Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 12
MORGVHBLAÐIÐ Föstudagur 8. nóv. 1957 — Húsnæbismálin Frh. af bls. 11 kröfur um framlög til móts við sveitarfélögin til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði. Um það verðum við bæjarfulltrúarnir hér, allir sem einn, að standa saman, og heita á fulltingi þing- manna Reykjavíkur til aðstoðar. Reykvíkingar eiga ekki að þola það að réttur þeirra sé herfilega fyrir borð borinn, og allra sízt á þeim tímum þegar ríkisframlög til ckki veiga- meiri mála, nema síður sé, eru stórlega aukin frá ári til árs. Það er á þessum málum sem fleirum kominn tími til, að Reykvíkingar láti stjórnar- völdin skilja það ótvirætt, að þeir sætta sig ekki til lengd- ar við að með þá sé farið sem annars flokks Dorgara — að þeirra hlutur, bæði varðandi almenn mannréttindi og með- ferð ríkisfjármála, sé allur annar en annarra landsmanna. Ég kem þá að því að skýra nokkuð nánar þær tillögur bæj- arfuiitrúa Sjálfstæðisflokksins, sem nú eru lagðar fram: A. Byggingarsjóðurinn. Aðalefni tillagnanna um stofn- un byggingarsjóðs er eftirfar- andi: a. Stofnféð, 42 millj. kr., er tvíþætt. Annars vegar eftir- stöðvar af fé því, sem bærinn hefir lánað eigendum bæjarhús- anna svokölluðu við Hringbraut, Lönguhlíð og í Bústaðahverfi, að upphæð 17,5 millj. kr. Hins vegar framlög til íbúðabygginga á fjár- hagsáætlunum 1955—1957 24,5 millj. kr. Fé þetta er að nokkru þegar í lánum til þeirra, sem út- hlutað hefir verið íbúðum en að langmestu leyti í byggingarfram- kvæmdunum sjálfum og ráðgert sem lánsfé til væntanlegra eig- enda ibúðanna. Sú breyting, sem á yrði við slofnun byggingasjóðsins er sú, að hér eftir binzt þetta fjármagn í sérstökum sjóði, ávaxtast þar, árlegir vextir og afborganir koma til útlána til umræddra bygginga — en ella mundi þetta fé hafa endur- greiðzt bæjarsjóði aftur. b. Sjóðnum eru ætlaðar árlegar tekjur af framlögum bæjarsjóðs, eftir ákvörðun bæjarstjórnar, mót framlögum ríkissjóðs, vaxta- tekjur og aðrar tekjur. Uni „aðr- ar tekjur“ sjóðsins skal ég ekki fjölyrða nú, en það yrði verk- efni væntanlegrar sjóðsstjórnar að stuðla að eflingu sjóðsins, m. a. með nýjum tekjuöflunar- leiðum, ef þörf krefur. Stungið hefir verið upp á að hluti af hagn aði brunatrygginga bæjarins renni til byggingarsjóðs. Það mál þarf nánari athugun, og kæmi e. t. v. engu síður til greina að ávaxta fé brunatrygginganna í lánum til byggingasjóðs að ein- hverju leyti. Er því m. a. gert sérstaklega ráð fyrir í tillögun- um, að sjóðurinn geti tekið lán til starfsemi sinnar. c. Með myndun bygginarsjóðs skapast sérstök starfræksla og stjórn byggingarlánamálanna hjá bænum, sem virðist mundu vera til bóta frá því, sem verið hefir. d. Gert er ráð fyrir að sjóður- inn fyrst um sinn sinni einvörð- ungu því hlutverki að greiða fyr- * byggirigum íbúða til þess að útrýma heilsuspillandi húsnæði En verði vel að sjóðnum bii- ið mun hann von bráðar efl- ast og þá væntanlega geta sinnt víðtækari verkefnum, svo sem að greiða fyrir bygg ingum þeirra, sem ern að stofna heimili, eða geta greitt fyrir húsnæði fyrir einstæðar mæður með börn, aldrað fólk og aðra, sem búa við erfiðar aðstæður. Þykir ekki tíma bært að kveða á um þetta i upphafi, en yrði til athugun- ar síðar. e. Til nokkurs fróðleiks er að hugleiða hugsanlega eflingu sjóðsins. Set ég hér upp eitt dæmi til ábendingar. Ef reiknað væri með, að árleg framlög úr bæjarsjóði yrðu eins og verið hefir tvö undanfarin ár, eða 10 millj. kr. á ári — og fram- lög frá ríkissjóði til jafns þar við — og t. d. yrði lánað úr sjóðn- um til 30 ára með 5% vöxtum, mundi sjóðurinn vaxa af fram- lögum og vaxtatekjum sam- kvæmt eftirfarandi töflu á næstu 10 árum (enda þá ráðgert einn- ig, að stofnféð væri bundið í sams konar lánum). Árslok Fjármagn Til útlá í mill. kr. í millj. 