eða geislatækjum, um lögreglu- menn, um bráðabirgðabreytingu og framlenginu nokkurra laga og um heimild rikisstjórnarinnar til að láta öðlast gildi samning milli Norðurlandanna um innheimtu meðlaga. Öryggisráðstafanir í meðferð geislavirkra efna. Frumvarp um öryggisráðstafan ir gegn jónandi geislum frá geislavirkum efnum eða geisla- tækjum er samið að frumkvæði Kjarnfræðinganefndar fslands og hefur hlotið rækilegan undirbún ing sérfræðinga og meðmæli land læknis, eins og segir í athuga- semdum við það. Þar segir enn fremur m.a.: „Um langt skeið hafa röntgen- tæki verið notuð á sviði læknis- fræði hér á landi til myndatöku og lækninga en þó tiltölulega ó- víða. Með aukinni notkun röntgen tækja lækna, tannlækna og á öðrum sviðum, svo sem í málmiðn aði og verziunum eykst hættan á misnotkun þeirra. Geislavirk efni eru nú notuð í læknisfræði, landbúnaði, iðnaði og við almennar rannsóknir og gegna þar mikilvægu hlutverki, en að sama skapi vex hættan, sem stafar af geislun þeirra, ef rang- lega er með farið. Lagafrumvarp það, sem hér liggur fyrir fjallar eingöngu um öryggisráðstafanir, sem nauðsyn- legt er, að viðhafðar séu í nálægð geislavirkra cfna og geislatækja. Jónandi geislar hafa þau áhrif á efni, sem þeir fara í gegnum, að þar myndast pósitivir og nega- tivir jónar, þ. e. atóm, sem hafa glatað einni eða fleiri elektrón- um. Nevtrónur og mjög orkumikl ir geislar geta valdið kjarnabreyt ingum og orsakað þannig geisla- virkni. Efnabreytingar, sem geisl unin orsakar, geta valdið breyting um og skemmdum á lifandi vefj- um, en hinar iíffræðilegu breyt- ingar eru tvenns konar: þær, sem eingöngu snerta ein- staklinginn, þær, sem koma fram í breytt- um erfðaeiginleikum. Jónandi geisla er ekki hægt að varast nema með hjálp mæli- tækja, enda eru þeir ósýnilegir en skaðsemi þeirra kemur yfir- leitt ekki í ijós fyrr en að löng- um tíma liðnum, ef geilsaskammt arnir eru ekki því stærri, en breytingar á erfðaeiginleikum leynast og koma fyrst fram með ófæddum kyrslóðum. Af þessum ástæðum er þjóðfélagjnu nauðsyn legt, að viðhcfð sé gát við með- höndíun geislavirkra efna og geislatækja1*. Ríkissjóður greiði helming lögreglukostnaðar. í athugasemd með frumvarpi um lögreglumenn segir m.a.: „í frumvarpi því, sem hér ligg- ur fyrir, eru þessar breytingar frá gildandi lögum veigamestar: 1) Rýmkaðar eru reglur um heimild til iögreglumannahalds með tilstyrk ríkissjóðs. 2) Ríkis- sjóður greiði almennt helming lögreglukostnaðar í stað ye áður. 3) í Reykjavik greiði ríkissjóður þó aðeins % kostnaðar, enda beri ríkissjóður þar allan kostnað af ríkislögregludeild og er gert ráð fyrir, að tala þeirra lögreglu- manna verði eigi lægri en þriðj- ungur borgarlögreglumanna. 4) Heimilað er að ákveða, að lög- reglumenn sveitarfélags gegni jafnframt toligæzlustörfum og þá með aukinni hlutdeild ríkissjóðs í kostnaði. 5 ’ Markaðar eru regl ur um störf héraðslögreglu- manna, sem hafi fasta þóknun, en fái auk þess greiðslur fyrir unnin störf. 6) Við embætti lög- reglustjórans í Reykjavík verði starfræktur iögregluskóli og er með því staðfest sú framkvæmd, sem orðin er á heimild gildandi iaga um námskeið fyrir lögreglu- menn“. Önnur frumvörp. í athugasemd við frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina til að láta öðlast gildi ákvæði í samningi miiii íslands, Danmerk ur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar um innheimtu meðlaga segir m.a., að breytingar þær, er gerðar eru frá gildandi reglum, varði fyrst og. fremst fram- kvæmdaatriði og miði þser að því að gera framkvæmd inn- heimtunnar einfaldari. Frumvarp um bráðabirgða- breytingu og framlengingu nokk- urra laga er gert ráð fyrir að inn heimta tiltekm gjöld á árinu 1963 með sömu viðaukum og verið hef ur undanfarin ár. • MISRÉTTI VIÐ PREST- VÍGSLUR. Aldraður maður skrifaði Vel vakanda bréf og ber þar kirkju og kl-erkastétt fyrir brjósti. Mangtt hefir verið ræbt um kirkju og trúmál og menn þar ekki á eitt sáttir. Ætlunin er eíkiki að gera Velvakanda að vebtvangi trúardeilna en ekki finnst oss saka þótt hin hóg- væru tilmæli gamla mannsins sjái dagsins ljós. Bréf hans er á þessa leið: „Ég hef áður skrifað smápist- M um messusiði kirkjunnar og endiurtek því ekki það sem ég sagði þá. Þó er það eitt atriði, sem ég vil benda á, en það er vígsluathöfn prestsefna, sem nú er orðin venja að útvarpa til þjóðarinnar, svo söfnuðir geti sér til gagns og gamans heyrt tdl tilvonandi prests síns. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að ef presbsefnin eru fleiri en eitt sem vígja skal hverju sinni, er aðeins eitt þeirra látið flytja stólræðu. Þetta hefir ekkert gildii fyrir hin prestsefnin nema síður sé, að varna þeim þannig miáls með þessari venju. Bg vil því eindregið leggja til að þegar fleiri en einn ung- ur maður er takinn til prests- vígslu, sé þeim öllum gert að flytja ávarp til safnaða sinna. Ég hygg það vera rébt hjá mér að alhnargir prestar og jafnvel prestfélög séu á þeirri skoðun að rétt sé að breyta ýmsum messusiðum í nýtt forrn, sem betur hæfir nútím- anum. Það virðist vera eðli- legt eins og með allan annan þroska lífsins, að kirkjan þrosk- ist og breytist með manninum.“ S. S. • ÚTVARPSHLJÓMLIST OG GAMLA FÓLKIÐ. Og úr því við erum komnir af stað með fuilorðna fólkið og andlegan þroska og velferð þjóð arinnar á sviði menminiganmála, er ekki úr vegi að lóta hér fylgja rödd aldraðrar konú, sem hringdi til Velvakanda fyrir skömmu. Hún kvartaði sáran yfir allri hljómlistinni í útvarpinu (Það er eins og mig minni að ein- hvern tíma áður hafi verið minnzt á dagskrá útvarpsins í þessum þáttum). Gamla konan sagði að öli þessi hljómlist væri erfið sín- um gömlu eyrurn. Hún sagði einnig eðlilegt að dagskráin væri sniðin meira við hæfi gamla fólksins, en nú er gert, og þá einkum á þeim timum þegar minnstar líkur eru til að unga fólkið hlusti. — Við förum ekki út á kvöld in sagði hún. Við erum ekki í Lídó. Þess vegna sitjum við við útvarpstækin okfcar. Mig langar t.d. til að heyra fleiri sögur, minningar- eða fróðleiks greinar um merka menn inn- lenda og erlenda svo eittlhvað sé nefnt. Ég bið þig því, góði Velvakandi, að koma þessari skoðun miinni á framfæri við útvarpið okfcar og vona að dag skránmennirnir taki þessar ósk- ir til góðfúslegrar abhugunar, sagði gamla konan að lokum. Velvakandi hefði að sjálf- sögðu getað hringt í Andrés Björnsson dagskrárstjóra og sagt honum frá þessu, en þar sem búast má við að fleiri vilji leggja fram óskalista við þann ágæta mann látum við það bíða. • HVAR Á LEIFUR HEPPNI AÐ VERA. Þá skrifa loks nokkrir borg- arar sameiginlegt bréf tii Vel- vakanda um Leif okkar heppna Það hljóðar svo: „Kæri Velvakandi. Það er ósk okfcar, er hér að standa, að þú verðir vei á verðinum og sýnir, að þú berir nafn með rentu og gjörir þitt til að sporna við því af fremsta megni, að ekki verði farið að færa myndastyttuna af Leifi heppna, frá þeim stað, sem hún nú stendur. Tilefnið er grein J.K. 168. tölubl. Morgunblaðsins 25. júlí sl. Hvar á Leifur að vera? Því er fljótsvarað. Myndastyttan á að vera kyrr þar, sem hún er nú, þess æskja víst flestir Reyk víkingar og með þeim atlir sannir íslendingar. Fyrir nokkr um árum var þessu máli hreyft á opinberum vettvangi. Hafði þá Hellgi frá Brennu hinn mikli álhugamaður, o.fl. góðir Reyk- vfkingar, tekið alvarlega í þann streng að banna að styttan yrði flutt þaðan sem hún er nú og blasir við þegar gengið er upp Skólavörðustíginn alla leið frá Laugaveginum. Þar sem stytt- an er nú blasir hún og við sjónum all-ra, sem heimsækja myndasafn Einars Jónssonar og það gjörir vissulega allur þorri útliendinga, er koma hingað til lands, minnsta kosti þeir, se-m áhuga hafa á að fræðast um landið og menningu þjóðarinn- ar og væri þá synd að segja að þar væri í Kot vísað. Fáar þjóðir eiga stoltara minnis- merki, og vissulega er ofckar litla þjóð á norðurhjára verald ar, öfundsverð af þvi að geta státað af slífcum syni frammi fyrir stórþjóðum heims. I>egar þeir líta á Leifsstyttuna hjaðn- ar hrokinn og sjáLfsbyrgings- hátturinn. Allt hjal um Skræl- inSJa og slíka menningu kafn- ar í fæðingu, er þeir virða fyrir sér þennan son íslands, vík- inginn, glæstu hetjuna, land- könnuðinn, sem fyrsiur fann Ameríku, já íslandi vex ás. megin. Hvað myndu hinar Norð urlandaþjóðirnar, t.d. hinn stolti Svíi og Daninn, drjúgur með sig, ekíki gefa fyrir að geta tileinkað sér Leif heppna Myndasty ttan fer vel við hina reisulegu og veglegu Hall- grímskirkju. Var ekki Leifur Eiriksson einnig hetja Krists, var það ekfci hann, sem fyrst- ur kristnaði Grænland og iét reisa þar fyrstu kirkjuna? Undariegt næsta hve sjaldan blaðamenn beita honum fyrir si®, í viðtali við ágamgssama utlendinga, til þess að komast ur bofofoa, feitur biti til að stinga UPPÍ, þegar svo býður við að horfa. V irðingarfyl Ist, Cives.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.