Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.11.1957, Blaðsíða 18
18 MORGUNBT AÐIP Fðstudagur 8. nóv. 1957 Þeir lifa af synd GERVITUNGL og klámrit eru næstum því eins fyrirferðarmikil í heimsfréttunum sem verðbólga og styrjaldahætta, Nýlega var ég staddur í bóka- búð. Inn vatt sér ungur maður og spurði um ákveðna bók. Hún var ekki ódýr, en ekki hikaði ungi maðurinn við að telja fram krón- urnar. Þetta var ekki ein af úr- valsbókum mestu andans manna íslenzku þjóðarinnar. 3ókin, sem ungi maðurinn keypti, var þýð- ing á erlendri klámsögu, þó ekki hinni mest umtöluðu. Hvað er það, sem knýr ritsnáka víða um lönd til þess að skrifa glæparit og klámsögur? Það skilja allir. Þessir menn vita mæta vel, að ekki er það vegur til frægðar né fjár, að rita sið- bætandi bækur. Þeir vita, að auð- velt- er að selja áfengi, tóbak, glæparit, klámsögur, glæpa- og kynórakvikmyndir og allt þess háttar. Þeir vita, að allur þorri manna, er enn svo tjóðraður við bæli dýrsins og heimkynni hellis- búans, að auðveldara er að selja allt það, sem lýtur að nautnum, en hitt sem eflir flug andans og eykur þroska. Þessir rithöfund- ar hagnýta því veikleika manna og blása í nautnaglæðurnar. Með öðrum orðum, þeir gera þetta, sem spámaðurinn lýsir svo snilld- arlega: „Þeir lifa af synd lýðs mins og þá langar í misgerð þeirra“. Þeir lifa af veikleika og van- þroska annarra, og þá „langar" til að menn þjóni sem bezt hin- um óæðri hugsunum og hvötum, þeim mun öruggari er framgang- ur þeirra sjálfra og atvinna þeirra betur tryggð. Skyldu þessir klámrithöfundar hafa mynd af móður sinni stand- andi á skrifborði sínu, er þeir ösla áfram í þessum eftirlætis hugleiðingum sínum? „Spilltur sonur er skömm móður sinnar“, segir spakmælið. Einu skyldu menn ekki gleyma, að saga líðandi alda sýnir það, að»margt sem er upphafið og hátt gnæfir á líðandi stundu, verður oft lítils metið og stundum fyrir- litið, þegar fram líða stundir, en hitt, sem ofsótt hefur verið af samtíðinni, sökum andstöðu þess við straum spillingarinnar, rís upp á sínum tíma í tign og mikil- leik. Sum verk manna, er mikla athygli hafa vakið sem snöggv- ast, gleymdust þó fljótlega ger- samlega. Bókin The Age of Reason, eftir Thomas Paine, vakti ekki litla athygli, er hún stakk upp kollinum og munu margir hafa ætlað, að nú væru dagar Biblíunnar taldir. En hvað ségja nú þeir, sem þessa daga eru að veita móttöku hinni nýju og stór- glæsilegu útgáfu af Guðbrandar Biblíu? Hver talar svo um Thomas Paine og bók hans? — Veltuútsvar Frh. af bls. 3 í fyrra og í samþykkt fulltrúa bæjarfélaganna væri til mikilla bóta, en sú leið, sem lagt er að farin verði, í frumvarpinu, sem nú liggur fyrir, væri þó mun heppilegri. Tekjustofnar bæjarfélaganna Halldór E. Sigurðsson þingm. Mýramanna tók til máls að lok- inni ræðu Björns Ólafssonar. Kvað hann mikla þörf vera á að endurskoða lagaákvæðin um tekjustofna sveitarfélaganna, enda hefði á síðari árum verið bætt á þau nýjum skyldum, er mikið fé þyrfti til að rísa undir. Kvað Halldór frumvarp Björns miða að því að setja gleggri regl- ur um veltuútsvör, en hann teldi að e.t.v. væri réttara að láta heildarendurskoðun útsvarlag- anna og setningu reglna um veltuútsvör fylgjast að. Frumvarpinu var að umræð- unni lokinni vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar neðri deildar. Bjartsýnir menn trúa á góða framtíð og þá munu ýmsar bæk- ur, sem nú eru mest umtalaðar gleymast gersamlega, og mörgu því, er nú neínist listaverk, verð- ur þá kastað á sorphauginn. Þótt heimur okkar mannanna sé heimur hverfleikans, þá stend- ur þó sumt býsna föstum fótum. Skyldi t. d. manneðlið ekki vera enn eitthvað svipað því, sem það var fyrir svo sem 4000 árum? Og skyldi ekki orsaka- og afleiðinga- lögmálið vera enn í fullu gildi? Ætli að við nútímamenn séum ekki að eðlisfari nokkuð líkir þeim, sem uppi voru á öld hinna miklu spámanna? Þeir voru ekki aðeins menn, er sögðu fyrir ó- komna atburði, heldur einnig hrís og sverð á rangsleitni og spillingu þeirra daga. Þessir menn, sem nú eru dáð- ir og orð þeirra metin sem hin