Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 12
12 J MORGVNBLAÐIÐ PBstudagur 12. október 1962 tJtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigixr. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. FJARLA GAFR UM- VARPIÐ jT'j árlagaf rumvarpið er nú^ *■ lagt fram á fyrsta degi þingsins eins og vera ber og verður væntanlega afgreitt með eðlilegum hraða, gagn- stætt því, sem stundum var áður. Eins og að líkum læt- ur eru niðurstöður þessa fjár lagafrumvarps hærri en hin- ar fyrri. Kemur þar hvort tveggja til að tekjur lands- manna hafa aukizt og ýmiss kostnaður hækkað. Ánægjulegt er hins vegar, að unnt er að standa undir hinum háu ríkisútgjöldum án þess að grípa þurfi til nokk- urra hækkana skatta og tolla, en hvort tveggja þetta hefur sem kunnugt er verið lækkað, og var ekki fyrir- fram sýnt, hvort þær lækk- anir fengju staðizt. Reynslan hefur hins vegar orðið sú að ljóst er, að það var rétt spor að lækka bæði skatta og tolla. Væntanlega flytur fjár- málaráðherra Gunnar Thor- oddsen, fjárlagaræðu sína í næstu viku og mun þá koma í Ijós, að enn er unnið að sparnaði í ríkisrekstrinum og meiri hagkvæmni, samfara þróttmiklum framkvæmdum. ISLENZKIR HAGS- MUNIR OG EBE 17'regn sú, sem birtist hér í * blaðinu í gær um það, að líkur væru til þess, að íslend- ingar fengju að koma sínum sjónarmiðum að á ráðstefnu Efnahagsbandalagsríkjanna um fiskveiðimálefni, er vissu lega gleðileg. I>ar er um að ræða svo geysilega hagsmuni, að einskis má láta ófreistað til að tryggja þá. Ef svo fer, að Efnahags- bandalagsríkin fallast á, að við fáum að koma sjónar- miðum okkar að, enda þótt við höfum ekki sótt um neins konar aðild að bandalaginu, sýnir það sérstaka velvild í okkar garð, sem raunar var vitað um áður og stingur mjög í stúf við hatursáróður þeirra manna, sem telja, að við eigum enga samleið með ríkjum Efnahagsbandalags- ins. — Önnur fregn, sem blaðið birti í gær um það að orð- rómur væri uppi um, að Efnahagsbandalagsríkin vildu takmarka aðild að bandalag- inu, e.t.v. við Breta eina, sýn- ir líka, að Efnahagsbandalags ríkin eru síður en svo áfjáð í að bandalagið teygi sig yfir sem flest þjóðlönd. Sannleik- urinn er sá, að ríkin verða að sækja á til þess að fá aðild að bandalaginu, gagnstætt því, sem hér er haldið fram af mönnum, sem lítt eru kunn ugir bandalaginu, en þykjast þeim mun meira vit hafa á því. VARNIR ÍSLANDS IZommúnistamálgagnið á ís- landi rekur upp mikið vein í gær út af því að hér á landi skuli vera staðsettar hraðfleygari og betri orustu- flugvélar en áður og varnir landsins þar með betur tryggðar. Þykist blaðið þar sjá ógnarleg vetnis- og árás- arvopn. Þessi afstaða kommúnista er eðlileg. Þeir vilja auðvitað ekki, að ráðstafanir séu gerð- ar til þess að varnarflugvél- ar séu sem víðast staðsettar og færar xim að granda rúss- neskum flugvélum, ef ógnir nýrrar styrjaldar ættu eftir að dynja yfir mannkynið. Hin nýja flugvélategund er búin flugskeytum, sem grandað geta árásarvélum í mikilli fjarlægð og þannig fyrirbyggt, að þær nái skot- marki. Auðvitað er þetta fyllra öryggi fyrir ísland, ef svo kynni að fara að árás ætti að gera á það. Megin atriðið er þó, að þeim mun öflugri sem varn- ir Atlantshafsbandalagsþjóð- anna eru, þeim mun minni líkur eru til þess, að hinir rússnesku ofbeldismenn grípi til þess hörmulega úrræðis að reyna skyndiárás. Þess vegna hljótum við ís- lendingar að taka virkan þátt í varnarsamstarfi lýðræðis- þjóða. BEN BELLA ¥jað spáir ekki góðu um * vizku Ben Bella, hins nýja forsætisráðherra Alsír, að hann skuli láta það verða sitt fyrsta verk eftir að land hans hefur fengið inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar, að heimsækja Castro, ein- ræðisherra á Kúbu. — Á Kúbu ríkir nú kommúnískt einræði. Rússar hafa undan- fama mánuði flutt ógrynni vopna og fjölda „sérfræð- inga“ til Kúbu til þess að hjálpa Fidel Castro. Af þessu hefur leitt ugg og óróa í fjöl- 33. sjálfstæða Afríku- ríkið og væntanlega 110. aðildarríki SÞ. AFRÍKURÍKBO Uganda, sem sjálfstæði hlaut síðastliðinn sunnudag, hefur nú óskað upp- töku í samtök Sameinuðu Þjóð anna og verður væntanlega 110. aðiSdarríki samtakanna Uganda er 33. Afríkuríkið, sem hlýtur sjálfstæði; lítið land, ef mælt er á mælikvarða Afríku ríkja, — nokkurn veginn jafn- stórt að flatarmáli og Bretland, en Uganda hefur verið vernd- arsvæði