Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 11
Töstudagur 8. nóv. 1957 MORCIJNBT 4 ÐIÐ 11 Sjálfsfœðismenn hafa húsnœðismálanna Herskálum og lélegu húsnæði verður útrýmt á næstu árum Framsögurœða Jóhanns Hafsfeins á bœjarstjórnarfundi í gœr um húsnœðis- málatillögur Sjálfstœðismanna og byggingaframkvœmdir Reykjavíkurbœjar undirbúið lausn ÉG VIL leyfa mér að fylgja með nokkrum orðum úr hlaði þeim tillögum, sem við bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ber um nú fram, varðandi húsnæðis- málin. Tillögur okkar nú eru grund- vallaðar á fyrri ályktunum bæj- arstjórnarinnar í húsnæðismál- um, er gerðar hafa verið á þessu kjörtímabili, að tillögum okkar Sj álfstæðismanna. Vil ég því rifja nokkuð upp það, sem á undan er gengið í þessum málum. Grundvöllur að frambúðarlausn Þegar mynduð var ný ríkis- stjórn undir forystu Sjálfstæðis- manna, eftir alþingiskosningarn- ar 1953, var eitt af meginatriðun- um i stjórnarsamningi, sem þá var gerður, að afla nýs fjármagns til byggingarlána og bæta skipan þeirra mála í heild. Um þetta var eftirfarandi ákvæði í stjórnarsamningnum: „Tryggt verði aukið fjár- ' magn til íbúðabygginga í kaupstöðum og þorpum, lögð áherzla á að greiða fyrir bygg- ingu íbúðarhúsa, sem nú eru i smíðum, og lagður grundvöll- ur að því að leysa þetta vanda mál til frambúðar". Þetta voru orð í tíma töluð og mikilvægur ásetningur, því að ekkert almennt veðlánakerfi til íbúðabygginga hafði í raun og veru um lengri tíma verið til, eftir að veðdeild Landsbankans var löngu orðin óvirk að sinna því verkefni, sem henni var ætl- að. Afskipti þings og stjórnar. höfðu á undanförnum árum verið mjög handahófsleg eða stefnu- laus. íbúðabyggingarnar hvíldu að langmestu leyti á eignamynd- un einstaklinganna frá ári til árs, þar að auki nokkurri lánastarf- semi lífeyrissjóða, sem að mestu var bundin við opinbera starfs- menn, einstökum fjárveitingum ríkissjóðs af handahóii, sem bundnar voru t. d. við hluta af gengishagnaði eða hluta af ár- legum greiðsluafgangi, ef svo bar undir, og loks árlegum framlög- um sveitarfélaga, sem takmörkuð ust mjög við getu þeirra og mun- aði helzt um hér í Reykjavík. Byggt á aukningu sparifjárins Fyrrverandi forsætisráðherra, Ólafur Thors, áréttaði mjög skýrt fyrrgreind áform þáver- andi ríkisstjórnar í útvarpsræðu frá Alþingi undir árslok 1953, með eftirfarandi orðum: „Til íbúðabygginga þarf einnig stórfé. Er hugmyndin sú að leysa þær þarfir til frambúðar á þann hátt, að út- lán til íbúðarhúsa verði fastur liður í útlánastarfsemi pen- ingastofnana“. Tók ráðherrann skýrt fram, að megináherzlan yrði lögð á „að hagnýta sér aukningu sparifjár í landinu með breyttri útlánastarfsemi“. Sparifjármyndun í landinu var þá mjög vaxandi. Hafði verið í heild (þ. e. hjá bönkum, sparisjóðum og innláns- deildum) 95,8 millj. kr. árið 1952 — og reyndist þessi næstu ár: 1953 — 189,3 millj. kr. 1954 — 218,1 —. _ 1955 — 125,3 _ _ 1956 — 167,6 — — Ég þarf naumast að taka fram, að þessar tölur tilgreiha spariinn- lánin ein — en ekki velti-innlán, eða innlög á hlaupareikningum — m. ö. o. sýna hina raunverulegu myndun nýs sparifjár í landinu. Tek ég þetta fram að gefnu til- efni, sem mér finnst þó ástæðu- laust að ræða hér frekar. í framhaldi af framansögðu skipaði fyrrv. ríkisstjórn nefnd bankastjóra og hagfræðinga til að undirbúa nýja húsnæðismálalög- gjöf, sem Alþingi lögfesti svo síð- ar eins og kunnugt er. Byggingarframkvæmdir grundvallast á nýjum lánsf jármöguleikum Meðan þessu fór fram hóf bæj- arstjórn Reykjavíkur undirbún- ing að nýjum byggingarfram- kvæmdum, sem gætu grundvall- ast á hinum nýju lánsfjármögu- leikum. Hinn 13. apríl 1954 samþykkti bæjarstjórnin tillögur Sjáif- stæðismanna um að hefja bygg- ingu tveggja hæða raðhúsanna í Bústaðahverfi þar sem nú er búið að úthluta 144 fjögra herbergja íbúðum til fjölskyldufólks, sem búið hefir í herskálum og öðru mjög lélegu húsnæði og til við- bótar 16 íbúðum í 2 nýjum Bú- staðavegshúsum, sem samtímis var ákveðið að