mestu vísdómsorð, voru þó hat- aðir af mörgum í lifenda lífi, of- sóttir og stundum líflátnir á hryllilegan hátt. En hvað yrði ságt um nútíma- mann, sem færi með prédikun eða skrifaði greinarstúf, eins og eftirfarandi orð hins mikla spá- manns Jesaja?: „Sökum þess að dætur Zíonar eru drembilátar og ganga hnakka kertar, gjóta útundan sér augun- um og tifa í göngunni og láta glamra í öklaspennunum", — og svo talar spámaðurinn um „ennis böndin, hálstinglin, eyrnaperlurn ar, armhringana, andlitsskýlurn- ar, motrana, öklafestarnar, belt- ar, ilmbaukana, töfraþingin, fing urgullin, nefhringana, glitklæð- in, mötlana og pyngjurnar, spegl- ana, líndúkana, vefjarhettina og- slæðurnar". Hvernig líst mönnum á þessa upptalningu, ræðustúf eftir mik- inn spámann? „Sökum þess“ — þá hvað? Hvers vegna talar spá- maðurinn um drembilæti og tel- ur svo upp allt þetta kvenna- glingur, og í samband við hvað setur hann svo þetta? Þetta er vissulega allkynlegt og harla athyglisvert. Ef til vill verða nútíma rökhyggjumenn ekki spámanninum sammála, en hann telur áreiðanlega drembi- læti og hégómagirnd útvortis tákn léttúðar og siðferðishnign- unar, telur allt slíkt vitna um skort á þeim siðgæðisþroska, sem mestu máli skiptir fyrir velferð hverrar þjóðar, og þess vegna segir hann: „Sökum þess að dætur Zíonar eru drembilátar" o. s. frv. „munu menn þínir falla fyrir sverði og kappar þínir í orrustu". Hvernig tökum við nú þessum röksemdum spámannsins, að sök- um léttúðar og siðleysis skuli lýðsins“, — lifa af niðurlægingu og siðferðishnignun annarra. menn falla í styrjöldum? En sann ar þá ekki öll mannkynssagan, að siðgæðishnignun þjóða og stór- velda hefur jafnan verið undan- fari falls þeirra? Og er ekki hætt við að slíkt kimni alltaf að end- urtaka sig? Þess vegna eru allir þeir menn, sem á einhvern hátt, hvort held- ur er með klámsögum, glæparit- um eða einhverju öðru, grafa und an siðgæði kynslóðarinnar, óvin- ir þjóðarinnar, verstu skemmd- arvargarnir og hættulegustu skuggasálirnar. í rústum hins hrunda siðgæðis getur hvers konar ófarsæld hreiðrað um sig. Þar geta öfga- stefnur orðið valdamiklar. Þar heldur lýðfrelsi og þjóðræði ekki velli. Þar er margt ólöglegt í verzlun og viðskiptum framið í leyni. Þar geta þeir menn auðg- að sig, er selja nautnalyfin, klám- ritin og reyfara, óhollustu skemmtanirnar og allt það, sem niðurlægir þjóð. Já, þar þrífast þeir menn bezt, sem „lifa af synd Menn þessir eiga ekki siðferðis- þrek til þess að skapa holla og heillavænlega tízku, en í stað þess færa þeir sér í nyt spillta tízku, veikleika manna og hinar óæðri hvatir þeirra, til 'þess að geta auðgað sig á þessu, „lifað á synd lýðsins". Það skal viðurkennt, að ásta- líf ætti ekki að þurfa að vera neitt óskaplegt feimnismál, né fjötrað í sleggjudóma þröngsýn- innar. Hitt er svo annað mál, að sá þáttur mannlífsins, er krýnir konuna móðurtigninni og karl- manninn föður, ætti að vera hverjum manni, sem af konu er fæddur, sá helgidómur og svo göfugar erfðir, að of gott þætti til þess að traðka niður í svað- ið og gera að féþúfu og hneykslis- máli. Þeir menn, sem þannig fara með hjartfólgin mál okkar allra, eiga aðeins skilið fyrirlitningu allra manna. „vegsemd sinni skifta þeir fyrir smán“, segir spá- maðurinn. „Þeir lifa af synd lýðs míns og þá langar í misgerð þeirra“. Pétur Sigurðsson. Veturinn segir þegnr tU sín MYKJUNESI, 4. nóv.: Þá rösk-1 lega einu viku, sem liðin er af vetri, hefur verið hér sannkölluð Enda þótt Gentleman Jack leiki á flesta — þá léku ljósmyndarar Mbl. á hann í þetta skiptið. Piltur nokkur, sem rakst upp á ritstjórnarskrifstofur blaðsins varð fyrir barðinu á honum. Jack tók veskið úr jakkavasa hans um leið og myndin var tekin, en hann ætlaði ekki að láta neinn sjá þegar hann læddi hendinni um leið niður í buxnavasa piltsins. En ljósmyndararnir voru tveir — og þarna getið þið séð hve Gentleman Jack er starfsamur, þvi að báðar myndirnar eru teknar samtimis. Sumir misstu buxurnar — segir Gentle- man Jack — og þá hœtti ég afc stela axlaböndum VIÐ hér á ritstjórn Morgunblaðs- ins fengum