Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 10
MORGVHBl 4 Ð1Ð Föstudagur 8. nóv. 1957 ie ðlttMftMfr Cftg.: H.t Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. ASairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. FRAMLEIDSLA OG JAFNVÆGI FJÓRIR af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í neðri deild Alþingis, þeir Magnús Jónsson, Kjartan J. Jó- hannsson, Sigurður Ágústsson og Jón Sigurðsson hafa enn á ný flutt frumvarp um ráðstafanir til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Samkvæmt 1. gr. frumvarps þessa skal stofnaður sjóður, er hafi það hlutverk að stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins með því að veita lán til efl- ingar atvinnulífi og til fram- leiðsluaukningar á þeim stöðum á landinu, þar sem við atvinnu- erfiðleika er að stríða, en fram- leiðsluskilyrði þannig, að íbúarn- ir geti haft sæmilega afkomu í meðalárferði við þjóðhagslega hagkvæma framleiðslu. Úr sjóði þessum má veita lán bæði sveita- félögum, einstaklingum og félög- um. Stofnfé jafnvægissjóðs skal í fyrsta lagi vera 75 millj. kr. fram lag úr rikissjóði, sem greiðist sjóðnum með jöfnum greiðslum á næstu 5 árum, í fyrsta sinn árið 1958. I öðru lagi það fé, sem við gildistöku laganna er útistand- andi af lánum, er veitt hafa ver- ið á undanförnum árum, til þess að bæta úr atvinnuörðugleikum í landinu. Mikið nauðsynjamál Þessar tillögur Sjálfstæðis- manna fela í sér tilraun til lausn ar á miklu vandamáli. Ýmis fram leiðslubyggðarlög víðs vegar um land, skortir atvinnutæki til þess að geta haldið uppi nægri og var- anlegri atvinnu, er tryggi al- menningi sæmilega afkomu og atvinnuöryggi. Hefur þetta í för með sér framleiðslutap, er síðar leiðir af sér minni gjaldeyrisöfl- un og arðsköpun en möguleikar eru á. Það hefur á undanförnum árum verið eitt af mestu vanda- málum þjóðarinnar, hve' fólk hef- ur flutt burtu frá ýmsum þeiin stöðum, er skilyrði hafa til mik- illar útflutningsframleiðslu, til hinna stærstu kaupstaða, þar sem þeir hafa ekki tekið þátt í fram- leiðslustörfum. Enda þótt fram- leiðsla íslenzku þjóðarinnar á út- flutningsverðmætum hafi aukizt stórkostlega á undanförnum ár- um með bættum framleiðslutækj- um og aukinni tækni, þá fer því þó viðsfjarri að hún hafi aukizt nægilega mikið til þess að geta staðið undir hinum bættu lífs- kjörum og auknum kröfum, sem þjóðin gerir til gæða lífsins. Við flytjum nú á' ári hverju inn er- lendar vörur, er nema hundruð- um milljóna króna meiru að verð mæti en það, sem við flytjum út. Framleiðsla á heilbrigð- um grundvelli Slíkir búskaparhættir geta ekki blessast til lengdar. Eina raun- hæfa úrræðið til þess að tryggja þau lífskjör, sem þjóðin hefur vanið sig á, er að auka útflutn- ingsframleiðsluna, og koma henni á heilbrigðan grundvöll. Til þess ber þess vegna höfuð- nauðsyn að einskis verði látið ófreistað til þess að efla fram- leiðsluna hvarvetna þar á landi hér, þar sem skilyrði eru fyrir hendi til þess. Sjálfstæðismenn hafa marg- sinnis bent á það, að í þessum efnum má ekki vinna af handa- hófi. Við verðum að hafa sem bezt yfirlit um það, sem gera þarf, vita hvar ráðstafanirnar kalla fyrst og fremst að, og hvar möguleikarnir