byggja. Samtímis þessu ályktaði bæj arstjórn, „að beina þeirri áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis að gera sérstakar ráð stafanir í sambandi við hús- næðismálin, sem miði að því, að útrýmt verði öllum bragga- íbúðum á næstu 4—5 árum“ Óskaði bæjarstjórnin samstarfs við ríkisstjórnina um lausn þessa máls, annað hvort með því að myndaður yrði sérstakur bygg- ingarsjóður til að sinna þessu hlutverki, eðá unnið að lausn þess á „öðrum hliðstæðum grund- velli“. Tillögur Sjálfstæðismanna um byggingarsjóð frá 1954 Tillögur okkar Sjálfstæðis- manna frá 1954 um stofnun bygg- ingarsjóðs í þeim tilgangi að út- rýma braggaíbúðum miðuðu við, að þessum sjóði yrði aflað 50 milljón króna á árunum 1954— 1956, með happdrættislánsútboði til 10 ára og skattfrjálsum vinn- ingum, en sjóðnum yrði síðan séð fyrir árlegum tekjum með jöfn- um framlögum bæjarsjóðs og rík- issjóðs. Tillögur okkar um sjóðs- stofnunina og starfrækslu hans Jóhann Hafstein voru allýtarlegar og voru sendar húsnæðismálanefndinni, sem vann að undirbúningi hinnar nýju löggjafar. Eins og kunnugt er gerði löggjöfin síðar ekki ráð fyrir myndun slíkra sjóða — held ur stofnun almenns veðlána- kerfis, en til viðbótar því sérstök- um ríkisframlögum til móts við framlög sveitarfélaga, er varið yrði til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæðis. Á bæjarstjórnarfundi 7. marz sl. tóku bæjarfulltrúarnir Guð- mundur Vigfússon og Alfreð Gíslason upp hugmynd okkar Sjálfstæðismanna um stofnun Byggingarsjóðs Reykjavíkurbæj- ar, en í nokkuð öðru formi. Við bæjarfulltrúar Sjálf- stæðismanna höfum síðan at- hugað málið að nýju og telj- um að reynslan hafi staðfest að rétt sé að bæjarstjórnin ákveði nú að stofna bygging- arsjóð, er í fyrstu sé takmark- aður einvörðungu við það hlutverk að veita fé til fram- kvæmda byggingaáætlunar bæjarins til útrýmingar her- skálum og öðru lélegu hús- næði, en kynni síðar að geta gengt miklu víðtækara hiut- verki. Við þetta er önnur tillaga okk- ar nú miðuð og skal ég skýra hana nánar síðar. Byggingaráætlunin frá 17. nóv. 1955 Ég vík þá aftur að því, hvernig húsnæðismálunum í Reykjavik hefir miðað áfram. Eftir að hin nýja húsnæðis- málalöggjöf var samþykkt á Al- þingi 1955 fluttum við Sjálf- stæðismenn í bæjarstjórn, hinn 17. nóv.1955, ítarlegar tillögur í húsnæðismálunum þar sem bæj- arstjórnin ályktaði að gera áætl- un um byggingu 600 íbúða í þeim tilgangi, að útrýmt verði herskálum á næstu 4-—5 árum og áð öðru leyti bætt úr húsnæðis- þörf þeirra, sem verst eru settir. Þessar tillögur voru fram born- ar að undangenginni vandlegri athugun málsins, þar á. m. tölu herskálaíbúða og fjölskyldu- stærðum í þeim, og væntanlegar íbúðarstærðir við það miðaðar, ennfremur vandlegri athugun á kostnaði og hugsanlegum fjár- hagsgrundvelli. Byggingaráætlun þessi er nú vel á veg komin og mun Gísli Halldórsson, arkitekt, sem í upp- hafi var ráðinn framkvæmda- stjóri þessara framkvæmda, gera nánar grein fyrir því, svb og við- bótartillögu okkar nú um að hefj- ast handa um 200 íbúðir til við- bótar, samhliða nokkurri breyt- ingu á fyrstu áætlun. Lán hins almenna veðlánakerfis Ég mun nú víkja nánar að fjármálahliðinni. Frá upphafi grundvölluðum við Sjálfstæðismenn tillögur okk- ar á því að þeir, sem tækju við íbúðarhúsnæði, sem bærinn hefði- forgöngu um að byggja til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næði, skyldu njóta A,- og B.-lána hins almenna veðlánakerfis, að meðaltali minnst 70 þús. kr. á íbúð, auk styrktarlána frá bæ og ríki. Miðað við þá venju að hús- næðismálastjórn veitir lánin, þeg ar húsin eru fokheld, ættu nú að hafa verið veitt A,- og B.