óskemmtilega heim- sókn í gær. Það var vasaþjófur — þó ekki einn af þessum venju- legu, því að hann skilaði öllu áður en hann fór. Þetta var Gentleman Jack, sem hingað er kominn á vegum AA-samtakanna og sýnir leikni sína í Austurbæj- arbíói á hverju kvöldi. Gentleman Jack er víðfrægur vasaþjófur og spaugari. Hann hef ur 10 ára skeið ferðast um flest lönd Vestur-Evrópu og einnig hefur hann heimsótt S-Afríku og Ástralíu. Danskur er hann að ætt erni og þekktur um alla V- Evrópu og Norðurlönd undir nafninu Gentleman Jack — og enginn veit í rauninni hvaðan hann kemur eða hvert hann fer, en „Gentleman" er hann, því að hann skilar þýfinu alltaf réttum eigendum. Á meðan Jack var í gær í óða- önn að hnupla hinu og þessu úr vösum blaðamanna (án þess að nokkur yrði var við) sagði hann sitt af hverju af reynslu sinni í starfinu. Áður og fyrr var hann vanur að taka axlaböndin af herrunum, en þá vildi það bera við, að fórnarlömbin misstu bux- urnar frammi fyrir fullu húsi áhorfenda — og þá sýndi Jack það enn einu sinni, að hann er „Gentleman“. Hann hætti að hnupla axlaböndum. í S-Afríku var hann um tveggja ára skeið, ferðaðist mikið og kom jafnvel til heimkynna svertingja, sem lifðu í það frum- stæðum heimi, að þeir héldu að hann væri galdramaður — og báðu hann að hrekja á brott illa anda, sem jafnan mun vera krökt af í þorpum þessara svertingja. Gentleman Jack spreytti sig þó aldrei á þeirri rauninni, því að meðal svertingjanna voru einnig galdramenn, sem höfðu það að atvinnu sinni að hrekja illa anda á brott úr heimkynnum með- bræðranna og var þeim síður en svo vel við að útlendingar seild- ust inn á verksvið þeirra. Við spurðum Gentleman Jack hvort ekki hefði verið erfitt að stunda atvinnuna meðal þessa fólks, en hann lét hið bezta yfir því. Hins vegar sagði hann, að ekki hefði það verið uppörvandi þegar honum var ætlað að stunda vasaþjófnaðinn meðal svertingja, sem gengju naktir — sem sé buxnalausir. Jack sýnir sem fyrr er getið á AA kabarettinum, en sýningum mun ljúka um helgina. vetrartíð, frost og norðan næð- ingur og síðustu dagana hefur verið norðan rok. Lítilsháttar snjór er hér í uppsveitum, en minna, eða jafnvel auð jörð er sunnar dregur. Hér í Holtum hefur fé víða verið gefið síðustu dagana og sumir eru búnir að taka lömb. Er það óvenjufljótt, að taka þurfi fé á gjöf um veturnætur. Að sjálf sögðu eru menn nú vel undir veturinn búnir hvað hey snertir, en veturinn er langur og margt á fóðrum, því bú manna stækka heldur frá ári til árs. Hér hefir inflúenzan stungið sér niður og leggst víða allþungt á fólk. Er það sjálfsagt fyrir það, að fólk getur ekki farið nógu varlega, en menn reyna í lengstu lög að sinna skepnunum, en að sjálfsögðu þurfa kýrnar daglegr- ar umhirðu við. Og sökum fá- mennis víða á bæjum má helzt enginn verða lasinn dagsstund, þá gengur allt úr skorðum. Nú er þakjárn loksins komið og má segja að betra er seint en aldrei, því fjöldi bygginga hefur beðið opin í haust. Má gera ráð fyrir að úr rætist með þá hluti nú í bili. Vegaframkvæmdir hafa verið mjög litlar hér á þessu ári og í raun og veru ekki hægt að segja að um neitt 'vegaviðhald hafi verið að ræða. Má gera ráð fyrir að það hefni sín síðar. —M.G. Unga fólkið - nýtl tímarif UNGA fólkið nefnist nýtt rit, sem hafið hefur göngu sína. Segir rit- stjórinn, Sigurfinnur Sigurðsson í þessu fyrsta hefti m. a.: „Ætlun okkar, sem að þessu riti stöndum, er að birta fróðlegar og skemmti legar greinar fyrir ungt fólk á öllum aldri, þ.e.a.s., einnig fyrir þá, sem enn eru ungir í anda, þótt árin færist yfir“. Efni ritsins er sem hér segir: Calypso-Bunnyhopp-Rocck, Tommy Steel, Hvernig lestu? Flug, Sögur, Skip og siglingar, „The Super Viscount“, Tízka, Ford Edsel 1958, K.K. sextett, íþróttir, bridge, myndir o. fL Gísli Einarsson héraðsdómslÖg maður. Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Málflutningsskrifstofa Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þoriáksson Cuðmundur Pétursson Aðalstra-ti 6, III. hæð. Simar 12002 — 13202 — 13602.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.