Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ: — Sunnan og 3-Vestan I kaldi eða .tinnigs kaldi, þýðviðri, rigning nieð köfluni. W M'gmnMttMfti 254. tbl. — Föstudagur 8- nóvember 1957- RÆÐ A Jóhanus Hafstein í bæjarstjórn* Sjá bls. 11. Ungverjolandsskýrsla Snmeinuðu þjóðunnu verði geíin út uf íslenzku ríkinu BJARNI Benediktsson flytur svohljóðandi tillögu til þingsálykt- unar: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta þýða og prenta á íslenzku skýrslu hinnar sérstöku nefndar Sameinuðu þjóðanna um Ungverjalandsmálið og selja hana síðan með sambærilegu verði við Alþingistíðindin. 1 greinargerð segir flutnings- maður: Skýrsla hinnar sérstöku nefnd- ar Sameinuðu þjóðanna um Ung- verjalandsmálið er viðurkennd óyggjandi sönnunargagn um þá hörmulegu atburði, er hún fjallar um. En þeir eru þess eðlis, að ðll- um ber skylda til að kynna sér þá eftir föngum, bæði vegna hinnar hugprúðu ungversku þjóð ar, sem þola varð ógnirnar, sem í skýrslunni segir frá, og lær- dóma þeirra, sem af atburðum þessum verða dregnir og alla varða. í skýrslunni kemur t. d. glögg- lega fram, hvernig fer, þegar ríkisstjórnin reynir að dylja mik RANNSÓKN sýslumanns Árnes- sýslu og fulltrúa hans á atburð- unum austur á Litla Hrauni að- faranótt miðvikudags, hafa leitt til þess, að fram er komin höfuð- ástæðan til þess að ólætin meðal fanganna hófust. Komust 3 þeirra í lyfjakassa og supu þar úr með- alaglösum lyf, sem þeir urðu meira og minna sturlaðir af. Þegar komið var með stroku- fangann unga frá Akureyri neðan frá Eyrarbakka, þar sem hann hafði verið tekinn út úr olíubíl sem kunnugt er úr fréttum, fóru fangaverðirnir báðir sem á vakt voru með piltinn niður í einangr- unarklefa. Fangaverðirnir lokuðu varð- stofu sinni, en inn í hana er far- ið úr anddyri. Aðrir Litla Hrauns fangar voru á stjái í göngunum og stig- unum, er þetta gerðist. Þeim var vel kunnugt um að þó settar hafi verið járnhurðir fyrir klefa þeirra, þá voru engar endurbæt- ur að heitið geti gerðar á varð- stofunni. Læsinguna hefur verið hægt að stinga upp með borð- hníf t. d. hvenær sem er. Gripu nú tveir eða þrír fang- anna tækifærið meðan fanga- verðimir brugðu sér frá og stungu upp varðstofuhurðina.Var Anglio byrjor vetrnrstnríið FÉLAGIÐ Anglia er nú að hefja 36. starfsár sitt. Hefst það með skemmtifundi í Tjarnarkaffi í kvöld kl. 8,30. Á þeim fundi fer einnig fram stjórnarkjör. Til skemmtunar verður m.a. leikrit eftir George Bernard Shaw. Er það Walter Hudd leik- stjóri sem stjórnar leiksýning- unni og leikur með fleiri félögum. Þá syngur Guðrún Á. Símonar einsöng með undirleik Fritz Weisshappel. Að lokum verður dansað fram á nótt. Starfsemi Anglia hefur blómg- azt á undanförnum árum og mikil aðsókn verið að skemmtifundum félagsins. ilsverðar staðreyndir og leggur lygafjötur á þjóðina, svo og þeg- ar verkalýðsfélögunum er breytt úr því að vera tæki almennings til að fá betri lífskjör í handbendi ríkisstjórnarinnar til að eyða kröfum verkalýðsins og beita hann kúgun. Þá er þar og að finna dæmi þess, hvernig sumir vald- hafar vilja láta umrita söguna sjálfum