1957 42.0 — 1958 64.1 22.7 1959 87.3 24.2 1960 111.7 25.8 1961 137.3 27.5 1962 164.1 29.2 1963 . 192.3 31.2 1964 221.9 33.2 1965 253.0 35.3 1966 285.7 37.6 1967 320.0 40.1 V. hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, þar sem hér er um svo umfangsmiklar tillögur að ræða, að um þær verði hafðar tvær umræður — og þeim, að lokinni fyrri umræðu á þessum fundi, verði milli umræðna vís- að til bæjarráðs til nánari at- hugunar. Hér er um svo mikið fjár- hagsmál að ræða og að öðru leyti veigamikið og vandmeð- farið félagsmál, er snertir hag og velferð almennings, að með slíkri málsmeðferð teljum við öruggast, að málið fái þá af- greiðslu bæjarstjórnarinnar, sem líklegust sé til almenn- ingsheilla og góðs árangurs. Þetta þýðir — að ef ekki koma aðrar árlegar tekjur til en vextir og áður áætluð fram lög, yrði sjóðurinn orðinn 320 millj. kr. eftir 10 ár — og þá væru vextir og afborganir af lánum sjóðsins, sem hægt væri að verja til útlána á árinu 20.1 millj. kr., eða jafnmikil og tvöfalt árlegt framlag bæjar- sjóðs nú. Lísa hefur svolítið liðað hár, fín- I fer henni líka lang-bezt. En nauð gert og þunnt. Hana langar til að synlegt er að hún fái að fara til hafa tagl en hún verður að láta rzkarans við og við. sér nægja „hettuklippii<gu“, sem I 1 ^J^venjojó&in og, heimiíiÁ B. Byggingaráætlunin. Ég hefi áður getið þess, að Gísli Halldórsson, bæjarfulltrúi, mun gera grein fyrir framkvæmd byggingaráætlunar bæjarins og skýra nánar þær tillögur sem nú eru gerðar til aukningar og breyt inga á henni. Nefni ég aðeins aðalatriðin: a. Að auka áætlunina úr 600 íbúðum í 800 íbúðir. b. Að breyta framkvæmd bygg- inga á tveggja einnar hæðar rað- húsum þannig, að þau verði ekki staðsett í einu hverfi, en á nokkr- um stöðum og bygging þeirra framkvæmd með þeim hraða, sem ætla má að bezt henti, miðað við framkvæmd áætlunarinnar að öðru leyti. c. Að athugað sé sérstaklega nánar, hvort henta þyki að byggja nokkurn hluta af minnstu íbúðunum í háhýsi, t. d. 10—12 hæða. d. Að bæjarstjórn ákveði nú úthlutun 120 ibúða í fjölbýlis- húsum við Gnoðavog með þeim lánskjörum, sem hún telur eðli- leg, og fái afdráttarlaus svör um mótframlög ríkissjóðs, frá hús- næðismálastjóm, enda sé þá einnig gert ráð fyrir að þeir að- ilar, sem fá þessar íbúðir til kaups, njóti sömu möguleika og aðrir til A og B lána hins al- menna veðlánakerfis. e. Að úthlutað verði til ein- staklinga lóðum undir 140—150 íbúðir í hverfi við Eliiðavog — eftir að ákveðið er nú, að einnar hæðar raðhús, sem þar voru áð- ur ráðgerð, verði annars staðar sett. C. Breyting á húsnæðismála- löggjöfinni. Þá er loks þriðji þáttur til- lagna okkar, að þeirri áskorun sé beint til Alþingis, að breytt verði ákvæðum IV. kafla 1. nr. 42/1957, um útrýmingu heilsuspillandi hús næðis, þannig að framlög ríkis- ins séu ætíð til jafns við fram- lög sveitarfélaga í þessu skyni og með sömu kjörum og greið- ist samtimis framlögum sveitar- félaganna, meðan nýbyggingai eru í smíðum. Hefi ég áður sýnt fram á rétt- mæti þess, og skal ekki endur- taka það, en um leið og þetta megin sjónarmið er viðurkennt þyrfti einnig að koma inn í hús- _ næðismálalögin ný grein, er sam- um svaraði ákvörðun bæjarstjórnar um stofnun sérstaks byggingar- sjóðs með því hlutverki að stuðla að útrýmingu heilsuspillandi hús- næðis — og er