Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. október 1962 MORGINBLAÐIÐ 3 an ekið að mjólkurbúinu í Eg ilsstaðakauptúni, sem er skammt Irá, og þessi aðferð því hagKvrtm til notkunar þar eystra. Með þessu sparast enn vinna. Hægt er og að varð- veita mjólkina óskemmda í þessum kæli 2—3 daga og þv,í ekki nauðsynlegt að flytja hana dagiega. Eina mikilvæga spurningu hafa bændur lagt fram varð- andi kerfi þetta, en það er hvernig hægt væri vikulega að mæla mjólkurmagn hverr- ar kýr fyrir sig vegna skýrslu gerðar um afurðagetu þeirra. Sænskur verkfræðingur, sem vinnur hér að uppsetn- ingu þessara tækja, Conny Ljungberg, sagði að þennan ♦ Einar, bóndi í Miklaliolts- helli, við innganginn í hell- inn, sem notaður er sem kartöflugeymsla. MMMMhMMMMh Landið okkar í G Æ K brá fréttamaður blaðsins sér austur að Miklaholtshelli í Flóa og skoðaði þar nýjar mjalta- vélar, sem verið er að setja upp. — Við hittum Einar bónda Eiríksson, sem skýrði okkur frá því helzta, sem á döfinni er hjá honum og Bjarna, bróður hans, en þeir reka saman búið í Miklaholts- helli. — XXX ---- Aðalerindið var að skoða nýjar mjaltavélar, sem verið er að setja þar upp. Nýlega er lokið við að setja upp sams- konar mjaltavélar á Egilsstöð um á Völlum hjá Sveini bónda Jónssyni og sonum hans. Er það í fyrsta sinn sem vél- ar af þessari gerð eru settar upp hér á landi á básafjós. Þessar véiar, sem eru frá Sep- erator-verksmiðjunni í Sví- þjóð, sera framleiða Alfa- Laval mjaltavélarnar heita Alfa-Matic og hafa þá tvo meg inkosti fram yfir eldri gerðir mjaltavéla að ekki þarf að nota við þær fötur við mjalt Nýjar mjaltavélar holdanaut og kartðflur í helli irnar, en mjólkin fer með leiðslum beint úr júgrum kúnna og í kælikerfi og síðan í mjólkutbrúsa eða mjólkur- geyma. Þannig þarf mjólkin aldrei að komast í snertingu við andrúmsloftið í fjósinu og er það vissulega mikil trygg- ing fyrir að ekki komi í hana óhremindi eða bakteríur. Þá er mjólkin kæld um leið cg hún kemur úr kúnum og hefir bakteríugróður því sára lítið tækifæri til að þroskast í henni, en það er einmitt fyrsti tíminn eftir að mjólkin kemur volg úr kúnum, sem hún er móttækilegust fyrir bakteríur. Annar meginkostur þessara nýju véla er vinnusparnaður- inn sem samfara er notkun þeirra. -- XXX ---- Sveinn á Egilsstöðum sagði í símtali við blaðið í gær að hjá þeim væri vinnusparnað urinn um þriðjungur. Þeir bíða nú eftir kælitank, sem tekur 1200 lítra og verður hann á hjólum og honum síð- 1 fjósinu í Miklaholtshelli: — Standandi frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, þá bændurnir Bjarni og Einar Eiríkssynir, síðan Sigurgeir Stefánsson og loks fremst, Conny Ljungberg með mjaltatækin. vanda mætti leysa á tvennan hátt. Til væru amerís'kir mæl- ar, sem gætu mælt mjólkur- magnið jafnóðum og mjólkin rjynni frá kúnum, en þeir væru nokkuð dýrir. Einnig mætti rota eina af hinum gömlu mjaltafötum til þess að Þvottatækin við Alfa-Metic- mjaltavélarnar á Egilsstöð- tJr Egilsstaðafjósinu. Efst sjást loftleiðslur mjaltatækjanna en undir þeim hinar gangsæju níjólkurleiðslur. mæla mjólkina í. Þá væri hún sett inn í kerfið þannig að mjólkin rynni úr júgrinu fyrst í hana, en við botn hennar væri kraný sem opnaður væri en mjöltun kýrinnar væri lok ið og rynni mjólkin þá með sogkrafti kerfisins inn í leiðsl urnar og þyrfti eftir sem áður ekki að koma í snertingu við andrúmsloftið í fjósinu. Á þessa fötu rná ýmist koma fyr ir glerpípu, sem segir til um mjólkurmagnið eða vigta hana á þar til gerðri vog. — xxx — Kælikerfið í sambandi við þessar mialtir byggist á renn andi köldu vatni og er það leitt í kælinn. Kælirinn í Miklaholthelli