sér til hags, og þess uppá haldsbragðs kommúnista og sumra samstarfsmanna þeirra að ásaka aðra einmitt um það, sem þeir sjálfir iðka. Vonandi er meiri hluti alþing- ismanna sammála um, að íslend- ingum sé hollt að kynnast þessari stórmerkilegu skýrslu, og sam- þykkir því þessa tillögu. nú greiður aðgangur að meðala- skáp, sem þar er inni og er hann ólæstur. Þar tóku fangarnir lyfin, með þeim afleiðingum sem fyrr greinir, að þeir urðu óðir. Það var einn þeirra sem skar sig með rakvélablaði í handlegginn. Sótt í snjóbíl HÆLI, 7. nóv. — Sem kunnugt er hafa fluvélar verið notaðar til þess að kanna afrétti. Á þriðju- daginn var en nýtt tæki tekið i notkun er ær var sótt á snjóbíl í Gljúfurleit við Þjórsá. í gili í Gljúfurleit hafði sézt austur yfir ána hvar ær var með lamb sitt í haust. Á miðvikudag- inn var lagt af stað til þess að sækja hana. Frá Ásólfsstöðum var farið í leiðangur þennan í snjóbíl sem Ásgeir forstjóri Jónsson í Kol & Salt í Reykjavík og fleiri eiga. Bíllinn gengur á beltum. Voru með honum í förinni þeir Steinar Pálsson i Hlíð og Sveinn Eiríks- son í Steinsholti. Þangað sem ærin var eru um 50 km, en gljúfr- ið er rétt neðan við fossinn Dynk. Komist var á snjóbílnum um 40 km., en ganga varð 10 km leið. í gilinu var farið að þrengjas't mjög fyrir. ærinni með lambið, því allmikill snjór var þar. Það tók ferðafélaganna um 6 klst. að sækja ána og koma henni niður að bílnum aftur. Ærin var eign Bjarna Kolbeins- sonar í Stóru-Mástungu. — St. G. Skipaður sýslu- maður Skagfirðinga FORSETI íslands skipaði í gær samkvæmt tillögu Hermanns Jónassonar, forsætis- og dóms- málaráðherra, Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumann í Skaga fjarðarsýslu og bæjarfógeta á Sauðárkróki frá 1. janúar 1958 að telja. Jóhann Salberg er 45 ára að aldri, ættaður frá Flatey á Breiða firði. Hann lauk embættisprófi í lögum 1938 og tók það sama ár við sýslumannsembættinu í Strandasýslu. Szabo Friðrik á biðskák við Niephaus SJÖUNDA umferð skákmótsins í Wageningen var tefld á mið- vikudag. Um úrslit segir svo í skeyti frá Wage»ingen: Friðrik Ólafsson á biðskák við Niephaus. Szabo vann Troianescu. Dúckstein og Alster jafntefli. Donner vann Hanninen. Teschner. og Ulmann biðskák. Stáhlberg vann Orbaan. Ikov og Clarke gerðu jafntefli. Trifunovic vann Lindblom. Larsen og Kolarov eiga bið- skák. ★ Síðustu fréttir WAGENINGEN, 7. nóv. — f dag var frídagur á hinu alþjóðlega skákmóti hér, en þó ekki með öllu tíðindalaust. Uhlmann gaf biðskák sína á móti Dúckstein úr fimmtu um- ferð. Sama gerði Orbaan við sína skák á móti Teschner úr sjöttu umferð. Hvorug þessara skáka var tefld. — Reuter. Eftir 7 umferðir er Staðan þá þannig: Szabo 6V2 v. Donner 5 v. Trifunovic og Stáhlberg 4V2 v. Larsen 4 + 2 biðskákir. Uhlmann 4+1 biðskák. Dúckstein 4 v. Friðrik Ólafsson 314 + 2 bið- skákir. Teschner 314 + 1 biðskák. Kolarov 3 + 1 biðskák. Ikov pg Alster 3 v. Tommy Steel til Reykjavíkur? BREZKA músíkblaðið Melody Maker í Lundúnum, hefur skýrt frá því að hinn vinsæli brezki dægurlagasöngvari, Tommy Steele, kunni að bregða sér til íslands næsta