-lán út á 232 íbúðir, 70 þús. kr. á hverja ibúð, eða samtals 16,2 millj. kr — Eftir því, sem ég kemst næst mun húsnæðismálastjórn hafa veitt slíkt lán samtals að upphæð 1,5 millj. kr. Hér stendur alvar- lega upp á fjárþol hins ráðgerða veðlánakerfis — um 14,7 millj. kr. — eða að þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli erU látnir sitja á hakanum. Að óreyndu má þó ekki ætla það. Sérlán til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæði. Þá eru það hin svonefndu styrktarlán, sem byggjast á fram- lögum sveitarfélaga og ríkissjóðs, sbr. IV. kafla húsnæðismálalag- anna. í fyrstu áætlun okkar, 17. nóv. 1955, gerðum við ráð fyrir helmingi minna framlagi frá ríki en bæ. Þetta byggðist á því, að í lögunum var í upphafi takmörk- un á ríkisframlaginu — miðað við 3 millj. kr. árlegt framlag. En við framsögu málsins hér í bæjarstjórn tók ég strax fram eftirfarandi: „Annars tel ég þetta fram- lag ríkissjóðs of lágt og beri að vinna að því að fá það hækkað. Mundu þá tilsvarandi minnka þær kröfur, sem gera þarf til þeirra fjölskyldna sem hinna nýju íbúða verða aðnjótandi. En vitað er að efnahagur og geta margra þeirra er með minnsta móti.“ t samræmi við þetta fluttu Sjálfstæðismenn á Alþingi brevt- ingartillögu við húsnæðismála- lögin — VI. kafla þess efnis að ríkissjóður skyldi árlega leggja fram jafnmikið fé og bæjarfélög- in gerðu til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæði. Ennfremur fluttum við Gunnar Thoroddsen þá breytingartillögu við af- greiðslu fjárlaga þessa árs, að ríkisframlagið skyldi vera 10 millj. kr., en ekki 4 eins og stjórnarliðið lagði til. Hvort tveggja þessar tillögur Sjálfstæðismanna voru felldar af stjórnarliðinu. Framlög bæjarsjóðs langtum meiri en ráðgert var. Framlög ríkisins hafa numið vegna byggingarframkvæmda á árinu 1955 3,1 millj. kr., á árinu 1956 3,8 millj. kr. og lofað fyrir árið 1957 3,1 millj. kr., eða á þess- þrem árum samtals 10 millj. kr. Hins vegar er þáttur Reykja- víkurbæjar þessi: Á fjárhagsáætlun til fram- kvæmda byggingaráætluninni: Ár 1955 4.5 millj. kr. — 1956 10.0 — — — 1957 10.0 — — Samtals 24.5 millj. kr. En umfram þetta hefir Reykja- víkurbær lagt fram til þessara framkvæmda nú nálægt 10 milli. kr. Framlag Reykjavíkur til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næði hefir því á þrem siðastl. árum numið 34.5 millj. kr. — og er það langt umfram upp- haflegar áætlanir. Væru ríkisframlögin jöfn vantar nú upp á þau 24.5 millj. kr., en 14,5 millj. miðað við fjárveitingar á fjárhagsáæti- un. Mig hefur því stórlega furð- að á þegar fulltrúar minni- hluta flokkanna hér í bæjar- stjórn hafa verið að býsnast við að lýsa óánægju sinni yfir, að dregizt hafi framkvæmdir við byggingaráætlun bæjarins — og telja það sök meirihlut- ans í bæjarstjórn. Þáttur ríkisvaldsins van- ræktur Vissulega hefir bæjarsjóður lagt fram miklu meira en lofað var. Hitt verða menn að gera sér fyllilega ljóst, að þáttur ríkis- valdsins er fullkomlega van- rktur. En vitaskuld er það lág- markskrafa að af fé almanna- valdsins í landinu eða úr ríkis- sjóði sé lagt fram til jafns við sveitarfélög þegar þau eru að glíma við vanda, sem engan veg- inn er þeirra sérmál, heldur þjóð- félagsins í heild, eins og þegar rífa þarf herskála frá styrjald- arárunum, sem settir voru niður í bæjarlandinu í óþökk bæjar- stjórnar og síðan hafa verið not- aðir til íbúða af illri nauðsyn vegna gífurlegs aðstreymis fólks hvaðanæfa af landinu sökum at- vinnuhátta og annarra utanað- komandi áhrifa. Ég viðurkenni að hið almenna veðlánakerfi til íbúðabygginga, sem nú er kallaður byggingar- sjóður ríkisins, er enn ungt og háð hinni almennu efnahagsþró- un í þjóðfélaginu. Skal ég ekki á þessum vett- vangi hefja deilur um það, hvort vel hafi verið staðið að eflingu þess eða ekki af núverandi ríkis- stjórn og stuðningsflokkum henn- ar. Ég hefi, eins og kunnugt er, gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega á Alþingi fyrir vettlingatök og mistök. Reykvíkingar eiga ekki að þola órétt. Hitt verður með engu móti þol- að, að sveitarfélögin láti bjóða sér það, að ríkissjóður skjóti sér undan að uppfylla sanngjarnar Framhald á bls. 12. Raðhúsabyggingar bæjarins til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði. Þegar hefur verið úthlutað 144 íbúðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.