eru mestir til þess að nota það fjármagn, sem þjóðin á eða getur aflað sér til ráðstafanna, er síðar munu ekki aðeins skapa hið svokallaða jafn- vægi í byggð landsins, heldur jafnvægi í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Slíkt jafnvægi í efnahags- málum er ekki hægt að skapa ef svo fer fram, sem gert hef- ur um langt skeið, að fólkinu við framleiðslustörfin fækkar stöðugt, en yfirbygging þjóð- félagsins gleypir meira og meira af mannafia þess. Skortur á skilningi Því miður hefur mjög skort á það, að nægur skilningur væri fyrir hendi á þessari grundvallar- staðreynd á undanförnum árum. Fjölmargt hefur að vísu verið gert til þess að dreifa atvinnu- tækjum þjóðarinnar og jafna að- stöðu fólksins til þess að njóta atvinnu og öryggis um afkomu sína. En margt sem gert hefur verið, er kák eitt og hvorki fugl né fiskur. Úthlutun hins svokall- aða atvinnubótafjár hefur á und- anförnum árum skipt samtals nokkrum milljónatugum. Það hefur orðið einstökum byggðar- lögum að töluverðu gagni. En engu að síður er óhætt að full- yrða að því hefði mátt verja miklu betur og til sköpunar miklu varanlegri umbóta en raun hefur á orðið. í fyrrgreindu frumvarpi Sjálf- stæðismanna er lagt til að fastar og ákveðnar reglur verði settar um úthlutun þess fjár, sem varið er til atvinnujöfnunar. í því skyni hefur á þessu ári verið varið um 15 millj. kr. En engin opinber skýrsla liggur fyrir um' ráðstöfun þess fjár, sem að veru- legu leyti mun hafa verið fram- kvæmd af einum óþlutvandasta ráðherra ríkisstjórnarinnar. Trygging lífskjaranna Kjarni þessa máls er sá, að þjóðin og ráðamenn hennar verða að gera sér Ijóst að hin góðu lífs- kjör, sem hún hefur skapað sér á undanförnum árum, í skjóli nýrra framleiðslutækja og auk- innar tækni, verða ekki tryggð í framtíðinni nema með því, að starfskraftar hennar verði skyn- samlega hagnýttir og framleiðsl- an aukin í samræmi við þær auknu kröfur, sem þjóðin gerir um eyðslu og afkomu. Starfs- kraftar íslenzku þjóðarinnar eru ekki hagnýttir, ef hún heldur áfram að hækka enn yfirbygging- una á hinu litla þjóðfélagi sinu en flýja frá höfuðbjargræðisveg- um sínum. Þeir verða heldur ekki hagnýttir ef bjargræðisveg- irnir eru tröllriðnir af heimsku- legri efnahagsmálastefnu og fólk- inu síðan talin trú um að þeir séu ölmusuþegar og byrði á herðum almennings. Þjóðin þarf að vitar sannleikann um þau grundvallar- atriði, sem hagur hennar og fram tíð byggist á. Því miður er of mörgum ókunnugt um þann sann leika í dag. UTAN UR HEIMI Bílar eru ekki fyrir menn með hatta MARGIR eru þeir, sem segja, að fátt sé jafn ánægjulegt og að eiga þægilegan bíl — auðvitað helzt nýjan, því að bíllinn getur orðið allt annað en skemmtilegur, þeg ar hann ar farinn að láta á sjá og hreinlega farinn að „gefast UPP“ þegar minnst varir á göt- um og gatnamótum eiganda og öðrum ökumönnum til sárrar gremju. Flestir vilja eiga bílinn vegna þess að hann er gott og hentugt samgöngutæki, en sum- ir, sem eru þó miklu færri, vilja eiga bilinn vegna þess að það er gaman að horfa á hann standa fyrlr framan dyrnar. Þessir menn vilja því ekki eiga aðra en nýja bíla — og sagt er, að marg- ir Bandaríkjamenn, sem jafnan