vor. Umboðsmönnum þessa vinsæla söngvara hafa borizt ósk um það frá íslandi frá stærsta kvik- myndahúsi Reykjavíkur (það er Austurbæjarbíói) að fá söngvar- ann hingað til hljómleikahalds. — Hafa umboðsmennirnir skýrt Melody Maker svo frá að til mála komi að Tommy Steele komi við á íslandi er hann fer í hljóm- leikaför til Bandaríkjanna næsta vor. Árni Kristjánsson, bíóstjóri, sagði í símtali við Mbl. í gær að rétt væri hermt hjá hinu brezka blaði að þetta hefði kom- ið til tals. — Málið væri nú til athugunar hjá umboðsmönnum, svo sem fram kemur í frétt blaðs- ins. Ekki hefur endanlega verið ákveðið um íslandsförina, en það mun þó ekki verða fyrr en eftir 1. apríl, ef úr verður, að því er umboðsmennirnir sögðu í svar- bréfi sínu, sagði Arni Kristjáns- son. AKRANESI, 7. nóv.: — Frétzt hefur það frá Ægi, að hann hafi lagt net á tveim stöðum í nótt, þar sem honum þótti líklegast, að síld væri fyrir. Á hvorugum staðnum fékkst síld í netin. Stungu upp varðstofuna og komust í lyfjakassa Upphafið að ólátunum á Litla-Hrauni Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður eins fljótt og unnt er Tillaga á bæjarstjórnarfundi i gær ÞEIR Alfreð Gíslason og Guð-*' mundur H. Guðmundsson bftr., báru á bæjarstjórnarfundi í gær fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur lít- ur svo á, að staðsetning Reykja- víkurflugvallar miðsvæðis í bæn- um, sé bæjarfélaginu mjög óhag- kvæm og því óviðunandi til fram búðar. Fyrir því ályktar bæjar- stjórnin, að stefna beri að því, að núverandi flugvöllur verði lagður niður eins fljótt og fært þykir. Skal að því unnið, að bæj arfélagið fái umráðarétt á lands- svæði vallarins ásamt óbyggðu umhverfi hans og við skipulagn- ingu bæjarins framvegis við það miðað, að allt þetta landssvæði verði hagnýtt til eðlilegrar stækkunar bæjarins." Alfreð Gíslason gerði nokkra grein fyrir tillögunni og sagði, að á seinni tímum hefðu orðið all- miklar breytingar í þá átt að flug völlurinn yrði fluttur, svo bæjar- félagið gæti fengið umráð yfir því mikla landssvæði, sem þarna væri um að ræða. Minnti A.G. í því sambandi á ýmislegt, svo sem blaðaummæli skipulagsstjóra í viðtali við Morgunblaðið, sem hefði borið það með sér, að hann hefði hugleitt nauðsyn á tilflutn- ingi vallarins. Ennfremur benti hann á tillögu Varðarfundarins á dögunum um þetta mál og eins á þau tillmæli, sem komið hefðu fram frá flugvallarstjórn um lækkun Ijósastaura og fleira því líkk, en slík tilmæli bæru vott um að staðsetning vallarins, þar sem hann er nú, gæti haft óheppileg áhrif á byggingu miðbæjarins og ef til vill bæjarins í heild. Guðmundur H. Guðmundsson lagði sérstaka áherzlu á, að stór- kostleg slysahætta væri á flug- vellinum og væri betra að grípa til þesss í tíma að flytja hann í burt, áður en stórslys yrði orðið. íírmn benti ennfremur á, að ger- samlega væri ótækt að þetta stóra svæði, sem liggur svo nærri mið- bænum, væri ónotað til bygginga, þar sem þarna væri um að ræða eitt fegursta og verðmætasta svæði, sem Reykjavíkurbær ætti yfir að ráða. Mundu skapast nýir og stórkostlegir möguleikar til skipulagningar og