Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 1
20 síður 44. árgangur. 254. tbl. — Föstudagur 8- nóvember 1957- Prentsmiðja Morgunblaðsins- Á leið til tunglsins? NEW YORK, 7. nóv. — Tilkynnt var í New York í dagr, að heyr*t iieíðu í Bandaríkjunum ókenndar radíósendingar. Sendingar þess- ar eru stöðugar en daufar og hefur verið getið til, að sendingarnar vaeru frá eldflaug, sem væri á leið til tunglsins. Ástæðan til þessarar tilgátu er sú, að sendingarnar heyrast á 108Mc/s, en sú bylgjulengd er samkvæmt alþjóðlegu samkomu- lagi eingöngu ætluð geimskipum framtíðarinnar. Gervihnettirnir, sem Rússar skutu út á dögunum senda hins vegar út á 20 Mc/s og 40 Mc/s. Samkvæmt tilkynningu frá Radio Corporation of America hefur verið hlustað á þessari bylgju- lengd við og við síðustu dagana. en sl. sólarhring hefur stöðugt verið hlustað. Það mun hafa ver- ið fyrrihluta dags í dag, að send- ingarnar heyrðust fyrst — og síð- an hafa þær verið látlausar. — Reuter. Gaillard byr jaSur PARÍS 7. nóv. — Franska þingið heimilaði í dag stjórn Gaillards til þess að taka 250 þús. millj. franka lán í Frakklandsbanka til þes að bjarga ríkinu út úr mestu fjárhagsörðugleikunum. .Mlp' ,„111"' y'r'* >1.^, _ w/, Q# /to -**^*^^ Zhukov og Sputnik. — Myndin J^arfnast ekki frekari skýringa. Dapurleg staðreynd, að sam- vinna var ekki hafin fyrr Pólskur orrustuflugmað- ur komst undan við illan leik — sagði Eisenhower í ræðu sinni i nótt NEW YORK, 7. nóvember. — Eisenhower forseti flutti bandarísku þjóðinni ræðu í sjónvarp og útvarp í kvöld og xæddi um varnir landsins og vísindin. — Sagði hann, að láðstafanir mundu þegar verða gerðar til þess að flýta tilraunum og smíði fjarstýrðra vopna. Samkeppni milii einstakra deilda hersins, svo og mikil eftirvinna vísinda- mannanna hefði spillt fyrir og dregið úr framþróuninni. Hann vék máli sínu að rúss-, ar, sagði hann, munu geta borið nesku gervihnöttunum og sagði, að þeir væru mjög þýðingarmikl- ir og tilkoma þeirra væri mjög merkur atburður. Hins vegar bæri ekki að þakka neinum smíði hnattanna öðrum en vísinda- mönnunum, sem að þeim störfum hefðu unnið. Hann kvað atburð þennan ekki hafa nein bein áhrif á öryggi Bandaríkjanna, en rússnesku gervihnettirnir hafa engu að síð- ur beina hernaðarlega þýðingu, sagði hann. Eisenhower kvaðst vilja róa þjóð sína með því, að það væri hans skoðun, studd af áliti fær- ustu vísindamanna og hernaðar- sérfræðinga Bandaríkjanna, að samanlagður hernaðarmáttur hins frjálsa heims væri meiri en kommúnistaríkjanna, þrátt fyrir að Rússar stæðu Bandaríkja- mönnum nú framar hvað við- víkur framleiðslu flugskeyta og þá sérstakiega gervimána. Hann kvað Bandaríkin standa framar Ráðstjórnarrikjunum á kjarnorkusviðinu. Þeir ættu nú meiri birgðir og öflugri sprengj- ur en Rússar. Hann kvað forða Bandarikf- anna af kjarnorkusprengjum vaxa skjótt, þegar væri forðinn Orðinn geysimikill. — Þessum yf- irburðum verðum við að halda. sagði hann. Þá sagði hann, að Bandaríkja- menn eignuðust nú innan skamms eldflaugar, sem mundu draga 5600 km. Þessar eldflaug- kjarnorkusprengjur. 0 — 0 Eisenhower vék því næst að fyrirhuguðu samstarfi Banda- ríkjanna við bandalagsríki þeirra á sviði kjarnorkuvísinda og cld- flaugaframleiðslu. Hann kvað það dapurlega staðreynd, að ekki hefði verið tekin upp sam- vinna við vinaþjóðirnir á þess- um sviðum. Með sameinuðu átaki hefðu þær náð miklu lengra en þær væru nú komnar. Þær hefðu glímt við sömu vandamálin hver Framh. á bls. 2 Kadar Iætur ekki segjast VÍN, 7. nóv. — Fregnir frá Buda- pest herma, að leynilegum réttar- höldum yfir fjórum rithöfundum, sem þátt tóku í uppreisninni í Ungverjalandi, haldi enn áfram þrátt fyrir áskoranir rithöfunda víða um heim til Kadars um að hafa réttarhöldin opinber. Fréttamenn í Vín þykjast hafa það eftir áreiðanlegum heimild- um, að einn fjórmenninganna hafi borið það í réttinum, að uppreisnin hafi verið þjóðleg og þjóðin hefði þráð lýðræði. ■ Hann kvaðst ekki mundu hugsa sig um tvisvar að taka þátt í annarri slíkri uppreisn ef hann ætti þess kost. Annar rithöfund- ur er sagður hafa afturkallað all- ar játningar og sagt, að hann hefði verið fenginn til þess með pyndingum. STOKKHÓLMI, 7. nóv. — Pólsk- ur flugliðsforingi, 26 ára að aldri, lenti orrustuþotu