tillagan einnig við það miðuð. Litlar stúlkur eru fallegri et hár þeirra er vel klippt og greitt klœðilega HÚN á að vera hrein og þokkaleg til fara og greidd á hverjum morgni klukkan átta, því hún er ekki litli hnokkinn, sem þvældist fyrir fótunum á mömmu allan daginn. Hún er orðinn nemandi langa á eldhúsborðinu með púða undir hálsinum og höfuðið yfir vaskinum. Þá gengur hárþvottur- inn eins og í sögu. Látið hana fá lítinn klút til að halda fyrir aug- un. Hárið á að þvo úr tveimur Katrin hefur þykkt og slétt hár, sem auðvelt er að flétta í „tíkar- spena", sem byrja við gagnaugun. Hárið er fléttað fast svo flétturn- ar standa út. „Tíkarspenar" eru í skóla innan um margar litlar stöllur. Skólastúlkan má ekki vera úf- in með hárlufsur í augunum allan daginn. Ekki er þó til þess ætlast að telpur eigi að taka upp flókn- ar hárgreiðslur, en hins vegar ætti hver móðir að gera sér það ómak að finna, hvaða greiðsla hentar dótturinni bezt. Hár sem er fíngert og þunnt á helzt að vera stuttklippt. Þá slitn- ar það ekki og getur með tíman- orðið þykkt og sterkt. Ef þunna hárið nær niður á herðar, slitnar það neðst og klofnar og það fer aldrei vel. Grófgert hár er bezt í fléttur eða tagl, en það getur líka verið klæðilegra stutt- klippt, svo mæður verða að hugsa sig vel um hvað fer telpunni bezt. Hárið á að þvo hálfsmánaðar- lega úr mýkjandi hárþvottasápu. Ég tel nú ekki þörf frekari Hárþvottur er venjulega ekki vin framsögu af minni hálfu, en leyfi • sæll meðal barna. En reynandi mér að iokum að leggja til, fyrir er að láta telpuna liggja endi- nú mjög í tízku meðal eldri stúlkna í París svo hún þarf ekki að öfunda þær, sem náttúran gaf hrokkið hár. sápuvötnum og skola síðan vel úr volgum vötnum. Betra er að hafa vatnið heldur of kalt en of heitt, því annars er hætta á að andúð telpunnar á hárþvotti vaxi um allan helming. Ágætt er að kreista sítrónu í síðasta skolvatnið fyrir ljóshærð- ar telpur, þannig að sítrónusafinn sitji í hárinu á meðan það er að þorna. Hárið er þurrkað en áður en það er alveg þurrt, má bera í það örlítið hárkrem ( svo gem 1 cm úr túpu). Þá gengur hár- greiðslan betur, jafnvel þótt hár- ið sé töluvert sítt. Það er ekki til bóta að þvo feitt hár oftar en einu sinni hálís- mánaðarlega. í stað þess að þvo það, er ágætt að bursta það með bursta sem vafinn er grisju. Að- eins ber að gæta þess að bursta ekki ofan í hársvörðinn til þess að erta ekki fitukirtlana. Bezt er að venja litlar stúlkur á að bursía hár sitt kvölds og morguns sjálfar, alveg eins og þær bursta tennurnar. Við það verður hárið bæði lifandi og gljá andi. Flösu er náð úr hársverðinum með því að bera olivenoliu í hár- ið nokkrum tímum áður en hárið er þvegið. Litlar stúlkur öfunda stöllur sínar sem náttúran hefur gefið hrokkið hár, og mæður láta stund um til leiðast og gefa dætrum sínum permanent. Það mun þó sem betur fer ekki vera algengt hér á landi. Því permanent fer illa með hár barna, það verður aldrei eðiilegt og gljáinn fer af því. Þá er betra að nota pening- ana í góða klippingu fyrir telp- una hjá rakara. Fléttur, tögl og hnútar eru nú mjög í tízku og hafi telpan sterkt og gott hár, þarf hárgreiðslan ekki að kosta mikla fyrirhöfn. Aðalatriðið er sem sagt að fá hana til að bursta hárið daglega. Betra er að nota bursta með svínahár- um en nælonbursta, því nælon- burstar eru of harðir. H. GljáfœgÖar veggflísa i Vitið þér að gljáinn á vegg- flísunum helzt miklu lengur ef þær „fægið“ þær upp úr talkúmi eftir að hafa þvegið þær eg þerrað mjög veL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.