Breta sl sjötíu ár. Uganda er á hinn bóginn eitt ar þéttbýlustu löndum Afiihu. íbúar um 7 milljónir, þar af 98% Afríkumenn. Hvítir menn í Uganda eru um það bil 11.000, en Asíumenn 77.000 og fást flest ir við verzlun. í landinu eru 28 meiri háttar ættfliokkar, hinn stærsti er Baganda, sem byggir stærsta hérað landsins, Buganda. Ættflokkarnir eiga ekkert miál sameiginlegt. Útvarpið í Uganda sendir á sex Afríkumálum, auk ensku Oig hindustandi, en hið opinbera mál í Uganda verður enska. Landfræðilegia liggur Uganda í Austur-Afríku. >að ligigur milli Viktoríuvatns að suðaustan og Albert-vatns og Edward- vatns a^ vcstan, en löndin, sem liggj ■ að Uganda eru: Tanga- nyika, Ruanda-U. undi, Kongó, Súdan og Kenyia. Stjórnmála- lega og væri þó réttara að skipa því í hólf með öðrum brezkum ný- mörgum ríkjum Vestur- heims. Rússneskt víghreiður 90 mílur frá ströndum Banda ríkjanna er vissulega ekki hugnanleg staðreynd. Hið nýja, sjálfstæða Alsír þarf fyrst og fremst á friði að halda eftir 7 ára styrjöld og blóðsúthellingar. — Það þarfnast jafnframt fjárhags- legrar aðstoðar til þess að byggja upp bjargræðisvegi landsins. Þegar á þetta er lit- ið virðist það ekki hyggilegt af hinum nýja forsætisráð- herra að byrja á því að aug- lýsa vináttu sína við Fidel Castro og kommúnistaklíku hans, sem nú fer með vöH á Kúbu. lendum í Vestur-Afríku Helztu borgir Uganda eru Entebbe, höfuðborgin, og Kam- pala, hún er miðstöð verzlunar og aðalborgin í Buganda. í Uganda er lítil hætta á deil- um milli hvítra og innborinna, því að þar varð eins og í Ghana og Nigeríu, aldrei neitt landnám hvítra svo nokkru næmi. Var þegar kveðið svo á 1890 í sam- komulaginu um, að landið yrði verndr.rsvæði Breta, að evrópsk um innflytjendum skyldi ekki heimilt að eignast land í Uganda, þeim skyldi aðeins heimilt að setjast þar að, fást við verzlun, hin ýmsu störf fyrir brezku stjórnina og við fræðslu ýmiss konar. Bretar komu á sínum tíma til Uganda fyrst og fremst til þess að stunda verzlun, en ekki af stjórnmálaástæðum. Þar voru þá fyrir vel stæð konungsriki og reyndist haldbezt fyrii utan- aðkomandi aðila að virða veldi þeirra og hafa við konungana góða samvinnu. Stærst þessara gömlu rikja er Buganda, nær yfir nær þriðj- ung landsins og þar býr nær þriðjungur þjóðarinnar, enda auðugasti hluti landsins. Sá sem þar ríkir néfnist „Kabaka“ en næst honum að völdum kemur foringjaráð sem ' .f.iist „Lukiko" Sá „Kapaka, sem nú ríkir í Bug anda heitir Edward Frederick Mutesa 11. □ □ Fyrsti Evrópumaðurinn kom tii U^anda árið 1862, en það mun hafa verið Englendingur- inn J. H Speke. En sagan segir, að Suna þáveran.’.i konungur í Buganda hafi fyrst heyrt hvítra manna getið árið 1850, er þang- að kom liðhlaupi fró Zansibar. Sonur Suna konungs, Mutesa, tók við völdum árið 1857 og tók vel á móti Speke, og ekki síður Milten Obote forsætisráði.-rra Ug„ada við H. M. Stanley er hann kom þangað átján árum síðar. Sýndi Mutesa mikinn áhuiga á trúar- brögðum hinna hvítu manna og fékk Stanley því framgengt, að ’konungur bauð til sín nokkrum trúboðum ensku kirkjunnar. Fékk Stanley koinið bréfi með þessum skilaboðum til Daily Telegraph í London. Um þessar mundir voru Ar- abar farnir að venja komur sín- ar til Uganda í verzlunarerind- um og fylgdu þeim jafnan trú- boðar múhameðstrúarma n na, sem reyndu mjög til að snúa konungunum í nærliggjandi ríkj um til þeirrar trúar. Fyrsti brezki trúboðaflidkkurinn kom til Bugand.. 1877 og var fyrir- liði hans C T. Wilson, en tve:-n árum í iar kom þangað annar hópur. Um svip„£ leyti var tofn uð rómversk-kaþólsk trúboðs- hreyfing franskra pre '. Alsír og leið ekki á löngu þar til eim.ig þeir sendu trúboða til Buganda. Hófst þar með hörð samkeppni um sálir Afríku manna. Mutcsa var sniall konungur, atorkusamiur mjög og vel greind ur, en ha ður í 'horn að ‘ ka og lét sig lítt skipta mian.nlegar þjáningar. Sonur hans, Mwanga, var haldinn þessum galla í ríkum mæli, þótti óhemju grimmur og au.. þ • . eiklunda og lítt gef- inn. Á valdatíma hans og bræð- ra hans næstu árin, áttu trúboð- ar í miklm þre~.gingum. Kon- migr.um hætti til að rekja or- sakir innanríkisdeilna til áhrifa þeirra og fór margar herferðir á hendur þeim. Af því leiddi síðan blóðug átök milli fylgis- Framhald á bls. 17. S iO O AN 2.99 , ^ieonihr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.