sinni, af gerð- inni MIG, skammt fyrir utan Gautaborg í dag. Sagði foringinn, að aðrar pólskar þotur hefðu veiít honum eftirför út yfir Eystrasalt og hefði hann neyðst til þess að gera lykkju á Ieið sína á flótt- anum til þess að fljúga þær af sér. Afleiðingin varð sú, að benzín þotunnar þraut skömmu eftir að komið var yfir Svíþjóð — og var þá enginn flugvöll- ur i nánd. Neyddist Pólverjinn því til þess að lenda þar sem hann var og slapp hann með lítl- ar skrámur. Þotan skemmdist furðulega lítið. Hefur hann leitað hælis í Svíþjóð sem póli- tiskur flóttamaður. Ný Comet Flugvéla- framleiða LONDON 7. nóv. — verksmiðjur þær, er Comet-þoturnar hafa tilkynnt, að ný gerð Comet sé núíframleiðslu. Nefnist hún Comet IV. og á að geta borið 85 farþega og flogið með 800 km hraða á klst. Hundurinn NEW YORK, 7. nóv. — Sputnik I hefur nú farið 500 sinnum um- hverfis jörðu, en Sputnik II 60 sinnum. í Moskvu hefur verið gefin út tilkynning þess efnis, að hundinum í Sputnik II líði vel og ekkert ami að honum. Banda- rískir vísindamenn svo og jap- anskir, sem fylgzt hafa með ferð- um gervihnattanna skýra svo frá, að síðan í gær hafi lítill hlutur farið á undan Sputnik II og gizka þeir á, að hylkið, sem hundur- inn er í, hafi nú verið losað frá hnettinum og sé hundurinn að nálgast jörðu. Engin staðfesting hefur fengizt á því í Moskvu. Fregnir frá Prag herma, að tékkneskir vísindamenn hefðu a heimleiö? Enn verÖur að efla RauÖa herinn — segir Malinovsky MÖSKVU 7. nóvember. — 40 ára byltingarafmælisins var minnzt i dag á Rauða torginu með mikilli hersýningu. Á grafhýsi Lenins og Stalins stóðu æðstu foringjar Ráðstjórnarinnar auk kommún- istaforingja A Evrópuríkjanna og í broddi fylkingarinnar voru Krú sjeff og Mao Tse Tung. Pallar höfðu verið reistir fyrir aðra kommúnistaforingja og útlenda gesti. ★ Hátíðahöldin hófust með þvi, að Malinovsky marskálkur, hinn nýskipaði eftirmaður Zukovs í landvarnamálaráðherraembætti, hélt ræðu. Sagði hann, að Rauði herinn, sem þróazt hefði undir handarjaðri hins ástríka komm- únistaflokks. væri nú öflugri en nokkru sinni fyrr. Kommúnistar yrðu að vera vel á verði gegn heimsvaldasinnum með Bandarík in í fararbroddi, sem stöðugt ógn uðu heiminum með kjarnorku- stríði. Enn bæri að styrkja her- aflann til þess að hættunni yrði bægt frá dyrum. * Því næst hófst hersýningin og vöktu mesta athygli fjarstýrðar eldflaugar, sem ekið var eftir torginu. Voru gerðir þeirra sex og þær lengstu 18—20 metrar. Þá voru og þar sýndar mjög hlauplangar fallbyssur og gizkað er á, að þar hafi verið um kjarn- orkufallbyssur að ræða. Fyrir- lesari Moskvuútvarpsins, sem lýsti hersýningunni, sagði,- að Rússar ættu nú yfir að ráða flug- skeytum, sem hægt væri að skjóta hvert á jörðu sem væri — og Rauði herinn mundi geta hrundið hvaða árás sem væri. Þegar stóru eldflaugunum var ekið fram hjá, tók Krúsjeff upp gleraugun og hnippti í Mao. Hvarvetna hengu stór spjöld með ýmsum slagorðum og veittu fréttamenn einna helzt eftirtekt spjöldum, sem á var letrað: „Við skulum framleiða meira en Bandaríkjanna“. Vegna dimm- viðris í Moskvu varð að fresta mikilli flugsýningu, sem átti að vera liður í hersýningunni. náð ljósmyndum af Sputnik II. Segja þeir, aff greinilegt sé, aff hnötturinn snúist nú um eigin öxul. Ber«mann og Rossolini skilin RÓM, 7. nóv. — Það var opin- berlega kunngert hér í dag, að sænska kvikmyndaleikkonan heimsfræga, Ingrid Bergmann, og ítalski kvikmyndaleikstjórinn Roberto Rossolini, væru skilin að borði og sæng. Að undanförnu hefur orðrómur verið á kreiki þess efnis, að þaua hjón væru í skilnaðarhugleiðingum og var aðalástæðan til þess, orðrómur um að Rossolini hefði leitað ásta indverskrar fegurðardísar, er hann dvaldist þar í landi fyrir skemmstu. Sem kunnugt er var þetta annað hjónaband Ingrid Bergmann og varð þeim Rossolini þriggja barna auðið. Börnin munu verða með móður sinni. Eisenhower sendi kveðju WASHINGTON 7. nóv. — Eisen- hower Bandaríkjaforseti sendi Voroshilov forseta Ráðstjórnar- ríkjanna heillaskeyti í dag vegna 40 ára byltingarafmælisins. „Á þjóðhátíðardegi Ráðstjórnarríkj- anna sendir öll bandaríska þjóð- in og ég kveðjur og hamingju- óskir til Ráðstjórnarþjóðarinn- ar“ — hljóðaði skeytið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.