kaupa bíl á hverju ári og selja þann gamla, fari til bílasalans, þegar nýju árgerðirnar koma á markaðinn, fyrirfram ákveðnir i því að kaupa þann bílinn, sem að yta útUti mundi sóma sér bezt utan við garðshlið þeirra. „Ép keyöti hann til bess að aka honum“ Fólksbílum er yfirleitt skipt í tvo flokka nú til dags — litla bíla og stóra bíla, eða Evrópu- bíla og Ameríkubíla, eins og þeir eru oftar aðgreindir. En það er sama hvort bílar eru litlir eða stórir. Eigendum finnst þeir Ekki rúm fyrir höfuðið venjulega of þröngir og rúm- litlir að innan. Sumir eru ef til vill íturvaxnir, aðrir hávaxnir, há fættir, hálslangir, eða bera hatt — og bíllinn er þeim of lítill. Við getum samt gert ráð fyrir að sumir bíleigendur séu eðlilega vaxnir, en margir þeirra segja samt: Áuðvitað á bíllinn að vera fallegur að ytra útliti, en ég keypti hann nú í rauninni til þess að aka honum. Alls konar horn oe upgar Nú er svo komið, að fyrirtæki eitt hefur hafið framleiðslu á Alls konar horn og uggar magabeltum fyrir ökumenn. Fyrst og fremst er beltið ætlað íturvöxnum mönnum til aðhalds fyrir líffæri í kviðarholi. Þó eru þau ekki síður framleidd til þess að auðvelda þeim hinum sömu að komast inn í og út úr bílnum sínum. Kvartað er yfir því, að Evrópubílarnir séu of þröngir, stýrisjóUð sé of mikið beygt aft- ur yfir sætið — og það sé ekki á allra færi að smjúga inn í ekils sætið. Aðrir kvarta aftur á móti yfir því, að Ameríkubílarnir séu orðnir svo „straumlínulagaðir“ að menn rekist á alls konar horn og ugga, þegar þeir smeygja sér inn í þá. Er sætið of hátt eða bakið of lágt? En þegar okkur hefur loksins tekizt að smjúga inn í bílinn — hvort sem það er með aðstoð magabeltis eða ekki — þá koma önnur vandamál til sögunnar. Fyrst er spurt: Hvernig í ósköp- unum stendur á því að sætið er svona hátt? Síðar kemur það í ljós, að_ sætið getur ekki verið lægra. Á undanförnum árum hef ur þróunin verið sú, að bílarnir hafa sífellt lækkað og breikkað — og geta nú vart lægri verið. Þá er að snúa sér að þakinu: Af hverju er það ekki hærra? Um- ferðalögreglan í fjölmörgum löndum hefur skýrt svo frá, að margsannað sé, að húfur og hatt- ar hafa oft á tíðum bjargað öku- mönnum, sem lent hafa í á- rekstr, frá áverka. í Frakklandi hefur lögreglan meira að segja hvatt ökumenn til þess að aka TIL FRÓÐLEIKS fyrir almenn- ing fara hér á eftir nokkrar upp- lýsingar um verkefni skipa Eim- skipafélags íslands. Eins og kunnugt er á félagið nú 8 skip. M.s. „GULLFOSS“ siglir í áætlanaferðum Reykjavík — Hamborg — Kaupmannahöfn — Leith — Reykjavik. Tvö af frystiskipum félagsins sigla milli fslands og Eistrasaltslanda. M.s. „TRÖLLAFOSS" og m.s. „GOÐA FOSS“ hafa verið I Ameríkusigl- ingum. M.s. „FJALLFOSS“, m.s. „REYKJAFOSS" og m.s. „TUNGUFOSS" hafa annað flutn ingum til og frá meginlandi Ev- rópu. Hin dreifða byggð við strönd landsins krefst mikilla sam- gangna á sjó. Það má t.d. geta þess að nú éru 4 af skipum fél- agsins að ferma eða afferma vör- ur við ströndina og munu þau hafa alls um 50 viðkomur. Útflutningur. Frystiskip félags ins hafa undantekningarlaúst silgt frá landinu fullfermd af frystum fiski til Ameríku eða til Evrópu. Það má geta þess að m.s. „TUNGUFOSS" mun