Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 12. oMób'er 19S2 MORCVNBLAÐIÐ 23 Gert við skemmd- irnar í Hamborg REYKJAFOSS lemti í árekstri við danska skipið L.ermnos á Kiel- skipaskurðinum sl. Sunnudags- kvöld. Talsverðar skeammdir urðu á bakborðsskjólborði stytitum. Reykjafoss hélt til Hamborgar eftir áreksturinn, þar sem gert var við skemmdirnar. Myndin er tekin af Reykja- fossi í böfninni í Hamborg. Skemmdirnar sjást að nokkru við stefnið. Adenauer aðild Breta hlynntur að E.B.E. Vísar ásökunum andstæðinga sinna á bug Bonn, 11. okt. — NTB KONRAD Adenauer, kanzl- ari V-Þýzkalands, sagði í v- þýzka þinginu í dag, að sam- staða Vesturveldanna í hin- urn ýmsu málum væri eins góð og á yrði kosið. Adenau- er vísaði á bug í þinginu á- sökunum andstæðinga sinna um að hann væri andsnúinn aðild Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu. Hlynntur aðild Breta Kanzlarinn tók til máls, er stefna stjórnarinnar var til um- ræðu í þinginu og vísaði á bug þeirri staðhæfingu leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Erich Oll- enhauers, að stjórnin hikaði við að skýra stefnu sína í ýmsum málum, m. a. Berlínarmálinu. Adenauer sagði, að Ollenhauer hefði engan rétt til að segja að stjórnin væri ekki nægilega virk. í sambandi við Berlínar- málið, sagði hann, að Willy Brandt, borgarstjóri V-Berlínar, hefði sjálfur skýrt Ollenhauer frá viðræðum, sem hann hefði átt við ráðamenn í Washington um málið. Adenauer sagði, að þegar allt kæmi til alls, væri Brandt kunnugri Berlínarmál- inu en Ollenhauer. Meðlimir stjórnarandstöðunn- ar gerðu hróp að kanzlaranum er hann hafði sagt þetta, en hann bætti við: — Ef ég hef móðgað yður, þá hefur ekki verið hægt að komast hjá þvi Adenauer sagði ennfremur, að það væri óréttlátt að saka hann um það, að hann væri andvígur aðild Breta að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Hann vísaði til við- ræðna sinna við varaformann sósíaldemókrataflokksins, Her- berts Wehner, Edwards Heath, aðstoðarutanríkisráðherra Breta, utanríkisráðherra Belgíu, Poul- Henri Spaak, og leiðtoga brezka Verkamannaflokksins, Hughs Samkomur Hjálpræðisheriiua Munið samkomumar í kvöld og annað kvöld kl. 8.30. SIGFÚS GUNNLAUGSSON CAND. OECON. Lögg. skjalaþ. og dómt. í ensku. Bogaihiíð 2l6 — Simi 33726. Gaitskell. Adenauer sagði, að það væri ekki hans að gæta hagsmuna Breta í Efnahags- bandalagsmálinu, en hann væri hlynntur því að Bretar fengju aðild að bandalaginu. Að lokum sagði kanzlarinn, að það væri hlutverk hans að vernda land- búnað, iðnað og kolaframleiðslu Þýzkalands. Skall á gang- stéttarbrún EL.E '.I kona varð fyrir bifreið á Laiugarásvegi um klukkan 7,30 í gærkvöldi. Konan kastaðist af bifreiðinni og skall á gangstétt- arbriin. Meiðsli hennar eru ekki talin -1 \ -rleg . Korran heitir Þarbjörg Indi- mundardóttir, fædd árið 1899. Menn Adoula skutu á sænsku flugvélina Stokkhólmi, 11. okt. — NTB. Flugmaffur sænsku flugvélarinn- ar, sem skotin var niffur yfir N- Katanga 20. sept. sl. segir, aff þaff hafi veriff hermenn stjórnar Adoula í Leopoldville, sem skutu á flugvélina. Flugmaðurinn Andres Lund- quist hélt þessu fram í viðtali við sænska blaðið Stokkhóimstidn- ingen. — Landið okkar Framhald af bls. 3. kerfið, ef nauðsyn er að mjólka emhverja kúnna sér, vegna þess að hún sé veik, nv borin eða eitthvað annað valdi. Meðan við dvöldumst að Miklaholtshelli í gær skoðuð um við framkvæmdir þar al- mennt. Þar er trefjaplastvot- heysgeymsla, sem reynzt hefir allvel nema hvað slíkar geymslur munu nokkuð dýrar. Hænsnahús er þar all mynd arlegt og mikil kartöflurækt, enda haía þeir bræður í fé- lagi við tvo aðra bændur keypt fuilkomin karftöfluupp