bygginga í áframhaldi af hinum gamla mið- bæ, ef flugvöllurinn hyrfi. Borgarstjóri kvaðst ekki ætla að ræða þetta mál að sinni en benti á að hann hefði fyrir nokkru síðan skipað þriggja manna nefnd til að kynna sér málið og láta í té greinargerð um það, en í þeirri nefnd væru þeir skipulagsstjóri, Guðmundur H. Guðmundsson bæjarfulltrúi og Árni Snævarr, verkfræðingur. Hefði þessi nefnd unnið mikið starf, aflað gagna og þegar lagt fram greinargerð en ekki skilað ennþá endanlegri niðurstöðu. Alfreð Gíslason ósakði eftir að málinu yrði ekki lokið endanlega á þessum fundi heldur yrði því frestað til 2. umræðu. Hafnfirðingar sigra í Hamborg í GÆR bárust fréttir af því, að handknattleikslið Fimleikafélags Hafnarfjarðar, sem nú er í keppnisför £ V-Þýzkalandi, hefði sigrað í fyrsta lei'k sínum þar. Sá leikur fór fram í Hamborg á miðvikudaginn við lið úr Ham- borg-Bergedorf borgarhlutanum og sigruðu Hafnfirðingarnir með 19 mörkum gegn 15. Gullfoss við bryggj11 á Nes- kaupstað í gær NESKAUPSTAÐ 7. nóv. — Gull- foss kom hingað í gærkvöldi frá Reykjavík. Hér lestaði skipið 215 tonn af hraðfrystum fiski og 20 tonn af þunnildum til útflutn- ings. Með skipinu var 71 farþegi, þar af aðeins fjórir hingað, en hinir fóru með því til útlanda. Gullfoss lagðist við innri hafnarbryggj- una. Er mjög bagalegt hve lítil hún er, því garðurinn sem skip- ið liggur við er aðeins 35 m, eða um þriðjungur af lengd skipsins. Veldur þetta erfiðleikum við að binda stór skip örugglega og eins töfum við losun og lestun þeirra. Þetta er í fyrsta skipti sem Gull foss kemur hingað til Neskaup- staðar síðan skipið kom til lands- ins og fór þá í sýningarför kring um landið. Héðan fer þetta flagg skip flotans kl. 10,30, áleiðis til Hamborgar, en kemur við í Fær- eyjum. Barnaskóli Kefla- víkur lokaður III mánudags KEFLAVÍK, 7. nóv. — Barna- skóli Keflavíkur hefur verið lok- aður það sem af er þessum mán- uði, vegna inflúenzu. í dag er átti að hefja kennslu aftur og börnin komu í skólann, kom í Ijós, að ástandið er sízt betra, en Þegar lokað var og hefur tala hinna veiku heldur aukizt. Vant- aði rúmlega 30% nemenda. Var ákveðið að hefja ekki kennslu aftur fyrr en n.k. mánu- dag. — Ingvar. Wiesbaden-óperu- söngvararnir komnir í GÆRDAG um fjögurleytið kom hingað með flugvél hópur þýzkra listamanna. Voru það söngvarar Wiesbaden-óperunnar ásamt óperustjóranum, dr. F. Schramm. Þá voru og með í hópnum ljósa- meistari og nokkrir aðstoðar- menn. Söngvararnir eru: Marianne, Dorka, Lois Tomann, Heinz Frie- dreich, Reinhold Bartel og Peter Lagger. Allt eru þetta þekktir söngvarar í heimalandi sínu. Fyrsta sýning óperunnar verð- ur á laugardaginn og er það há- tíðasýning. Orðsending frá Morgunblaðinu VEGNA inflúenzutaraldurs vantar börn til blaðburðar. Meðan þannig stendur á þarf blaðið að fá börn og unglinga til að hiaupa í skarðið og taka að sér biaðburð Börn þau, sem vilja hjálpa til eru vinsamlegast beðin að hringja til afgreiðslu Morgun- blaðsins, sími 22480, eða koma og tala við afgreiðsluna Aðal- stræti 6. ______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.