sigla með fullfermi af síld, lýsi og fiski mjöli til Svíþjóðar, Danmerkur og Póllands. M.s. „FJALLFOSS" mun sigla frá landinu innan viku fullfermdur af skreið, fiskimjöli. lýsi og fleiru til Englands og Hol- lands. Eystrasaltslöndin. Tvö af frysti skipum félagsins sem sigla með frystan fisk til Rússlands ferma þar og í Finnlandi yfirleitt full- fermi til Islands. Vörurnar sem þessi skip flytja til landsins eru aðallega sekkjavörur, pappír, krossviður, járn og stálvörur. Þá reynir félagið einnig að koma við í pólskum höfnum til að lesta þar vörur sem keyptar eru frá Póllandi, það má geta þess að m.s. „TUNGUFOSS" fermir í Gdynia um miðjan nóvember, síðan mun skipið ljúka lestun í með höfuðfat — af þessum ástæð um. Fyrir krakka og litlai konur Sú saga er hins vegar sögð um Erhart fjármálaráðherra V- Þýzkalands, að hann hafi fyrir skemmstu farið til bílasala til þess að kaupa sér bíl. Hann reyndi hvern bílinn á fætur öðr- um, en alltaf fór það á sömu leið: Hann varð að taka hattinn Jí * * ■ “ ; i ■ Maðurinn of stór eða bilMnn of lítill? ofan til þess að komast inn í bíl- an:i. Hann snéri sér loks að bíla- salanum og sagði, að því miður virtist bílaframleiðendur vera hættir að framleiða bíla, sem hæfðu honum og hattinum hans. Síðan kvaddi hann — og keypti engan bíl. Enda þótt amerísku bílarnir séu stærri og veigameiri en þeir evrópsku, kvarta margir Ame- ríkumenn yfir því sama og Er- hart. Bílar eru ekki fyrir menn með hatta, segja þeir — bara fyrir krakka og litlar konur. Kaupmannahöfn, þar sem m.a. „GULLFOSS" hefur ekki getað annað flutningaþörfinni þaðan. Meginlandshafnir. Eimskipafél agið hefur reynt að hafa hálfs- mánaðarferðir frá Hamborg, Rotterdam, Antwerpen og HulL Þetta hefur þó ekkl ávallt tekizt, sökum þess hve flutningaþörfin er óreglubundin, það má t.d. geta þess að flutningar frá Rotterdam, Antwerpen og Hull hafa dregizt mjög saman, en aftur margfald- ast frá Hamborg t.d. má geta þess að áður fyrr lestaði skip eins og „FJALLFO'SS" hálfsmánaðarlega á ofangréindum fjórum höfnum, en nú þarf skip eins og „FJALL- FOSS“ vikulega frá Hamborg einni t.d. munu m.s. „REYKJA- FOSS“ lesta í Hamborg fyrstu dagana í nóvember. Ákveðið er að m.s. „LAGARFOSS" lesti Þar um 14. nóv. M.s. „REYKJAFOSS" lesti þar aftur um 21. nóv. og væntanlega 4. skipið um mánað- armótin nóv. des. Sökum þess hve nú berst mikið að af innflutningsvörum á hinum ýmsu viðkomustöðum erlendis má gera ráð fyrir því að Eim- skipafélagið þurfi að taka leigu- skip til þess að létta á flutning- unum. f þessu sambandi má geta þess að Eimskipafélagið hefur leigt skipið er lestar um miðjan nóvember á meginlandshöfnum Evrópu. Þá hefur félagið einnig tekið á leigu m.s. „DRANGA- JÖKUL“ er fermir á einhverjum af meginlandshöfnunum um miðj an nóvember. Jafnframt hefur Eimskipafélagið tekið á leigu skipið m.s. „HERMAN LANG- REDER“ sem fór frá Rio de Janeiro 23/10, með sykurfarm til Reykjavíkur. Eins og kunnugt er hefir félag- ið samið um smíði tveggja nýrra skipa. Það fyrra verður afhent í desember 1958 en það síðara 1960. Þessi skip ferma hvert um 3000 tonn af varningi. Annir hjá Eimskip

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.