tökutæki. Þá eiga þeir nýjustu gerðir heyvagna með sérstök- um útbúnaði til tæmingar. -- XXX ---- Að síðustu skoðuðum við helli þann, sem bærinn er kenndur við. Lítið hús hefir verið byggt frammi á hlað- inu og um það er niðurgang- urinn í bellinn. Þar niðri er hin ágæ'asta kartöflugeymsla sem getur rúmað lun 300 tunn ur af kartöflum og á vetrum fer hitastig þar ekki undir 4 gráður. Á botni hellisins er vatns- ból staðanns. Hellir þessi var fyrsta fjóshlaða staðarins og var notuð sem slík þar til fyr ir 20 árum. Eitt sinn var hell- notaður sem bústaður Galloway-kálfurinn manna, en það var meðan á áhuga á ræktun holda- byggingu baðstofu stóð. Þar nauta og fongu fyrir nokkrum fæddist Kristín Árnadóttir, árum sæddar kýr sínar með írinn sem látin ei fyrir skömmu há öldruð. Kristín var systir Jóns Árnasonar prentara og stjörnu spámanns, sem margir þekkja. í landareign Miklaholtshellis eru tveir aðrir hellar og hefir annar til skamms tíma verið notaður til fjárgeymslu. Ann ar stærri er þar skammt f»á og var hann á 19. öld notaður sem sauðahús Hraungerðisklerka. -- XXX ---- Bændurnir í Miklaholtshelli hafa um nokkurt árabil haft sæði úr Galloway-tudda, sem var á sæðingarstöðinni í Laug ardælum. Nú hafa þeir fengið bolakálf frá Gunnarsholti og hyggjast nota hann á kýr sín ar og aia kálfana upp til tveggja ára aldurs og slátra þeim síðan. Þeir hyggjast hætta fjáreign en stunda nauta kjötsframleiðslu í staðinn. Þá munu þeir kaupa mjólkurkýr eða kálfa af viðurkenndum mjólkurkúastofnum til endur nýjunar icúastofns síns. 4/Jb/ng/ Framh. af bls 1 hlutfallskosningu til 6 ára í senn og mega þeir ekki vera alþingis- menn. Hæstaréttarritari skal gegna dómritarastarfi við lands- dóm. Dómruðningu er algerlega sleppt, enda gert ráð fyrir, að dómari víki sæti, ef hann er samkvæmt almennum dómskap- arreglum vanhæfur tii meðferð- ar máls. Þótt landsdómur sé skipaður 15 dómendum, er ekki óhjá- kvæmilegt, að þeir allir taki þátt í meðferð einstaks máls. Aldrei má þó setja dóm með færri dómendum en 10, enda er hann ekki bær að fara með mál og dæma það, nema a. m. k. 10 dómarar hinir sömu hlýði á alla sókn og vörn málsins og taki þátt í að dæma það, og skulu þar af vera 4 hinna löglærðu og lögskipuðu dómara hið fæsta. Um sækjanda máls og verj- anda eru svipuð ákvæði og í nú- gildandi lögum, en þó nokkru ýtarlegri og fyllri. Þar er þó ný- mæli, að skipaður verjandi skuli vera úr hópi hæstaréttar- manna. Sérstök saksóknarnefnd Nýmæli er einnig, að Alþingi kýs 5 menn úr sínum hópi — saksóknarnefnd — til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara til aðstoðar. Þykir eðlilegt að gefa Alþingi, sem fer hér með ákæruvaldið, kost á að fylgjast með þessum hætti með saksókninni. Er slíkt í senn sak- sóknara styrkur og aðhald. Enn fremur segir í greinar- gerð: ÞEIM fjölgar nú óðum, sem verða sér úti um miða í hinu stórglæsilega skyndihapp - drætti Sjálfstæðisflokksins, þar sem vinningarnir eru 3 fagurbláar Volkswagen-bif- reiffir af árgerðinni 1963. Er nú mjög tekinn aff styttast tíminn þar til dregiff verffur. en þaff er hinn 26. þ. m. Þeir, sem fengið hafa miða senda, eru vinsamlegast beðnir um ftff gera skil hiff allra. fyrsta. Skrifstofa happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu er opin alla iaga frá kl. 9 f. h. til 7 e. h. og aftur á kvöldin milli kl. 8 og 10. Þetta er happdrættið, sem allh* vilja eiga miffa í. Af því sem hér hefur verið stuttlega rakið, er ljóst, að gert er ráð fyrir, að hér sé raunveru- lega um munnlegan málflutning að ræða, þar sem gagnaöflun fyrir landsdómi og ræðuhöldum málflytjenda er steypt saman í eina samfellu. Er sá háttur að nokkru