kælir 300 1. mjólkur á klst. og kemur út með 2—3 stiga hærri hita en vatnið er, sem notað er til kælingannnar. Miðast hitastig vatnsins við inntak pess í kælinn. -- XXX ----- Hreinsikerfi þessara nýju tækja er einnig mjög hand- hægt. Fyrst er hleypt köldu vatni gegnum kerfið og það skolað. Því næst er heitu vatni dælt í gegnum það og því skot ið með snöggum þrýstingi gegnum kerfið og myndast þá einskonar hvirfill í pípunum. Síðast er svamptöppum skotið gegnum kerfið svo snöggt að það tekur tappann sem svarar 3 sek. að fara gegnum 80 m. langt leiðslukerfi. Þrír starísmenn unnu í gær við uppsetningu tækjanna í Miklaholtshelli, auk Svíans Ljungberg þeir Gunnar Gunn arsson og Sigurgeir Stefáns- son, báðir starfsmenn SÍS. Ekkert vandamál er að nota fötu, sem ekki er tengd við Framhald á bls. 23. Sveinn Jónsson, bóndi á Egilsstöðiun. STAKSTEIIVAR Sundrung í kommaliði á Siglufirði. Eins og kunnugt er biðu kommúnistar mikið afhroð í bæjarstjórnarkosningunum á Siglufirði sl. vor. Ríkir nú hinn mesti glundroði í liði þeirra. — Minnist Siglfirðingur, blað Sjálf- stæðismanna á Siglufirði, á þetta og kemst m. a. að orði á þessa leið: „Altalað er að foryzta komm- únistaflokksins syðra sé sár- óánægð með sundrung í flokks- starfi kommúnista á Siglufirði og í Norðurlandskjördæmi vestra yfirleitt. Hafði hún þegar eftir úrslitin í bæjar- og sveitar- stjómarkosningunum ákveðið að grípa til róttækra „viðreisn- arráðstafana" og m. a. „lækka gengi“ nokkurra heimamanna! SfA-st hefur út að tiltekinn landsfrægur réttlínumaður og æðstiprestur hernámsandstæð- inga sé ákveðinn efsti maður á framboðslista kommúnista í Norðurlandskjördæmi vestra í vor“. Einn af hinum frægu SÍA- mönnum var eins og kunnugt er í kjöri fyrir kommúnista í bæj- arstjórnarkosningunum í vor, en fór þar hina mestu hrakför. Síldarmarkaður í hættu. Framkvæmdastjóri Síldarút- vegsnefndar ritaði nýlega grein í dagblöðin í Reykjavík, þar sem hann benti á þá hættu sem síldarmarkaðir okkar væru í vegna þess að samningar hafa dregizt um kjör á haust- og vetrarsíldveiðum hér suðvestan- lands. Taldi framkvæmdastjór- inn þennan drátt mjög óheppi- legan og raunar stórhættulegan. Allir hugsandi menn hljóta að vera sammála um það að það er mjög illa farið ef ekki verður unnt að standa við þá sölusamn- inga, sem gerðir hafa verið við erlenda viðskiptavini um sölu á Suðurlandssíld. Það er vissulega kaldhæðni örlaganna að Alþýðusamband fslands skuli eiga mestan þátt í því að hindra samninga um síld- veiðikjörin og baka þjóðinni þar með stórtjón. Forseti Alþýðusambandsins, Hannibal Valdemarsson, reynir að klóra yfir þessa staðreynd I grein í Moskvumálgagninu í gær. Kemst hann þar m. a. að orði á þessa leið: „Er nú nokkur von til þess að sjómenn séu fljótir til svars til að heimila að semja kjör sín niður?“ Forseti Alþýðusambandsins reynir með þessum ummælum sínum að réttlæta seinaganginn í síldveiðisamningunum. Hann hefur engar áhyggjur af því þótt markaðir kunni að tapast og þjóðin og sjómennirnir sjálf- ir að verða fyrir stórfelldu tjóni. Rógur kommúnista um listamenn. Alþýðublaðið minnist í gær á það í forystugrein að kommún- istar hafi lengi haft þann hátt á að rægja og svívirða þá lista- menn, sem ekki hafa viljað ganga þeim á hönd. Kemst blað- ið m. a. að orði um þetta á þessa leið: „Er það raunar gömul bar- áttuaðferð að rægja og svívirða hvert það skáld og listamann sem ekki vill ganga flokknum á hönd. Sem betur fer hefur þessi aðferð borið minnkandi árangur hér á landi og fylgi kommún- ista meðal skálda og listamanna hefur í 30 ár ekki verið minna en í dag“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.