leyti sniðinn eftir því sakamálaréttarfari, sem víðast hvar tíðkast, eftir að mál er höfðað, en er einnig í samræmi við reglur landsdómslaganna. Um vitni, vitnaskyldu og vitnaskýrslur eru rækilegri reglur en í núgildandi lögum. Þannig eru tekin af öll tvímæli um það, að um vitni og vitna- skyldu skuli fara eftir lögum um meðferð opinberra mála, en nú- gildandi landsdómslög hafa sum- ir eldri fræðimenn viljað túlka svo, að fara ætti um þessi efni eftir reglum laga um meðferð einkamála. Það er nýmæli, að afl at- kvæða, þ. e. einfaldur meiri hluti, ráði úrslitum í lands- dómi, hvort sem um er að ræða sakfellingu, ákvörðun refsingar eða önnur atriði. Frumvarpinu fylgir greinar- gerð Ólafs Jóhannessonar pró- fessors. Er henni skipt í þrjá kafla. í I. kafla er rætt um þá skipun landsdóms og ráðherra- ábyrgðar, er nú gildir að ís- íslenzkum lögum. f II. kafla er fjallað um þá skipun þeirra mála, er gildir í nágrannalönd- unum og nokkrum öðrum lönd- um, sem byggja stjórnskipun sína á svipuðum grundvallarhug- myndum og fslendingar. í III. og síðasta kafla er svo gerð nokkur grein fyrir efni þessa frumvarps, þ. e. a. s. þeirri skip- un landsdóms og meðferð lands- dómsmála, sem lagt er til, að lögtekin verði. Talsvert frábrugffiff núgildandi ráfflierraábyrgffarlögum Eins og fyrr segir var Ólafi Jóhannessyni prófessor einnig falið að annast endurskoðun á lögum um ábyrgð ráðherra fs- lands. Hefur hann samið frum- varp þetta, en ríkisstjórnin hef- ur þó gert nokkrar breytingar á því í samráði við höfund þess. Frumvarpið er talsvert frá- brugðið núgildandi ráðherra- ábyrgðarlögunum, eins og segir í athugasemdum þess. Þar eru auk nokkurra nýmæla gerðar ýmsar breytingar á eldri lögum. Efnisskipan frumvarpsins er í stórum dráttum sú, að í fyrstu tveimur greinum þess eru settar fram nokkrar grundvallarregi- ur, í næstu fimm greinum er kveðið á um það, hvenær og með hvaða skilyrðum ráðherra beri ábyrgð á stjórnarathöfnum, í 8., 9. og 10. gr. er lýst því at- ferli, sem varðar ráðherra refsi- ábyrgð eftir ráðherraábyrgðar- lögunum og loks eru í síðustu greinunum fyrirmæli um refs- ingar, skaðabætur og fyrningu sakar, auk niðurlagsákvæði um gildistöku o. fl. * — Ihaldsflokkur Framhald af bls. 1 Aðstoðarforsætisráðherra Breta Richard Butler réðst á landsfund inum á leiðtoga Verkamanna- flokksins Hugh Gaitskell, vegna þess að Gaitskell hafði lýst sig mótfallinn aðild Breta að Efna- hagsbandalaginu með þeim skil- málum, sem samkomulag hefur þegar náðst um. Sagðist hann ek'ki vera sammála þeirri stað- hæfingu Gaitskells, að gallarnir, sem efnahagsleg aðild Breta að E.B.E. hefði í för með sér væru jafn miklir og kostirnir. Butler lagði áherzlu á að nú væri rætt um efnahagslega aðild að bandalaginu en' ekki stjóm- málalega aðild. Robert Turnton, fyrrv. ráðherra íhaldsflokksins vildi gera breyt- ingu á ályktunartillögunni, sem samiþykkt var á fundinum. Vildi ihann að stjórnin lofaði því, að Bretar yrðu ekki aðilar að E.B.E. nema hagsmunir brezks landbúnaðar, samveldisins og markaðsbandalagsríkjanna væru tryggðir. — Þvi dæmist rétt Frambald af bls. 13. bólminn kom, undan því að ganga undir öndunarpróf og láta framlkvæma rannsókn á því, hvort áfengi fyndist í blóði hams. Hafa sönnur því eigi verið leidd- ar að því, að hann sé saiklaus af hegðun þeirri, sem ákærúvald ið sótti hann til saikar fyrir. Geymiiir þannig hvorki 153. gr. önnur álkvæði 18. kafla 1-aga nr. 27. 1951, sbr. nú Xög nr. 82. 1961, né lolcs aðrar réttarreglur heim- ild, sem á verði reistur fébóta- réttur áfrýjanda vegna refsi- dóimis saikadóms Reykjavíkur og öikuleyfiissviptingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.